Lögberg-Heimskringla - 09.11.1984, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 09.11.1984, Blaðsíða 5
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984-5 Hringurinn Yngri sveinninn, Eldri sveinninn, Faðirinn, Móðirin. Greniskógur i óbygð; limið er þakið snjó; greinarnar hafa hnigið undan snjóþyngslunum og drúpa; grenstu trén hafa bognað niður. Djúpur snjór er á jörð. Þetta er um nótt, snemma vetrar. Faðirinn grúfir yfir litlum sprekakesti og margreynir að kveilkja á eldspýtum. Eldri sveinninn og yngri sveinninn standa skamt frá honum. YNGRI SVEINNINN: Mér finst skyrtan mín vera að frjósa utan um mig. ELDRI SVEINNINN: Pabbi er að kveikja eld. Þér hlýnar við eldinn. YNGRI SVEINNINN: Kuldinn er bitrastur rétt áður en eldurinn kviknar. Mér er ilt af kulda. ELDRI SVEINNINN: Þér batnar við eldinn. — Við getum þítt fötin okkar og þurkað þau á okkur á meðan við hvil um okkur. Svo getum við farið heim þegar birtir. YNGRI SVEINNINN: Við eigum ekki vist að rata þangað, sem við ætlum. ELDRI SVEINNINN: Það sakar ekki, ef við getum haldið eldinum lifandi. YNGRI SVEINNINN: En við erum bjargarlausir. ELDRI SVEINNINN: Mamma hefir brauð handa okkur, þegar við komun heim. YNGRI SVEINNINN: Já, þegar við komun heim. í hvaða átt er kofinn? ELDRI SVEINNINN: (horfir til beggja handa — bendir til hægri): í þessari átt. YNGRI SVEINNINN: (bendar til vinstri): Mér finst þetta vera suður. ELDRI SVEINNINN: (bendir til hægri): Mér finst þetta vera suður. YNGRI SVEINNINN: Úr hvaða átt komum við? ELDRI SVEINNINN: (bendir til vinstri): Úr þessari átt. YNGRI SVEINNINN: (bendir til hægri): Nei, við komum úr þessari átt. ELDRI SVEINNINN: Við höfum ef til vill gengið í allar áttir hingað. FAÐIRINN: (stendur upp): Nú hefi eg reynt allar eldspýturnar og fleygt þeim. Þær höfðu vöknað eins og við. YNGRI SVEINNINN: Ó! ELDRI SVEINNINN: Við verðum að ganga okkur til hita. FAÐIRINN: Við mundum fara meira afvega. YNGRI SVEINNINN: Við erum hungraðir og uppgefnir. ELDRI SVEINNINN: Ætli að við séum langt frá stignum, sem liggur heim að kofanum? FAÐIRINN: Við erum sjálfsagt ekki mjög langt frá honum. YNGRI SVEINNINN: Mundum við heyra, ef mamma kallaði þaðan? FAÐIRINN: Okkur mundi verða þa, á, að halda að við ekki heyrðum, nema hún væri nær. YNGRI SVEINNINN: Eg vildi að rriamma fyndi okkur. FAÐIRINN: Eg vildi að guð gæfi að hún færi ekki út frá börnunum. Eg vildi að henni hugkvæmdist ekki, að leita að okkur. YNGRI SVEINNINN: Ef hún fyndi okkur, þá mundum við komast heim. FAÐIRINN: Ef hún fyndi okkur, þá (Það styrmir; hvin i skóginum; eitt tréð fellur með brestum og braki; fönn hristist niður af trjánum). ELDRI SVEINNINN: Er þessi skógur á stóru svæði? FAÐIRINN: Eg veit ekki af öðru rjóði en því, sem er í kringum kofann. YNGRI SVEINNINN: Trén geta fallið á okkur og beinbrotið okkur. FAÐIRINN: Það er hægt að vara sig, þau falla undan vindi. YNGRI SVEINNINN: Hvaðan er vindurinn? FAÐIRINN: Hann hefir snúið sér