Lögberg-Heimskringla - 04.10.1973, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 04.10.1973, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1973 GULNUÐ BLÖÐ GUÐRÚN FRA LUNDI „Þú lætur hann Steina litla ná í Gunnar núna strax í dag. Ég verð að ráðfæra mig við hann, eins og vanalega. Hann verður að vera þér hjálplegur við haustverkin, slátrunina og fleira.“ „Mér kemur þetta ekkert við, því að eins og þú manst á eg ekkert af skepnunum. Þú skalt láta systkini þín hafa þær. Þau verða annars aldrei ánægð.“ „Mér stendur á sama, hvort þau verða ánægð eða ekki. Það ert þú sem hefur verið mér allt. Þess vegna vil ég láta ykkur Gunnar njóta eign- anna minna í félagi. Ég vil, að hann verði mað- urinn þinn. — Þú færð ekki betri mann,“ sagðd Markús. „Ég hugsa ekki um það framar að giftast eða búa með manni,“ kjökraði hún. „Þú segir það bara núna. Ég veit að þú gerir það fyrir mín orð að eiga Gunnar. Það er mér svo mikil ánægja að hugsa til þess að þið búið héma saman og hugsið um skepnurnar mínar.“ Lengra varð samtailið ekki. Steini reið út að Múla og Gunnar kom með honum til baka. Hann sat lengi inni hjá Markúsi. Svo reið hann út á Nes og kom aftur með tvo bændur með sér. Það voru þeir Bjami á Sval- barði og Jón á Naustanesi, báðir vel vitibomir menn og báðir skólaigengnir. Jón átti að skrifa skjalið, því að hann átti formálabókina. Gunnar leitaði að Margréti, áður en byrjað var að skrifa. Hún sat framrni í búri. Þau voru orðin góðir kunningjar, höfðu oft setið við sjúkrabeð Markúsar þetta sumar, hrygg og vonsvikin. „Ég kem til þess að tala við þig fyrir Markúsar hönd. Hann bað mig að spyrja þig að því, hvort þú vildir ekki, að hann gæfi þér hehning eignanna, eða hvort þú yrðir ánægðari með að fá bara ráðs- konukaup. Hann ætlaði að gefa mömmu þinni eitt- hvað fyrir allt, sem hún hefur gert fyrir hann.“ „Það er fallega gert að gleðja mömmu. Mér stendur alveg á sama, þó að ég fái ekkert. Ég get áreiðanlega unnið fyrir mér fyrst ég er orðin ein- hleyp. Mér finnst, að þau systkinin eigi að njóta þess, þau eru búin að sýna það, að þau hafa hug á því,“ sagði hún. „Þú mátt ekki setja þig upp á móti því, sem hann vill. Þó að hvorugt okkar kunni við þetta núna, getur það breytzt, þegar frá líður. Aðalat- riðið er, að hann sé ánægður.“ „Ég hef ékkert á móti því, en vonandi verður ekki sú ósk hans sett á þetta skjal, sem á að fara að útbúa,“ sagði hún. Hann klappaði henni á öxlina eins og hlýlyndur bróðir, og gekk til baðstofu. Sigurlaug var á sífelldu rápi út og inn um göng- in. Hún þóttist sjá, að eitthvað stæði til á sinu búinu. Líklega var nú þessi vesalings maður að gefa upp öndina. — Hún ætlaði gersamlega að springa af forvitni. Steinka á Þröm hafði verið þar síðastliðna viku til þess að vaka yfir sjúklingnum með Margréti, en nú steinsvaf hún í frambaðstofunni, svo að ekki var hægt að ná í hana, enda var hún nú vanalega heldur hláleg í svörum. Kláus gamli var að koma fyrir síðustu útheys- sátunum niður við hesthústóft, þegar kona hans kom móð og másandi ofan eftir til þess að segja honum fréttimar. „Ég skil ekkert í, hvað nú er á seyði fyrir sam- býlisfólkinu. Magga stráið situr alein frammi í búri.“ „Það er víst ekki nema ein Iausn á því,“ hnuss- aði í Kláusi gamla. „Það á líklega að fara að útbúa aðra erfðaskrá handa systkinapakkinu hans til að stela. En líklega verður reynt að passa hana betur. „Skárri eru það nú ósköpin, sem maður heyrir og er þó líklega ekki allt búið ennþá,“ sagði Sig- urlaug og rölti heim aftur. Þá stóð Steinka á hlaðinu. „Þarna ertu þá upprisin, Steinunn mín. Hvað er það svo sem, sem gengur á þarna inni hjá því?