Lögberg-Heimskringla - 12.04.1973, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 12.04.1973, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. APRÍL 1973 3 Richard George Vickerson lézt 5. marz 1973, í Grimsby, Ont., 74 ára að altlri. Hann ólst upp í Winnipeg, og þjónaði í Kanada hemum í fyrri heimsstyrj öldi nni. Eft- ir stríðslok var hann starfs- maður Royal Bank of Canada um árabil, en tók síðan stöðu á borgarskrifstofunum í Win- nipeg og þjónaði þar unz hann 9agði sig frá starfi árið 1963, og flutti til Grimsby með konu sinni. Auk eiginkonunnar, Gladys Jean, syrgja George þrjár systur, Soffía (Mrs. Albert Wathne), Valgerður (Mrs. Harry Steel, og Miss Thordis Vigfusson allar í Vancouver, B.C.; þrjár systradætur, Mrs. Ethöl Post í Vancouver, Mrs. Gordon Donaldson í Concord, Mass., og Miss Ruth Steel í Cambridge, Mass., einnig þrír náfrændur, Vigfús Pálsson í Vancouver, Dr. Richard Beck í Victoria, B.C., og J. Th. Beck í Winnipeg. Hinn látni var jarðsettur í Wawota, Sask. t Hinn 16. janúar s. 1. andað- ist í Los Angeles Gunnar Matihíasson, sonur þjóð- skáldsins alkunna, séra Matt- híasar Jochumssonar og konu hans, Þóru frá Skógum. Hann var fæddur á Odda í Eyjafirði. Þar ólst hann upp til 16 ára aldurs. Víkingseðlið og ævintýraþráin var Gunn- ari í blóð borin. Hann vildi kanna nýjar leiðir og kynnast af eigin raun hinum stóra heimi. Þess vegna kvaddi hann aðeins sextán ára gam- all land sitt og þjóð og hélt vestur um haf. Gunnar vann fyrst eftir að hann kom vest- ur um haf á bóndabýli í Ar- gyle, Kanada. Þar kynntist hann sinni ágætu konu Guð- nýju. Voru þau gefin saman í hjónaband árið 1905 og fluttu þá til Seattle. í heimskrepp- unni illræmdu árið 1930 tap- aði Gunnar, eins ög margir fleiri, öllum sínum eignum og flutti þá til Los Angeles ásamt fjölskyldu sinni, og þar átti hann heima þar til yfir lauk. Gunnar lætur eftir sig konu sína, Guðnýju, þrjár dætur, Elínu, búsetta í Seattle, Helen og Þóru, til heimilis í Los Angeles, og einn son, Árna, sem búsettur er í Los Angeles, ennfremur hóp barnabarna og annarra ættingja. Þessa mæta manns verður nánar minnst síðar. t Emel Johnson lézt 7. marz 1973, á sjúkrahúsinu í Glen- boro, Man. Auk eftirlifandi eiginkoriu, Sigrúnar V. John- son, lifa Emel einn bróðir, Peter Johnson í Sel'kirk og ein systir, Mrs. Freda Boyd í Van- couver. Hann var jarðsunginn frá Brú lútersku kirkjunni í Cypress River, Man. Dánarfregnir •t. i Mrs. Thorunn Guðlaug Lin- dal lézt snögglega 15. marz 1973, á heimili dóttur sinnar að Vidir, Man. Hún var 83 ára að aldri. Hún var fædd að Garðar, North Dkota, en fluttist með foreldrurri sínum í byggðina við Morden, Man., árið 1898. Árið 1906 giftist hún Jacob Johnson. Þau festu sér heim- ilisréttar jörð við Sylvan, Man., árið 1913 og stunduðu þar landbúnað. Mann sinn missti Thorunn árið 1942, og tveim sonum varð hún að sjá á bak, Jóhanni árið 1968 og Jonathan 1972. Hana lifir ein dóttir, Lóa . (Mrs. Roy Thompson) að Vid- ' ir og þrír synir, Joseph og Siggi að Sylvan Lake og Oli í Árborg, Man.; fimm systur, Mrs. Guðný Thomasson og Mrs. Kristjana Nicklin í Moz- art, Sask.; Mrs. Freda Lindal, Mrs. Jona Johnson og Mrs. Lena Isaacson í Morden. Barnábörnin eru 14, barna- barnabörnin fjögur. Kveðjumál flutti séra Ro- bert Byhre í samkomuhúsinu að Vidir, en hin látna var jarðsett í grafreitnum í Syl- van. t Krisiján Sigurður Halldórs- son lézt 20. marz, 1973 á Mis- ericordia sjúkrahúsinu í Win- nipeg, eftir langvarandi van- heilsu. Hann var fæddur að Vidir, Man., var starfsmaður C.N.R. járnbrautarfélagsins í 21 ár og búsettur í Winnipeg, en lét af starfi árið 1972. Auk eftirlifandi eiginkonu Lóu, lætur hann eftir sig tvo syni, Krstján