Lögberg-Heimskringla - 29.06.1961, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 29.06.1961, Blaðsíða 4
4 LÖGBEHG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1961 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldui Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Monireal: Próf. ÁskeU Löve. Minne- apolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein- dór Steindórsson yfirkennari. Subscripiion $6.00 per year—payabie in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed as Second Class MaU, Post Office Department, Ottawa. DR. ARNI HELGASON: 17. júní 1961 Erindi flult á kvöldsamkomu íslendingafélagsins í Chicago 17. júní 1961 í dag er þjóðhátíðardagur Islands, 17 ár síðan að lýðveldi Islands var stofnað að Þingvöllum, 17. júní 1944. Voru þá nær sjö aldir liðnar frá því er þjóðríkinu forna lauk, og Islendingar gengu á hönd Noregskonungum. Við erum hér saman komin til að samgleðjast heimaþjóðinni á þessum hátíðisdegi hennar, og til að minnast endurreisnar sjálfstæðis íslands. Á þessum degi verður okkur hugsað til þeirra, sem lögðu fram krafta sína og vörðu lífi sínu í þágu sjálfstæðis- baráttunnar. Dagurinn minnir okkur einnig á, að framfarir og velmegun hefir verið samfara auknu frelsi. í dag er einnig 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, frelsis- hetjunnar miklu og foringjans góða, sem mest kvað að í sjálfstæðisbaráttunni. Fyrir 50 árum, 17. júní 1911, voru há- tíðahöld á Islandi, í minningu um aldarafmæli hans. Á þeim degi var Háskóli íslands stofnaður. Viðleitni til endurreisnar þjóðarinnar, má segja að hafi byrjað með nítjándu öldinni, var það langsótt barátta, ár- angur hægfara, einkum framan af; en stjórnarbætur og frelsi ávannst smám saman. Frá því að nokkrar breytingar urðu í ytri menningu þjóðarinnar eru aðeins 100 ár, og fram- farir byrjuðu ekki fyrir alvöru fyrr en eftir að stjórnarskráin 1874 var lögleidd. Á fullveldisdaginn, 1. desember 1958, talaði aðalræðu- maður dagsins, í Reykjavík, reyndur og metinn alþingis- maður, um breytingarnar, sem orðið höfðu í ytri menn- ingu þjóðarinnar á undanförnum 40 árum. Tilfærði ræðu- maðurinn og bar saman tölur úr hagskýrslum Islands 1918. og 1958, til að sýna hversu miklar framfarir hefðu verið síðan ísland varð fullvalda ríki. Má því ætla, að ekki sé al- gerlega óviðeigandi við þetta tækifæri, að minnast breyt- inga, sem voru frelsinu samfara frá byrjun, og undirstaða síðari framfara. Endurreisn Alþingis 1843 var spor í áttina til stjórnar- bótar, og afnám einokunarverzlunarinnar 1854 aflétti kúgun og boðaði frelsi. Þó urðu litlar eða helzt engar breytingar að sinni í ytri menningu þjóðarinnar. Um 1860 var verzlun- in enn í höndum danskra kaupmanna, enginn vegur né brú á öllu landinu, atvinnuvegirnir í hinni mestu niðurníðslu, og engir skólar aðrir en latínuskólinn og prestaskólinn. Um miðbik síðastliðinna 100 ára, er aldarafmælis Jóns Sigurðs- sonar var minnzt 1911, höfðu miklfer breytingar orðið á högum þjóðarinnar. Með stjórnarskránni 1874 hafði Alþingi verið veitt löggjafar- og fjárveitingarvald, og íbúum lands- ins nokkuð persónufrelsi. Heimastjórnin hafði komið 1904 með sérstökum ráðherra búsettum í Reykjavík. Að telja upp framfarirnar, sem orðið höfðu á þessu 50 ára tímabili, 1860-1911, yrði of langt mál, svo ég nefni aðeins nokkrar þeirra. Lækna- og lagaskóli höfðu verið stofnaðir og voru nú auk prestaskólans sameinaðir til að stofna Há- skóla Islands 1911, eins og fyrr var sagt. Fjöldi annarra skóla höfðu þegar verið settir á stofn: stýrimannaskóli, kvenna- skóli, gagnfræðaskóli, kennaraskóli, verzlunarskóli, búnað- arskólar, og barnaskólar í öllum þorpum og umferðakennsla í sveitum; þá