“ spurði Sigurlaug, forvitin að vanda. „Þú getur nú víst eins vel leyst úr þeirri spurn- ingu og ég, sem hef sofið síðan um hádegi. Á með- an hefur þessi gestaskari drifið að heimilinu. Ég sé bara, að aumingja Magga stráið er óvenju dauf útlits. Hún hefur þó borið sig vel hingað til,“ sagði Steinka. „Hann er þó vonandi lifandi ennþá, hann Mark- úr?“ spurði Sigurlaug. „Já, hann er það áreiðanlega," sagði Steinka. Loks komu gestirnir út og voru þegar komnir á hestbak, svo að ekki var hægt að fá neinar fregn- ir frá þeim. Svo þeystu þeir úr hlaði. Tveim dögum seinna reið Kláus gamli inn í kaupstað. Það var vani hans að reyha að ná í vín fyrir göngurnar. Nikulás frétti af ferðum hans. Hann hafði ekki haft neitt fyrir því að heimsækja Markús bróður sinn, síðan gjafabréfið hafði horfið Nú hafði hann heyrt, að læknir hafði verið sótt- ur enn á ný að Grenivík og vildi gjarnan frétta, hvað hann hefði sagt. Eiginlega fannst honum það óskiljanlegt, hvað þetta líf gat treinzt lengi. — Hann sagði því ráðskonu sinni að hafa gætur á karlinum, þegar hann færi úthjá. Það vildi svo vel til, að hún sá til ferða hans, þegar hún opnaði bæinn, en það var sólarhring seinna en Nikulás bjóst við. Hún beið úti eftir hanum, því að vegurinn lá um hlaðið, heilsaði honum kumpánlega og bauð honum kaffi. Hann þáði það með þökkum. Hann sagðist hafa brugðið sér fram í sveit, þar átti hann margt frænfól'k, sem gaman væri að finna. Hún lét hann setjast á eftirlæti allra gest sjálfa búrkistuna. Ni'kulás kom inn nývaknaður og bauð góðan daginn. „Nú held ég eitthvað sé í fréttum fyrst þú kem- ur framan úr sveitinni,“ sagði hann. „Það held ég sé harla lítið. Þó að ég hafi eitthvað heyrt er ég of ókunnugur fólki þar um slóðir til þess að leggja skraf þess á minnið,“ sagði Kláus. „En er þá ekki eitthvað að frétta þama utan frá ykkur? Ég hef heyrt sagt, að það hafi verið sóttur læknir til Markúsar vestan úr sýslu. Hvað ætli hann hafi sagt?“ „Spurðu annan en mig. Ég hef ekki talað við mótbýlisfólkið í margar vikur, eins og þú þekkir, þegar maður er á engjum allan birtutímann. En læknirinn sá ég, þegar hann reið úr hlaði um kvöldið." „Já, en kvenfólkið, maður. Það er alltaf svo fréttafrótt og spyr hvað annað. Ætli hann hafi gefið nokkra von um bata?“ rausaði Nikulás. „Það þýkir mér ólíklegt, að nokkrum lækni detti í hug, að um bata geti verið að tala eftir allan þennan tíma,“ sagði Kláus gamli. „Ég er nú bara mest hissa á hvað hún er lengi að kreista úr honum lífið, þessi góði engill, sem honum finnst hann eiga,“ hreytti Nikulás og glotti háðslega. „Ég held það væri nær fyrir þig að vera hissa á því, hvað hún getur treint í honum lífið. Eg er orðinn forviða á því. En nú býst ég við að hann sé farið að gruna, að það fari að draga að endalokun- um fyrir sér, því að Gunnar vinur hans var sóttixr fyrir nokkru. Hann smalaði mönnum, sem sátu lengi inni hjá honum. Það var Jón á Naustanesi með formálabókina undir hendinni og Bjarni á Svalbarði. Mér finnst það sennilegt, að þeir hafi verið að ráðstafa eignum hans eitthvað.“ „Ætli hann reyni ekki að ná í eitthvað af þeim. skarfurinn frá Múla. Hann hefur Iengi verið iðinn við að hafa út úr honum peninga,“ sagði Nikulás og augu hans urðu hörð og köld. „Hann hefur líka verið því heimili betri en ekki neitt í sumar. Eiginlega með annan fótinn þar að kalla mátti. Það væri alveg ófyrirgefanlegt, ef hann ætti ekki að fá eitthvað fyrir það,“ sagði Kláus um leið og hann dró vasapela upp úr brjóst- vasa sínum og héllti vel út í bollann hjá sér. Síð- an rétti hann húsbóndanum hann. 1 Nikulás lét vel út í bollann sinn. Honum var sýnilega talsvert brugðið. „Það er líklega heppilegast fyrir Margréti garm- inn að passa þetta skjalið betur en hitt. Láta ekki krakkana ná í það og t..na því,“ sagði hann og glotti háðslega. „Það hafa varla verið krakkar, sem þar voru að verki,“ sagði Kláus karlinn glettnislega. „Hver annar skyldi hafa átt við það?