Alþýðublaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 14
Samstaða Afríku Framhald aí 7. síðu. 1 fyrsta lagi. Ég lief þegar stungið upp á alþjóðlegri rannsókn á aðstæðunum í sam 'bandi við morðið á hr. Lum- umba og félögum hans. Er nokkur önnur leið til að skera úr um ábyrgðina? Er nokkur önnur leið til að grundvalla f rekari aðgerðir? Segja má, að slíkt sé á yztu brún þess, sem Öryggisráðið ákvarðar, en ráð ið getur bent á a. m. k. eitt veigimikið fordæmi, sem sett var af allsherjarþinginu. í öðru lagi. Fyrirmæli hafa J>egar verið send liðinu um að vernda óbreytta borgara fyr- ir árásum hejfflokkav undir iivaða stjórn, sem þeir starfa. Aftur má segja, að þetta sé á yztu brún umboðs Sameinuðu þjóðanna, en ég sagði þegar í september, að telja bæri þetta eðlilegan hluta skyldustarfa samtakanna og mér var ekki mótmælt. í þriðja lagi. Fyrirmæli hafa þegar verið gefin urn, að ef hætta er á átökum milli vopn- aðra flokka skuli SÞ neyta allra ráða, nema valdbeiting- ar, til að koma í veg fyrir slík átök með samningum, með myndun hlutlausra svæða, með vopnahlés-samningum og svipuðum ráðstöfunum. Samn ingaviðræður í þessu augna- miði mega fara fram á grund- velli þess herliðs, sem SÞ ráða- fyrir. Möguleikinn á, að vel íakist er því meiri sem liðið er sterkara. Veikara lið vegna heimköllunar getur gert tilraunirnar gagnslausar. Ég hef einnig þegar sagtr að ef tkemur til átaka milli vopn- aðra herflokka, geta Samein- uðu þjóðirnar ekki levft, að þær verði þriðji aðilinn í slík- um átökum. En beiting valds til stuðnings vopnahlés-fyrir- komulagi skyldi þó ekki úti- lokuð. í fjórða lagi. Ég stakk up á því 1. febrúar, að SÞ tækju upp að nýju grundvallar- •-.jónarmið sitt varðandi kong- óska herinn og gerðu viðeig- andi ráðstafanir til að hann yrði endurskipulagður til eðli legrar þjónustu ríkisstjórnar- innar, og drægju þannig hina ýmsu flokka hans út úr þátt- töku sinni í hinum pólitísku deilum. í fimmta og síðasta lagi. — (Þegar hinn 8. október á síð- asta ári sneri ég mér til belg- ísku stjórnarinnar og hr. Tshombe og benti á nauðsyn þess að uppræta belgíslc af- skipti af stjórnmálum í Kon- gó, svo sem sjá má af skýrsl- um, sem dreift hefur verið í Öryggisráðinu. Ég. minnist þess ekki að hafa fengið neinn stuðning frá neinu aðildarríki eða frá neinni stofnun SÞ við þessá afstöðu. Ég er enn sömu skoðunar, sem ég hef verið að reyna að fá viðurkenningu fyr ir alla þessa Iöngu mánuði, en, því miður, árangurslaust. — £4 18. febr. 1961 — Alþýðublaðið Þetta er enn eins bráð nauð- syn, eins og það var snemma í haust. Má ég nú vænta þess, að hún hljóti siðferðilegan stuðning þess ráðs? Það, sem ég hef minnt á, eru fimm atriði, sem ég hef þannig tekið afstöðu til og sem ég vildi fá samþykki fyr- ir, en það hefur aðeins feng- izt að nokkru leyti hingað til. Ef þau eru skoðuð í heild, eru þau ekki „áætlun“, en þau eru að mínu áliti öll saman grund vallaratriði í Kongóstefnunni. Ég gæti samt gengið lengra. Peningar eru eins mikilvægir og menn. Vopn eru nauðsyn- leg fyrir allar hernaðaraðgerð ir. Það má draga það í efa, hvort Sameinuðu þjóðirnar hafi rétt til að rannsaka járn- brautalestir og flugvélar, sem koma til Kongó, í þeim til- gangi að ganga úr skugga um að engin vopn berist. Álit lög- fræðinga, sem ég hef leitað til, bendir til, að við höfum ef til vill engan slíkan rétt til leitar. Er þá nokkur furða á því við slíkar aðstæður, að við höfum ekki til þessa get- að stemmt stigu við innflutn- ingi vopna, þegar aðildarríkin utan Kongó hafa ekki hikað við að senda vopn til Kongó? En þar að