síðan við fórum af stað. ELDRI SVEINNINN: Vindurinn blæs úr öllum áttum. — En ef við reyndum að rekja sporin okkar aftur til baka? YNGRI SVEINNINN: Það er svo langt, langt. Eg er svo þreyttur að eg kæmist ekki til baka. Eg kæmist heim, ef mamma fyndi okkur. FAÐIRINN: Vindurinn hefir hrist fönnina niður af trjánum í sporin okkar, þau eru alstaðar horfin nema hér. Það er eins og við hefðum hvergi verið nema hér. Það er eins og við hefðum orðið til hér. ELDRI SVEINNINN: En ef mamma kæmi, gætum við það er eins og við hefðum orðið til hér. ELDRI SVEINNINN: En ef mamma kæmi, gætum við þá ekki rakið sporin hennar heim? FAÐIRINN: Það fyllast öll spor og hverfa. YNGRI SVEINNINN: Eg heyri eitthvað langt úti í skógi. Það er einhver að leita að okkur. FAÐIRINN: Þú heyrir trén leggjast til hvíldar niður í snjóinn. ELDRI SVEINNINN: Ungu trén falla í storminum. FADIRINN: Það eru stöðugar jarðarfarir í skóginum. (Vindurinn hristir fönn af trjáuum.) ELDRI SVEINNINN: Trén, sem standa, leggja til líkblæjurnar fyrir þau, sem eru fallin. FAÐIRINN: Þðu fúna þar sem þau falla. YNGRI SVEINNINN: Heyrið þi þetta? Það er einhver að blása í lúður langt úti í skógi. Það er einhver að leita að okkur. FAÐIRINN: í hvassviðri hefir skógurinn hljóð allra hljóðfæra. YNGRI SVEINNINN: Heyrið þið ekki glym úti í skógi, glym eins og í dimmum klukkum? ELDRI SVEINNINN: Þð heyrist drungalegt glamur þegar elgsdýrin slá hornunum við trén. YNGRI SVEINNINN: Nei, eg heyri klukknahljóð. FAÐIRINN: Það er oft hringt við jarðarfarir. ELDRI SVEINNINN: Við heyrum tómar villiraddir. Við skulum ekki hlusta. FAÐIRINN: Við heyrum til okkar eigin sálar. YNGRI SVEINNINN: Eg heyri bresti úti í skógi, eins og sprek séu brotin óviljandi. ELDRI SVEINNINN: Það eru ef til vill elgsdýrin að mölva feyskna anga með hornunum. YNGRI SVEINNINN: Það er eitthvað að læðast að okkur gegnum skóginn. FAÐIRINN: Það er frostið, að læðast að okkur í snjónum. YNGRI SVEINNINN: (með hryllingi): Ó, það kom eitthvað mjúkt við mig og stakk mig. ELDRI SVEINNINN: Hann er að dreyma. Við verðum að gera eitthvað til að halda okkur vakandi. FAÐIRINN: Nú mundi eg láta lífið fyrir eina þurra eldspýtu, ef þess væri nokkur kostur að láta líf fyrir líf. ELDRI SVEINNINN: Okkur kólnar meira ef við stöndum kyrrir. Við verðum að ganga okkur til hita. YNGRI SVEINNINN: Eg get ekki gengið, fötin eru frosin við mig. Ó, það er alt af að kólna. FAÐIRINN: Það kvað vera unt að kveikja eld með því að núa saman trjábútum. (Faðirinn og eldri sveinninn sækja trjábúta — tvo fyrir hvern; þeir taka að núa þeim saman. ELDRI SVEINNINN: Það er sökum hlyindanna, sem eru um garð gengin, að við erum að deyja úr kulda. FAÐIRINN: Enginn getur kveikt sér nýtt lif á blautri eldspýtu. (Það hvessir meira; fönn hristist af trjánum; margbreytileg hljóð heyrast í skóginum, eins og væri verið að stilla saman hljóðfæri í ehilu symfóniu-orkestri. YNGRI SVEINNINN: Eg heyri hljóð langt úti í fjarlægð. FAÐIRINN: Trén eru að bera upp kveinstafi sína. Þau eru að kalla til ættingja sem eru í fjarlægð. Þau vilja nálgast hvert annað í dauðanum. ELDRI SVEINNINN: Þau eiga sér djúpar rætur, þar sem þau hafa vaxið upp og orðið stór. FAÐIRINN: Eftir þv- sem trén vaxa og verða stærri, reynir meira á ræturnar. ELDRI SVEINNINN: Þegar ræturnar slitna, færast trén úr stað eða falla. FAÐIRINN: Slitnum rótum veitir ekki hægt að festast í nýjum jarðvegi. (Þeir núa saman trjábútunum og þegja.) YNGRI SVEINNINN: Nú heyrði eg hljóðið aftur. Það var nær. (Þeir hlusta). FAÐIRINN: Ég heyri óminn af hljóðfæraslætti skógarins! (Hljóð heyrist i fjarska.) YNGRI SVEINNINN: Það er mamma. Guði sé lof! FAÐIRINN: Nei, takið þið ekki undir við hana. Ánzið þið henni ekki. Eg vil ekki að hún komi hingað, nema hún sé vilt. YNGRI SVEINNINN: Ó, pabbi! (Hljóðið heyrist). FAÐIRINN: Guð hjálpi okkur öllum! Takið þið ekki undir við hana; munið það. (Hljóðið heyrist — það er örvæntingarfult og borið ofurliði af hávaða skógarins. — Þögn.) YNGRI SVEINNINN: (tekur að gráta): Ó, pabbi, hún er hætt að kalla. ELDRI SVEINNINN: Hún hefir snúið aftur, af því enginn tók undir við hana. Það er ekki víst að hún finni aftur stíginn, sem liggur heim að kofanum. (Hljóðið heyrist. — Það er fjær en áður og mjög ógiögt). Pabbi, nú er ef til vill síðasta tækifærið að taka undir við hana. YNGRI SVEINNINN: Hún er að fjarlægjast okkur. Ó, mamma, hvert ertu að fara? FAÐIRINN: (kallar): Ó-ho! (Þögn). ELDRI SVEINNINN: Nú heyrir hún ekki. YNGRI SVEINNINN: Hún er farin of langt. FAÐIRINN: (kallar hærra en áður): Ó-ho! (Þögn). Guð hjálpi okkur! Hvaðan kom hljóðið? ELDRI SVEINNINN: (bendir til hægri): Úr þessari átt. YNGRI SVEINNINN: (bendir til vinstri); Úr þessari átt. FAÐIRINN: Við skulum allir kalla. (Þeir kalla. — Það lygnir. — Hljóðið heyrist nær). YNGRI SVEINNINN: Elsku mamma. ELDRI SVEINNINN: Eigum við ekki að fara á móti henni? FAÐIRINN: Nei, því við vitum ekki hvaðan húm kemur. (Peir kalla aftur og aftur og bljóðið heyrist nær og nær, unz þeir og móðirin hafa eftir nokkuð langa stund kallað sig saman. Móðirin kemur frá vinstri. YNGRI SVEINNINN: Ó, elsku mamma. MÓÐIRIN: (kyssir hann): Guði sé loí, eg hef fundið ykkur. (Faðirinn og eldri sveinninn faðma hana, en eru daprir í bragði). Ó, hvi eruð þi ekki glaðir eins og sá yngsti? Ó, verið þið glaðir. Ó, hvað eg var heppin. Eg hélt áðan að eg væri að villast. — Eg veit þi eruð óttalega þreyttir. Eg er sjálf orðin þreytt, eg hef kafað snjóinn svo lengi, lengi, lengi. FAÐIRINN: (hikandi): Komstu með eldspýtur? MÓÐIRIN: Ó, nei, nei, — Það var vel lifandi í leirhlóðunum heima. Eg sagði börnunum að eg ætlaði að verða fljót. Þau voru svo góð og róleg — þau vissu að eg ætlaði að sækja ykkur. FAÐIRINN: Þau gráta lengi og verða aíiur róleg. MÓÐIRIN: Ó, ykkur er kalt. ELDRI SVEINNINN: Við ætluðum að kveikja eld, okkur hlýnaði af því. Framh. á bls. 6

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.