Alþýðublaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.01.1961, Blaðsíða 13
ERINDI VILHJALMS Framhald af 4. síðu. Hér er útvarpið eitt ennþá, og nær 50 þúsund hlustendur hafa um 75 þúsund tæki. Það er efalaust að útvarps- efni nær fljótar til fleiri manna en nokkurt annað form. Það er hóflega áætlað að útvarosefni nái eyrum 10 —20 þúsund oe upp í um eða yfir 100 þús. hlustenda sam- tímis. Það er langstærsti söfnuður og fjölmennasta samkoma í þessu landi. Á því eru ýmsir erfiðleik- ar að reka fjölbreytta út- varpsstarfsemi í litlu þjóðfé- lagi. 'Veldur bví mest fámenn ið og takmörkuð fjárráð, sem því fylgia. Stöð okkar er lít- il móts við stórstöðvar millj- óna þjóða, bó að hún sé vel búin. og við verðum að fara sparlega með sumt, sem stærri stöðvar geta rekið ríkulega. En lítil útvarpsstöð verður í mörgum meginatrið- um að vera rekin á sama hátt og stóru stöðvarnar og full- nægja sams konar kröfum um dagskrárgerð og dagskrár- g’-ldi. Útvarpið hér er ríkisút- varp, 0g varla um annað að gera um svo margbreytta starfsemi í svo þröngu þjóð- félagi. Útvarpið hefur um 16Va miUjón kr. í tekjur á ári (1959) og er það allt út- varpsins eigið fé, þv{ að það nýtur engra ouinberra fram- laga eða styrkia. Það hefur þvert á móti með lagabreyt- ingu til bráðabirgða, fyrir nokkrum árum verið svipt álitlegum tekjustofni einnar deildar sinnar, Viðtækjaverzl unarinnar, og misst þannig um 12 milljónir króna á tíma, þegar því var fjárins mikil þörf, en aðrir hafa not- ið góðs af. Allt um það hefur útvargið staðið undir sér sjálft síðustu árin og mun vera eina skemmti- eða fræðslustofnunin í opinberum rekstri, sem ber sig og skilar arði, sem að vísu er varið jafnóðum til þess að reyna að auka og bæta starfsemina. Tekjur útvarpsins koma ekki nema að hálfu leyti frá hlustendum, eða afnotagjöld um þeirra (eða 50,24%). Hitt (49,76%) er aflafé útvarpsins sjálfs af starfsemi, sem það rekur, mest af auglýsingmn. Af gjöldum útvarpsins eru dagskrárgjöldin auðvitað langmest, nær 13 milljón kr. eða 78,4%. Húsaleiga, ljós, hiti og ræsting og ýmis sam- eiginlegur kostnaður allra deild'a innanhúss er 1 millj. 782 þús. eða 10,8%. Kostn- aður við innheimtu og aug- lýsingar, bókhald þeirra og reikninga, er 1 milljón 302 þús., eða 7,9% . Kostnaður við stjóm og ýmsar sameiginieg- ar franikvæmdir fyrir allar deildir og viðskipti við erlend útvörp er 478 þús. kr. eða 2,9%. Sjálft áagskráreínið kostar um 7 millj, 323 þús. ikr., undirbúningur þess og upptaka 710 þús., útsending þess og rekstur aðalstöðvar- innar og 10 endurvarpsstöð- va 4 milljónir 860 þús. kr. Kostnaðarmestu dagskrárlið- irnir eru hljómsveitarleikur og leikrit. Greiðslur fyrir allt útvarpsefni hafa hækkað, og margar mikið, á 30 árum, — eins og eðlilegt er. Eg er vanur að flytja eftir hver áramót nokkuð sundur- liðaða skýrslu um starf og hag útvarpsins, og læt nánari frásagnir bíða þess. Eg vil aðeins í sambandi við 30 ára starfstímann, sem við minnumst í dag, benda á þetta: Hlustendafjöldinn hefur aukizt úr 3880 í lok fyrsta heila starfsársins upp í nær 50 þúsund nú. Útvarpstíminn hefur auk- izt út rúmum 4 klst. eftir fyrsta starfsárið upp { 12 stundir á dag. Dagskrárefnið hefur auk- izt, og fjöldi þátttakenda í dagskránni er orðinn um 3000 á ári. Útvarpið hefur úr sjóðum sínum veitt talsvert fé til verðlauna, eða ýmislegs stuðnings við bókmenntir og tónlist. Útvarpið hefur komið á ýmsum nýjum samböndum við útlönd, einkum í tónlist og fréttaflutningi. Það hefur stundum undanfarin 5—6 ár haft 4—6 menn erlendis ti) efnisöflunar, { 18—20 XöncU um, og útvarpið hefur ýmis bein viðskipti við önnur út- vörp { 25 löndum og hingað hafa komið um 300 erlendir gestir. Þetta hverfur inn í dagskrána jafnóðum eins og það á að gera, en margt af því.mundu þykja merkir við burðir annars staðar og út af fyrir sig, t. d. útvarpið frá New York—Frankfurt á <0 <1 130 MÍNÚTLJM ÞAÐ eru engar fjarstæðu- kenndir draumórar lengur að hægt sé að skreppa í helgar- ferðir til Bandaríkjanna frá meginlandinu. Enn sem komið er, fljúga aðeins herflugvélar hinum megin hljóðmúrsins, en að nokkrum árum liðnum, er það áætlun