Lögberg-Heimskringla - 17.01.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 17.01.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. JANÚAR 1963 5 Leskaflar í íslenzku handa byrjendum 9 Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. XXIX. We shall now consider the present tense indicative of the verbs munu (shall, be going to, will) and skulu (shall); incidentally, these are the only Icelandic verbs of which the infinitive ends in -u. Sing. ég mun iþú munt hann (hún, það) mun Plur. við munum þið munuð þeir (þær, þau) munu ég skal þú skalt hann (hún, það) skal við skulum þið skuluð þeir (þær, þau) skulu Translate into English: Ég mun fara heim í dag, en þú munt fara þangað á morgun. Við munum verða í borginni eina viku, en þið munuð dvelja þar heilan mánuð. Þeir ætla til íslands seinna í vor og munu verða þar allt sumarið, en þær fóru til Islands í fyrra. Ég skal læra mína lexíu vel, og þú skalt líka læra þína. Hann skal sækja póstinn minn, því ég hef sjálfsagt fengið bréf að heiman. Við skulum vera heima þangað til hann kemur. Þið skuluð lesa bókina í kvöld, en þau skulu lesa hana annað kvöld. Vocabulary: að heiman, from home alll, all, the whole, neut. sing. allur annað kvöld. to-morrow even- ing á morgun. to-morow dvelja, dwell, stay eina, one, fem. of einn fengið, received, got, past. participle of fá, to receive fóru, went, past tense of fara, to go heilan, whole, masc., acc. sing. of heill heim, home heima, at home í dag, to-day í fyrra, last year í kvöld, to-night, this evening íslands, to Iceland, gen, of ísland í vor, this spring kemur, comes, 3rd pers. sing. of koma. to come lexíur, lesson, acc. fem. sing. of lexía læra, learn mánuð, month, acc. sing. of mánuður póstinn, the mail, acc. sing. of póslurinn seinna, later sjálfsagt, no doubt, of course sumarið. the summer, neut. acc. sing. of sumar sækja, to fetch vel, well verða, remain þangað, there, to that place þangað til, until þar, there ætla, intend Bréf frá Norður-Kaliforníu Það var glatt á hjalla í sam- komuhúsinu við Merced vatn- ið í San Francisco á sunnu- daginn fyrir jól. Þá hélt Is- lendingafélagið hina árlegu jólatrésskemmtun sína fyrir börnin. Um eitt hundrað börn sóttu skemmtunina og mun tala hinna fullorðnu hafa ver- ið svipuð. Eins og að undanförnu, voru börn félagsmanna hvött til að veita skemmtikrafta. Um skemmtiatriðin sá frú Rúna Christopherson. Fyrst fór fram brúðuleikrit (puppet show), sem börn settu á svið undir forystu frú Sylvíu Odd- stad Haskins. Hét leikritið Jólakötturinn, samið af Bob Englund, en leikstjórar voru þau Char Vincent og Pat Perlman. Með hlutverk brúð- anna fóru Paul og Elena Haskins, Joel og Debby Farkas og Marcia Gorden, en þau eru öll barnabörn frú Stephanie Oddstad. Næst á skemmtiskrá var píanóleikur og léku systurnar Guðrún (10 ára) og Ingrid (9 ára) Lorensen, en þær eru dætur Lyman og Gunnhildar Lorensen. Rönald Christoph- erson (11 ára) lék á trumpet og Stefani Christopherson (16 ára) söng nokkur lög. Ronald er sonur Theodor og Pauline Christopherson, en Stefani dóttir Loren og Hrafnhildar Christopherson. Séra Thorlákson las jóla- guðspjallið fyrir börnin og lagði út af því á máli, sem þau skildu. Hann talaði um frið á jörðu og bræðralag mannanna og hvernig við gætum öll lifað samkvæmt lögmáli Krists. Heims um ból var sungið á íslenzku og margir jólasálmar á ensku. Að lokum kom jóla- sveinninn með fallegar gjafir handa öllum þessum barna- skara og var þá mikið um fagnað og læti. Guðrún MacLeod, hin ný- skipaði formaður matarnefnd- ar, stóð fyrir veitingum, sem voru miklár og glæsilegar. Þórunn Magnússon sá um framreistingu. Stórt og glæsi- legt jólatré stóð á miðju gólfi, en um alla skreytingu sá Kathleen Davis. Jólagjafir barnanna voru valdar og inn- pakkaðar af þeim Dóru Þórð- arson og Ástu Lóu Ólafsson. Sveinn Ólafson, formaður fé- lagsins, stjórnaði skemmtun- inni. Hann kynnti hjónin Walter og Ellen Lachen frá Chicago og lék hr. Lachen frumsamdan söng á píanó og söng með, en hann kallaði sönginn „Elskan.