Cardinal í Ed- monton og Gísla Thorberg í Winnipeg; tvær dætur, Yv- onne (Mrs. A. Paizen) í Winni- peg og Betty (Mrs. M. Thom) í Winnipeg. Barnabömin eru sex, og fjórar systur lifa hann, Mrs. J. Ásgeirsson í Victoria, B.C., Mrs. A. G. Bardal í Win- nipeg, Mrs. M. Eastman í Tor- onto og Mrs. E. Hammil í Flin Flon, Man. Einnig lifir hann einn bróðir, Thorbergur í Winnipeg. Ein systir, Mrs. Guðfinnu Rutherford er látin. Séra J. V. Arvidson flutti kveðjumál í útfararstofu Bár- dals, en hinn látni var borinn til grafar í Brookside graf- reitnum í Winnipeg af Cardy Halldórsson, Thor Halldórs- son, Mike Thom, Alex Paizen, Kevin Jonasson og Doug Saunders. t Ámundur R a f n Goodman lézt 20. marz 1973, á sjúkra- húsinu í Pine Falls, Man., 49 ára að aldri. Hann var fæddur í Mozart, Sask., starfaði við C.N.R. járn- brautina í meira en 30 ár og þ j ó n a ð i erlendis í Kanada hernum í seinni heimsstyrj- • Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseti: SKOLI JÓHANNSSON 587 Minto Street, Winnipeg, Manitoba R3G 2R2 StyrkiS félagið með því að gerast meðlimir. Ársgjald — Einstaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sendist til fjármálarilara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipeg, Manitoba R3E 2P3 Phone: 783-3971 öldinni. Hann lætur eftir sig einn son, Roger. Fjórar systur lifa hann, Mrs. John Fortney að Inwood, Man., Mrs. Hugh Carey í Ter- race, B.C., Mrs. Albert Bollen- bach í Winnipeg og Mrs. Cliff Neilson í Vancouver; tveir bræður, Eythor í Narcisse, Man., og Alvin í Teulon, Man. Kveðjumál flutti séra J. V. Arvidson í útfararstofu Bár- dáls, en hinn látni var jarð- settur að Lundar, Man. Harold Oddleifson lézt 20. marz 1973, í Dryden, Ont., 44 ára að aldri. Hann fæddist í Árborg, Man., og hlaut menntun sína þar, en fluttist til Dryden fyr- ir 15 árum og starfaði við Dryden Paper Company upp frá því. Hann lætur eftir sig móður sína, Mrs. Minnie Oddleifson í Árborg, tvær systur, Mrs. Walter Melnyk og Mrs. Dóri Sigvaldason í Winnipeg, tvær systradætur og fjóra systra- syni. Faðir hans lézt árið 1968. f Solvin S. (Wayne) Johnson, sonur Mr. og Mrs. Björn John- son í Riverton, Man., lézt 21. marz 1973, á Misericordia sjúkrahúsinu í Winnipeg, 22 ára að aldri. Wayne var fæddur og upp- alinn í Riverton, en hafði ver- ið starfandi hjá Calvert of Canada á Gimli, Man., undan- farin rúmlega þrjú ár. Auk foreldranna s y r g j a hann Cindy systir hans, bróðir hans og mágkona, Emil og Karen í Winnipeg. Hann var jarðsunginn af séra R. Kirkwood frá River- ton-Hnausa lútersku kirkj- unni og greftraður í grafreit byggðarinnar. t Guðni Backman lézt snögg- lega 26. marz 1973, á Winni- peg General Hospital í Winni- peg, 81 árs að aldri. Hann var fæddur að Otto, Man., ólst upp í Lundarbyggð- inni og stundaði þar landbún- að þartil hann flutti til War- ren, Man., árið 1963. Auk eftirlifandi eiginkonu, syrgja hinn látna sex synir, Harold að Lundar, Hjörtur, Kristján, Winston og Earl í Winnipeg, Charles í Arvida, Quebec; þrjár dætur, Clara (Mrs. W. Foster) á Lundar, Mrs. Elinor Byron á Lundar og Dorothy (Mrs. D. K. Hunt- er) í Virden, Man. Bamabörn- in eru 18, barna-bamabörnin 9. Hann var jarðsunginn frá lútersku kirkjunni á Lundar af séra H. K. Reitze, og jarð- settur í grafreitnum á Lund- ar. Building Mechanics Ltd. Pointing • Dccoroting - Construction Rcnovating - Reol Estate K. W. (BILL) JOHANNSON Manager 910 Palmerslon Ave., Winnipeg R3G 1J5 ICELAND ■ CflLIFORNIA C0. Bryan (Brjann) Whipple Import and Sale of Icelandic Woolens, Ceramic, Etc. 1090 Sonsome, Son Francisco CA94111 Wanted for cash: Older lcelondic Stamps and Envelopes

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.