Alþýðublaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 2
 liitstjórar: Gisli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ctjórnar: Indriöi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Gímar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aösetur: Alþýðu- liúsiö. — Prentsmiöja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald tr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. _ Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. HVER VILL ÓPÍUM? RÍKISSTJÓRNIN reynir að halda aftur af kröfu pólitík ihinna ýmsu stétta, enda augljós eftirleik- urinn, ef ekki er veitt viðnám. Væri til dæmis geng ið að kröfum lækna í Reykjavík, mundi ógerning ur að standa gegn 100% kauphækkun fyrir verk fræðinga, vísinda- og fræðimenn, prófessora og aðra menntamenn. Hver mundi, þegar svo væri komið, vilja standa gegn nýjum kröfum láglauna otéttanna, og hvar mundi þessi leikur enda? Ekki virðist stjómarandstaðan hafa miklar á íiyggjur af þjóðarhag frekar en fyrri daginn. Tím ínn og Þjóðviljinn taka undir hin'ar háu kröfur : ækna og verkfræðinga, heimta hækkað kaup fyrir allar aðrar stéttir og hærra afurðaverð fyrir bænd ar. Svo hneykslast þessi blöð á.því, að það skuli '/erða verðhækkanir í landinu! í 'Tíminn sýnir lesendum sínum þá fyrirlitningu, að bjóða þeim upp á grein, þar sem allt þetta er . ;gert í senn: Ríkisstjórnin skömmuð fyrir að ganga ekki að kröfum lækna og verkfræðinga; ríkisstjórn in ávítuð fyrir „skilningsleysi á kjörum láglauna ó'lks ; viðréisninni kennt um, að sjúkratrygginga iserfið er að hrynja saman; kvartað undan of lágu ifurðaverði bænda og þetta kórónað með þeirri ; ullyrðingu, að öll þessi vandræði muni leysast, -ef aöeins Framsóknarmenn fengju ráðherra stóla! I Hvað mundi gerast, ef Framsókn kæmist skyndi j i ega til valda? Samkvæmt skrifum Tímans má ætla, að læknar fengju 100% hækkunina og sjúkra : oamiögum yrði bjargað með stórfelldri hækkun aj ukrasamlagsgj alda. Verkfræðingar fengju sínum kröfum framfylgt, 15—20 000 kr. á mánuði, og þar sem sýndur mundi „skilninguir á kjörum láglauna t íólks“ hlytu aðrar stéttir að fylgja í kjölfarið með allt að 100% hækkun. Landbúnaðarvörur mundu stórhækka — en auðvitað yrðu engar hækkanir á framfærslukostnaði almennings. Það var aðeins . I.ijá viðreisninni! ' Kommúnistar eru næstum því eins magnaðir og Framsóknarmenn um þessar mundir. Þeir hneyksl i ast á sömu síðunni á því, 'að stjórnin skuli ekki ganga að kröfu lækna, og hinu, að vísitala skuli i'íiækka. Svo skamma þeir Alþýðublaðið fyrir að ; vilja halda uppi lúxuslífi í landinu, en sjálfum þyk :tr þeim 80 000 krónur alltof' lí'till bílakostnaður á'yrir lækna. Stjórnarandstaðan er sem ®é búin að finna hina Jullkomnu stefnu: Hún er með alit að 100% kaup ilhækkun fyrir alla, en á móti öllum hækkunum á vörum og þjónustu. Skyldi íslenzk alþýða sjúga í sig slíkt ópíum? Nýkomid Amerískar kvenmoccasiur svartar og brúnar Póstsendum um allt land SKOSALAN LAUGAVEGI 1 CETEBE CETEBE Pólsk viðskipti Verðlækkun Verðlækkun CETEBE, Lódz býður: BÓMULLARMETRAVÖRUR, HÖRMETRAVÖRUR og RAYONMETRAVÖRUR á lækkuðu verði. Afgreiðslutími 2 til 3 mánuðir. — Fjölbreytt og fallegt sýnishornasafn. Islenzk-erlenda verzlunarfélagið h.f. Tjarnargötu 18 — Símar 15333 og 19698. fHANNES Á HORNINU Almenningur hrökk upp við vondan draum. ☆ Rauk upp með andfæl um og kallaði á hjálp. Deila læknanna og sam lögin. ALLT í EINU fannst fólki aff þaff ættj að svifta þaff dýrmætu öryggj. Affur hafði það haft það á m'lli tannanna, að iðgjöld tii sjúkrasamlagsins væru alveg að dr.epa það — og ótrúlega marg rr höfðu það á vörunum, að það fengi bókstaflcga ekkert fyrir sína peninga. Jafnvel mér, sem hefði þá átt að hafa augun opin fyrir þessu, komu hin snöggu umskipti mjög á óvart — skemmtiiega á óvart. MAÐUR HEYRÐI þennan, tón úr öllum áttum áður en stofnað var til alþýðutrygginga. Það varð bókstaflega að neyða mik inn fjölda manna inn í sjúkra samlagið. Ég gleymi aldrei fá tæka verkamanninum í kjallara holunni á Lindargötu, sem leit mig haturfullu augnaráði og hvæsti að mér. „Ykkur skal ekki takast að neyða mig inn í netnar svokallaðar tryggingar. Ekki dettur mér í hug að borga í sjúkrasamlag. Þið getið haft það fyrir ykkur, en ekki mig“. NOKKRUM MÁNUÐUM seinna komu upp mikil veikindi á heimil; hans — og hann stóð uppi allslaus og hjálparvana. Ég viidi ekki minna hann á um mæli hans, því að það gat virst svo sem ég væri að hefnast á honum, en ég sá á augnaráði hans, að þá fyrst skildist honum hvað það var sem hann hafði afflhtt og rógborið, hversu skammsýnn hann hafði verið — og honum sveið það. Það var sár sauki í augnaráðinu. ÞANNIG VAR ÞETTA í upp hafi og þannig hefur þetta ver ið þó að mjög hafi hjaðnað. Með an menn eru heilbrigir og þurfa ekki á hjálp a halda nöldra þeir og hvæsa, en þegar þeir f'.nna hvað tryggingarnar eru þeim, þá þegja þeir. Þetta er dýrkeypt reynsla, en ef til vill nauðsynleg fyrir málefnið, fyrir fólkið svó að það skjlji innsta kjarna ura bótabaráttunnar. NÚ ÁTTI a leggja sjúkra 1 tryggingarnar í rúst, svifta, fólkið örygginu, sem trygging arnar veita. Hver stendur höll um fæti við afnám trygging anna? Ekki burgeisinn, sem alltaf getur borgað og upp skurður eða önnur dýr læknig hjálp setur ekki á vonarvöl. Hel-dur láglaunamaðurinn, sem býður þess kannski ekki bæt ur fjársagslega svo árum skipt ir ef hann verður fyrir því aðl leggjast í sjúkrahús og þurfa mjög á læknishjálp að halda. MEÐAN A DEILUNNI við læknanna stóð, hringdi sími látlaust og fólk sagði: „Á nú að eyðileggja tryg-gingarnar S einni svpan? Ætlið þð að láta trygginrarnar lausar? Eruð þi8 ekki meiri menn en þetta? Erm þetta úrslitin í allri ykkar ban áttu? Látið þið allt laust í einui Framhald á 13. síðu. 2 ,3. okt. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.