Lögberg-Heimskringla - 02.03.1984, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 02.03.1984, Blaðsíða 5
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1984-5 íslenzkan lífseigari en nokkurt annað þjóðbrotamál í Kanada segir Haraldur Bessason prófessor í íslenzku við Manitobaháskóla Haraldur Bessason, prófessor. Haraldur Bessason, prófessor í íslenzku við Manitoba-haskóa, dvelur á Islandi í ársfríi frá störfum í Kanada. Það kom í ljós er blaðamaður Mbl. tók að spyrjast fyrir að hann situr þar ekki auðum höndum í þessu leyfi. Hefur verið að glugga í Eddufræði í sambandi við fyrirlestra sem hann á að flytja á næstunni, huga að vestur- íslenzku, skrifa greinar í ,,Dictionary of Scandinavian Litterature", vinna að ritröð sem háskólaforlagið í Manitoba gefur út undir heitinu University of Manitoba Icelandic Studies, þar sem hann er einn tveggja ritstjóra, en þar hafa komið út bækur um íslenzkar miðaldabókmenntir og sögu á ensku. Ýmislegt fleira sagði Haraldur að sig langaði að glugga í ef tími gefst til, eins og hann orðaði það. En hvert þessara viðfangsefna vakti áframhaldandi forvitni og fleiri spurningar. Haraldur Bessason fór til Kanada 1956 og hefur verið þar prófessor síðan. Við Manitoba-háskóla er sérstakur stóll í íslenzku og er hluti af tungumáladeildinni. Kveðst Haraldur vinna í nánu sambandi við aðrar deildir, aðalega þýzkudeild, stundum enskudeild og jafnveí mannfræðideild. Kennir þar þá grundvallaratriði í málvísindum. Nokkuð margir nemendur hafa verið í íslenzku-deildinni undanfarin 15 ár og heldur fjölgað. I ár eru rúmlega 30 skráðir í deildina. Ekki þó allir í hreinu íslenzkunámi, en taka einhverja þætti úr því. En hvað ætli nemendur í íslenzkum fræðum hyggist fyrir með námi sínu við Manitoba-háskóla? — Það er misjafnt, svarar Haraldur. A þriðja ári kennum við t.d. fornbókmenntir í enskum þýðingum og hegðum okkur að því leyti eins og deild klassískra fræða. Þangað kemur oft fólk sem les Njálssögu og fleiri Islendingasögur. Við reynum að komast yfir sem flestar sögur af ýmsum gerðum. Þessar sögur eru til í enskum þýðingum misgóðum að vísu. Þar hefur orðið geysileg framför á sl. 10 árum. Hefði verið óhugsandi að kenna þetta svona fyrir tveimur áratugum. Bæði vegna skorts á þýðingum og bókum á ensku um íslenzkar bókmenntir. — í annan stað er við Manitoba- háskóla kennd núímaíslenzka, tvö stig. Eg kenni hana ekki sjálfur og hefi ekki gert um skeið, segir Haraldur ennfremur. Sagði þegar ég var fimmtugur að’ ég talaði ekki nútímaíslenzku lengur. Ég hefi tvo unga menn að heiman í þeirri kennslu. Þar eru um 10 nemendur á hvoru námskeiði. Oft er þetta fólk sem eitthvað kann í íslenzku og stundum á leið til íslands. Meirihlutinn er að einhverju leyti af íslenzku bergi brotinn, en þó ekki alltaf. Þá er kvöldskóli, sem er á vegum deildarinnar, en að hluta fjármagnaður annars staðar frá. Þar eru um 70 manns að nema íslenzku. Þrjú ungmenni frá íslandi í námi og við störf í Winnipeg kenna á þessum námskeiðum. I rauninni eru þetta of margir nemendur, en þeim var að fjölga þegar ég fór. — En hvað un íslenzkuna? I hve ríkum mæli er hún enn til á þessum slóðum? — íslenzka er enn lifandi allvíða, - einkanlega úti á landsbyggðinni. Eg tek það sem merki urn lifandi mál ef fólk notar það í síma. Þegar síminn hringir þar sem maður er staddur og svarað er og talað á íslenzku, merkir það að málið sé enn lifandi. I raun er síminn eini mælikvarðinn. Margir töldu að íslenzkan yrði útdauð í Kanada um aldamótin. En hún er þar lífseigari en nokkurt annað þjóðbrotamál. Innflutningur hefur ekki verið frá Islandi til Kanada síðan 1914 og því merkilegt að hún skuli enn vera lifandi, þó ekki sé nema á stöku stað. Þetta mál, sem Vestur- Islendingar tala, er auðvitað nú orðið öðruvísi. Það er blanda af 19. aldar íslenzku, mjög íhaldssamt mál, og svo fjölda af enskum tökuorðum. Ensku orðin taka þá íslenzkum beygingum og eru mörg þeirra orðin ákaflega föst í sessi. Ekki má hrófla við þeim, því mörg þeirra eru miklu eldri en samsvarandi or.