“ Um eitt voru allir sáttir, og það var, að skemmtunin hefði verið hin ánægjulegasta bæði börnunum, sem hún var ætluð, og engu síður þeim fullorðnu, en er það ekki einmitt um jól- in, sem við verðum aftur öll börn? Aðalfundur félagsins var haldinn í haust og var stjórnin öll endurkosin. I henni sitja: Sveinn ólafsson, formaður; Vigfús Jakobsson, varafor- maður; Ingvar Baldwinson, gjaldkeri; Ralph Johnson og Thorley Johnson, ritarar; Gunnhildur Lorensen, frétta- ritari. Heiðurs-formaður fé- lagsins er konsúll íslands í San Francisco, séra S. O. Thorlakson. Þau hjónin Stein- þór og Louise Guðmunds hafa tekið að sér hið þýðingarmikla starf að safna og skrifa sögu hins íslenzka félagslífs hér um slóðir til þess að varðveita það frá gleymsku. Við sendum öllum lesendum Lögbergs-Heimskringlu inni- legar nýjárs kveðjur. G.L. Guðjón Stefánson Hann fæddist að Sævar- enda í Fáskrúðsfirði á Islandi 12. jan. 1894 og því rúmlega 68 ára er hann dó 7. nóv. 1962. Foreldrar Guðjóns voru þau hjónin Jón Stefánson og Guð- finna Halldórsdóttir. Guð- finna dó þegar Guðjón var að- eins 9 ára; en skömmu seinna giftist faðir hans aftur Arn- dísi Guðmundsdóttur, sem var ættuð úr Grindavík, og árið 1903 fluttist hann með þeim til Kanada, og nokkru síðar varð hann landnemi í Elfros byggð- inni í Saskatchewan. Stjúpa hans er enn á lífi, 84 ára að aldri, og tvö alsystkini og tíu hálfsystkini. Einn af bræðr- um Guðjóns heitins.er Halldor J. Stefánson kennari í Winni- peg, velþekktur maður. Árið 1920 giftist Guðjón Þorgerði dóttur Jóns Jóhanns- sonar og Gunnhildar konu hans, sem bæði voru ættuð úr Þingeyjarsýslu, en höfðu einnig flutzt til Elfros byggð- arinnar. Börn Guðjóns heitins og Þorgerðar eru: Jón Gunn- steinn; Guðfinna Gunnhildur; Sigurlaug Rebecca; Sveinn Debs; Guðjón Eugene; Eric Carlyle Thor og Þorgerður Joyce Dianne — öll gift nema Eric sem býr með móður sinni. Þó Guðjón væri fyrst og fremst bóndi og heimilisfaðir og rækti sínar skyldur í því sambandi næstum með af- brigðum, var hann einnig einn af þeim fáu, ef ekki alls sá eini, í sínu byggðarlagi sem lagði stund á að ígrunda hvað almenningi mætti verða mest til heilla með bættu stjórnar- fari. Þó hann ekki sjálfur þyrfti þess frekar en aðrir í hans byggðarlagi (og raunar alstaðar) beitti hann sér sterk- lega fyrir því að afnema sér- réttindi þau er hinum fáu eru gefin til þess að féfletta al- múgann og stöðva allar fram- farir er mættu verða þjóð- inni til vaxtar og þrifa. Fyrir það var hann með réttu upp- nefndur kommúnisti, og er það sá mesti heiður sem nokkrum manni getur veitzt, þó það óvíða metist eða skilj- ist enn. Spámenn allra tíða hafa jafnan verið fyrirlitnir af samtíð sinni, en oft síðarmeir dýrkaðir sem leiðsögumenn og frelsarar. Kristur til dæmis átti ekki uppá pallborðið fyrstu, en nú eru þeir fáir sem þora að atyrða hann sem ill- menni og landráðamann. Og eins mun verða með Guðjón þegar stundir líða fram. Það er ekki notalegt að vera í ónáð við samfé'laga sína, en þegar um stórmál er að ræða má sá sem veit ekki gefa sinn hlut fyrir baunadisk eða önnur stundleg verðmæti, og það gerði Guðjón aldrei. Hann rækti sitt starf af beztu sam- vizku og kveikti öll þau ljós vits og skilnings sem honum var auðið, og því mun hann lifa, þótt hann dæi, eins og allir forystumenn lýðsins frá byrjun til þessa dags. Um jarðarför hans gildir mig einu; minningin er og verður eilíf. Páll Bjarnason, Vancouver, B.C. Hver er maðurinn? „Við skulum ekki hafa hátt, hér er maður á glugganum.