voru og öll börn 10 ára skólaskyld. Héraðs- læknar voru komnir víðs vegar um land, spítalar í Reykja- vík, á Akureyri og máske víðar; þar að auki spítalar fyrir holdsveika, geðveika, og Vífilsstaðahælið fyrir berklaveika var opnað 1908. Reykjavík og fleiri bæir höfðu fengið vatns- veitu og Hafnarfjörður rafmagn. Búið var að leggja lands- símann og Island var komið í símasamband við umheiminn. Fjöldi íbúðarhúsa, sem enn er búið í, voru byggð fyrir 1911, og stórhýsi frá fyrsta tug ald- arinnar prýða enn Reykjavík. Þilskipin höfðu tekið við af smábátunum, en mótorbátar og togarar voru þegar komnir í rekstur og um það bil að út- rýma seglskipunum. Innlend- ur iðnaðr var hafinn, klæða- og timburverksmiðjur höfðu þegar verið settar á stofn og í rekstri. Verzlun var öll komin í hendur landsmanna sjálfra, og verzlunarjöfnuður við út- lönd var, á þessum tímum, hagstæður, enda lagði land- búnaðurinn til einn fimmta af verðmæti útflutningsins. Og svo mætti lengi telja. Einu vil ég þó bæta við, sem ég hef verið minntur á af hérlendum mönnum. Eigi ó- sjaldan hef ég verið spurður, hvort það sé satt að engir glæpir og engin fangelsi séu á íslandi. Hugmyndina má sjálfsagt rekja til þess, er Friðrik konungur VIII kom til íslands 1907 og náðaði eina fangann, sem þá var í hegn- ingarhúsinu, og var þá enginn fangi um tímabil. Finnst mér þetta dæmi, að „orðstír deyr aldrei, hveim sér góðan get- ur“. í lok ársins 1910, var íbúa- tala landsmanna 85,200. Er það lítið eitt meiri mannfjöldi en nú; býr í Reykjavík einni, en þar bjuggu þá um 12,000 manns. A undanförnum 50 ár- um hafði fólkinu í landinu fjölgað um aðeins 18,200; en sé tillit tekið til þess, að á því tímabili fluttu um 14,000 íslendingar til Vesturheims, er fólksfjölgunin sambærileg við það, sem gerðist í öðrum löndum Evrópu á þeim tím- um. Ekki er ólíklegt að nú séu einhver ykkar farin að hugsa: Hvað er maðurinn að stagl- ast á því, sem gerðist fyrir hálfri öld og allir vita? 1 Aldamótakvæðinu segir Einar Benediktsson: VALDIMAR BJÖRNSSON: Fréttir fró Þjóðhátíðardagur íslands, laugardagurinn 17. júní, varð fyrir valinu þegar Heklu-félag íslenzkra kvenna í Minne- apolis og St. Paul ákvað stund og stað útiskemmtunar, sem haldin hefir verið árlega um langt skeið. Staðurinn var í austurenda Minnehaha Park í Minneapolis, veðrið ágætt, og aðsókn meiri en í mörg und- anfarin ár. Ekki var um formlega skemmtiskrá að ræða, en landar höfðu mikla ánægju af því að hittast, eins og vant er. Fjöldi þátttakenda í „picnic“ athöfninni var innan við eitt hundrað manns, og var tala þeirra, sem hingað eru komn- ir að heiman, ekki minni en þeirra, sem fæddir eru hér- lendis. Læknar, sem stunda hér framhaldsnám, með frúm og fjölskyldum, hjúkrunar- konur, námsfólk, og íslenzkar konur, sem gifzt hafa Amerí- „Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.“ Þó fortíðin, sem ég hef tal- að um, sé ekki löngu liðin, flytur hún núverandi og kom- andi kynslóðum lærdóm. Þetta var viðreisnartími Islands. Af því, sem nú hefir verið sagt, má nokkuð ráða, hvernig íslenzka þjóðin brást við hinu endurheimta frelsi og hvernig það var metið frá byrjun. Af- leiðingarnar komu brátt í ljós í athafnalífi einstaklinganna og menningu þjóðarinnar; frelsið var lífgjafi framfar- anna. Á aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar, nú fyrir 50 árum, var Island á framfara braut, sem stefndi að fullkomnu sjálfstæði, þó þjóðin væri fá- menn og stjórnarfarsleg rétt- indi hennar takmörkuð. Hug- sjónir skáldanna, eins og þær birtust í aldámótakvæðunum, voru þegar að rætast. Um aldamótin kvað Þorsteinn Er- lingsson: „Mun ei bjart um hann Jón undir aldanna kvöld, hvar sem áræðið frelsinu sig- urinn boðar.