Lögberg-Heimskringla - 29.07.1965, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 29.07.1965, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. JÚLÍ 1965 Lögberg-Heimskringla Published evei-y Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JóNSSON Board of Directors' Executive Committee President, Grettir L. Johannson; Vice-President, Grettir Eggertson; Secretary, S. Aleck Thorarinson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessason, Rev. Valdimar J. Eylands. Caroline Gunnarsson, Johann G. Johannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjonsson, Rev. Philip M. Petursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjornsson. Boulder, Col.: Askell Love. Minncapolis: Valdimar Bjornsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavik: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindor Steindorsson. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and for payment of Postage in cash. J. Victor Jónasson: Elliheimilið Betel fimmtíu ára Fimmtíu ára afmæli Elliheimilisins Betel á Gimli fer nú í hönd. Er það út af fyrir sig merkilegur viðburður í félags og starfsmálasögu Vestur Islendinga. Gefur afmælið oss sem nú lifum, tilefni til að minnast íslenzku frumherjanna hér vestra, með þökk og djúpri virðingu. Þeir sem hafa kynnt sér sögu íslenzka þjóðarbrotsins hér vestan hafs minnast þess jafnan með aðdáun hve miklu þetta fólk kom til leið- ar á ýmsum sviðum, í hinum nýju kjörlöndum sínum. Þegar menn rifja upp þessa sögu, hvort heldur það er saga ein- stakra manna sem hafa skarað fram úr, eða stofnana sem varða almenningsheill, þá renna upp fyrir hugarsjón vorri gamlar og glöggar myndir, sem eru flestum hinna eldri manna á meðal vor, löngu kunnar. Tilgangurinn með þessari ritgerð er sá, að rifja upp, í sem stytztu máli, frumsögu Elliheimilisins Betel á Gimli, og minnast þess einnig, hvaða þýðingu þessi stofnun hefir haft fyrir aldraða Islendinga, sem hafa notið þar skjóls og kær- leiksríkrar umönnunar síðasta áfangann. En sú saga verður ekki rakin, né með réttu metin, nema þess sé minnst, að á meðal frumherjanna íslenzku voru menn og konur sem sáu sýnir, og ólu í hjarta sínu hugsjónir. Þeir áttu líka skapfestu, viljaþrek og nógu sterka kærleikslund til að hrinda þessum hugsjónum í framkvæmd, þrátt fyrir frum- býlingskjör, fátækt og mjög erfiða aðstöðu á allan hátt. Allt þetta kemur mjög til greina þegar minnst er á stofn- un Elliheimilisins á Gimli. Sjálfsagt er að geta þess, nú á þessu afmælisári stofnunarinnar, að það var frú Lára Bjama- son, kona séra Jóns Bjarnasonar, fyrsta prests Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, sem hér átti frumkvæðið, og beitti sér fyrir framkvæmdum hugsjónarinnar á fyrstu ár- unum. Hún mun fyrst hafa hreyft þessu máli árið 1912, og stuðlaði þá að sjóðmyndun, sem í fyrstu nam aðeins $50.00. En mjór varð hér mikils vísir. Sjóðurinn óx smám saman unz hann nam $3.500.00, en það var upphaflega innstæðan. Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar var óþreytandi í við- leitni sinni þessu máli til eflingar. Fyrsti áfanginn á þroska- leið þessa fyrirtækis var leiguhúsnæði á Winnipeg Avenue, þar sem tíu gamalmenni fengu skjól og aðhlynningu. Um svipað leyti fékk Kvenfélagið hinu íslenzka lúterska kirkju- félagi íslendinga í Vesturheimi sjóðinn til umráða, og allar framkvæmdir í málinu. Kirkjufélagið kaus þegar sérstaka nefnd til að fjalla um málið og hrinda því áleiðis. Brátt steðjuðu að margvísleg vandamál. Fyrra heimsstríðið skall á, og svo kreppan mikla sem fylgdi í kjölfar þess. En fyrir samtök almennings, og örlæti einstakra áhugamanna tókst að sigrast á þessum erfiðleikum. Það er ekki hægt að meta með einfaldri frásögn, það mannúðarstarf og þá kærleiks- þjónustu sem þessi stofnun hefir veitt um langt árabil. Heimilið hefir verið einskonar kastali sem hefir veitt öldruðu fólki öryggi, og friðarhöfn þar sem fólk hefir lent eftir stormasama ævi, r samfélagi við þjóðbræður sína, laust við allar áhyggjur og argaþras