auki. Tilfærsla fjár og höfuðstóls er örugg- lega fyrir utan eftirliti Sam- einuðu þjóðanna. Að svo miklu leyti, sem slíkar til- færslur eru ekki gerðar í augnamiði efnahagslegrar þró unar eða í mannúðlegum til- gangi, þá eru þær vissulega ekki æskilegar, eins og ástand ið er nú. Hvaða völd, ef nokk- ur, er ráðið reiðubúið til að veita fulltrúum sínum á þessu sviði? Þá er ennfremur stjórnar- skráratriðið. Þegar í haust benti ég á hina miklu nauð- syn þess að kalla þingið sam- an sem grundvöll undir end- urskipulagningu stjórnmála- lífs þjóðarinnar. Þetta viðhorf naut mikils stuðnings, en hvað geta samtökin gert í þessu tilliti, úr því að þau hafa augljósl. ekki til þessa áskil- ið sér rétt að kalla þingið sam- an? Ég er sannfærður um, að sáttanefndin, með sínum níu fulltrúum frá Afríku, hefur beint einlægustu störfum sín- um í þá átt, sem bent er á. Úr því að þeim hefur ekki tek- izt með fortölum, er ráðið þá reiðubúið til að ganga framhjá rétti lýðveldisins Kongó og fyrirskipa, að þingið skuli koma saman, í þágu friðar og öryggis? Þau fimm atriði, sem ég hef, eins og áður er getið, hrundið í framkvæmd, eru þess háttar, að ekki er þörf neins nýs laga- legs umboðs, en það er hins vegar ábyggilega þörf fyrir siðferðilegan og pólitískan stuðning. Þau þrjú atriði, sem síðast er minnzt á, eru erfið viðfangs. Það eru atriði, sem þetta ráð og aðeins þetta ráð getur ákveðið, hvað það telur sér heimilt að gera og hvað það vill gera. Framkvæmda- stjórinn getur ekkert gert, — nema fyrir liggi skýr ákvörð- un ráðsins. í þessu tilfelli er a. m .k. engin spurning um það, á hverjum ábyrgðin hvíl- ir. Að því er við kemur vopna- innflutningi, að því er við kemur tilfærslu fjár, að því er við kemur að knýja fram aðgerðir samkvæmt stjórn- arskránni, verður Öryggisráð- ið að ákveða tilganginn og á- kvarða meðalið verandi sér fyllilega meðvitandi um skyld ur sínar við að halda uppi friði og öryggi, en einnig um þá skyldu sína að virða full- veldi aðildarríkis. Það getur ekki skotið sér undan skyld- um sínum með því að ætlast til af framkvæmdastjórninni aðgerða, sem það er sjálft ekki reiðubúið til að taka ákvarð- anir um. Ef nú Öryggisráðið stað- festi að nýju eða skilgreindi að nýju, og jafnvel útvíkkaði, umboðið fyrir aðgerðum SÞ, þá er ég viss um, að meðlimir mundu skilja, að ekkert hefur áunnizt, eða, það sem verra er, að ráðið hefði afvegaleitt al- menningsálitið í heiminum — nema því aðeins að það sjái jafnfrpmit fyrir ráþum til þess að ná yfirlýstu mark- miði aðgerða SÞ. Ef þau ráð halda áfram að vera ófullnægj andi, munum við sjá fram á framlengingu ástands, sem SÞ hafa þjáðst af of lengi; gífur- leg ósamstæða milli takmarka, sem hafa hlotið almennan stuðning, og ráða, sem eru svo ófullnægjandi að ókleift er að ná þeim takmörkum. Við höf- um séð, og við mundum sjá aft ur, að slík ósamstæða mun verða notuð sem grundvöllur til árása á samtökin og þjpna þeirra, árása, sem ekki þjóna 'hagsmunum Kongó né hags- munum samtakanna11. laugardagur SLFSAV AKUSTOF am erop- in allan sólarhringinn. — Læknavörðnr fyrir vitjanir or á sama sta» ki. 18—8 ÍÞRÓTT1R Framhald af 10. síðu. \ víkurfélögunum taka þátt í mót inu. Mótstjóri verður Gísli Krist- jánsson og brautarstjóri Bjarni Einarsson. Skíðadeild ÍR sér um mótið, sem hefst á laugar- daginn kl. 4 e. h. með keppni í kvennafiokki, ennfremur keppa á laugardag drengja- flokkur og C-flokkur. Keppni í A og B-flokki hefst á sunnudag kl. 1.30. Ferðir frá BSR verða á laug- ardag kl. 2 e. h. og á sunnudag kl. 9,30 f. h. Keppendur í kvenna- drcngja og C-flokki munið að mæta til