Lögberg-Heimskringla - 04.01.1962, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 04.01.1962, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. JANÚAR 1962 J KONRáÐ VILHJÁLMSSON: u . ^að mun hafa verið vetur- lnn ^34, að við, 7-8 persónur a Akureyri, höfðum nokkrar aanikouiur til að leita eftir u rænum fyrirbrigðum á eirnili þeirra hjóna Jóhanns oeitins Ragúels, kaupmanns, § Guðrúnar konu hans. engu þær tilraunir oft dável, e° a höfðum við góðan miðil, Y Var menntaskólapiltur ^f .^^jðrðum („menntaskóla- 1 urinn" var, eftir því sem ^gja Guðrún Ragúels og argrét frá öxnafelli hafa Ek vil kveða vísu staðf, est, Guðni Ásgeirsson, sá stofnaði AA-samtökin er jjeykjavík). Var hann oftast aði>^Ul' að ^alla 1 trans °g tal- . skilmerkilega í dásvefn- t Urn- Fóru fundirnir ætíð ain á kvöldin. við^U Var ^a® eitt kvöldið er jn Voruni þarna saman kom- bekW ^11^11 var s°tnaður í . k sínum og sátum við hin ^ , l^'hvirfingi framan við h0 lnn með saman tengdar ndur. — Brátt kom nú fram, n rir munn miðilsins, kona Sj kur að handan, er kallaði haf ”stjbrnanda“ og sagðist ^ a verið hjúkrunarkona hér q andi í lifanda KfL Hafði hún j^.ast verið hjá okkur áður. , gerist miðillinn með ó- inrrara móti, en stjómand- n segir; 0g”0’ er kominn svo stór Vil]mwkilúðlegur maður, sem hv °mast að. Ég veit ekki rt eS ræð nokkuð við hann. Jú, v®rið róleg. Hann er bú- w -XV/Xt að lofa að vera stilltur.“ fe a Siymur við mjög mikil- ir;<,S eg karlmannsrödd: „Heil- er v?. Slban einhver setning, a. V áttuðum °kkur ekki vel brj ar nu beinzt að mér úr ^enifUUm að ei§a orðastað við víj j .an aðkomumann. Því und' eltlíl neita °g tek því f0 lr' »Heill og sæll! Ert þú rnmaður?“ „Já.“ ”?rt Þú Norðlendingur?“ (Mjög ákveðið) ” rt jþú sunnlendingur?" E61 ' ®n minna ákveðið) ^.rt þú Vestfirðingur?“ rórjj. er svarað í ákveðnum ek.'<^SÍ11 ^kalla-Grímsson var !VaraðÍ éS; f^V þykir okkur að hafa þitf><< nn’ eða kvert er erindi „lllt f11 kveða vísu.“ „að P«tti okkur,“ svara ég, „Slf eltlci numið þá vísu.“ haan rifa megut þér,“ svarar ljófSl verður það gert án var 1 Svara ég, því að dimmt lst°funni. ^0í*ni n^r-a« °*auft ljós í ur uti,“ svarar komumað- Nn °kknr nrðu hvíslingar með hv»n kLll!'‘ng'?um. um það, °g varifei^a skyldi eða eigi, su niðurstaðan, að ekki var kveikt. En ég hafði áður en slökkt var séð papp- írsblokk og ritblý á nálægu borði, sem ég áleit að ætti að vera þarna við hendina, ef eitthvað þyrfti að skrifa. Bað ég nú að rétta mér áhöld þessi. Var blokkin nokkuð stór og hugðist ég geta skrifað vísu á hana þó að dimmt væri, og voru mér nú rétt áhöldin. Strax og ég hef hagrætt mér í sætinu með blokkina á hnénu og blýantinn í hægri hendi, kveður við fyrsta ljóðlína frá komumanni, og fékk ég vel skilið hana og fest hana á pappírinn. En þegar ég hafði skrifað þessa línu, kvað við sú næsta, og svo hver línan af annarri, svo að aldrei þurfti ég neitt að bíða, — líkt og komumaður vissi og sæi, hvað mér leið. Þegar er lokið var vísunni, virtist vera komið ferðasnið á komumann. En við, þátttak- endur, söknum mjög og hefð- um gjarna viljað eiga meiri orðastað við hann. Kvaddi hann svo með sama ávarpi og hann heilsaði: „Heilir." í þessu bili vaknaði miðill- inn, dasaður nokkuð, og lauk þá fundinum og var kveikt. Varð þá fyrst fyrir,# eftir að leikið hafði verið sálmalag — en samkoman var og byrjuð með sálmalagi — að aðgæta vísuna á blaðinu. Hún hafði ritazt all-greinilega og varð vel lesin: „Skulum ei gull girnast, gráti veldr ór máta. Öllu í eilífð spillir of dátt látit at velli. Fárr veit, hversu féit fári veldr ok sárum. — Geld ek glapa kaldra, get ei vist með Kristi.