Lögberg-Heimskringla - 11.06.1970, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 11.06.1970, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚNÍ 1970 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: NÁTTMÁLASKIN Skáldsaga J „Hvernig stendur á þessu að þú getur ekki sprett hnakknum af klárnum?“ sagði hún. ,)Ó, það er allt á sömu bókina lært, góða mín. Vettlingarnir týndir og hendumar svo kaldar og loppnar, að mér er ómögulegt að spretta gjörð- inni.“ Hún gekk skarplega að því að spretta af hest- inum og bera hnakkinn inn í skemmuna. „Nú skaltu koma í búrið, vinur. Þar er hlýtt. Ég skal svo fara út aftur og spretta af hinum klárnum,“ sagði hún. „Nei, það get ég ekki látið spyrjast um mig að ég láti þig spretta af hestunum fyrir mig,“ sagði hann. „Ég er nú að vona að það fréttist ekki, hvemig þú lítur út í kvöld,“ sagði hún. Þegar hestarnir voru lausir við reiðtýgin fylgd- ust þau inn göngin. Hún bar lampann fyrir þeim. „Nú seztu hérna og færð þér að borða. Ég hef haldið matnum heitum í þeirri von að þú kæmir. Það eru allir háttaðir inni. Þú verður að láta það bíða til morguns að heilsa fólkinu,“ sagði hún og sótti handklæði til þess að þurrka honum um andlit .og hendur. „Ósköp ertu kaldur á höndun- um. Það eru vandræði að týna vetflingunum, þegar svona liggur illa á tíðinni,“ sagði hún. „Þeir týndust á heiðinni, hafa náttúrlega orðið eftir, þar sem við Grímur skildum. Ég verð að fara og reyna að finna þá,“ tautaði hann. „Það eru víst nógir vettlingar á þessu heimili. Það er óþarfi að fara að leita að þeim,“ sagði hún. „En það er nú bara þetta að ég er hræddur um að það hafi týnzt eitthvað fleira. Ósköp ertu góð við mig, elsku stúlkan mín. Ég á það víst ekki skilið, og líklega verður það þér til hörmungar og ógæfu að fylgjast með mér.“ „Vertu ekki að þessu rugli. Reyndu bara að borða, þú hlýtur að vera banhungraður. Nú ætla ég að fara frá svolitla stund. Reyndu að sofna ekki ofan í diskinn. Og vertu svo ekki að þessum raunatölum. Við jöfnum þetta allt á morgun,“ sagði hún. „Já, víst er ég svangur, en bezt væri þó að fara að sofa,“ sagði hann. Hún flýtti sér út og lét hestana inn og náði góða tuggu handa þeim. Svo hljóp hún heim í spretti og fór að búa um stofurúmið. Sótti þrjár flöskur með heitu vatni inn og lét þar í rúmið. Það var auðséð að þama var kona, sem var vön að hugsa um veika. Hún var fljót að þessu, því að hann þurfti að fara að sofa. „Svona, góði minn. Nú ertu búinn að borða eitthvað. Viltu svo kaffi á eftir. Ég er búinn að láta hestana inn og gefa þeim, svo að þú þarft ekki að hafa áhyggjur út af þeim og getur farið að sofa.“ „Mér finnst ég vera að hressast við, en gott verður samt að fara að sofa. Það er nú meiri skömngurinn sem þú ert, búin að gefa hestunum. Það er eins og ég sagði Grími, að það væru ekki margir, sem eiga annað eins konuefni. Bara að ég gæti fundið vettlingaskrattana. Ætlarðu að koma með mér fram og hjálpa mér úr til fótanna. Hitt held ég að ég ráði við,“ sagði hann. Hann var ólíka mannlegri, þegar hann stóð upp frá matborðinu, en þegar hann settist. Hann kyssti hana á kinnina og hálsinn, ekki ólíkt að honum dytti í hug, að henni félli illa að finna vínlyktina fram úr honum. Ég býst ekki við að þú fyrirgefir mér nokk- urn tíma það, sem mér hefur orðið á í dag,“ sagði hann, þegar hann var kominn undir sæng- ina. „Það er meira en það að ég komi svínfullur heim til þín, heldur-----“ „Við getum talað um það í fyrramálið. Nú verður þú að fara að sofa,“ sagði hún. Hún var svona hér um bil viss um hvað var að honum. Hann var búinn að skrifa henni, að trúlofunarhringarnir yrðu í vasanum, þegar hann riði í hlaðið á Svelgsá næst. Hann hafði hjálfsagt týnt þeim. „Voru það hringarnir, sem þú týndir?