Alþýðublaðið - 11.05.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.05.1962, Blaðsíða 15
0 l> l> Rósir. Frá þeirri stundu hafði líf hans ekkert verið annað en rósir. Rósir, rósir alla tíð. 3. kafli. FRAMHALDSNÁM. „Svo að þér viljið vinna í So- vétríkjunum, herra Grant?“ Hálftími var liðinn og MGB ofurstinn var orðinn leiður á samtalinu. Hann áleit, að hann hefði þegar haft upp úr þessum lieldur ógeðslega brezka her- manni öll þau hernaðaratriði, sem nokkurn áhuga gæti vakið. Nokkur kurteisiega orð til að greiða manninum fyrir hin fjöl mörgu leyndarmál, sem komið liöfðu upp úr töskunum, og síð an gæti hann fai-ið í fangaklef' ana og síðan yrði hann, þegar þar að kæmi, fluttur til Vorkuta eða einhverra annarra fanga- búða. „Já, ég vil vinna fyrir ykk- ur“. „Og hvaða verk gætuð þér unnið, herra Grant? Við höfum nóg af ófaglærðum verkamönn- um. Við þöfnumst ekki vörubíl- stjóra, og“, dauft bros færðis yf ir andlit liðsforingjans, „ef þarf að boxa, þá höfum við nóg af mönnum, sem stunda hnefaleika. Tvo hugsanlega olympíumeist- ara þar að auki“. „Ég er sér^ræðingur í að drepa fólk. Geri það mjög vel. Mér þykir gaman að því“. Ofurstinn sá rauða eldinn, sem augnablik logaði bak við fölblá i) FRÁ SOVÉT augun undir Ijósum augnahárun um. Hann hugsaði, maðurinn meinar þetta. Hann er brjálað- ur auk þess að vera ógeðfelldur. Hann horfði kuldalega á Grant og velti því fyrir sér, hvort að það væri þess virði að eyða mat á hann í Vorkuta. Sennilega betra að láta skjóta hann. Eða fleygja honurn aftur yfir á brezka svæðið og láta hans eig- in menn fást við liann. „Þér trúið mér ekki“, sagði Grant óþolinmóður. Þetta var ekki réttur maður, vitlaus deild. „Hver sér um útrýmingarstörf- in fyrir ykkur hérna?“ Hann var viss um, að Rússar hefðu ein- hvers konar morðadeild. AUir sögðu það. „Leyfið mér að tala við þá. Ég skal drepa einhvern fyrir þá. Hvern sem er. Núna strax“. Ofurstinn horfði fýlulega á h'ann. Ef til vill var bezt, að hann gæfi skýrslu um þetta. „Bíðið hér“. Hann stóð á fæt- ur og fór út úr herberginu, skildi dyrnar eftir opnar. Varðmaður' kom og tók sér stöðu í dyragætt inni og horfði á bak Grants, með höndina á byssu sinni. Ofurstinn fór inn í næsta her bergi. Það var autt. Það voru þrír símar á skrifborðinu. Hann tók upp heyrnartólið á beinu lín unni til MGB í Moskva. Þegar svarað var, sagði hann, „SMERSH”. Þegar SMERSH , svaraði, bað hann um yfirmann aðgerða. Tíu mínútum síðar lagði hann heyrnartólið á aftur. Hvílík heppni; Einföld lausn. Hvernig sem hún færi færi hún vel. Ef Englendingnum tækist þetta, væri það ágætt. Ef honum mis- tækist, mundi það samt valda vandræðum á vestursvæðinu — vandræðum fyrir Breta, af því að Grant var þeirra maður, vand ræði fyrir Þjóðverja, því að til raunin mundi skelfa marga njósnara, vandræði fyrir Banda rikjamenn, af því að þeir lögðu fram mest af peningunum til Baumgarten hringsins og mundu nú telja, að öryggisráðstafanir Baumgartens væru einskis virði. Ánægður með sig gekk of urstinn aftur inn í skrifstofu sína og settist aftur á móti Grant. „Meinið þér það, sem þér seg ið?“ „Auðvitað geri ég það“. „Hafið þér gott minni?