“ Er mér minniststætt, hve tvær síðustu línurnar voru fluttar með köldum og gremjufullum raddblæ. Áttum við nú tal um vísuna um stund. Man ég, að ég sagði, að mér þætti fjórða línan sízt og ekki samboðin Agli — enda var ég iþá ekki búinn að skilja hana fullkomlega. Einnig spurði ég þá miðilinn, hvort hann ætti það til að yrkja. En hann svaraði, að hann kynni ekki að yrkja. Einn af þátttakendum í hringnum var Margrét frá Öxnafelli. Sagðist hún hafa séð komumann vel. Hefði hann verið í gráum kufli yzt fata, með krossvafða fótleggi. Svartur á brún og brá, stutt- leitur og greppleitur með stutt skegg, ákaflega þrekinn vexti, en ekki sýnst næsta hár, enda hefði hann staðið niðri í gólfinu upp að kálfum. Á höfðu hefði hann haft eins konar húfu með litlum börð- um eða bryddri brún. Vísuna skrifaði ég í vasa- bók mína, en skildi blokkar- blaðið með frumritinu eftir hjá húsráðendum. Hafði þessi fundur talsverð áhrif bæði á mig og aðra þátttakendur. Fór nú hver heim til sín. Þegar ég kom heim, var mitt fyrsta verk að grípa til vasabókarinnar og lesa enn vísuna og stöðvaði ég einkum hug minn við fjórðu línu, er mér hafði ekki líkað. Kom mér þá óðara í hug annar og réttari skilningur á línunni. Hafði ég áður ætlað, að orðið velli væri þágufall af nafn- orðinu völlur. en nú húg- kvæmdist mér skyndilega, að orðmyndin velli myndi vera þágufall af orðinu vell, sem þýðir gull í fornu skáldamáli. Dró ég nú ekki að fletta upp í skáldamálsbók Sveinbjarnar Egilssonar eftir orðinu vell, og komst þá að raun um það, að ! Egill notar það orð a. m. k. tvisvar í þeim vísum, sem til eru eftir hann. Viku síðar eða svo pálægð- ist þessi sami gestur okkur aftur, en komst þá ekki að vegna fjölda þeirra annarra að handan, er biðu og væntu sambands. Var það á sama stað og í sama hring. Heyrð- um við þá til hans eina setn- ingu í háum og þykkjulegum róm: „Hvat veldur?“ Um þetta verður nú ekki fleira skrifað að sinni. Kært væri mér að vita, ef einhverj- ir fróðir menn vissu til þess, að vísa þessi hefði áður verið kunn. En til þess hafa engir vitað, er ég hef sagt vísuna. Ég undirrituð, Guðrún Ragúels frá Akureyri, minn- ist vel þessa merkilega fyrir- bæris frá þessum minnisstæða fundi af þessari vísu, eins og Konráð Vilhjálmsson skrifaði hana í myrkrinu á fundinum. Stödd í Reykjavík, 15. júní 1961 Guðrún Ragúels Ég undirrituð, Sigurlaug M. Jónasdóttir, Eskihlíð 8, Reykjavík, las fyrir Margrétu frá Öxnafelli frásögn .þessa upp í síma. Staðfesti hún að sér væri fundur þessi mjög minnisstæður og að hér væri að öllu rétt frá skýrt, eftir því sem hún framast gæti munað. Reykjavík, 22. júní 1961 Sigurlaug M. Jónasdóttir (Lesbók Mbl.) Þæiiir úr minnis- siæðri íslandsferð Frá bls. 5. sér í brjósti þennan fagra haustdag á Þingvöllum. Sum- ir hinna erlendu gesta létu þess sérstaklega getið, hve til- komumikil þeim hefði þótt koman þangað og hve minnis- stæð hún yrði þeim. Frá Þingvöllum var síðan haldið að Sogi og setið höfð- inglegt hádegisverðarboð borgarstjórans í Reykjavík, Geirs Hallgrímssonar, að Ira- fossi. Undir borðum flutti borgarstjóri skörulega ræðu og fróðlega um tengsl Háskóla íslands við Reykjavíkurbæ, og brá jafnframt upp myndum úr sögu borgarinnar. Rektor Kaupmannahafnarháskóla — Carl Iversen, þakkaði af hálfu gestanna í bráðskemmtilegri ræðu. Mæltu þeir báðir á ensku, hann og borgarstjórinn, svo að ánægja var á að hlýða. Að loknum hádegisverði var Sogsvirkjunin skoðuð, en hún er, eins og kunnugt er, hið mesta mannvirki. Þaðan fær Reykjavík meginhluta raf- orku sinnar til ljósa og að sumu leyti til hitunar, þegar nauðsyn krefur. Minnti á- nægjuleg og fróðleiksrík heimsóknin að írafossi eftir- minnilega á það, hverjar orku- lindir íslenzka þjóðin á í foss- um sínum og vatnsföllum, en mannvirkin austur þar bera því fagran vott, að ættþjóð vor er óðfluga að færa sér betur og betur í nyt auðlindir