Lögberg-Heimskringla - 01.10.1969, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1969, Blaðsíða 1
T H JQOM|NJASAFNI0 » REYKJAVIK, ICELANO . Hö gber g - $?etmsímngla Stofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 83. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 1. OKTÓBER 1969 e NÚMER 33 FRÁ ÍSLENZKUDEILD MANITOBAHÁSKÓLA: Þrjátíu stúdentar skráðir í íslenzkudeild Manitobaháskóla Hin síðari ár má segja, að yfirleitt hafi verið góð að- sókn að íslenzkudeildinni við Manitobaháskóla. Síðastliðið ár voru skráðir nemendur rúmlega tuttugu talsins. Þar af voru sex stúdentar í sameiginlegu námskeiði íslenzku- og þýzku- deildar. í ár hefir nemendum við deildina fjölgað talsvert, og má telja til tíðinda, að tveir þeirra eru langt að komnir til þess eins að nema fomíslenzku. Annar þessara stúdenta er fræðimaður á sviði miðaldalögfræði, og er hann frá Seattle í Washington. Þá les fröken Margaret Harry íslenzkar fornbók- menntir til meistaraprófs, en hún hefir B.A. með Honours gráðuna frá Bedford háskólanum í London, og lagði þar mikla stund á miðaldabókmenntir. Til gamans má birta nöfn nemenda: í fyrsta árs íslenzku eru: Judy Eyolfson, Mr. C. Swan, Ken Kristofferson, Gloria Thorsteinson, Julian Thorsteinson, Norman Dalman, Gary Eiharson, Franklin M. Johnson, Judy Hanson, Miss P. Woodfield, Diane Danielson, Jónas Thorarin- son, Dennis Eyolfson, Johann Sigurdson, (þrír nemendur í þessu námskeiði hafa ekki enn gefið sig fram, og hefi ég ekki fengið nöfn þeirra). 1 annars árs íslenzku eru: John Mathews, Mrs. G. Thor- lakson, Irene Eastman, Elaine Sigurdson, Gerry Johnson, Sigrid Johnson. 1 þriðja árs íslenzku eru: Lenore Borgfjord og Howard Reilly. í fjórða árs námskeiði (postgraduate) eru: Howard Reilly, Birgitte Schludermann, Mr. R. Johannson, Mrs. Kristine Kristofferson, Miss Margaret Harry. Fréttir frá Seattle íslendingadagurinn 1969 Undir umsjón Icelandic Club of Gr. Seattle héldu íslend- ingar sitt árlega skógargildi þann 20. júlí, að Cottage Lake, um 30 mílur frá borginni. Þó dimmt væri um morgun- inn, glaðnaði til og varð ágætt veður. Þama hittust vimir og frændur, allir með nógan mat og góða list. Kaffi var veitt ókeypis. Fyrir unga fóikið var kapp- hlaup af ýmsu tagi með verð- launum. Formaður var Bill Kristjánsson. Svo hressti það sig í vatninu og á bátum. En John Johnson sá um að fall- egir söngvar, mest íslenzkir, hljómuðu af segulbandi, fólk- inu til ánægju. Stutt skemmti- skrá var haldin og forseti fé- lagsins, Ray fólason, ávarpaði hópinn. En formaður dagsins, Ben Hallgrímsson tók svo við. Undir leiðstjórn Tana Björn- sonar voru þjóðsöngvarnir sungnir — íslands, Bandaríkj- anna og Canada. Næst lék Tani) á gðítar £g söng gaman- söngva. Svo kom að því að viður- kenna opinberlega hina ný- kostnu Nordic Festival, Miss Iceland, Susan Hermann. Fyr- ir þessari athöfn talaði Kathy Framhald á bls. 2. Eftir því sem ég bezt veit eru 30 studentar því innritaðir við íslenzkudeildina nú í ár, og gæti ástandið vissulega verið bágara. Auk kennslu í íslenzkudeild kenni ég hluta af námskeiði í þýzkudeild og flyt nokkra fyrirlestra í nýrri deild eða rétt- ara sagt vísi að deild, sem kennd er við málvísi (Linguistics). Síðar á árinu mun svo íslenzkudeild leggja af mörkum sér- stakan fyrirlestraflokk fyrir sjónvarp, sem nefnist University of the Air. Helzta skýringin á stóraukinni aðsókn að íslenzkudeild er vafalaust heldur nýleg og frjálsleg reglugerð um háskóla- nám. Einnig hygg ég, að opinberar umræður um tvítyngni í Kanada hafi vakið áhuga fólks, sem á uppruna.sinn að rekja til annarra landa en Frakklands og Englands, á tungum for- feðra sinna. Sú er að minnsta