“ „Já“. ,,Á brezka svæðinu er Þjóð- verji, sem heitir Dr. Baumgart en. Hann býr í íbúð nr. 5 í Kurfiirstendam 22. Vitið þér hvar það er?“ „Já“. í kvöld verðið þér settur, á- samt mótorhjólinu yðar, aftur yf ir á brezka svæðið. Númerinu á hjólinu verður breytt. Félagar yðar verða á hnotskóg eftir yð- ur. Þér eigið að fara með um- slag til Dr. Baumgarten. Það verður merkt þannig, að það skuli afhent persónulega. í ein kennisbúnjngi yðar og með þetta Merkjasala SVFÍ í dag Jl, í D A G, lokadag, er ”hinn árlegi merkjasöludag ur Slysavarnafélags íslands Ágóði af merkjasölunni rcnn ur til öflunar nýrra biörgun- artækja, enda leggur SVFÍ áherzlu á að fylgjast vel með á því sviði. í tiiefni dagsins birtum við þessa mynd af björgun- arbátnum Gísla J. Joiinsen þar sem hann hangir í davíð- unum á hnsi SVFÍ við Grandagarð. Auk þess sem menn geta st.vrkt starfsemi SVFÍ mcð því að kaupa merki í dag, þarf aðeins að hringja í síma 1 48 97 til að gerast félagi, umslag lendið þér ekki í neinum erfiðleikum. Þér segið, að skila boðin séu svo mikið einkamál að þér verðið að hitta Dr. Baum garten einan. Svo drepið þér hann.“ Ofurstinn þagnaði. Hann lyfti brúnum. „Já?“ ,,Já“, sagði Grant. „Og ef ég geri þetta, ætlið þið þá að lóta mig fá rneira af slíkum verk-. um?“ „Það er hugsanlegt", sagði of urstinn kæruleysislega. „Fyrst verðið þér að sýna, hvað þér getið. Þegar þér hafið lolcið verkinu og eruð kominn aftur yfir á sovétsvæðið, megið þér spyrja um Boris ofursta. Hann hringdi bjöllu, og óeinkennis- klæddur maður kom inn. Ofurst inn bandaði hendinni til hans. „Þessi maður mun gefa yður að borða. Síðar mun hann fá yður umslagið og beittan hníf af ame rískri gerð. Það er prýðilegt vopn. Gangi yður vel“. Ofursteinn teygði út hendina og tók rós úr skálinni og þef- aði djúpt af henni. Gránt stóð á fætur. „Þakka yð ur fyrir“, sagði hann hlýlega. Ofurstinn svaraði ekki né leit upp frá rósinni. Grant gekk út á eftir óeinkenniskældda mann inum. Flugvélin þaut yfir miðhluta Rússlands. Stálbræðsluofnarnir í Stalino og silfurlit áin Dniep- er lágu langt að baki. Ljósin hjá Kharkov höfðu sýnt landamæri Ukraninu, og smáborgin Kursk var komin og farin. Grant vissi, að fyrir neðan þá huldi myrkrið hina miklu steppu, þar sem mill jarðar tonna af korni kliðaði og þroskaðist. Það mundu ekki verða fleiri ljósvinjar á leiðinni fyrr en þeir hefðu, eftir svo sem klukkutíma, flogið síðustu þrjú hundruð mílurnar til Moskva. Því að nú orðið vissi Grant heilmikið um Rússland. Eftir hið skjóta, hreinlega og fréttnæma morð á veigamiklum vestur-þýzk um njósnara, var Grant ekki fyrr kominn aftur austur fyrir en hann hafði einhvern veginn upp á „Boris ofusta“, var klæddur í borgaraleg föt, með flughjálra til að hlyja hárið, troðið inn i tóma MGB flugvél og fluttur beint til Moskva. Þá upphófst ár hálfgerðar fangelistilveru, sem Grant notaði til að halda líkamanum hraust- um og læra rússnesku, á meðan fjöldi fólks kom og fór í kring um hann — rannsóknarlögreglu menn, njósnarar, læknar. Á með an ó því stóð höfðu rússneskir njósnarar í Englandi og Norður- írlandi rannsakað fortíð hans af mikilli nákvæmni. Að árinu loknu var Grant veitt eins hreint pólitískt læknisvott- orð, eins og nokkur útlendingur