Lögberg-Heimskringla - 15.09.1966, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 15.09.1966, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1966 7 DÁNARFREGNIR Frá Sameinuðu þjóðunum 2. júlí 1966 andaðist Mrs. Björg Anderson í Royal Alex- andra Hospital, Edmonton, Alberta, eftir langvarandi veikindi. Hún var 79 ára göm- ul. Foreldrar hennar voru Jón Hjálmarsson og Anna Krist- jánsdóttir, ættuð úr S.-Þing- eyjarsýslu á íslandi. — Þau komu til Canada snemma á ár- um og settust að í Argyle- byggð, Manitoba, og þar fædd- ist Björg og ólst upp í foreldra húsum. Hún giftist William Anderson, eiginmanni sírtum, árið 1914 og reistu þau heimili sitt í Kandahar, Sask. og áttu þar heima til 1930, er þau fluttu til Edmonton, og hafa átt þar heima fram á þennan dag. Björg og Villi eignuðust 3 börn. Sonur þeirra Carl, er bíla- verzlunarstjóri. Kvæntur La- vette McLean. Þau eiga tvö börn, William og Carla. Guðrún — Mrs. G. Rowland. Kristín — Mrs. Richard Phillips. Carl og Guðrún búa í Ed- monton, en Kristín í Winni- peg- Þó að vinirnir kveðji, þá lifa þó minningarnar. Björg var elskuleg vinkona, svo göf- ug og trygg. Hún hafði góða söngrödd. Þegar ég var yngri, man ég, að það þótti bezta skemmtunin á hverri sam- komu, er Björg (Hjálmarson) söng einsöng. Jarðarför hennar fór fram 6. júlí. Rev. Phatt jarðsöng. Welsh Male Choir var við- staddur athöfnina og söng við- eigandi sálma. Mr. Rowland, tengdasonur Andreson’s hjón- anna er meðlimur kórsins. Elskandi eiginmaður, Willi- am, börnin, þrjú tengdabörn og tvö barnabörn syrgja hina Ríkisútvarp fslands Framhald frá bls. 3. 11. sept. 1966. Nú um helgina minnist Fé- lag íslenzkra leikara 25 ára af- mælis síns. Félagið var stofn- að 22. sept. 1941. Stofnendur voru 24 og fyrsti formaður Þorsteinn ö. Stephensen. Fé- lagsmenn eru nú 80; formaður er nú Brynjólfur Jóhannesson leikari. 1 sambandi við afmæl- ið verður haldinn í Reykjavík í dag fundur í Leikararáði Norðurlanda og sitja hann m. a. sex fulltrúar frá Norður- löndum öllum. * * * Menniamálaráðuneylið hef- ur úthlutað fé því, sem kom í hlut Islendinga til ráðstöfunar til vísindastyrkja á vegum At- lantshafsbandalagsins í ár. — Tíu íslendingar hlutu styrki. * ★ ★ Á þriðjudagskvöldið var kveikt í húsunum í Engey og voru þau brennd til grunna. látnu, ásamt stórum hóp ætt- ingja og vina. * * v * G. J. Mrs. Guðrún Einarsson. Um síðustu helgi fékk Mrs. Kristín Smith, 303—2085 West 5th Ave,. Vancouver, B. C., símskeyti frá tengdabróður sínum, Benjamín Einarsson, Reykjavík, íslandi, sem flutti þá sorgarfregn, að ástkær eig- inkona hans, Guðrún, væri dá- in. Hún lézt 2. sept. 1966 í Reykjavík, en þar bjó hún með eiginmanni sínum, að Skafta- hlíð 18. Guðrún var fædd 29. desem- ber 1904 í Baldur, Man., og ólst þar upp hjá móður sinni og systrum. Seinna fluttu þær til Winnipeg. Þar tók hún kennarapróf og kenndi síðan í Arborg og einnig í Winnipeg. En í ágúst 1935 fór hún með móður sinni alfarin til Islands. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Benjamín Einarssyni í desember 1939. Syrgir hann nú sína elskulegu eiginkonu. Guðrún, eða Rúna, eins og hún var oft nefnd, átti tvær syst- ur, Kristínu, sem fyrr segir, og Aðalbjörgu, eða Öllu John- son, sem var um skeið frétta- ritari hjá Free Press í Winni- peg. Hún lézt fyrir nokkrum árum. Rúna og Benny Einarsson áttu marga góða vini í Argyle, Winnipeg og Vancouver — og þegar einhver vina þeirra kom til íslands var þeim vel fagn- að á fallega heimilinu þeirra. Þar ríkti bæði góðvild og gest- risni. — Nú sendum við ein- lægar samúðarkveðjur til Benna á þessari sorgarstund. ,Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það Ijós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal, að Drottins náðarstól.“ Guðlaug Johannesson. Hið opinbera hafði ákveðið að láta brenna húsin, þar sem þau voru að falli komin og ekki þótti svara kostnaði að láta rífa þau. * * * Dr. Jóhannes Björnsson læknir lézt á miðvikudag að heimili sínu, Brekkugerði 12 í Reykjavík, 59 ára gamall. * * * Hendrik Oltósson fréttamað- ur lézt í Landsspítalanum í Reykjavík á föstudaginn, 68 ára gamall. * * » Látinn er í Reykjavík Marinus Eskild Jessen, fyrr- verandi skólastjóri Vélstjóra- skólans í Reykjavík, 80 ára að aldri. * * * 1 vikunni var gerð í Reykja- vík útför Gísla Halldórssonar verkfræðings, sem lézt á Spáni í fyrra mánuði. Hinir ungu gera uppreisn gegn hungrinu í heiminum Allsstaðar á jörðinni gera hinir ungu uppreisn gegn hug- myndaheimi hinna fullorðnu. En þessar uppreisnir koma ekki alltaf fram í eyðileggj- andi orku eins og við heyrum svo oft talað um. í kyrrþey er oft um að ræða uppbyggjandi uppreisn gegn ríkjandi órétt- læti, eins og til dæmis gegn því ástandi, að helmingi mann kynsins sé stöðugt ógnað af sulti og hungursneyð. Misræmið er mest í þróun- arlöndunum. En þar býr líka mesti hluti unga fólksins. 