keppni kl. 4 á laugardag. Keppendur í A og B flokki mætið til keppni kl. 1,30 á sunnudag. Lesið Alþýðublaðið Áskriffasíminn er 14900 Skipaútgerð ríkisins. Hekla er í R- vík. Esja fór frá Rvík kl. 22 í gær kvöldi austur um land í hringferð. Herjólfur fer frá Hornafirði í dag til Vestmannaeyja og Rvíkur. Þyrill er á Akranesi. Skjald- breið fer frá Rvík á hádegi í dag vestur um land til Ak- ureyrar. Herðubreið er á Aust fjörðum á norðurleið. Hafskip: Laxá fór í gær frá Siglu- firði áleiðis til Rvíkur. MESSUR Dómkirkjan: Messa kl. 11. Sr. Árelíus Níelsson. Messa kl. 5 Sr. Óskar J. Þorláksson. Barnasamkoma £ Tjarnar- bíó 'kl 11. Sr. Óskar J. Þor- láksson. Kópavogssókn: Messa kl. 2 í Kópavogsskóla. Séra Sigurð ur Pálsson messar Barna- samkoma :kl. 10,30 í Félags- heimilinu. Séra Gunnar Árnason. FHkirkjan: Messa kl. 2. Sr. Þorsteinn Björnsson Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 f. h. Ólafur Ólafsson boði prédikar. Laugarneskirkja: Messa kl. 2. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Garðar Svavarsson. Kálfatjörn: Messa kl. 2 Við þessa guðsþjónustu er sér- staklega vænzt þátttöku barna, sem eiga að ferm- ast í Kálfatjarnarkirkju í vor og vorið 1962, foreldra þeirra og vandamanna. Sr. Garðar Þorsteinsson. Háteigsprestakall: Barnasam- koma í hátíðarsal Sjómanna skólans kl, 10,30. Messa kl. 2. Sr. Jón Þorvarðarson. Neskirkja: Barnamessa kl. 10.30. Messa kl. 2. Sr. Jón Thorarensen. Frjkirkjan í Hafnarfirði: Messa kl. 2. Sr. Kristinn Stefánsson. Barnasamkoma í Guðspekifé- lagshúsinu kl. 2 á morgun, sunnudag. Sögð verður saga, sungið, farið í leiki og sýnd kvikmynd. Öll börn velkom in. Aðventkirkjan, Reykjavík. — Svein B. Johansen talar um efnið: Kristur — Sonur Guðs eða einungis maður. Ein- söngur, tvísöngur, kórsöng- ur, Jón Jónsson og Anna Johansen. Flugfelag íslands h.f. Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Oslóar, Kaupm, hafnar og Ham- borgar kl. 08.30 í dag. Væntan- leg aftur til R- víkur kl 15.50 á morgun. Inn- anlandsflug ; í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Húsavikur, ísafjarðar, Sauðárkróks og Vestm.eyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestm.eyja, lHÍPM Loftleiðir, h.f. Leifur Eiríksson er vænt- anlegur í dag frá Helsingfors Kaum.höfn og Oslö kl 21.30, Fer til New York kl. 23.00. Leiðrétting: í grein Ragnheiðar í blað- inu í gær misritaðist nafn Eymundar bónda í Bæ. Stóð þar að hann héti Guðmund- ur. Þar af leiðandi misritað- ist nafn Önnu Eyvindsdótt- ur. Tjarnarlundur, Keflavík. — Svein B. Johansen talar um efnið: Kristur — Sonur Guðs eða einungis maður, Söngur — tpnlist. Konur í kirkjufélögum í R- kristniboði prédikar. Dómkirkjuna kl. 5 á morg- un. Félag Frímerkjasafnara: Her bergi félagsins að Amt- mannsstíg 2, II hæð, er op- ið félagsmönnum mánudaga og miðvikudaga kl. 20—22 og laugardaga kl. 16—18. Upplýsingar og tilsögn um frímerki og frímerkjasöfn- un veittar almenningi ókeyp is miðvikudaga kl. 20—22. Laugardagur 18. febrúar. 12.50 Óskalög sjúklinga. 14.30 Laugardagslög in. 15.20 Skák- þáttur. 16.05 Bridgeþáttur 1630 Dans- kennsla. 17.00 Lög unga fólks- ins. 18.00 Út- varpssaga barn anna. 18.30 Tóm stundaþáttur barna og ung- linga. 20.00 Tónleikar: Lög úr söngleiknum „Rose Mar- ie“ eftir Friml-Stothart. 20.25 Leikrit: Fyrirvinnan eftir W. Somerset Maugham í þýðingu Ragnars E. Kvaran. Leikstj. Ævar R. Kvaran. 22.20 Góu- dans útvarpsins; þ, á. m. leik ur hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar. Söngkona Hulda Emilsdóttir. 02.00 Dag skrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.