flugfélagánna að fljúga á milli heimsálfa með margfölduðum hraða hljóðsins, í flugvélum sem taka um 100 íarþega. Sérfræðingar við Lockheed flugvélaverksmiðjurnar telja Framh. á 14. síðu tónlistarhátíðum víðs vegar um Evrópu, leiksögur og sunnudagserindi, svo að eitthvað sé nefnt. Á nokkrum stöðum hafa útvarpsþættir lagt grundvöll nýrra starfa, einnig utan út- varpsins, s. s. í tómstunda- starfi fyrir ungt fólk, eða aðstoðað hefur verið við vís- indaleg störf, svo sem í orða- söfnun íslenzkuþáttanna. Oft hefur útvarpið safnað álitlegu fó til mannúðarmála. Eitt einkenni dagskrár okkar vil ég nefna sérstak- lega, auglýsingarnar. Þær eru nátengdar fréttunum og nauðsynlegar upplýsingar fyrir félagslíf og samgöngur í dreifbýlu landi, en margt eru einnig kaupsýsluauglýs- ingar. Samt erum við ekki auglýsingaútvarp í alþjóðleg um útvarpsskilningi þess orðs, því hér er aldrei seldur útvarpstími eða leigðar dag- skrár til áróðurs. Auglýs- ingastarfsemi útvarpsins er rekin á grundvelli frjálsra viðskipta, án þess að útvarp- ið hafi þar nokkur sérrétt- indi. Þetta auglýsingaform okkar hefur vakið nokkra .'Vhygli erlendna útvarps- stöðva og líklegt að eftir því verði breytt. Eg hef, eins og ég ætlaði, talað við yður um útvarp iþeirra 30 ára, sem liðin eru, en ég hefði feginn líka viljað tala um þau ár, sem fram undan eru: Um nýja sendistöð á Vatns enda eða annars staðar, eftir að við höfum reist sjö nýjar endurvarpsstöðvar á Austur- landi, og til athugunar er ný stöð í Vestmannaeyjum. Um F.M. útvarp, um sjónvarp, sem vafalaust kemur hér, og ég hef þegar rætt við er- lendan sérfræðing um rann- sókn á möguleikunum. Um möguleika nýs stuttbylgju- útvarps með nýrri dagskrá, eða tvískiptingu hennar. Um möguleika nýrrar hagnýting- ar á erlendu útvarpsefni með nýju símiasambandi við út- lönd. Um möguleika nýs fræðsluútvarps eða sjón- varps. þjóðskóla útvarpsins. Um víðtækar upptökur og útgáfur á íslenzkri tónlist, sem hér er nú xmnið að. Um röðun og skrásetningu, sem stendur yfir, á plötu og bandasafni útvarpsins, sem heimildasafni um atburði og raddir og um blaða og bóka- safn { sambandi við það. Um skipulagða efnissöfnun víðs vegar um land á efni, sem hefur þjóðfræðilegt og menn ingarlegt og málsögulegt gildi almennt og fyrir dag- skrána. En þetta bíður betri tíma. Dagskrá útvarpsins á fyrst og fremst að vera dagskrá þess tírna, sem er og kemur —• dagskráin á að vera iðandi að lífi nútímans og óhrædd við vandamál hans og deil- ur. Ríkisútvarp þai-f að vísu að gæta hófs og stillingar og fara rétt með hvaðeina, svo að þvi sé treyst, en sumt af hinu gamla hlutleysistali og af óttanum við umræðumar þarf að endurskoða. Dagskrárstörf { útvarpinu eru eiginlega þess eðlis að þeim er aldrei lokið. Um leið og einni dagski'á lýkur, bíð- ur önnur, og með henni kröf- ur um nýtt efni, eða nýtt form, og útvarpsmaður hef- ur þá einkenrfilegu tilfinn- ingu að eiga verk sín öll á hverfulum öldum, sem hvergi sér stað að orðinu slepptu, nema máske í hug og hjarta einhverra þeirra sem hlustr uðu og námu og yljuðust f svip. „Okkur finnst þér vera heimamaður hér,“ sagði fólkið oft víða um land. Það er gott. Eg vildi geta sent því kveðju á móti. Margir hafa komið og far- ið i útvarpinu í þessi 30 ár, unnið vel að vinsælu efni., Við stöndum nú uppi hér þrfr, sem hér höfum verið ó- slitið svo að segja frá upp- hafi þess, eða rétt á eftir — Þórarinn Guðmundsson, Sig- urður Þórðarson og ég — og tveir tæknimenn, Dagfinnur Sveinbjörnsson og Davíð Árnason, sem unnu að upp- setningu stöðvarinnar vinna hér líka enn. Yngri menn standa hér nú víða vörð á þessum vegamót- um. Og við her í húsinu höf- um átt og eigum marga góða aðstoðarmenn utan húss, víða um land, fréttamenn og aðra og samstarfsmenn á stöðvun- um úti um land. Við sendum þeim öllum kveðjur Og öllum hlustendum. Eg held, að hér í húsinu sé iðja og athöfn, og vilji til góðra verka. Útvarpið er slagæð þess lífs, sem nú er lifað, en fram undan eru ný furðuverk tækninnar og fjölbreytni Og mörg ný verkéfni útvajrps- ins. 1 guðs friði. Alþýðublaðið — 6. janúar 1961 J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.