1 mörgum þessara landa eru um það bil 6% íbúanna innan við 20 ára aldur. Ef hægt væri að virkja kraft æskunnar, væri ef til vill hægt að leysa hið ógurlega vanda- mál, sem mannkynið stendur augliti til auglitis við: Mat- vælaframleiðslan verður að ferfaldast í þróunarlöndunum á næstu 35 árum, ef komast á hjá algeru öngþveiti. Eitt nýlegt dæmi sýnir, hve möguleikarnir eru miklir. Fyrir tíu árum heimsóttu nokkrir ungir indverskir bænd ur Bandaríkin og fengu mik- inn áhuga á HGH-hreyfing- unni, — Herferð gegn hungri. Þegar þeir komu heim ákváðu þeir að reyna hliðstætt starf heima hjá sér. Þeir stofnuðu félag fyrir sveitaæsku. Á tíu ára ferli er þetta félag nú orð- ið að landssamtökum með deildum í sveitaþorpunum og eigin skóla. Þessa dagana var verið að opna fimmta og stærsta skóla þessara samtaka. Hann er við borgina Visakhapatnam og er miðaður við kennslu í hænsna rækt og garðyrkju. Þótt mikil iðnaðaruppbygging eigi sér stað á þessu borgarsvæði og íbúatalan muni tvöfaldast og verða 1 milljón árið 1970, hef- ur ekki verið komið á fót stærri hænsnabúum eða garð- yrkjustöðvum. Félag sveitaæskunnar telur 10.000 félagsmenn í héraðinu umhverfis Visakhapatnam. — Þeir hafa þegar sýnt viljann í verki við að koma upp nýj- um ræktunaraðferðum. Sumir þeirra hafa aukið árstekjur sínar úr 300 í 3000 rúpíur. í nýja skólanum geta 200 félagsmenn notið menntunar á ári. 1 þessum skóla og hinum fjórum munu leiðtogar ungu bændanna safnast saman til að framkvæma framtíðaráætlan- irnar. Þær ganga út á að leið- beina meira en 100 deildum við að gera áætlanir um land- búnað og hagræðingu, á sama hátt og nú er verið að gera í Visakhapatnam. * * * Líbería. Annað dæmi um, hvernig unga fólkið brýzt undan áhrifa valdi hinna fullorðnu, og er reiðubúið að reyna nýjar leið- ir, kemur frá Líberíu. Þar taka nú um það bil 30 æsku- mannafélög í sveitunum þátt í umfangsmikilli hrísgrjóna- ræktaráætlun. Við hrísgrjónarækt í Líberíu er venjan að svíða skógar- svæði og sá síðan hrísgrjón- um á sviðna svæðinu. Slík að- ferð borgar sig ekki. Skógur- inn er eyðilagður, jarðvegur- inn er þurrmjólkaður og upp- skeran er aðeins 500 kg. af hrísgrjónum á hektara lands. Með hjálp danskra sérfræð- inga hafa æskumennirnir nú reynt að rækta hrísgrjónin á nýjan hátt, — í fenjum, sem nóg er til af í landinu. Sér- hver félagsmaður skuldbindur sig til að hreinsa hálfan hekt- ara af fenjum. Nú starfa um 2000 manns að þessu verk- efni. Þeir fjarlægja gras og illgresi og sá hrísgrjónunum. Þegar hrísgrjón eru ræktuð á þennan hátt, er uppskeran 4000 kg. á hektara í stað 500 kg., því þetta er upplögð fenjajurt. Svæðin undir fenja- hrísgrjónum hafa aukizt úr 200 hekturum árið 1961 í 20 þúsund hektara árið 1964. Ef til vill rennur upp sá dag'ur, að Líbería þarf ekki lengur að flytja inn fimmta hlutann af mikilvægustu matartegund sinni, hrísgrjóum. Alþjóðlegt átak. Kraftar og hugsjónir æsk- unnar geta flutt fjöll. Á þeirri forsendu hefur verið efnt til herferðar á vegum FAO. — Markmið hennar er að kom- ast að því á tveimur árum, hvað hindrar sveitaæsku þró- unarlandanna í að taka upp nútíma vinnuaðferðir. Nám- skeið verða haldin í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. — Ennfremur verður reynt að veita þekkingu æskunnar í iðnaðarlöndunum til hagnýt- ingar í þróunarlöndunum. Að lokum verður svo haldið al- þjóðaþing um verkefnið í Toronto í Kanada. Herra Ibsen. Björn, sonur norska skálds- ins Björnstjerne Björnson, ferðaðist eitt sinn á æskudög- um sínum með þýzkri ferju frá Þýzkalandi til Trelleborg- ar. Björnson gekk upp á stjórn pall, enda þótt aðgangur væri stranglega bannaður. Skipstjórinn vakti athygli hans á þessu, en Björn var ekki á þeim buxunum að hverfa til baka og kvaðst vera sonur mesta skálds Noregs. Skipstjóri leiddi Björn sjón- um og svaraði vingjarnlega: — Mér þykir það leitt, herra Ibsen, en ég verð samt sem áður að biðja yður að fara niður. Hraðið bréfunum af stað póstleggið oft á starfsdögunum Póst-upplýsingar er að finna á gulu síðunum í símaskránni.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.