kosti skoðun hinna smærri tungumáladeilda við Manitobaháskóla. Það hefir verið íslenzkudeild mikið happ, að hin síðari ár hefir Prófessor H. V. Lárusson starfað þar sem aðstoðar- kennari. Enginn vafi leikur á því, að þegar Svíar, Norðmenn og Danir hér í Kanada taka á sig sama rögg og Islendingar gerðu forðum, og stofna deildir í sínum tungum og bókmenntum, þá ættu slíkar deildir að vera við Manitobaháskóla. Full- komna deild í skandinavískum málum er hvergi að finna í Kanada, og eins og oft hefir verið bent á, er slíkt ekki vanzalaust. Margvíslegan stuðning hefir íslenzkudeild Manitobahá- háskóla hlotið síðari árin. Sem dæmi má nefna hinar stór- myndarlegu bókagjafir Ríkisstjórnar Islands á ári hverju til Háskólasafnsilns í Manitoba, og vissulega er sú rausn kunn orðin víðs vegar meðal háskólamanna hér í Kanada. Er hér um merkilegt fordæmi smáþjóðar að ræða og víslega munu stærri þjóðir draga þar nokkra lærdóma af. Haraldur Bessason. Susan Hermann Gullbrúðkaup Þann 17. ágúst, 1969 var gullbrúðkaup þeirra heiðurs- hjóna, Steve og Önnu Scheving, hátíðlega haldið í Calvary Lutheran Church í Seattle. En rétti dagur var 7. okt. er þau voru gefin saman árið 1919 í North Dakota. Anna kom frá Islandi um tvítugt, árið 1910, en Steve er fæddur í N. Dakota árið 1882. Til Seattle fluttu þau 1938 og hafa átt heima þar síðan (Ballard). Mjög hafa þessi hjón verið starfandi í íslenzkum félagsskap hér í borg. Þau voru meðlimir bókafélagsins Vestri, sem er undir lok liðinn eftir 65 ára starfsemi. Anna hefur verið tryggur meðlimur í íslenzka kvenfélaginu Eining sem enn er starfandi. Þá eru þau öflug í kirkju sinni, Calvary Lutheran Church og með- limir í The Icelandic Club. Böm þeirra eru 4, öll gift, menntuð og vel megandi — Margrét — Mrs. Lyle Hartje; Sigrid — Mrs. Jack Langrell; Anna Kristín — Mrs. James Freyberg — öll í Seattle; einn sonur, Stefán, í Fresno Calif. og giftur. Bamabömin em ellefu. Myndin af Steve og Önnu, sem fylgir, var tekin 1963 er þau heimsóttu ísland. Systkinin, með hjálp ættingja, stóðu fyrir samsætinu, sem var bæði myndarlegt og skemmtilegt. Þau hjónin aug- lýstu „ertgar gjafir“ en ættingjar, og nánustu vinir, sintu því nú ekki og gáfu þeim dýrmæta hluti og peningagjafir. Halldóra Morgan bakaði og skreytti stóra brúðarköku en hún er systir Önnu. Og hún hafði einmitt bakað og skreytt brúðköku þegar heiðurhjónin voru gift. Jón Magnússon. Professor Donald Swainson of Queen’s University at King- ston has been awarded sabba- tical leave for the 1969-70 aca- demic year. Born in Baldur in 1938 Dr. Swainson graduated from the University of ManL toba (B.A. Hon) and from the University of Toronto (M.A., Ph.D.). He held several under- graduate scholarships plus a Woodrow Wilson Fellowship and a University of Toronto Special Open Fellowship. Pro- fessor Swainson lectured at the University of Manitoba Summer School 1961-63. He joined the Department of His- tory at Queen’s Graduate Fac- ulty in 1964. For the past sev- eral years he has conducted graduate and undergraduate seminars on Confederation Era Politics. Canadian Political Parties, French Canada and the Canadian West. He is joint author of The Prime Ministers of Canada: Macdonald to Tru- deau (Toronto, 1968) and au- thor of Ontario and Confedera- tion/Ontario el la Confédera- tion (Centennial Historical Booklet No. 5). Professor Swainson has contributed ar- ticles and reviews to several Canadian publications. He is a member of the editorial board of the Methuen Company’s Canadiana Facsimile Reprint Series. Donald Swainson will use his sabbatical, assisted by Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.