“ En áður en ísland varð full- valda ríki 1918, já, það má segja, þegar á fyrsta tug ald- arinnar, hafi, á mörgum svið- um, áræði boðið frelsinu sigur. Og nú á 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar hefir Island ver- ið sjálfstætt lýðveldi í 17 ár, og fullvalda ríki í meir en fjóra tugi ára. Á þessum ára- tugum hefir mannfjöldinn í landinu tvöfaldast, og stór- stígar framfarir orðið á flest- um sviðum þjóðfélagsins. Það er von okkar og bæn, að íslandi megi auðnast að varðveita sjálfstæði sitt og að íslenzka þjóðin megi búa við frelsi og réttlæti um aldir fram. Guð blessi Island! Minnesota könum, ásamt ýmsum íslend- ihgum, sem sezt hafa að hér síðari árin, settu skemmtileg- an blæ á samkomuna. Þeim var skiljanlega annt um að halda upp á jafn þýðingar- mikinn hátíðisdag og 17. júní var í þetta sinn — 150 ár liðin síðan Jón Sigurðsson fæddist, 50 ár síðan Háskóli Islands var settur á stofn, og 17 ár síðan lýðveldi íslands hófst á ný. ☆ Úr því að vanræksla hefir verið um tíma með það að senda Lögbergi-Heimskringlu fréttapistla, þá eru fleiri mannalát, sem ekki hefir ver- ið getið um. Fráfall frú Sylvíu Kárdal á bezta aldri hefir þeg- ar verið getið, og samúðar- hugur margra vina var auð- sýndur eiginmanninum, Óla Kárdal, og Sylvíu May, dóttur þeirra hjóna, við jarðarförina í St. Paul 17. júní. Tveir þekktir íbúar MinIie*, ota-byggðar hafa dáið síðan vor, ásamt fjórum mönnufl1, sem áttu þar heima áðar Varð bílslys Gunnari Bár a að bana, nærri sjötugum, var hann jarðaður í ri .. skyldu-reitnum í kirkjugar Lincolns-safnaðar fyrir sir vestan bæ, við hlið íoxe\ r sinna, Friðgeirs Bárdal 0 Guðlaugar Jónsdóttur. Af e irlifandi ættingjum á P3*1 Bárdal, systir Gunnars, hei111 í Minneota, og var hún lengst af með umboð Lögbergs þeim slóðum. ntó Elín, kona Sigfúsar (Pra. f Josephson, lézt eftir fre? langa vanheilsu, og var jörðuð í kirkjugarði San Páls safnaðar í Minneota. liggja foreldrar hennar, Krl ján Sigurbjörn Askdal, se; fæddur var á Þorbrandsst0^ um í Vopnafirði, og Sai kona hans Níelsdóttir, ættuð var úr Mosfellssveit Kjósarsýslu. Komu þau hjori' til Minneota beint frá ^aI! 1893, og voru elztu hörnl Elín og Halldóra, bæði f^ í Vopnafirðinum; Oddný 0 Emil, látin fyrir nokkru, v° fædd í Minneota. S. Frank , sephson — mætur bóndJ fjölda mörg árs eins og Sigfússon Jósefssonar, hans — lifir kor.»j sína, asa fjórum soi\um og fleiri bar börnum. Systur hennar tv , eru á lífi, frú Dóra HarV°^ Minneota, kennari í úý: mörg ár, og frú Oddný chert í Austin, MinneS°st kennari áður en hún gJJ en starfandi hjá líftryggin^.a félagi síðan hún varð e^r fyrir nokkrum árum. E1JIJ frábær kennslukona áður hún giftist, tók alltaf lelfaIL þátt í kirkju- og félagsmálý^ og ávann sér traust og 3 allra, sem hana þekktu. v margir ættingjar Sigfúsar Argyle - byggðinni viðsta jarðarförina. Guðjón Williamson, ur af Austurlandi, dó rúm f 100 ára fyrir nokkru hjá 0 ^ urdóttur sinni, Mrs. A- Tabb í Glendale, Kentucky, var jarðaður í Minne®® Þaðan flutti hann fyrir n° r um árum, eftir lát Sigr1^ konu sinnar; var hún Sigu , ardóttir frá Egilsstöðum ^ Vopnafirði, rúmlega n'r^ þegar hún dó. Langlífi el kenndi fjölskyldu Guðj°n^ var Valgerður móðir n rúmlega 105 ára, er hún e og Vilhjálmur faðir nokkuð kominn yfir nlr?g- Er meðaltal aldurs þeirra fJf fjölskyldu sunnan urra er liggja í reitnum rétt fyrir Minneota um 100 ár. kom inn Joseph Josephson, — . yfir sextugt, sonur Herrnan heitins Vigfússonar d°s ^Si son, af fyrra hjónabandi ha^ dó suður í Nebraska, þar s ekkja og börn syrgja ha , Tveir albræður lifa hanU g Minneota-byggðinni, Ágús c Frh. á bla-

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.