“ Gömul barnagæla. Skömmu fyrir síðustu jól barst mér einkennilegt bréf frá ókendum vin. Ekki er ég nú samt viss um þetta. En eft- ir að hafa grandskoðað bréfið í krók og kring, og eftir marg- ar vangaveltur, komst ég að þeirri niðurstöðu, að maðurinn mundi ókendur hafa verið, og þó vinur minn. Mun ég hafa þetta fyrir satt þar til annað kemur í ljós, og verður þá „skylt að hafa þar er réttara reynist“. Skal nú bréfi þessu lýst nokkuð nánar. Umslagið var lítið ummáls og nokkuð velkt. Verður ekkert af þessu ráðið, nema ef vera skildi það, að maðurinn sé nýtinn, eða hafi álitið slíkt umslag hæfa inni- haldinu. En þetta leiddi til þess, að meirihluti póstmerk- isins lenti fyrir utan röðina á umslaginu þannig að ekki varð af því séð hvar bréfið hóf för sína. Á einu gat mað- ur þó áttað sig að nokkru. Það var hlussustórt frímerki á bréfinu, en á því var prýði- leg mynd af Charles Evans Hughes, fyrrum yfirdómara í hæðstarétti Bandaríkjanna. Hér var þá loksins eitthvað sem maður gat áttað sig á. Maðurinn er þá ekki aðeins vinur minn, heldur einnig samborgari. Eftir er þá aðeins að athuga áritunina. Hún er rituð með rauðu bleki og dregnir prentstafir í stað eigin rithandar, og er heimilisfang mitt er gefið að Stafholti. Af þessu er augíjóst, að maðurinn vill dyljast fyrir mér, og að hann er ekki kunnur högum mínum sem stendur, því ég hefi ekki heimili að Stafholti. Vil ég nú leiðrétta þetta, því mig langar til að fá fleiri bréf frá honum. Hin rétta áritun mín er: box 678, Blaine, Washington. Nú opnar maður bréfið og bregður þá svo undarlega við, að það er að mestu eftir sjálf- an mig. Það er, sem sagt, úr- klippa úr Lögbergi-Heims- kringlu, sem á er letrað greinarkorn með fyrirsögn- inni: Hvað er í fréttum? Hefir bréfritarinn — eða, réttara sagt — bréfsendarinn — und- irstrikað, með rauðu bleki, þessar setningar: „Enda var þá enginn Kommúnisti til, svo orð væri á gerandi nema ef j vera skyldi einstaka óvenju- lega vel kristin sál, sem | geymdi slíkar háleitar hug- sjónir í hjarta sínu eins og helgidóm, eða hina dýrustu perlu, sem ekki mátti kasta fyrir svín“. Neðan við grein- ina er svo krotað, með prent- stöfum og rauðu bleki: „ÞÚ? ! ! SON Minn BRÚTUS?“. Séð hef ég þessa tilvitnun nokkuð öðruvísi orðaða og af meira listfengi í letur færða. Þarna er þá sendingin öll eins og hún leggur sig, og getur mað- ur gizkað á, að hún hafi verið af góðvild gerð, þó eflaust mætti um hana bæta. Vildi ég gjarnan geta rætt þessi mál frekar við vin minn, ef ske kynni að við það sefaðist hin heilsuspillandi hugaræsing, sem spurningarmerkin og upp- hrópunarmerkin bera vitni um. En nú er mér þess varnað því, að vinur minn virðist vilja halda áfram að vera ókendur. Tel ég það ónýtt ráð sem karl einn átti að hafa tekið upp, er hann var að enda bréf til vinar síns. Hann end- aði bréfið með þessum orðum: „Ef þú færð ekki þetta bréf þá láttu mig strax vita.“ Hygg ég hitt líklegra til árangurs, Frh. á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.