“ sagði Nikulás kuldalega. „Það er víst sírápandi þangað þetta fólk hennar, og snuðrandi niður í hverri hirzlu." ' Kláus gamli hneggjaði Iágt ofan í bollann sinn. „Já, máltækið segir, að það sé gott að hafa barn til blóra og kenna því alla klækina," sagði karl. * Nikulás sló þá út í aðra sálma. „Mér sýnist þér veitti bara ekki af að komast heim og fara að sofa. Þú hlýtur að hafa verið á ferðinni í alla nótt. Það er líklega bezt, að við verðum samferða. Eg er að hugsa um að ríða út að Grenivík og vita, hvernig bróðir minn hefur það. Þetta er engin meining að koma honum ekki á sjúkráhús,“ sagði sá góði bróðir. „En þið hafið nú sagt það, systkinin hans, að hann vildi ómögulega fara á spítala," skaut ráðs- konan inn í. „Hvað svo sem skyldi þig varða um það,“ sagði Nikulás kaldranalega . Kláus karlinn staulaðist stirðlega fram göngin og út á hlaðið. Þar beið Nikulás ferðbúinn og var að leggja hnakkinn á reiðhestinn. „Við verðum eitthvað samferða af leiðinni, er það ekki?“ sagði Kláus. En samreiðin varð ekki löng, því að Nikulás var mesti reiðgikku sveitarinnar. Hann sló rösk- lega í klárinn og var brátt horfinn fyrir næsta leiti. 31. En þennan morgun höfðu orðið umskipti í Greni- vík. Markús var dáinn. Hann hafði kvatt þennan heim snemma um morguninn. Brynhildur hafðd verið suður frá þessa nótt og vakað yfir honum, ásamt þeim Steinku og Margréti. Þegar búið var að hagræða líkinu, fór hún með Margryti heim með sér, svo að hún gæti sofnað. Hún vildi að Steinka kæmi líka með þeim. Það var víst ekkert óviðfeldið að hafa hann einan í bænum núna. Hann þurfti einskis með framar. En Steinka var orðin stillt stúlka á þessum síðustu sólarhringum og sagðist ætla að mjólka kúna hans og koma henni út úr fjósinu. Svo ætlaði hún að leggja sig út af í frambaðstofunni. Brynhildur sagðist þá koma og vitja um hana áður en dimmdi. Sigurlaugu fannst eitthvað óvanalegt við það, að sjá Margréti ganga með móður sinni út túnið. Hún var ekki vön að fara út af heimilinu þetta sumar. Hún heyrði að Steinka var í fjósinu. Hún kom að dyrunum og bauð glaðlega góðan dag. En Steinka tók dauflega undir. „Hvemig stóð á því, að Magga fór með móður sinni út eftir. Er kannsik eitthvað að í Melhúsum?" „Hún ætlaði að reyna að sofna þar út frá, hélt kannski að hún hresstist eitthvað við að koma út undir bert loft.“ „Það eru þó líklega ekki orðin umskipti þarna inni?“ spurði Sigurlaug og bað fyrir sér í hljóði. „Jú, loksins er hann nú búinn að fá hvíld,“ sagði Steinka grafalvarleg. „Og þú ert skilin ein eftir hjá líkinu?“ „Ég býst nú ekki við, að ég verði hrædd um há- bjartan daginn. Hún kemur sjálfsagt í kvöld suð- ur eftir.“ „Ég kalla þig kjarkgóða. Ég er hrædd um að ég verði ekki róleg að vita af líki í bænum." „Ég er alveg hissa á þér svona fullorðinn mann- eskja, að vera hrædd við lík, sem er nú svona langt frá þér. Ég býst við að leggja mig, þegar ég hef komið kúnum út, og sofa í rólegheitum.11 „Já, svona. Þú ert talsvert meiri en þú sýnist í fljótu bragði,“ sagði Sigurlaug. Svo fór hún að tala um, hvað mikið væri í kún- um. „Hvað svo sem er hægt að gera við þessa fal-

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.