Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. MAÍ 1960 Úr borg og byggð G R E I N I N um Norlhern Lights barst blaðinu rétt um leið og það fór í pressuna síð- astl. viku með umsögn Snæ- bjarnar Jónssonar um sömu bók. En aldrei finnst okkur of mikið sagt um hin fögru ljóð skáldkonunnar. ☆ Card of Thanks We wish to extend our heartfelt thanks and appre- ciation for the many acts of kindness, messages of sym- pathy, and beautiful floral of- ferings received from our kind friends, relatives anc neighbors during our recent bereavement in the loss oJ: our beloved mother. We es- pecially thank Rev. Eric Sig- mar. The Johannesson Family ☆ Veitið athygli. — Kvenfé- lag Sambandssafnaðar efnir til kaffidrykkju, bazaar og sölu á heimatilbúnum mat í neðri sal kirkjunnar á Ban- ning Street laugardaginn 28. maí frá kl. 2—5 eftir hádegi. Auk forseta félagsins, Mrs. S. E. Björnson, taka á móti gest- um Mrs. P. M. Pétursson, Mrs. Sigríður Árnason, Mrs. R. Gíslason; Mrs. Guðrún Eirík- son og Mrs. Olla Verner sjá um kaffiborðið; Miss Guð- björg Sigurdson og Mrs. S. McDowell sjá um bazaar- borðið, og Mrs. Teenie John- son og Mrs. María Sigurdson sjá um matarsöluna. ☆ Séra Jón Bjarman leit inn á skrifstofu blaðsins á fimmtu- daginn í fyrri viku. Með hon- um var ungur maður, Jóhann Úlfar Sigurðsson frá Úlfsstöð- um í Skagafirði; hefir hann dvalið í nokkra mánuði hjá ættmennum og vinum norður við Manitobavatn, aðallega á heimilum séra Jóns og S. O. Gíslason við Hayland. Hann hefir í hyggju að fara til Tulsa, Oklahoma í september og stunda þar nám við flug- skóla. ☆ Gullbrúðkaup Hin mætu hjón Björg og Björn Björnsson að Laufási að Lundar, Man. eiga fimm- tíu ára brúðkaupsafmæli í júnímánuði. I tilefni þess munu börn þeirra, vinir og vandamenn efna til vinamóts í Lundar Community Hall sunnudaginn 19. júní, kl. 2 e. h. til þess að samfagna þeim. ☆ Staka Beljar hátt í tómri tunnu; tala hæst sem vita minnst. Skrafa margt þeir skilnings- grunnu, skvetta hæst, sem vaða grynnst. J. B. Dánarfregnir Bogi Sigurgeirsson Á sunnudaginn, 22. maí, andaðist í Vancouver, B.C. Hermaníus Bogi Sigurgeirs- son eftir langvarandi van- heilsu af hjartabilun, 55 ára að aldri. Hann var fæddur að Hecla, Man., sonur Boga Sig- urgeirsson og konu hans, Kristínar Ásmundsdóttur Sig- urgeirson. Hann kvæntist Thuríði, dóttur Sveins Thor- valdsson í Riverton og lifir hún mann sinn. Þau bjuggu lengi að Hecla og þar fædd- ust börn þeirra, Norma, Har- old, Russell og Marvin. Síð- an áttu þau um skeið heima í Selkirk, en fluttu til Van- couver fyrir allmörgum ár- um; var oft gestkvæmt á heimili þeirra, því þar var oft sungið og leikið á hljóðfæri og vinir og vandamenn áttu jafnan ástúðlegum móttökum að fagna. Bogi var glæsimenni í sjón og hvers manns hugljúfi, þeirra er þekktu hann. Auk konu hans og barna lifa hann þrjár systur, Sigurveig Ingi- björg (Mrs. Th. Pálsson), Ása Bergthora (Mrs. Stanley Stef- ansson), báðar búsettar í Van- couver, og Lilja Svanfríður (Mrs. T. R. Thorvaldson) í Winnipeg. Synir hans, Harold og Russell, eru kvæntir og eiga heima í Vancouver. Barnabörnin eru þrjú. ☆ Margaret Jóhannesson, 79 ára að aldri lézt að heimili dóttur sinnar, 1212 Strath- cona Street, Winnipeg mið- vikudaginn 18. maí s. 1. Hún var fædd á Islandi 1881 að Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð og kom til Kanada 1905. Hún var ekkja Magnúsar Jóhann- essonar, sem andaðist í Van- couver 12. nóvember 1952. Þau áttu níu börn — 3 dóu á unga aldri og Helgi, sem dó í september 1933, 20 ára að aldri. Hún lætur eftir sig fjórar dætur og einn son, Mrs. J. Indridson, Burnaby, B.C., Mrs. O. Scromstad, Vancou- ver, B.C., Mrs. M. Heidrick, Winnipeg, Manitoba, Mrs. G. Holmes, Cochenour, Ontario, og Jóhann Jóhannesson, Win- nipeg. Jarðarförin fór fram 20. maí í Pine View Chapel. Lík- brennsla fór fram á eftir og verður askan send til Van- couver. Séra Eric Sigmar flutti kveðjumál. ☆ Mrs. Ragnheiður Magnús- son að 59 Seventh Ave., Gimli, Man. andaðist mánudaginn 16. maí, 59 ára að aldri. Hún var ekkja Thorarins Magnús- son, er lézt 1957. Hana lifa einn sonur, Dóri; ein dóttir, Betty; þrjú barnabörn, móðir hennar, Mrs. Ingibjörg Olson; þrír bræður, Joseph, John og Halli Olson og tvær systur, Mrs. Gunnfríður Halldórsson MESSUBOÐ Fyrsta lúlerska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir. cg Mrs. Björg Vigfússon. Út- förin fór fram frá lútersku kirkjunni á Gimli og jarðsett í Gimli grafreitnum. Sr. Kol- beinn