Lögberg-Heimskringla - 26.09.1968, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 26.09.1968, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1968 3 Sögur Rcmnveigar Óíafsdótfur Breim Torfhildur Hólm skáldkona dvaldi við Íslendingafljóí og í Winnipeg nokkur ár á öndverðri landnámslíð. Hún og Rann- veig ólafsdóttir Briem, kona Sigtryggs Jónssonar voru miklar vinkonur. Þegar Rannveig giftist Sigtryggi vorið 1876 og þau fluttust til Möðruvalla við íslendingafljótið, þá kom Torf- hildur með þeim vestur en hún hafði þá nokkrum mánuðum áður misst mann. sinn, Jakob Hólm, eftir aðeins eins árs sam- búð. Torfhildur var þrítug að aldri þegar hún kom vestur og var sískrifandi. Hún. fór heim alfarin vorið 1889. Hún hafði skrifað mikið hér vestra. — Nokkrar smásögur fyrir blaðið Framfara; skáldsöguna, Brynjólfur biskup Sveinsson, Sögur og ævintýri og fleira. Einnig safnaði hún og skráði Þjóðsögur og sagnir og fékk allmikið efni í þá bók frá frumbyggjum •liér vestra, en sú bók var ekki prentuð fyrr en 1962; bjó Finn- ur Sigmundsson hana til preniunar. Við leyfum okkur að birta nokkrar sagnir Rannveigar, konu Sigtryggs Jónassonar. • Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉlAG íslendinga í VESTURHEIMI Forseti: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON 681 Bonning Street, Winnipeo 10, Manitoba Siyrkið félagið með því að gerasi meðlimir. Sendist til f jórmálariiara Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins fríii MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion Si., Winnipeg 3, Maniioba. 'draumar RANNVEIGAR I Rannveigu dreymdi, þegar hún var á sjöunda árinu, að- hún og leiksystkini hennar lægju á grasnum bala fyrir utan vesturportið á Möðru- völlum og horfðu upp í him- ininn. Sá hún þá, hvar tveir ógnar stórir menn stóðu, ann- ar á fjallinu uppi yfir bæn- um, en hinn á Vaðlaheiði. Höfðu þeir metaskálar á milli sín, og héldu sinn hvor í ás þann, er þær héngu á. Elzta barnið, sem hét Sigurður, var nú tekinn og v e g i n n , og heyrði hún, að sá er stóð í austri sagði, að hann væri of léttur. Var hann þá settur aft- ur niður. Að því búnu hvarf leiksystir hennar, Sigríður, sú er næst var að aldri, upp á matskálina. Heyrði þá Rann- veig, að sá er stóð í vestri sagði, að hún væri mátulega þung, og þótti henni, að hún mundi ekki koma aftur. Nú þóttist hún vita, að þessu næst yrði hún sjálf vegin, og þótti þá óvíst, hversu fara mundi. Hrökk hún þá upp óttaslegin. Litlu síðar lézt Sigríður þessi úr barnaveikinni. Hún var dóttir Sveins umboðsmanns Þórarinssonar. II Þegar Rannveig var á Frið- riksgáfu, dreymdi hana, að hún væri á ferð fram í fjörð. Þegar hún reið fyrir framan Havsteins-húsin, var þar kom- ið svo mikið flóð, að flæddi yfir götuna. Sá hún þá marga .hesta koma, og á tveimur hvít- um hestum voru 1 í k k i s t u r bundnar yfir þverbak. Hest- arnir ruddust svo þétt fram með henni, að hún gat ekki sökum flóðsins forðað sér. Önnur kistan rakst því í auga- brúnina á henni, og kenndi hún til í því hún vaknaði. Nokkru síðar sálaðist Kristján b r ó ð i r hennar, fóstursonur Havsteins kaupmanns, og kom henni það eins óvart og þegar hún mætti kistunum í svefn- inum, því að hún vissi ekki, að hann var veikur. Ári síðar dó amma hennar, frú Valgerð- ur á Grund. Voru þau bæði grafin í Grundarkirkjugarði. III Þegar Rannveig var á Hösk- uldsstöðum 1874 d r e y m d i hana, að hún hefði stórt og mikið mein í vinstra brjóst- inu, sem hún vissi, að mundi leiða sig til bana, og ætlaði J ó h a n n bróðir hennar að skera meinið. Hún fór þá frá bænum og út á einhverja háa sjávarhamra, og var hafið gín- andi neðan undir. Hún ásetti sér að steypa sér ofan af þeim og fyrirfara sér til þess að komast hjá píslunum. En hvar sem hún kom að, stóð fy.rir henni kerling svo áraleg, að henni reis hugur við. Hún glotti og yggldi sig, potaði að henni fingrunum og' hoppaði af djöfullegri kæti, svo að R a n n v e i g gat ekki fram- kvæmt það, sem hún ætlaði sér, því að hún vildi ekki gjöra það framan í henni. Loks sá hún, að hún mátti til. Blíndi hún í örvæntingu niður í djúpið og ætlaði að steypa sér ofan fyrir. Finnur hún þá, að komið er við handlegg hennar og sagt: „Gjörðu þetta ekki, ég skal hjálpa þér.