“ spurði hún. „Já, þeir eru víst týndir. Ég get hvergi fundið þá. Ég hlýt að geta fundið þá suður frá. Reyndar minnir mig að ég léti þá í vettlinginn minn. En það er ekkert að marka. Ég man það betur í fvrramálið." „Þú fannst það allt betur í fyrramálið. Ef þeir finnast ekki, getum við búið saman hringalaus,“ sagði hún. „Ég er bara alveg hissa. Þú hefur hitað upp rúmið með heitum flöskum eins og það væri sængurkona, sem ætti að fara að hátta. Heldurðu að það fari ekki vel um þig hérna hjá mér í þessu notalega rúmi?“ sagði hann. „Ég ætla að sitja hérna hjá þér, meðan þú ert að sofna,“ sagði hún og klappaði ofan á hendi hans, sem hún hafði milli handa sinna. En hana langaði ekkert til þess að sofa hjá honum, þó að Sæja hefði sagzt geta það. En samt gæti hún ekki eftirlátið hvorki henni né neinni annarri sæti sitt. „Ég ríð suðureftir í fyrramálið og leita. Kannski þú vildir verða samferða?“ Þetta var það síðasta, sem hann sagði. Svo var hann steinsofnaður. Hún kyssti hann laust á kinnina, fór svo inn til að hátta. En henni gekk illa að sofna. Hjátrúin hvíslaði því að henni, að hún yrði ekki sæl með þessum manni, sem drykki frá sér vitið og það sem út yfir tók, að týna hring- unum. Það var það, sem alltaf var sjálfsagt að boðaði heitrof, að týna hring af hendi sér. Hún spurði Bergljótu að því, þegar hún færði henni morgunkaffið, hvort hún hefði nokkurn tíma heyrt að sú kona yrði hamingjusöm, sem týndi giftingarhringnum sínum. „Hvað ert þú að hugsa um góða mín? Var þig eitthvað að drevma um það. En ég man ekki eftir að neinn hafi týnt hring, sem ég hef verið sam- tíða. En það er víst ekki gott að dreyma það.“ „Það var víst eitthvert draumarugl, hugsa ég,“ sagði Jónanna og hló að þessari vanmáttugu hug- hreystingu, sem Bergljót gamla hafði látið henni í té. „En það man ég,“ hélt gamla konan áfram, „að maður einn týndi hringnum sínum og það var talið víst að það yrði ekki langgæft það hjónabandið. En hann fékk sér bara anman. Og þau bjuggu víst samain í góðu hjónabandi yfir fimmtíu ár. Það kallar maður sæmilegt. Varstu annars að heimta þinn góða pilt í gærkvöldi?“ „Hvernig vissir þú það?“ sagði Jónanna. „Níels sá það víst í morgun að eitthvað hafði verið látið inn í skemmuna. En kannski hefur hann komið eftir að þú varst sofnuð og hvorki fengið vott né þurrt,“ sagði gamla konan., „Nei, þú þarft ekki að vera að kvarta fyrir hann. Ég var vakandi og hann fékk heitan mat og kaffi. Ég reyndi að taka vel á móti honum,“ sagði Jónanna. „Þú hefur nú varla tekið það nærri þér, ef ég þekki þig rétt. Og svo þarftu áreiðanlegu engu að kvíða við hlið hans, þó að þú hefðir engan hring.