ð í íslenzku. — En hvað um orð yfir nýja tækni og nýja hluti? Hvað gera þeir við þau? — Þeir hafa mest tekið enskuna, sem eðilegt er, og lagað orðin dálítið til, svo þau féllu að beygingakerfinu. Ég hefi skrifað nokkrar greinar um þetta í norður-amerísk rit. Það væri fróðlegt að fylgjast með hvernig íslenzkan þróast þarna, því hún fylgir föstum reglum. Málfræðingar eru mjög áhugasamir um þjóðbrotamál, því af þeim er margt hægt að læra um þau Evrópumál sem þau eru hluti af. Þau þróast að vissu leyti svo hratt, en eru á hinn bóginn íhaldssöm. T.d. mundi enginn Vestur-íslendingur segja læknar, þeir segja læknirar eins og á 19. aldar íslensku. Þessu var þröngvað upp á okkur á sínum tíma af málhreinsunarmönnum, sem höfðu fornöldina að fyrirmynd. Raunar er ég ekkert hissa á því að íslenzkan sé lífseig í Kanada, ef það er rétt sem ég heyrði í útvarpsviðtali að í Brazilíu sé hún að einhverju leyti til enn. Þar voru allt aðrar aðstæður. í Kanada var svo mikil tímarita — og blaðaútgáfa á íslenzku. Þetta voru stór blöð um aldamótin og mikið lagt í þau, t.d. flutti ritstjórar að þeim að heiman. Enn er gefið út eitt blað, Lögberg-Heimskringla, og stefnan að það sé að hálfu skrifað á íslenzku og að hálfu á'ensku. Er þó víst orðið að meirihluta áiensku. — Er íslenákán þá alveg á útleið? — Mér er sagt að öll þjóðabrot eigi fyrir sér að hverfa. Jafnvel segja margir að franskan muni hverfa í Kanada og er hún þó lögvernduð. Erfiðast er fyrir önnur þjóðbrotamál, að þau hafa ekki vernd að lögum. Stórvek um Eddu __________á ensku________________ Við snúum talinu að fræðistörfum. Haraldur hefur mikið kennt Eddurnar og flutt um þær fyrirlestra í Kanada og í Bandaríkjunum. Einnig annazt útgáfur. Ritstýrði bók um Sæmundar-Eddu, sem út kom sl. vor. Eitt stærsta verk sem út hefur komið um þau fræði á ensku. Kvaðst hann binda ákaflega miklar vonir við fyrrnefnda rit, sem komin er af stað hjá háskólaútgáfu Manitoba-háskóla og nú einnig við háskólabókaforlagið í Toronto. T.d. er þar komin út Landnámabók, Saga ísl. þjóðveldisins, Grágás að mestu og nú síðast þetta geysistóra verk um Sæmundar-Eddu. Þarna er um að ræða fræðirit, en þó þannig úr garði gerð að leikmenn eiga að geta fundið þar nokkuð sér til ánægju. — Stefna okkar að sigla milli skers og báru með það, og það hefur komið í ljós að mikill áhugi er á Eddu, útskýrir Haraldur. Úr því tókst að koma þessari ritröð af stað, ætti að verða hægt að halda henni áfram. — Ástæðan fyrir því að við höfum bundið okkur við útgáfu á miðaldaritum eða ritum um miðaldirnar er sú að margir háskólar í hinum engilsaxneska heimi kenna þessi fræði og við höfum ekki efni á að vera utan þess hrings, segir Haraldur ennfremur. Ég hefi oft verið spurður að því hvort við höfum engum áhuga á nútímaislenzku. Og vissulega væri áhugavert að gefa út á ensku sem mest af verkum varðandi Island nútíðarinnar, ef við hefðum fé og mannafla. En líklega er einmitt nú rétti tíminn til að gefa út forn verk. Norður-ameríkumenn eru að leita uppruna síns, þreyttir á sínu söguleysi. Þegar Landnáma kom út, þá seldist hún geysilega fljótt og var þó dýr. Og í Manitoba er eini staðurinn í heiminum, þar sem hægt er að sameina akademískan áhuga og áhuga almennings á svona verkum. Svo margir eru að einhverju leyti af íslenzkum ættum. Það var kennslan sem laðaði Harald að Eddurannsóknum í upphafi. — Ég ætlaði aldrei að fara að grufla í Eddunni. En þar sem mér var nauðugur einn kostur að kenna hana, þá varð ég að hafa áhuga á þeim fræðum. Annars verður kennslan steindauð, segir hann. Þannig mótast áhugamál manns af kennslunni. í vetur hefi ég aðallega verið að hugsa um Eddufræðin með sérstöku tilliti til áframhaldandi útgáfu vestra. Okkur langar til að gefa út fleira í tengslum við Edduna, segir hann. Og er þá að tala um Sæmundar-Eddu, þótt hin grípi þarna nokkuð inn í. — Það síðasta sem ég hefi verið að gera og langar til að koma frá mér eru athuganir á Völuspá. Einnig hefi ég verið að athuga hvernig goðsagnir berast og hvernig þær skjóta rótum. Vonast til að geta talað eitthvað um það áður en ég fer, þ.e. ef veður leyfir, bætir Haraldur við og kímir. En fyrirhugað er að hann flytji seinna í vetur tvo fyrirlestra hér, annan hjá Framh. á bls. 7 Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi FORSETI: JOHANN S. SIGURDSON Lundar, Manitoba ICELANDIC NATIONAL LEAGUE Support the League and its Chapters by joining: MEMBERSHIP: Individuals $3.00 Families $5.00 Mail your cheque to your iocal Chapter or Lilja Arnason, 1057 Dominion St., Winnipeg, Man. R3E 2P3

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.