“ í þessu steypti kerlingin sér of- an fyrir björgin og sagði: „Kristur talar.“ Leit Rannveig þá við, en sá aðeins svipinn. Sneri hún þá heim og ætlaði að láta skera brjóstið, því Jó- hann var þá kominn. Klæddi hún sig úr treyjunni og skyrtu erminni, en þá fann hún ekk- ert til framar, og hvernig sem hún þreifaði, fann hún ekkert á brjóstinu. Hún gat ekki skil- ið í þessu, en þóttist vita, að það væri orðið að Krists til- hlutun. Draumurinn var ekki lengri. IV V e t u r i n n 1877 dreymdi Rannveigu, að hún þóttist sjá guð. Hann var uppi í loftinu, en ekki gat hún lýst honum og ógjörla sá hún, hvort þetta var úti eða inni. Þó þótti henni það helzt vera einhvers staðar inni, og úði og grúði alls staðar umhverfis af fólki, og framdi það alls konar störf og vinnu. Hún sá engla ganga mitt á meðal mannanna, og þótti henni enginn sjá þá nema hún. Þeir launuðu og hegndu eftir gjörðum mann- anna. Engan veginn gat hún lýst guði, en hún sá, að augu hans hvíldu á hverjum sér- stökum með sömu athygli og hann horfði á engan annan, og . þó, til hverrar hliðar, sem hún leit, horfði hann á hvern einn með tignarlegri alvöru og ró. Sá enginn mismun, hvort honum líkaði betur eða verr. Þar sá hún mann, sem var ó- ánægður við guð og reiddi að | honum hnefa. Ekki sýndist henni honum bregða við það, en hún sá engil koma og hand leggsbrjóta barn, sem stóð við hliðina á honum, en hún sá ekki, hvernig það skeði. Mig sá hún liggja fram á hand- leggnum með flakandi brjóst- ið og biðja og mæna til him- ins. Guð leit eins rólega á það og annað, en henni þótti, að englarnir ætla eitthvað að gleðja mig. Drauminn dreymdi hana um klukkan tólf um kvöldið, og var á þeim tíma öldungis eins ástatt fyrir mér og hún sá í draumnum. Hún sagði við mig um morg- uninn: „Þú varst ekki glöð í gærkvöldi,11 og lýsti hún gjör- samlega, hvernig ég hefði ver- ið, sem öldungis bar saman. V Rannveigu dreymdi þennan d r a u m í september 1878: Henni þóttþ að hún sjálf, ég og Sigríður Jónsdóttir, sem allar erum hér í húsinu (Hall- dóri Briem brá einnig fyrir) vera komnar upp í eitthvert stórt og atkvæðamikið hús, einhvers staðar hátt uppi. Þóttist hún þá muna, að við öll hefðum farið einhverja erfiða og mjóa braut eða ein- stigi, áður en við komum þang að, og gengum við frá vesjxi til austurs. Það var eins kon- ar endurminning. Þar þótti henni við fara að tala um þetta og þetta, er hefði mætt okkur á leiðinni, og þá skild- um við og gátum útlagt allt, þetta var fyrir þessu og þetta var fyrir þessu. „Já, nú skilj- um við það,“ sögðum við, allt Framhald á bls. 7. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Mr. A. G. EGGERTSON, Q.C. Barrister and Solicitor 303-209 Notre Dame Ave., Winnipeg 2. Man. Office 943-5635 Residence 453-0603. ICELANDIC GENEAL0GIES Americans of lcelandic origin can have thoir lcelandic ancestry traced and in- formation about nearest living relatlves in lceland. MODERATE FEE. PLEASE CONTACT Stefán Bjarnason, P.O. Box 1355, Roykjavík, lcoland FRÁ VINI Phone 783-3971 Building Mechanics Ltd. Puinting - Decorating - Construction Renovating - Real Estate K. W. (BILL) JOHANNSON Manager 938 Elgin Avenue Winnipeg 3 Benjaminson Construcfion Co. Ltd. 911 Corydon Aranue GR 5-0498 GENERAL CONTRACTORS R.iidontlal and Comnwrctal E. BENJAMINSON, Managar Lennetf Motor Service Operated by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hargrava & Bannatyna WINNIPEG 2, MAN. Phone 943-8157 H. 1. LflWRIE LUDL0W Barrister and Sollcitor 2nd Floor, Crown Truet Bldg. 364 MAIN STREET WINNIPEG 1, MANITOBA Ph. WH 2-4135 At Gimll Hotel every Frldoy 9:30 to 12:30 RICH ARDSON & COMPANY Barrislers and Solicitors 274 Garry Straat, Winnipeg I, Manitoba Telephone 942-7467 G. RICHARDSON, Q.C. J. F. R. TAYLOR, LL.B. W. S. WRIGHT, B.A., LL.B. C. R. HUBAND, LL.B. W. NORRIE, B.A., LL.B. W. J. KEHLER, B.A., L.L.B. G. M. ERICKSON, B.A., LL.B. E. C. BEAUDIN, B.A., L.L.B. "GARTH M. ERICKSON of the firm of Richardson & Company attends at the Gimli Credit Union Office, Gimli, 4:00 p.m. to 6:00 p.m. on the first ond third Wednesday of each month."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.