getur fengið í Rússlandi. Njósn ararnir höfðu staðfest sögu hans. Ensku og amerísku njósnararn- ir. sem settir höfðu verið inn til lians, tilkynntu, að hann hefði engan áhuga á stjórnmálum eða þjóðfélagsháttum nokkurs lands í heiminum, og læknar og sál- fræðingar voru sammála um, að hann vaéri geöbilaður með köfl- um og tímabil hans færu eftir fullu tungli. Þeih bættu því vif, að Grant væri einnig haldinn sjúklegri sjálfselsku, væri kyn4- hvatalaus og þyldi sárauka mjög vel. Að þessum einkennum frá- skildum væri líkamlega heilsá hans frábær og þó að menntunan stig hans væri óskaplega lág^ væri liann slægur, eins og reíf ur. Allir voru sammála um, aff Grant væri stórhættulegur þjóS félagsmeðlimur og skyldi einc angraður. • * Þegar skjölin komu fyrir ýfi?- mann starfsmannahalds MGB, var hann að því kominn affi skrifa Drepið hann á spássíuná, þegar hann fékk aðra hugmynd. Heilmikið af morðum þarf affi framkvæma í Sovétríkjunum, — ekki vegna þess, að hinn al- menni Rússi sé grimmur maður, þó að sumar af þjóðum þeirra ríkja séu meðal hinna grimm- ustu , í heimi, heldur er þaffi stefnuátriði. Fólk, sem vinnur gegn ríkinu, er óvinur rlkisíns, og ef það heldur upiiteknum. hætti, er því útrýmt. í landi, þar sem íbúarnir eru 200.000.000, ep hægt að drepa margar þúsundir á ári hverju, án þess að sjáisfi högg á vatni. Ef þarf að drepa milljón manns á einu ári, ein,3 og gerðist í hreinsununum miklu, þá er það heldur ekki sérlega mikið tap. Alvarlegasta vandq- málið er skorturinn á böðlum. —- Böðlar hafa stutt ,,líf“. Þeir þreytast ó starfinu. Eftir tíu, tuttugu, hundrað dauðahryglur sígur eins konar dauðabakterfa inn í sjálfan líkama mannsins, hversu mikið ómenni, sem hann. kann að vera. Dapurleiki og drykkja ná tökum á honum, hræðileg þreyta nær tökum á honum, augun verða sljó, hreyf- ingar verða hægar og nákvæmnin hverfur. Þegar vinnuveitandinn, sér þessi merki, ó hann ekki ann- ars úrkosta en taka böðulinn a£ lífi og finna sér annan. : 4 Yfirmannt starfsmannahaléta MGB var kunnugt um þettb varidámál og hina stöðugu leit, sem fram fór. ekki aðeins að hinum fíngerðari morðingja, lieldur einnig hinum venjulega slátrara. Og hér var loksins m^ffi ur, sem virtist vera sérfræðing- ur í hvoru tveggja, maður, sem gekk upp i starfinu og beinlfnia til þess ætlaður, ef trúa mátti læknunum. Forstjórinn skrifaði stutta og ákveðna athugasemd á skjöl Grants, • merkti þau SMERSH Otdye! II og ýtti þeim frá sér. t Deild 2 í SMERSH, sem sér um aðgerðir og aftökur, tók viffi Donovan Grant, breytti nafnl hans .í Granitsky og skróði hann sem starfsmann. Næstu tvö árin voru erfið fyr- ir Grant. Hann varð að fara aftur í skóla, og það í skóla, sem fékk liann til að sakna brotnu borð- anna í bárujárnsskúrnum, sem verið hafði eina hugmynd hans um það hvernig skólaýanga væri. En nú sat liann í Njósná- skólanum fyrir útlendinga fyrir utan Leningrad á meðal Þjóð- verja, Tékka, Pólverja, Balta, Kinverja og negra, sem allir vóru alvarlegir og áfjáðir á svip'og skrifuðu þindarlaust í glósubæk- ur sínar, og stritaði nú við náms- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. maí 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.