Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 06.04.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 06.04.1898, Blaðsíða 4
406 I Pöntun upp á ÍO krónur. Þeir menn út um land, sem panta vefn- aðarvörur af einhverju tagi fyrir minnst 10 krönur hjá mér, fá þær sendar sjer kostn- aðarlaust með póstskipunum til allra hafna, er þau koma við á, ef þeir senda borgunina með pöntununum. Sje eitthvað ofborgað, verður það sent til baka með vörunum, sem pantaðar eru Pöntuninni verður að fylgja sem nákvæmust lýsing á því, sem um er beðið, og til hvers það á að notast. Ef tilbúin vinnuföt eru pöntuð, verður að senda mál af þeim, sem þau á að nota, tekið yfir um manninn efst undir höndunum. Hlutir, sem ekki líka, eru teknir til baka fyrir fullt verð, ef þeir eru sendir hingað um hæl mjer að kostnaðarlausu og efþeir eru í jafngóðu ásigkomulagi og þeir voru, þegar þeir voru sendir hjeðan. Lán veitist alls ekki. — Jeg kem til að hafa nnklu meiri birgðir af alls- konar þýskum og frönskum vefnaðarvörum þetta ár en að undanförnu og með mjög lágu verði. Menn geta pantað hvaða vefn- aðarvörutegund, er menn óska og sem vant er að fiytja hjer til Reykjavíkur. Reykjavík, 23. marz 1898. Björn Kristjánsson. Neyðin stærst — hjálpin næst. Frú Karna Olsen, frá Kristínarfrið, seg- ir meðal annars: „Þessi orð get jeg sannarlega tekið mjer^ í munn, því jeg var svo þjáð af eymd og volæði að jeg átti aldrei friðarstund hvorki dag nje nótt; jeg vakti allar nætur með óstjórnlegum kvölum sem engin orð fá lýst. — Þannig var ástand mitt, og hafði verið um 20 ára bil, Nú get jeg sofið um nætur og kenni engra kvala. Það er fögnuður eptir 20 ára daglegar píslir. — Það er kraptaverk fyllilega þess vert að það verði heyrum kunnugt". Herra Henr. M. Grossi segir: I „12 ár þjaðist jeg af þunglyndi, blóð- sókn til heilans, stöðugum hiksta og vind- gangi í maganum. Jeg var mjer úti um Voltakross, og sjá undur mikil! Þegar jeg hafði borið kross- inn í viku var jeg, guði sje lof, glaður og í góðu skapi". Allskonar gigt, hvar sem er í líkaman- um, taugaveiki, máttleysi, krampa, taugaveikl- un, þunglyndi, hjartslátt, svima, suðu fyrir eyrum, höfuðverk, svefnleysi, andþrengsli, heyrnarleysi, influensa, húðsjúkdóma, maga- veiki, þvaglát, magakvalir, ófrjósemi. bilun allskonar, (einkanlega afleiðing af langvinnri sjálfsflekkun) bætir og læknar Voltakrossinn algerlega á stuttum tíma. Á öskjunum utan um hinn ekta Volta- kross á að vera stimplað: »Kejserlig kongel. Patent«, og hið skrásetta vörumerki: gull- kross á bláum feldi, annars er það ónýt ept- irlíking. Voltakross proýessor Herskiers kostar 1 kr. 50 aur. hver og fæst á eptir fylgjandi stöðum: I Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni —-----------— Gunn. Einarssyni A ísafirði------— Skúla Thoroddsen - Skagastr.-------— F. H. Berndsen - Eyjafirði — — — Gránufjelaginu A Eyjafirði hjáhr. kaupm. Sigfúsi Jónssyni — — Sigv. Þorsteinss. - Húsavík — — — J. A. Jakobssyni -Ranfarhöfn-------— Sveini Einarssyni -Seyðisfirði — — — C. Wathne Á Seyðisfirði hjá hr. kaupm. S. Stefánssyni — — Gránufjelaginu - Reyðarfirði— — — Fr. Wathne - Eskifirði — — — Fr. Möller. Einkaútsöiu fyrir ísland og Færeyjar hefur stórkaupmaður Jakob Gunntögsson, Cort Adelersgade 4 Kjöbenhafn K. — Býður nokkur betri kjör? Nei. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár. Maður, sem er 25 ára gamall og kaupir sjer 4000 króna lífsábyrgð í ,,Star“ sem hann fær út- borgaða þegar hann er 60 ára, (eða hvenær sem hann deyr, ef það verður fyr), verður að greiða í iðgjöld 110 kr. 68 au., eða með öðrum orðum, 3873 80 aur. ef hann verður sextugur. Þetta er voðalega mikið, munu menn ef til vill segja, en gæti þeir að. Eptir þeim „bonus“, sem útbýtt var 1894, fengi sami maður þegar hann væri sext- ugur: Upphæðina sem hann tryggði sig fyrir 4000 kr bonus fyrstu fimm árin................310 — ----önnnur — —...................330 — ----þriðju — —...................332 — ----fjórðu — —...................378 —- ----fimmtu — — .......... . 390 — ----sjöttu — —...................420 — — — sjöundu — — ................... . 