hinnar daglegu lífsbaráttu. Betel hefir verið, og er enn, kærleiksheimili, hið innra og ytra, borið upp af fjölda manna og kvenna, sem hafa stutt það og starfað þar, innan húss, og utan veggja, af kristilegri kærleikshvöt, lyft því yfir torfærur, fleytt því fram frá frumbýlishætti og fátækt, unz það er nú orðin voldug og mikilsvirt stofnun. Vestur íslendingar standa í ómældri þakkarskuld við Dr. B. J. Brandson, lífs og liðinn. Hann var formaður Betel nefndarinnar í hart nær þrjátíu ár; og reyndist ómetanlegur og ógleymanlegur leiðtogi. Hyggindi hans, Ijúfmennska og örlæti við þessa stofnun gleymist seint þeim er til þekktu. Hann helgaði meðbræðrum sínum ævistarf sitt og mikla hæfileika, í anda kristilegrar kærleiksþjónustu. Kom það ekki sízt fram í afskiptum hans af Betel. Mr. J. J. Swan- son var féhirðir Betel nefnd- ar um fjölda ára. Hann var og einn af velgjörðamönnum heimilisins, og nafn hans er ritað stórum stöfum í sögu þess. Á þessu afmælisári má þá ekki heldur gleyma fórn- fúsu starfi forstöðukvenna heimilisins á fyrstu árum þess; þær lögðu á sig mikið starf, fyrir lítil laun. Við and- lát dr. Brandsons, tók kona hans, frú Aðalbjörg sæti hans sem forseti Betelnefndar, og skipaði það með sæmd, unz hún varð að láta af störfum, vegna heilsubrests, árið 1954. Hún fylgdi trúlega stefnu og starfsanda manns síns, á embættistíð sinni, og frá þeirri stefnu hefir ekki verið vikið fram á þennan dag. Þess skal getið, að alla þá tíð sem heimilið var starfrækt á veg- um kirkjufélagsins, var fólki heimil vist þar, án tillits til trúarskoðana, eða þess, hvar það var í sveit í kirkjumálum. Þetta frjálslyndi í trúmálum varð til þess að auka vinsæld- ir heimilisins, svo að segja má að það hafi alla tíð notið hylli og stuðnings frá öllum flokkum manna á meðal ís- lendinga. Þeir sem stóðu að stjórn heimilisins á árunum 1930—1950 héldu því fast fram að heimilið ætti að standa öllum opið sem vegna aldurs eða lasleika þyrftu á aðstoð að halda. Undantekn- ingar voru þó gerðar þar sem um meiri háttar skurðaðgerð- ir var að ræða, eða sérstaka spftalaþjónustu'. Þannig var Betel, um margra ára skeið eina heimilið í vestur Kanada sem annaðist vistmenn sína unz ævi þeirra lauk, og hvemig sem fór um heilsu þeirra, eftir að þeim hafði verið veitt móttaka sem heimilismönnum. Kostnaður- inn við sjúkraþjónustu heim- ilisins hefir að sjálfsögðu reynzt mikill, og stundum stofnuninni nær um megn. Hinsí vegar hefir þessi stefna, um óslitna og endanlega þjónustu til hins síðasta, veitt vistmönnum öryggi og hugar- ró, og heimilinu vinsældir, og gerir samanlagt miklu meira en samsvara hinum, aukna tilkostnaði til starfrækslu sj úkr adeildar innar. Séra Sigurður Ólafsson, var um fjölda ára meðlimur Betelnefndar, og árið 1954 var hann kosinn formaður. Mál- staður heimilisins var honum mjög hjartfólginn. — Hann gerði sér snemma Ijóst að í náinni framtíð hlutu gagn- gerðar breytingar að koma til greina í fyrirkomulagi og rekstri heimilisins. Taldi hann ýmsar umbætur nauð- synlegar, bæði til þess að auka þægindi og vellíðan vist- manna, og til þess að mæta kröfum tímans. Ár eftir ár lá langur biðlisti fyrir nefnd- inni; fjöldi fólks úr ýmsum sveitum vildi fá vist. En þess- um biðlista varð ekki sinnt, vegna skorts á húsplássi. Um þetta leyti gerðist, P. T. H. Thorláksson, M.D., meðlimur nefndarinnar, og reyndist hann heimilinu mikil hjálpar- hella. Eins og kunnugt er, er hann gæddur miklum leið- togahæfileikum, dugnaði og áhuga, auk þess sem hann er þrautreyndur á sviði bygging- armála og viðskiftalífsins yfirleitt. Var nú brátt hafist handa um að endurnýja gömlu bygginguna, og byggja auk þess 50 íbúða hús, áfast henni. Fékk nú heimilið nýj- an svip, og stóð nú í fremstu röð slíkra stofnana í fylkinu. Framkvæmdir þessar hófust árið 1956, en viðbótarbygg- ingin var formlega vígð og tekin til afnota í júnímánuði 1957. — Kostnaðurinn við þessar byggingaframkvæmdir nam nálægt $230.000.00. — Fylkisstjórnin í Manitoba hljóp hér undir bagga með fjárframlagi