sínar til lands og sjávar. Orð Jóns skálds Ólafssonar verða sannari með hverju ári, sem líður: Hér er nóg um björg og brauð, berirðu töfrasprotann, þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota ’ann. Töfrasprotinn er hin nýja tækni, vélræn og annars kon- ar, sem Islendingar eru nú að tileinka sér í stöðugt ríkara mæli. Þennan mmnisstæða. haust- dag hafði okkur, sem nutum þess að taka þátt í ferðinni til Þingvalla og austur að Sogi, því gefist tækifæri til þess að sjá það eigin augum og á áhrifamikinn hátt, hvernig hið gamla og nýja rennur í einn farveg á íslandi. Við höfðum heyrt sögunnar þyt í lofti yfir höfðum okkar að Lögbergi, en í dyn vélanna að írafossi mátti greina skóhljóð hins nýja tíma, því að um margt ríkir nú ný landnámsöld á íslandi. Haldi þjóðin áfram að spinna þræði framtíðar sinnar úr hinu dýrmætasta í fortíðar- arfi sínum og hinu lífrænasta í samtíðinni, mun henni vel farnast. Eftir að komið var til Reykjavíkur seint á sunnu- daginn, sátu gestirnir boð for- seta Islands og frúar hans að Bessastöðum, þar sem rausn, virðuleiki og hjartahlýja í móttökum ráða alltaf ríkjum. Létu hinir erlendu gestir einnig í ljós hrifningu yfir komunni þangað, en allir þátt- takendur voru sammála um það, að þessi atburða- og ánægjuríki sunnudagur, frá morgni til kvölds, myndi þeim lengi og þakklátlega í minni geymast. er, dvalið langvistum erlendis, skipað þar virðingarstöður, og var heimsborgari í þessa orðs fyllsta skilningi; en hann hafði jafnframt lært að skilja upp- runa sinn, hvar sálarrætumar liggja dýpst í mold, og að sannmeta gildi síns íslenzka menningararfs, eins og lýsir sér kröftuglega í þessum fleygu og víðkunnu vísuorð- um hans: 1 átthagana andinn leitar, dó ei sé loðið þar til beitar, og forsælu þar finnur hjartað, x> fátækt sé um skógarhögg. Sá er beztur sálargróður, sem að vex í skauti móður, en rótarslitinn visnar vísir, ' oó vökvist hlýrri morgundögg. Framhald Nýr íslenzkur fundarhamar Eins og kunnugt er braut Frederick Boland forseti 15. allsherjarþingsins fundarham- ar sinn í uppnámi miklu, sem varð í sambandi við ræður Krúsjeffs og manna hans. ís- land hafði gefið þennan ham- ar árið 1952 og var hann hin mesta listasmíð, gerður af Ás- mundi S veinssy ni njynd- höggvara. Það var ákveðið þegar í fyrra að Island skyldi gefa nýjan fundarhamar til þess að stjórna með fundum allsherj- arþingsins. Var Ásmundur Sveinsson fenginn til þess að gera hann. í morgun afhenti svo Thor Thors, formaður ísl. sendinefndarinnar Mongi Slim forseta þingsins hinn nýja hamar, sem er gjöf frá ríkis- stjórn íslands. Þegar Thor Thors afhenti hamarinn, gat hann þess að hann væri gerð- ur af sama listamanninum og hin brotni hamar. Hann lét í ljósþá ósk, að hamarinn mætti alltaf verða tákn þess að lög og réttur ríkti í heiminum, og innan samtaka hinna Sam- einuðu þjóða. Jafnframt sagði hann að hann væri þess full- viss, að í höndum Mongi Slim yrði honum ávallt beitt af réttlæti, óhlutdrægni og góð- vild. Mongi Slim þakkaði sendi- herra íslands og kvaðst vona að hamarinn myndi verða tæki friðar, laga og réttlætis. Framvegis verður því fund- um allsherjarþingsins stjórn- að með hinum íslenzka hamri, sem er töluvert sterklegri og viðameiri en sá, sem Boland braut. Er skorin í hann setn- ingin: Með lögum skal land byggja, á íslenzku og latínu. Vonandi fylgir mikil gifta þessum hamri, sem gefinn er af heilum hug friðsamrar og frelsiselskandi smáþjóðar. En aldrei kem ég svo að Bessastöðum, að ég minnist eigi Gríms skálds Thomsen, sem var lengi bóndi þar og hvílir í Bessastaðakirkjugarði, Mbl. 31. okt. Hann hafði, svo sem kunnugt J hreppir. Maður veit hversu maður sleppir, en ekki hvað maður

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.