Lögberg-Heimskringla - 30.01.1981, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 30.01.1981, Blaðsíða 1
LOGBERG Stofnað 14. janúar 1888 HEIMSKRINGLA Stofnað 9. scptcmbcr 1886 Lögberg- Heimskringla 95. ÁRGANGUR WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 NÚMBER 3 . ; Stórafmæli á íslandi Nokkrir kunnir útvarpsmenn á hátíðlegri stundu: Sitjandi frá vinstri: Árni Kristjánsson, Andrés Björnsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Standandi: Jón Múli Árnason, Baldur Pálmason, Jónas Jónasson, Guðmundur Jónsson ogjón Þórarinsson. Hér skal getið þriggja stórafmæla sem nýlega var minnst á Islandi. Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Dr. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra íslands varð sjötugur þann 29. desember s.l. Á hann langan og óvenju fjölbreyttan starfsferil að baki. Árið 1940 varð hann prófessor í lögum við Háskóla Islands tæplega þrítugur, en sjö árum áður hafði hann tekið sæti á Alþingi íslendinga sem landskjörinn þingmaður og þá Dr. Gunnar Thoroddsen. aðeins tuttugu og þriggja ára gamall. Árið 1947 var hann kjörinn borgar- stjóri Reykjavíkur og gegndi því starfi í rúm tólf ár. Hann var þingmaður Snæfellinga frá 1942 -1947. Eftir að hann lét af borgar- stjóraembætti hefur hann setið á þingi, verið sendiherra Islands í Kaupmannahöfn, gegnt embætti fjármálaráðherra, verið hæsta- réttardómari og nú að lokum forsætisráðherra. Dr. Gunnar Thoroddsen er kunn- ugur byggðunum í vestri, en þær heimsótti hann eins og margir geyma enn í minni, um miðjan sjötta tug þessarar aldar. íslenska ríkisútvarpið fimmtugt íslenska ríkisútvarpið í Reykjavík varð fimmtugt þann 20. desember síðastliðinn. Naumast þarf orðum að því að eyða að engin stofnun hefur haft dýpri áhrif á íslenskt menn- ingarlíf síðustu áratugi. Útvarpið er fyrst og fremst menningaímiðill íslensku þjóðarinnar og eign hennar. Af þeirri sök hefur auglýs- ingaskrumið sem löngum hefur þjakað aðrar þjóðir ekki borist inn í salarkynni íslenska ríkisútvarpsins, svo að nokkru nemi. Ríkisútvarpið hefur útsendingar tæpar 20 stundir á dag. Árið 1966 hóf það útsendingar sjónvarpsdags- skrár. Núverandi og fyrrverandi forráða- menn Ríkisútvarpsins hafa látið sig líf og sögu íslendinga vestan hafs miklu skipta og oftlega tekið þá hluti til meðferðar. Fyrir um það bil fjörutíu árum flutti Þorsteinn Þ. Þor- steinsson frá Gimli þætti sína um Vestmenn í útvarpið. Dagskrár hafa verið gerðar um Stephan G. Step- hansson, Guttorm J. Guttormsson og íslensku vikublöðin í Winnipeg. Á aldarafmæli samfelldrar Islend- ingabyggðar í Vesturheimi komu hingað heilir herir frá sjónvarpinu og útvarpinu í Reykjavík, og skipaði þá vesturíslenskt efni mikið rúm á báðum stöðvum um langa hríð. Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrum út- varpsstjóri heimsótti Vesturbyggðir fyrir um það bil þrem áratugum og eftirmaður hans Andrés Björnsson núverandi útvarpsstjóri fór víða um Kanada fyrir áratug síðan í boði kanadískra háskóla og Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi. Landspítalinn í Reykjavík fimmtugur Stærsta sjúkrahús íslendinga, Landspítalinn í Reykjavík, er upp á dag jafngamalt Ríkisútvarpinu og minntist afmælis síns með viðeig- andi hætti. í fyrstu voru aðeins 3 deildir við spítalann: röntgendeild, lyf- lækningadeild og handlækn- ingadeild en hluti hennar var einnig ætlaður sængurkonum. Nú eru deildirnar 12 og sjúkrarúmum hefur fjölgað úr 92 í rúmlega 530. Einnig hafa fjölmargar þjónustudeildir tekið til starfa, þ. á m. göngudeildir. Bætt tækni betri lyf og ný viðhorf í lækningum hafa stytt meðal- legutíma sjúklinga þannig að sífellt fleiri geta notið þjónustu Landspítalans. Byggingar á lóð Landspítalans. SSi

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.