Lögberg-Heimskringla - 28.01.1971, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 28.01.1971, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1971 Úr borg og byggð 99 ÁRA Þess var getið á ritstjómar- síðu Winnipeg Free Press, 14. þ. m. í litlum dálki, sem nefn- ist „Birthdays“, að Mrs. Þor- björg Sigurðsson, hafi átt 99 ára afmæli. Hún er móðir Dr. Lárusar Sigurðsson. Hún er nú flutt inneftir til Winnipeg, og býr með dóttur sinni, Stef- aníu, að 492 Dominion Street. Þær fluttu inneftir s. 1. haust. Mrs. Sigurðsson hefur all góða heilsu, fylgist vel með og stundar enn húsverkin heima. Frú Þorbjörg fluttist með foreldrum sínum, Jóni Jóns- syni og Sigríði Jónsdóttur til Mikleyjar og settist fjölskyld- an að á Grund (Gull Harbour) einum fegursta stað eyjarinn- ar og maður hennar Jóhann- es heitinn Sigurðsson, mikill athafnamaður i Nýja íslandi, fluttist líka til eyjarinnar með foreldrum s í n u m , Sigurði Erlendssyni og Guðrúnu konu hans. Margt mætra manna og kvenna er upprunnið frá þeirri eyju. Við árnum frú Þorbjörgu heilla með afmælið og vænt- um þess, að minnast hennar á tíræðisafmælinu. Dónarfregnir Alexander Jakob Björnsson andaðist á Betel heimilinu á Gimli 19. desember, 1970, 79 ára að aldri, sonur landnáms- hjónanna Björns Jónssonar, landnáms-bónda á Straumnesi í Fljótsbyggð og konu hans, Jakobínu Jónasdóttur. Hinn látni var fæddur við Fljótið og stundaði búskap þar til hann lét af störfum fyrir tíu árum og dvaldi tvö síðustu árin á B e t e 1. Eftirlifandi Skyldmenni eru bróðir hans, Emil, einnig á Betel og systir hans Sigríður — Mrs. Guð- jón Johnson, í Riverton; tvær fóstursystur, Mrs. Guðbjörg Grey og Miss Emily Helga- son, báðar í Winnipeg. Látin eru þrjú systkini hans, Jo- hannes, Thorunn og Mrs. Jón- ína Rockett. Séra Ingþór Is- feld flutti kveðjuorð á Betel heimilinu. Útförin var frá Riverton Hnausa kirkjunni. Jacquolyn Eyrikson, dóttir Mr. og Mrs. Gunnlaugur Eyr- ikson, 26 Penrose Place, St. Boniface andaðist 8. desember 1970, 36 ára að aldri. Hún var fædd í Wynyard, Saskatche- wan, var útskrifuð í lyfja- fræði frá Manitoba háskóla 1958 og var Senior Stick það ái'. Eftirlifandi eru foreldrar hennar og þrjú systkini. Had- ley Eyrikson í St. Boniface, Iris — Mrs. Keith Dangerfield í Brandon og Avril — Mrs. Harold Tetlock í Vancouver. Dr. P. M. Petursson jarðsöng hana. Mrs. Bjarndís Emilia Krisi- ín Sölvason andaðist 9. jan- úar, 1971, 79 ára að aldri. Hún fluttist af íslandi 11 ára að aldri og hefir átt heima í Manitoba síðan. Hana lifa Paul eiginmaður hennar; fjór- ir synir, Ingvar í Oliver, B.C., Stephen og Gunnar í Winni- peg og Wynn í Selkirk; fjór- ar dætur, Mrs. Emily Carlson í Vancouver, Mrs. Pauline Knight í Winnipeg, Hilda Mrs. Les Hay í Transcona og Mild- red — Mrs. John Graves í McCreary; ein systir, Laura — Mrs. Ingvar Anderson 1 Winnipeg; tveir bræður, John Thorkelson í Winnipeg og Ludvik Sigurdson í Selkirk; 28 barnabörn og 4 bama- barnabörn. Tvær dætur henn- ar eru dánar, Caroline og Laura. Útförin var frá Bar- dals. * * * * Albert Snifeld lézt 10. jan- úar, 1971, 39 ára að aldri. Hann fæddist að Hnausa, Man. og stundaði fiskveiðar á Winnipegvatni. Síðustu 15 árin átti hann heima að Pine Dock, Man. Eftirlifandi eru Isabell kona hans og Patsy dóttir þeirra; foreldrar hans Mr. og Mrs. Hermann Snifeld, Hnausa; þrír bræður, Kris á Gimli, John í Winnipeg og Júlíus að Hnausa; fjórar syst- ur, Mrs. Sigurbjörg Lupky, Riverton, Mrs. Emily Gisla- son, Mrs. Sigurrós Johnson og Mrs. Beatrice Johnson, all- ar í Arborg. * * * G 1 a d y s Alda, eiginkona Slanley Skagfeld lézt 10. jan- úar 1971, 68 ára að aldri. Hún var fædd í Hoople, N. D. en átti heima í St. Vital í s. 1. 