470 — Samtals 6630 kr. Sex þúsund, sex hundruð og flmmtíu krónur. Menn ættu að sjá, hversu miklu betra þetta er, en að leggja peninga í sparisjóð. Setjum sem svo, að einhver leggði fyrir 110 kr. árlega; ef hann svo ljeti þær í sparisjóð og dæi eptir eitt ár, þá fengju eptirlifendur hans einungis þessar 110 kr. með rentum, en ef hann hefði látið þær í iðgjöld í ,,Star“ þá fengju þeirfjögur þúsund krónur. Er það ekki munur! Hvaða lífsábyrgðar- fjelag skyldi þola samanburð við Star? Allar nauðsynlegar upplýsingar víðvlkjandi fjelaginu gefur Sig. Júl. Jóhannesson, sem er að hitta á Skólavörðustíg 11. á hverjum virkum degi kl. 12 —1 og 5—6. 3° „Nei, jeg er hrædd um ekki. Það liggur svona illa á mjer af því að jeg hef óhlýðnast boðum mömmu minnar“. „Að hverju leyti ?“ „Lovísa hefur dáleitt mig nýlega. Hún var eitthvað að spyrja mig um yður — en þarna kemur hún — fyrir alla muni segið þjer henni ekki neitt um það sem við höfum tal- að saman." Hún hraðaði sjer burt og jeg snjeri mjer í aðra átt. —- Næsta dag var miðdagsverður borðaður í fyrra lagi, og jafnskjótt og staðið var upp frá borðum gekk jeg til her- bergja minna til þess að hvíla mig ögn áður en dansleikur- inn byrjaði. — Jeg sat við ofninn í hægindastól og var að lesa nýjasta heptið af „19. öldinni"; þegar barið var að dyr- tim. — Aður en jeg hafði svarað, var hurðinni hrundið upp og Constance Perowne stóð á þrepskeldinum. Hún var svo klædd að hún var í hvítum silkikjól með kórónulagaða ennis- spöng úr hvítum perlum spennta um ennið. — I hægri hendi hafði hún dansblöku, gjörða úr hvítum fjöðrum, og glófa í vinstri hendi. Um leið og hún stje af þrepskildinum inn á gólfið tók jeg eptir því, að hún breiddi úr blökunni. Hún leit til míu lauslega, en jeg þóttist sjá, að augna- ráð hennar var ekki eins og það átti að sjer. —• Jeg gekk bráðlega úr skugga um að dásvefnsins einkennilegi blær var á augum hennar og andliti. „Er nokkuð að? Hvað vantar yður?“ „Jeg ætlaði að ná í gamlan silfurkistil sem er geymdur í lokaðri járnhirslu inn í veggnum hjer bak við einbvern þil- skjöldinn." — Hún svaraði spurningu minni en sá mig þó auðsjáanlega ekki öðruvísi en með sinni innri sjón, með aug- um sálarinnar. Jeg svaraði henni engu og hún gekk yfir gólfið og stað- næmdist fyrir framan einn skjöldinn í þilinu. Jeg haíði, eins nákvæmlega og mjer var unnt, rannsak- 3i að allt, sem þessi skjaldþil höfðu að geyma, að einu undan- teknu,sem mjer var ómögulegt að ná opnu. —• Jeg hafði margsinnis þreifað eptir veggnum fram og aptur, án þess að geta fundið neina töpp eða hnapp, sem gæti verið lykill að þeirri geymsiu á sama hátt og að hinum öðrum sem jeg hef áður lýst. — Þangað gekk Constance rakleiðis. Hún studdi án þess að leita nokkra vitund fyrir sjer á blómhnapp, sem leit út fyrir að málaður hefði verið til prýðis innan um vafn- ingsviðar-plöntur á þilinu, og jafnskjótt opnaðist hólfið. Það var langt og mjótt, 3—4 fet undir lopt og fóðrað innanmeð þykkum járnplötum. Hún kastaði blökunni og glófunum á gólfið, og tók af öllum mætti og megni að bisa við að draga járnkassann fram af hillunni, er hann stóð á. „O, hann er svo þungur, jeg get hvorki mjakað hon- um til nje frá.“ „Látið þjer mig hjálpa yður“. Það var ekki annað á henni að sjá, er hún stje út úr þilhólfinu, en að hún væri alveg eins og hún átti að sjer. Hún hafði annan fótinn á gólfinu en hinn á þrepskildinum. Jeg tók báðum höndum í handtakið á kassanum og færðist í herðar til þess að kippa honum í einum rykk fram á hillubrúnina, — þá varð allt í einu niða-kola-myrkur. — Fjöðurlæsingin hafði hlaupið fyrir af sjálfu sjer og jeg var kviksettur. Jeg kallaði af öllúm mætti, en engin heyrði óp mín. — Sú gröf, sem mjer var grafin, var ekki að eins dimm og þröng, heldur var hún einnig svo vel úr garði gerð að það- an heyrðust hvorki hróp nje stunur. Jeg þóttist sannfærður um, að þessi traustbyggða járnkista væri algerlega loptheld. Jeg var í engurr. efa uiii^ hver hafði komið mjer svo laglega fyrir; fröken Enderby hafði ginnt mig í þessa gildru fyrir tilstilli Constance, sem var ekki sjálfri sjer nje sínum gjöro- um ráðandi. Jeg hafði ljósa meðvitund um, að ástæður mín- ar voru allt annað en glæsilegar.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.