“ Þessi orð hresstu Jónönnu. Hún var búin að fara ofan að hesthúsi og hleypa hestunum út. í leiðinni hafði hún litið inn um stofugluggann og séð að Páll svaf enn. En þegar hún kom fram frá því að færa Bergljótu kaffið, heyrði hún að hjónin voru komin inn í stofu og farin að skrafa við hann. Hún stanzaði við búrdymar og hlustaði. Skyldi hann fara að segja þeim frá því að hringamir væru týndir? Hún gæti hreint ekki þolað það. En það fyrsta sem hún heyrði voru lofsyrði um hana sjálfa. * „Hún tól^ bærilega á móti mér í nótt, blessað konuefnið, eins og ég var þó útlítandi, rennvotur eins og krakki og krókloppinn, því að versta ill- viður var á leiðinni. En hún setti það ekki fyrir sig, heldur hlúði áð mér eins og ungbarni. Því segi ég það, sem ég hef oft hugleitt með sjálfum mér, að ég verð aldrei annað en lítilfjörleg per- sóna við hlið hennar, þó aldrei nema hún fylgist með mér á lífsleiðinni." „Blessaður gerðu nú ekki svona lítið úr þér. Ég vona að hún hafi aldrei ástæðu til þess að líta niður á þig,“ sagði Ingunn. „Ég er hissa að þú skyldir ekki láta hana velgja rúmið með þér,“ sagði Níels og hló glettnislega. „Nei, ég var nú ekki hæfur til þess. Hún var búin að velgja rúmið með heitum -flöskum. Svo sat hún á stokknum meðan ég var að lognast út af,“ sagði Páll. Þá lagði Jónanna frá sér pörin og gekk hik- laust fram í stofuna og bauð góðan daginn og bætti við: „Svo Páll minn er þá vaknaður eftir allt volk- ið í gær.“ „Ja, hvað heldurðu, væna mín, eftir aðrar eins móttökur og aðhlynningu og ég fékk er maður ekki lengi að komast í samt lag aftur.“ Svo rétti hann fram hendurnar brosandi. „Komdu nú og kysstu mig, vina mín, ef þú ert orðin sátt við mig?“ „Ég hef aldrei verið neitt ósátt við þig,“ sagði hún og kom til hans og kySsti hann, svo að hjónin sáu. Níels tísti af hlátri. „Ég var nú einmitt að segja það núna rétt áðan, að ég hefði líklega látið þig velgja með mér rúmið i hans sporum.“ „Þú meinar það nú ekki,“ sagði Jónanna. „Auðvitað hefði hann aldrei hagað sér svoleiðis og því síður dottið í hug, að ég gerði það.“ Þá sagði Páll: „En nú er mig farið að langa í morgunkaffið, Ingunn mín. Ég átti víst geymda svolitla vínlögg hjá manni þínum, sem ég vona að hann sé ekki búinn með. Það væri gott að fá það út í kaffið núna. Svo þegar ég er búinn að drekka kaffið og koma mér í fötin, skulum við fara að taka upp farangur minn og athuga, hvort við finnum nokk- uð af því, sem ég hélt að ég hefði týnt á leiðinni.“ Þegar búið var að drekka morgunkaffið og Páll hafði lokið við að klæða sig fór hann út í skemmu og kom aftur með hnakktöskuna inn í stofuna. Jónanna var að breiða yfir rúmið, þegar hann kom inn. „Hér kem ég með töskuna. Það er hún, sem hafði allt það bezta að geyma,“ sagði hann og settist á stól út við gluggann og byrjaði að opna hana. Jónanna færði sig nær honum. Efst komu sam- anbrotnir sokkar og ullartrefill. Þar næst komu vettlingarnir. „Nei, sjáðu nú bara. Hérna koma þá vettling- arnir. Þeim hefur verið heldur hlýrra en mér. Og sjáðu hvernig ég hef skilið við þá.“ Annar vettlingurinn var úttroðinn með vasa- fleyg en hinn vafinn saman og snæri sívafið utan um hann. Jónanna fór að hlæja. „Þetta er nú það skrýtnasta, sem ég hef séð, Geymir bara vettlingana niður í tösku, en kemur heim krókloppinn,“ sagði hún. ,jÓ, það er gott að þú getur hlegið að axar- sköftum mínum. En ætli það geti ekki skeð að ég hafi verið að varðveita lífshamingjuna okkar innan í þessum hlýja vettlingi,“ sagði hann. „Ég er ekk vanur að týna því, sem ég hef rfieðferðis, þó að aldrei nema ég smakki vín.“ Hann vatt snærisspottanum utan af ýettlingn- um og þar innan úr komu litlar öskjur með hringum í. Jónanna tárfelldi af gleði. „Ég þarf þá ekki að ríða suður á heiðina aftur. Hérna koma þá hringarnir okkar,“ sagði hann. Nú skulum við setja þá upp strax í dag.“

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.