41 ár. Hana lifa eiginmáður hennar; Calvin sonur þeirra 1 Winnipeg; fjórar dætur, Mrs. Joyce Beaubien í Pine Falls, Mrs. I r e n e Baldwin og Yvonne Oliphant, báðar í Winnipeg og Mrs. Carolyn Holder í Rossbum, Man; þrjú systkini í Califomia og 16 bamabörn. Útförin var frá Bardals. * * * Jósteinn (Bob) I. Magnusson varð bráðkvaddur að heimili sínu í Arborg, Man., 59 ára að aldri. Hann var fæddur að Framnesi en átti lengst af heima í Arborg. Hann vann lengi á flutningabátum á Win- nipegvatni. í seinni heims- styrjöldinni þjónaði hann í Canadian Army Service Corps. Fjórir bræður hans eru látnir, Kristján, Karl, Manni og Einar. Eftirlifandi er syst- ir hans, Mrs. Lóa Gudmund- son og sex systkinaböm. * * * Margrél Stefanía ekkja Henry Charles Le Blancq lézt 62 ára að aldri. Hún var fædd í Winnipeg en átti heima i Ashern síðustu 13 árin og var þar í þjónustu landbúnaðar- deild Manitobafylkis síðustu 12 árin. Hana lifa tvær dætur, MESSUBOÐ Fyrsia lúterska kirkja Sími: 772-7444 Supday Services: 9:45 Sunday School: 9:45 and 11:00 Services. Næsta íslenzka messa verð- ur sunnudaginn 28. febrúar, fyrsta sunnudag í föstu, kl. 4 e.h. Séra Ingþór ísfeld pred- ikar. Janet og Willa Doreen í Win- nipeg; móðir hennar, Mrs. Lára Clemens í Ashern og bróðir hennar Arnold Arna- son í Winnipeg. Kveðjuathöfn í Grace Lutheran Church, Ashern, séra Ásgeir Ingibergs- son flutti kveðjumál. * * * Hjörtur Þórarinn Ámunds- son lézt í Selkirk, 19. janúar, 1971 á níræðisaldri. Hann var sonur landnámshjóna .í Mikl- ey, þeirra Ámunda Gíslason- ar, Stýrssonar frá Hvammi í Skorradal í Borgarsýslu og Jónínu Sólveigar Brynjólfs- dóttur, Einarssonar frá Hreða- vatni í Borgarfirði. Hjörtur heitinn var bóndi og fiskimað- ur í Mikley þar til hann flutti til Selkirk 1960. Kona hans var Sesselja Margrét Ólafsson, systir Daníels Ólafssonar og þeirra systkina. Hún dó árið 1923. Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru Ólafur Ámundson í St. James, Winnipeg, Mrs. Sigurrós Ágústa Doll og Mrs. Kristín Svanfríður Benson, báðar í Selkirk. Barnabörnin eru 11 og barna-barnabörnin 10. Útför Hjartar heitins fór fram frá Mikleyjar kirkju og hvílir hann nú í Mikleyjar grafreit. * * * Þorgrímur ‘|Ólafson lézt 27. nóvember, 1970 á McGregor spítalanum, 93 ára að aldri. Hann var fæddur í Mýrar- sýslu á Islandi, 3. október, 1877. Foreldrar hans voru Ól- afur Ólafsson og kona hans Ólöf Guðlaug Sigurðardóttir. Þorgrímur flutti til Ameríku árið 1900 og settist að nærri Sinclair, Manitoba, í litlu ís- lenzku héraði og stundaði korn- og griparækt þar um 57 ára Skeið. Árið 1910 kvæntist hann Guðrúnu Rósu Þor- steinsdóttur. Þau fluttu til Melbourne árið 1957 og sett- ust að nálægt Stínu dóttur þeirra. Árið 1965 dó Rósa kona hans. Hann syrgja einn sonur, Ólafur í National City, Cali- fomia; þrjár dætur, Stína — Mrs. J. H. Burke, í Melbourne, Lauga Mrs. A. R. Magnusson, Árrós — Mrs. H. Methering- ham, báðar í Winnipeg; níu barnaböm og tólf bama- barnabörn. Útförin var frá Evangelical Free kirkjunni í Carberry. Séra Ronald Gart- ley þjónaði. Hann var jarð- settur í Carberry Plains graf- reitnum. DÖNSKUM KONUM BÖNNUÐ JUDOIÐKUN Tíu þúsund danskar konur sem stunda nám í kvöldskól- um hafa undirritað bréf til menntamálaráðherra Dan- merkur, Helgu Larsen, þar sem mótmælt er kröftuglega þeirri ákvörðun að konur megi ekki læra judo eða aðra sjálfsvörn. Hefur mál þetta vakið mikla athygli í Dan- mörku. Til eru í Danmörku sam- tök sem nefnast Judo og Jiu- Jitsu-s a m t ö k i n. Hafa þau kennt íþróttagreinar sínar í kvöldskólum, en þeir eru mjög sóttir af konum. Að- gangur að þessum tímum hef- ur ekki verið skylda, heldur hverjum nemanda í sjálfsvald sett. Kennslan hefur farið fram um margra ára skeið. Núverandi ríkisstjórn sem mynduð var 1968 tók málið hins vegar upp og telur áð óráðlegt sé að konum sé gefin „fölsk von“ um að þær geti varið sig sjálfar þótt þær hafi lært sjálfsvörn. Átti að fara fram rannsókn á kennslunni o. fl. en þar sem ekkert hef- ur gerzt í málinu nema sett hefur verið bann gegn kennsl- unni, þá er nú tekið að hitna í kolunum. Á íslandi er judoiðkun all- algeng nú meðal kvenna. Mgbl. 10. okt. Víso Ríður senn í réttirnar rjóður kvennaskari, yfir fennur eggsléttar alinn rennur gjarðamar. STAMPS STAMPS ON APPROVAL AT your request. Now Ready — Canada, United States, Great Britain, Denmark, Finland, Ice- land, Norway, Sweden. Good selection of Canada plate num- ber blocks. S. H. Skaftfeld, Shaunavon, Sask. (4-8-31-P) Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvarnarmeðal, sem hreinsar blóðið og hamlar gegn rotnunarsýklum. 1 Adams Garlic Pearles er sérstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Milljónir manna hafa um aldir neytt Garlic-lauks sér tD heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyfjabúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betur og finnast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjutti, lyktarlaus og bragðlaus. FIMMTUGASTA OG ANNAÐ ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Fer fram í Parish Hall, Fyrstu lútersku kirkju, á Victor Street, suður af Sargent Avenue, í Winnipeg, dagana 26. og 27. febrúar, 1971. Deildir félagsins (og einstakir meðlimir) eru beðnar að veita þessaxi tilkynnngu athygli og útnefna fulltrúa á þingið í tæka tíð. Þingmál verða tekin fyrir, sem hér segir: 1. Þingsetning, kl. 9:30 f.h. 26. febrúar. 2. Skipuð kjörbréfanefnd. 3. Ávarp og ársskýrsla forseta. 4. Skýrslur embættismanna. 5. Skýrsla kjörbréfanefndar. 6. Skýrslur deilda. 7. Skýrslur milliþinganefnda. 8. Kveðjur: Ávarp heiðursgesta, kl. 3 e.h. 26. febr- úar. Þinggestir verða hr. Andrés Björnsson, útvarpsstjóri við íslenzka Ríkisútvarpið, og kona hans frú Margrét Vilhjálmsdóttir. 9. Aðrar skýrslur. 10. Umræður um fjármál, félagsmál og menningar- mál. 11. Kosning embættismanna, kl. 2 e.h. 27. febrúar. 12. Ný mál. 13. Ólokin þingstörf. Samkomur þingsins: 25. feb., Frón; 26. feb., Icel. Can. Club; 27. feb., lokasamkoma Þjóðræknisfélagsins. Winnipeg, 20. janúar, 1971, í umboði stjómar Þjóðræknisfélagsins HÓLMFRÍÐUR DANÍELSON, riiari, SKÚLI JÓHANNSSON, forseii.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.