Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Qupperneq 19

Lögberg-Heimskringla - 22.07.1965, Qupperneq 19
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 22. JÚLÍ 1965 19 og þroskaði athyglisgáfuna, þannig að hin andlega vakn- ing, er síðar varð, spratt upp úr frjóum jarðvegi, enda þótt segja megi, að þar hafi frem- ur verið falin glóð en brenn- andi kyndill. Eitt af sérkennum rímn- anna var það, að þegar þær voru kveðnar, þá var það vani kvæðamannsins að draga síð- ustu atkvæði hvers erindis út í langdreginn són, áður en hann byrjaði á næstu vísu. Þetta var kallað að draga seiminn. Tilgangurinn hefur sjálfsagt verið sá, að með þessu vildi hann gefa áheyr- endum sínum tækifæri til að íhuga erindið, sem hann hafði kveðið og eins til þess að áhrif þess blönduðust ekki of snöggt því næsta, og erindin drægju þannig hvort frá öðru. En þrátt fyrir allt þá var músik í rímnalögunum, og sum af tónskáldum vorum, svo sem Jón Leifs, Hallgrím- ur Helgason, Jón Norðdal, Skúli Halldórsson, Helgi Pálsson, Karl Runólfsson, Jón Þórarinsson, undirritaður og fleiri, hafa sótt efnivið í þess- ar gömlu uppsprettulindir og fundið þar þann góðmálm, sem orðið hefur uppistaða í stórum tónverkum. Og þann- ig mun verða um alla fram- tíð. Þau af nútímatónskáldum vorum, sem einkum hafa lagt stund á rannsóknir á hinum gömlu íslenzku þjóðlögum eru þeir Jón Leifs og Hall- grímur Helgason. En sá mað- urinn, sem vér eigum það fyrst og fremst að þakka, að vér varðveitum enn svo mik- inn fjölda af þessum undur- samlegu 1 ö g u m, er séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld, sem í ár á 100 ára fæðingar- afmæli. Þjóðlagasafn séra Bjarna mun halda nafni hans uppi svo lengi sem tónlist er iðkuð á Islandi. Hann bjarg- aði fjölmörgum þjóðlaganna frá gleymsku og glötun með Compliments of CENTRAL BAKERY Under New Management Pastries, Wedding and Birthday Cakes Home Made Bread OTTO and LOUISE ALBRECHT Phone 642-5544 CENTRE STREET ond 3rd AVE. GIMLI, MAN. With the Compliments of . . . Russell Motors (1963) Ltd. Your IMPERIAL - CHRYSLER - PLYMOUTH - VALIANT FARGO DEALER 730 PORTAGE AVE. WINNIPEG COMPLIMENTS OF GIMLI AUTO & IMPLEMENTS YOUR GENERAL MOTORS DEALER Centre St. ot Fifth Ave. Pontiac, Buick, ond G. M. Trucks, Vauxholl, Tempest Cars TEXACO PRODUCTS, REPAIRS TOWING & SERVICE MIKE SZYNKARCHUK, Proprietor Phone 642-8560 COMPLIMENTS OF . LORD SELKIRK HOTEL-MOTEL Owned and Operated by the Poulter Family - 30th year EXCELLENT DINING ROOM FACILITIES Phone 482-9595 MAIN STREET SELKIRK, MAN. Hugheilar árnaðaróskir til allra íslendinga á þjóðminningardaginn. GOODBRANDSON’S TRANSFER LTD. DAILY SERVICE — CARGO INSURED SELKIRK, MANITOBA 484 McPhillips St., Winnipeg PHONE 482-3183 Phone 582-1826 Compliments of VIKING MOTORS LTD. CHEVROLET — OLDSMOBILE CHEV. TRUCKS SALES & SERVICE Phone 376-2342 Arborg, Mon. því að safna þeim og gefa þau út í stórri bók, sem er nálega 1000 blaðsíður. Þetta er sígilt verk, sem bæði rannsóknir og þjóðleg tónlist mun grund- vallast á í framtíðinni, enda munu ungu tónskáldin byggja verk sín á þjóðlögum vorum. Það sem nú hefur verið rakið eru helztu atriðin í þró- un íslenzkrar alþýðutónlistar. En það hafa orðið miklar framfarir í tónlistarlífi Is- lendinga síðustu árin. Á þess- ari öld hefur allt breytzt. Nú eru starfandi tónlistarskólar víða um land, orgel eða harmonium er í öllum kirkj- um landsins, sinfóníuhljóm- sveit í Reykjavík, Þjóðleik- hús og ópera. Prófessorinn: „Hafið þér nokkurstaðar séð hattinn minn?“ Nemandinn: „Já — þér er- uð með hann á höfðinu." Prófessorinn: „Ó, þakka yður fyrir. Nú hefði ég farið út berhöfðaður, ef þér hefðuð ekki vísað mér á hattinn." COMPLIMENTS OF ARBORG DRUG STORE JOE TERGESEN, Phormacist Prescription and Veterinary Needs Phone 376-2212 ARBORG MANITOBA COMPLIMENTS OF . . . Macleod's Authorized Dealer Your Homa — Auto ond Form Supply Store Phone 376-2972 ARBORG MANITOBA Compliments of ARBORG DEPARTMENT STORE ARBORG, MANITOBA Owned and Operoted by Tom Chyzzy Clothing . . . Giftware . . . and shoes for the whole family Phone 376-2976 Karlmenn sólgnir í fegurðarlyf í nágrannalöndum okkar þykir ekki lengur ókarlmann- legt af karlmönnum að nota fegurðarlyf. Herrarnir eru farnir að ilma eins og döm- urnar, og þeir nota húðkrem og andlitspúður. — Snyrti- vöruframleiðendur eru fam- ir að velta milljónum í feg- urðarlyfjum karlmanna. Þessi þróun er komin hvað lengst í Bandaríkjunum og Þýzkalandi, en hér á landi gætir hennar lítt. Það fást hér að vísu fyrir karlmenn ilm- vötn, svitakrem og púður, en engin húðkrem, og umsetn- ingin af þessum vörum er sáralítil hér. Á tíu ára bili hefur notkun karlmanna á þessum fegurð- arlyfjum tvöfaldazt til fjór- faldazt. Kemur þar aðallega tvennt til, karlmenn skamm- ast sín ekki lengur fyrir notk- un fegurðarlyfja og unga fólkið hefur meiri fjárráð en áður. Hárvötn, hárolíur, rakspíri og rakpúður hefur lengi ver- ið talið gott og gilt, en nýj- ustu markaðsvörurnar hafa leitt í ljós, að karlmaðurinn hefur lyst á fleiru þess háttar. Árangurinn er sá, að komnar eru á markaðinn fjölmargar gerðir af ilmvötnum fyrir karlmenn, púðri, sem ekki er sérstaklega ætlað til notkun- ár eftir rakstur, og húðkrem.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.