Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 11.06.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 11.06.1897, Blaðsíða 2
354 una eins langt og hann gat, og skein í hvítar tennurn- ar á honum. Síðan gekk hann inn að tóbaksskúffunni og tók upp óskertan fjúrðungsvafning af tóbaki, sló stórri sveðju er lá í skúffunni á vafninginn og mældi af honum á að giska pund. Hann gekk með tóbakið út þangað sem Þórður stóð, og rjetti það fram yfir borðið. — Þórður gamli þagði, og strauk blóðið af sjer. — Það kom hik á þann gamla er hann sá rulluna, digra og safamikla liggja á borðinu — og fann tóbaksþefinn anga um búðina. — Þó rjetti hann ekki hendina út; aðeins sást að það kom hik á hann og hann hugsaði sig um. — En þá man jeg eptir því, að litla stúlkan kippti afa sínum frá borðinu, tyllti sjer á tá, svo að hún sýnd- ist hærri en hún var, og svo þreif hún tóbakspundið til sín, smeflti því niður á góifið og trampaði á því, þegj- andi og föl eins og snjór — en það var fullorðinssvip- ur á andlitinu og allir sem við voru horfðu á hana, steinþegjandi og grafkyrrir. — Þórður gamli strauk sjer enn einusinni um andlitið og svo sneri hann sjer frá búðinni, tók í hendina á sonardóttur sinni og leiddi hana út úr búðinni- án þess að segja eitt orð, þangað sem Kúfa stóð og beið þol- inmóð eptir byrðinni. — — K íslensk fóðurjurtafræði. I io., II., 12. tölubl. ísafoldar þ. á. er löng rit- gjörð um íslenska fóðurjurtafræði eptir Stefán Stefáns- son kennara á Möðruvöilum. En með því að höf. sem kunnugt er. er mikill grasfræðingur, þá er hætt við að sumir taki mikið tillit til þess, er hann segir í nefndri grein, og vildi jeg því með fáum orðum athuga, hvort höf. gjörir ekki íslenskri fóðurjurtafræði helst til hátt undir höfði, með því, að telja hana, sem helstu og fyrstu und- irstöðu undir íslenska búfræði. Það er fyllilega rjett hjá höf. að vjer þyrftum að fá sem fyrst rannsóknarstofnun, svo rannsaka mætti ýms íslensk efni, svc sem jarðveginn, áburðinn, fæðutegundir og jurtirnar. Ætti því að gjöra, búnaðarskóla á land- inu svo úr garði, að hann gæti rannsakað það, sem nauðsynlegt er fyrir búnað vorn, og gjöra ýmsar til- raunir með sáðjurtaræktun. En að verja ærnu fje í herrans mörg ár til grasfræðislegra rannsókna í öðrum löndum, sem geti verið undirstaða undir íslenska fóður- jurtafræði, það tel jeg barnalegt. Að íslensk fóðurjurta- fræði geti byggst á útlendum rannsóknum að nokkru ráði, þýðir ekki að telja mönnum trú um. Þeir, sem telja að íslensk fóðurjurtafræði hafi verulegt gildi fyrir búnað vorn, ættu fremur að róa að því öllum árum, að að fá inn í landið rannsóknarfæri, svo rannsaka megi þær jurtir, sem vaxa í landinu, þá þyrfti engan saman- burð á norskum, skotskum og íslenskum jurtum. Enda þurfum vjer að rannsaka fleira en jurtir. Það yrði líka landinu ódýrast og jafnframt notasælast, að korna rann- sóknarstofnun á fót, þegar í stað, en hafa engan óþarfa kostnað eða undirbúmng, sem kæmi að engum veruleg- um notum. Islendingar ættu af rcynslunni, að vera búnir að sjá hvað lítill árangur er opt af utanförum manna sem kostaðir hafa verið af almannafje, til að kynna sjer ýmislegt. Þeir munu flestir hafa haft sjálfir mest gagn eða gaman af því, og eins er jeg hræddur um að yrði þótt Stefán, Helgi, Pjetur eða Páll færu til Skotlands eða Noregs í grasaleitir o. s. frv. Hr. Stefán Stefánsson gjörir allt of mikið úr því, hvað ísl. fóðurjurtafræði hafi mikið gildi, fyrir framfarir búnaðarins, til móts við önnur búvísindi. Jeg fullyrði það að fóðurjurtafræðin hefur einna minnsta þýðingu, af öllum greinum búfræðinnar, fyrir framfarir í íslensk- um búnadi. Að íslensk fóðurjurtafræði sje ekki fyrsta eða helsta skilyrði fyrir aukinni kvikfjárrækt eins og höf. álítur skal jeg nú leitast við að sýna fram á. Það, sem fyrst og fremst kemur til greina, þegar um meiri fóðurjurtaframleiðslu er að ræða, er jarðveg- urinn, sem jurtirnar eiga að vaxa í, meðferðin já hon- um að öllu leiti að því er snertir jarðtegundirnar, f hverjum hlutföllum, þær eru hverja við aðra, áburðinn, sem er uppbót á því, sem jarðveginn vantar til þess að geta framleitt þroskamikinn gróða, og vinnuna sem hjálpar jurtanæringarefnunum að taka þeim breytingum sem nauðsynlegar eru fyrir vöxt og viðgang jurtalffsins. Setjum að einhver vilji rækta sjer túnblett úr mýri eða móum. Hann þarf fyrst að byrja á að vinna jörðina á haganlegan hátt, kunna að beita ýmsum jarðyrkju- tólum, sem Ijetta undir með vinnunni í einu orði sagt, afkasta sem mestu, með sem minnstum kostnaði. Þetta er íyrsta og helsta fræðigreinin sem jarðyrkjumaðurinn þarf að kunna. Þá kemur næst að ákveða um jarðveg- inn hvernig hann megi, sem best bæta, hvort heldur er með áburði eða öðrum jarðtegundum. Er því áríðandi að jarðyrkjumaðurinn kunni að auka áburð, fara með hann, svo hann rírni sem minnst og blanda honum saman vi? jarðveginn svo hlutföllin milli efnanna verði sem hæfilegust við það sem juttagróðurinn heimtar, og að sem minnst af áburðarefnunum eyðist að óþörfu í jarðveginn. Þriðja atriðið er að ákveða um jurtir þær, sem rækta á. Sje grasrótin rist ofan af jarðveginum áður þá kemur ekki til að ákveðá neitt um það hverjar jurt- ir eiga að vaxa. Nátturan sjálf breytir jurtagróðrinum, eptir því sem jarðvegurinn er undirbúinn. Þegar mýrar jörð rotnar, breytist og er blönduð ýmsum dáefnum, þá breytist jurtagróðinn. Jeg hefi þurkað upp mýri, með

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.