Alþýðublaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 8
eitthvað við þig.“ Lög- reglumenn þessir þurfa ekki að hafa séð glæpa- manninn nokkru sinni fyrr, þeir þekkja hann að- eins af myndum. Til þess þarf langa og mikla æf- ingu, því að ef lögreglu- manni skjátlast í slíkum efnum, lendir hann í vand ræðum. En svona þjálfun gerir næmn auga kleift að sjá í gegnum dulargervi, í baráttunni gegn glæpa- flokk Dillingers. Dillinger hafði gert Chicago að höfuðbæki- stöðvum glæpaflokksins. Hann fór í felur, en brátt leiddist honum að fara á mis við tvær sínar beztu skemmtanir — dansleiki og bíóferðir. Hann átti offjár og gagnlega vini í borginni. Einn þeirra var lögfræðingur að nafni Pic- ÞAÐ kemur oft fyrir, s.em glæpamenn hylja sig að lögreglumenn hnippa í í. glæpamenn á götum úti En í Bandaríkjunum og spyrja: „Heyrðu góði, fær alríkislögreglan (FBI) mér finnst ég kannast og ríkislögreglan oft miklu erfiðari verkefni við- fangs. Eitt bezta dæmi þess hversu næmt auga er megnugt — er að finna í máli Dillingers, sem kall aður var „Fjandmaður ríkisins nr. l.“ Sveifst einskis Dillinger var ekki sá afburðaglæpamaður, sem hann hefur verið sagður. Hann var hrotti, sem sveifst einskis, en „heil- inn“ í glæpaflokk hans var maður að nafni Ham- ilton. í febrúar árið 1934 óku Dillinger og Hamilton frá Florida til Chicago Hei- ghts og rændu banka. í bardaga, sem af þessu hófst var Hamilton skotinn sjö sinnum, og þó honum tæk- ist að komast undan, lézt hann af völdum sáranna. Kona nokkur sveik Dill- inger fyrir fimm þúsund dollara. Það leið ekki á löngu þar til honum tókst að strjúka úr gæzluvarð- haldinu, sem hann hafði verið settur í í smábæ nokkrum í Indíana. Flýði hann á bíl Iögreglustjór- ans. Hann átti mörg morð og aðra hryllilega glæpi að baki, en það var þessi smáglæpur, sem gerði út um örlög hans. í hinni löngu baráttu gegn glæpaflokk Dilling- ers hafði FBI aðeins getað leikið „aukahlutverk“ með því að hjálpa hinum ýmsu ríkislögregluflokkum með upplýsingum og ráðlegg- ingum. En með því að aka á stolnum bíl yfir landa- merki ríkjanna Indiana og Illinois, gerðist hann brot legur við alríkislögin og þar með gat alríkislög- reglan, FBI, hafizt handa . fyrir alvöru og tekið þátt HHWMMHMMMMWWHV quett, sem eitt sinn hafði verið borgarsaksóknari. Picquett hafði verið verjandi Dillingers og hans hyskis í fyrri málaferlun- um. Hann átti í engum vandræðum með að finna skurðlækni sem féllst á að gera aðgerð á andliti Dill- ingers og fingrum hans — þannig að bæði fingraför hans og andlit yrði ó- þekkjanleg. Sóðalegur felustaður Aðgerðin var fram- kvæmd í sóðalegum felu- stað glæpaflokksins. Vél- byssur og marghleypur lágu eins og hráviði á gólfinu. Aðstoðarmaður læknisins lét Diilinger fá Dillinger of stóran skammt af deyfi lyfjum, svo að hann hætti að anda um stund. En rneð öndunartækjum náði Dill- inger andanum og batnaði honum von bráðar. Þetta kostaði 3000 dollara, en hann var ekki ánægður með aðgerðina svo að gera varð aðra. Dillinger og aðstoðar- maður hans, Homer van Meter létu tæta burt skinnið af fingrunum. En þessi tilraun þeirra til að villa fingrafarasérfræðing um sýn mistókst eins og allar aðrar, er gerðar hafa verið. í Ijós kom, að Dill- inger dauðum og van Me- ter skotnum til bana, að nýja skinnið, sem vaxið hafði í stað hins gamla var með sömu hrufum og för- um. En önnur andlitsaðgerð- in, sem Dillinger lét gera breytti útliti hans til muna. Náð var burtu öri á kinn hans, þrem fæðingarblett- um og nefinu var breytt. Þetta gerðist sumarið 1934 og nú fannst honum að það hlyti að vera í lagi að hann gengi út í góða veðrið. En á meðan þessu fór fram, sátu þrír valdir menn, Samuel Cowleys eftirlitsmanns, á rökstólum í leyniherbergi í dóms- málaráðuneytinu. Allir voru þeir skyttur góðar og sérfræðingar í að muna andlitseinkenni manna. — Þeim voru réttar níu mynd ir af Dillinger, sem sýndu höfuðlag hans og andlit frá níu sjónarhólum. Að svo búnu héldu þeir með Melton nokkrum Purvis í fararbroddi til Chicago, — þar eð Cowley eftirlits- maður þóttist þess fullviss að þar leyndist Dillinger. Aðrir útsendarar FBI héngu á undirheima knæp um Chicago með augu og eyrun opin fyrir ógætilegu tali, sem komið gæti þeim á slóðina að híbýli Dill- ingers. Hvað eftir annað héldu þeir, að þeir hefðu fengið nytsamar upplýs- ingar, en svo reyndist þó ekki vera. Loks kvöld nokkurt í júlí hvíslaði uppljóstrar- maður því að einum út- sendaranum að bófaflokk- urinn hefði haldið í ákveð- ið kvikmyndahús. Þeir hröðuðu sér þangað á stundinni. Þeir voru í eng um vafa um hvað gera átti. Diilinger var stórhættuleg ur glæpamaður. Ef hann gæfist ekki upp með góðu, átti að skjóta hann án nokkurra umsvifa, Fyrrnefndur Melton Pur vis stóð við innganginn. Maður nokkur gekk út. — Purvis sá aðeins aftan á hann. En hann gaf merk- ið — fjandmanni ríkisins var rutt úr vegi. Þegar Purvis var spurð- ur að því, hvernig í ó- sköpunum hann hefði get- að borið kennsl á mann, sem hann hefði aldrei séð áður, sagði hann, að á myndum af Dillinger mætti sjá, að hnakkinn á honum gengi beint niður. Þetta var líkamsein- kenni, sem ekki var hægt að hagga, og Purvis hafði rannsakað það svo lengi, að það gat ekki farið fram hjá honum. ' . ■ IHIlSi |Élff§É ImmÍ 1 Ílili? ■ ■ píhMpm W&MMpi&zM * P' I v'. ■ Vivien leikur Leight aftur Vivien Leigh leikur í kvikniynd á ný eítir 6 ára hlé. Myndin, sem hún á að leika í heitir ,Frú Stones v|ar í Róm.‘ sem gerð er efíir leikriti T ennessee Williams. Leikur Vivien þar konu, sem veit sem er, að húo. er ekki lengur ung og ekki heldur vin- sæl leikkona. Leggur hún leiklistina alger- lega á hilluna og á- ltveður að ferðast kringum hnöttinn meði manni sínum, sem er milljónamær- ingur. En þegar Rómar kemur, d( liann skyndilega Vivien hittir ung ítala. Gengur me öll myndin út á } hvernig hún rey að upplifa sín horí æskuár með hin unga og laglega ala, sem Wan Beatty leikur. MMMMMUUUUUUtWMHMMMVMMiHVHHV g 26. jan. 1961 — Alþýðublaðið-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.