Simundson jarðsöng. ☆ Einar ísfeld, 94 ára, andað- ist mánudaginn 16. maí. Hann flutti til Langruth 1895 og stundaði þar búskap þar til hann lét af störfum. Hann lifa fimm dætur, Mrs. Wil- liam Artisay, . Mrs. Emma Johnson, Mrs. J. McNaugh- ton, Mrs. J. Schaldemose og Mrs. H. Tómasson; sex synir, Eric, Steini, Fred, Harry, John og Lúter. Afkomendurnir eru 41. Útförin var gerð frá lút- ersku kirkjunni í Langruth og jarðað í Big Point grafreit. Mrs. H. T. Halverson, sem dvalið hefir hjá dóttur sinni í Lincoln, Nebraska síðan í febrúar, kom til bæjarins í fyrri viku og hélt heimleiðis til Regina á fimmtudaginn. ☆ íslandsfarar Caroline Gunnarsson, rit- stjóri kvennasíðu Winnipeg Free Press Weekly, og yngsta systir hennar, Helga (Mrs. John Sauer) frá Vancouver fljúga til Islands frá New York 4. júní og hafa þær í hyggju að dvelja í 6 vikur á ættlandinu. Þær eru ættað- ar frá Fáskrúðsfirði í Suður- Múlasýslu og eiga margt ná- ið frændfólk á íslandi; elzti bróðir þeirra, Magnús, á heima í Réykjavík. Caroline heim- sótti ísland fyrir fimm árum og dvaldi þá aðeins í þrjár vikur; hún skrifaði þá allmik- ið um ferð sína, mjög skemmtilega eins og hún á vanda til. ☆ Veilið alhygli ferðaáætlun séra Sigurbjörns Einarssonar biskups á framsíðu blaðsins. Grein um Dr. Beck í riti amerísks skáldafélags Ritið „Midwest Chaparrall", sem er málgagn skáldafélags- ins „The Midwest Federation of Chaparrall Poets“, helgaði Dr. Richard Beck nýlega sér- staka blaðsíðu. Var þar í stuttu máli rakinn mennta- og starfsferill hans, birt mynd af honum, ásamt með kvæði hans „The Dream of Peace“, sem víða hefir áður verið prentað meðal annars í hinu víðkunna tímariti „The Amer- ican-Scandinavian Review“ í New York. í greininni er þess sérstak- lega getið, að Dr. Beck sé fé- lagi í Ameríska Skáldafélag- inu (The Poetry Society of America), heiðursfélagi í fyrr- nefndu skáldafélagi Mið-Vest- urlandsins og í Hinu íslenzka bókmenntafélagi; varaforseti The American Poetry League og forseti Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi. Réðist á glymskratta Nýlega kom smávaxinn, hæglátur maður inn í mat- söluhús hér í borginni, þar sem ekki heyrðist mannsins mál vegna glymskratta, sem þar var í fullum gangi. Glym- skratti er íslenzka orðið yfir juke box, þetta friðspillandi tæki, sem svo mörgum hefir gert gramt í geði. Gesturinn bað veitingamanninn að lækka hávaðann í glym- skrattanum, en hann skeytti því engu svo gesturinn gerði sér hægt um hönd og velti glymskrattanum um koll og sleit hann úr sambandi. Fyrir þetta var hann dreg- inn fyrir lög og dóm, en þótt dómarinn dæmdi hann í $10 sekt og skipaði honum að greiða $150 fyrir skemmdir á tækinu, sagðist hann hafa mikla samúð með honum og hefði oft sjálfan langað til að leggja exi að glymskröttun- um, því þeir framleiddu ekki hljómlist; þeir myrtu þögn- ina. Nú er margt fólk farið að bera með sér smá útvarps- tæki (radio) hvar sem það er á ferð og snýr þeim á hvenær sem því sýnist án tillits til ná- vistar annarra. Fólk virðist varnarlaust g e g n þessum ágangi hávaðans. Þó er til lög- gjöf í borginni gegn óþarfa hávaða, en henni virðist alls ekki framfylgt. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu að- ferðir. Engin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Companý Dept. 234, Preston, Ont. LJÓÐASAFN eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson Nýkomið frá Islandi, tvö bindi, 581 bls. Verð $10.00. Til sölu hjá Mrs. Kristín Thorsteins- son, Box 991, Gimli, Manitoba, Canada. H ERE NOW! Toast Master MIGHTY FINE BREAD! At Your Grocers J. S. FORREST, J. WALTON, Manager Sales Mgr. Phone SUnset 3-7144 ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED— Heimsins bezto munntóbak Til íslandsfara sumarið 1960 Gestamót Þjóðræknisfélags fslendinga verður í Tjarnarcafé í Reykjavík sunnudagskvöldið 19. júní og hefst kl. 20.30. Öllum Vestur-íslendingum í heimsókn á Islandi er hér með sérstaklega boðið. Æskilegt væri að þeir gerðu vart við sig við komuna til landsins í síma 34502 eða í pósthólf 1121. — Hittumst heil. Reykjavík, 2. maí 1980 ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA For your summer enjoyment read ... THE HAPPY WARRIORS by HALLDOR LAXNESS (Nobel prize-winner for literature) An exciting novel of murder, revenge and adventure in Iceland, Greenland and Norway ON SALE AT Mary Scorer Books 214 Kennedy St„ Winnipeg 1 Ph.: WH 3-2117

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.