sem nam um 30% af kostnaðinum. Það sem á vantaði safnaðist með áheit- um og framlögum sem náðu yfir tveggja ára bil. Trúin var hér sem oftar, afl þeirra hluta sem menn vildu framkvæma, og sú trú lét sér ekki til skammar verða. Hér kom fram, sem oftar, glöggur vott- ur um vinsældir stofnunar- innar, og örlæti almennings. Er litið er á gjafalistann frá þessum árum, verður ljóst að einstaklingar og stofnanir víðsvegar í Canada, og einn- ig í Bandaríkjunum, þar sem íslendingar dveljast, studdu málstaðinn með ríflegum fjárframlögum. Betel var augsýnilega stofnun, sem með kærleiksstarfsemi sinni hafði snortið hjörtu fjölmargra manna og kvenna sem vildu gjöra sitt til þess að hún mætti haldast við, og sam- svara tilgangi sínum æ betur. Dr. Thorláksson varð for- maður Betelnefndar árið 1957, og hefir hann ávalt reynzt heimilinu stórhuga og hæfur leiðtogi á öllum svið- um. Áður hefir verið minnst á hina ágætu sjúkradeild, sem nú er hluti stofnunarinnar. Stofnun og starfræksla þess- arar deildar er að miklu leyti að þakka dr. Thorláksson, og sömuleiðis dr. George John- son, fyrrum heilbrigðismála- ráðherra Manitobafylkis, en hann hafði um allmörg ár stundað lækningar á Gimli, og nærliggjandi sveitum. Það, hversu vel hefir tekizt með þessa grein starfseminnar á heimilinu, er að miklu leyti að þakka þessum sérmennt- uðu og ágætu áhugamönnum í nefndinni. Rás tímans hefir gjörbreytt mqrgu í lífnaðarháttum byggðarlaga vorra. Gamlar og rótgrónar stofnanir hafa í sumum tilfellum tekið sér nýtt snið, og breytt starfs- háttum sínum. Þannig reynd- ist það með Hið íslenzka lúterska kirkjufélag íslend- inga í Vesturheimi. Tíðarand- inn og ýmsar kringumstæður knúðu hinar mörgu deildir lútersku kirkjunnar í Norður Ameríku til samruna og nán- ara samstarfs en áður hafði þekkst. Þannig skeði það að íslenzka kirkjufélagið, ásamt öðrum hliðstæðum deildum, myndaði ný kirkjuleg samtök undir nafninu The Central Canada Synod, sem er ein grein hinnar voldugu Sam- einuðu lútersku krikju í Ameríku. (Lutheran Church in America.) Áður en þessi sambræðsla kom til fram- kvæmda gerðu forráðamenn Betel sér ljóst að hún mundi óhjákvæmilega leiða af sér breytingu á sambandi kirkju- félagsins við heimilið. Betel nefndin og stjórnarnefnd kirkjufélagsins höfðu með sér marga fundi í því augnamiði að tryggja áfram haldandi starfsemi heimilisins með sömu stefnu og á sama grund- velli og áður. Loks var geng- ið frá þessu máli á formlegan hátt, á kirkjuþinginu í Argyle byggð, í maímánuði árið 1960. Þá var heimilið afhent nýrri Betel nefnd, sem nefnist The Betel Home Foundation. Er hér um sjálfstætt fyrirtæki að ræða, eða samtök manna sem hafa tekið höndum sam- an til þess að tryggja öryggi heimilisins, og velferð aldraðra íslendinga, sem þar kunna að leita skjóls í nútíð og framtíð. Síðan þessi eigandaskifti urðu hafa orðið mjög örar framkvæmdir á Betel á öllum sviðum. Er þetta að miklu leyti að þakka aukinni þátt- töku og fjárhagslegum styrkj- um frá fylkisstjórninni í Manitoba. Árvökul umsjón og f o r d æ m i forráðamanna heimilisins hefir einnig stuðl- að að framgangi mála. Dán- argjafir hafa borizt, og önnur framlög, sem að öllu saman- lögðu hafa gefið heimilinu nauðsynlegt rekstursfé. Þess er vert að geta að í aukalög- um Betel Home Foundation, er ákvæði um að í stjórnar- nefnd skuli ávallt vera ákveð- in tala lúterskra manna. Er þessi ráðstöfun gerð til að tryggja fastheldni og trú- mennsku við hinn upphaflega anda og stefnu heimilisins. Séra Sigurður Ólafsson létzt árið 1961 og missti heimilið þá traustan' vin og starfs- mann. Hann hafði þjónað m á 1 s t a ð heimilisins með þeirri trúmennsku og áhuga sem honum var eiginlegur frá 1942, og til dauðadags. Ummæli um hann eru skjal- fest í fundarbók Betelnefnd- ar, og eru þau á þessa leið: „Vér stöndum í mikilli þakkarskuld við þ e n n a n ágæta heiðursmann. Minning hans mun lengi lifa með öll- um þeim sem hafa áhuga á málum Elliheimilisins Betel.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.