Alþýðublaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 9
um aS þyng-darpunktur vélarinn- ar var ekki á réttum stað. Taldi vitniff seljanda vélarinn ar „Motokov" eiga að bera hluta á tjóni því er þarna varð á vél- inni, en því neitaði fyrirtækið. Vegna þessa snéri vitnið sér til ut- anríkisráðuneytisins til að fá leið rétting mála sinna, sem enn hef ur þó eigi borið árangur. Árið 1956, að því er vitnið minnir, snéri það sér einnig til tékkneska sendiráðsins ftér í borg og bar upp kvartanir sínar þar, vegna galla á flugvélinni. Á árinu 1957, að því er vitnið minnir, kom hingað tékkneskur vélfræðingur, til að líta á flugvélina, og þá kvaðst vitnið áreiðanlega hafa verið bú ið að ræða við Vlastimil Stochl, starfsmann tékkneska sendiráðs- ins hér í borg, um gallana á flug- vélinni enda túlkaði Stochl sam töl þau, sem fóru milli vitnisins og vélfræðingsins. Vitnið hefur enn ekki fengið bætur vegna galla á flugvélinni, þótt frekari gallar hafi komið fram á henni, en að framan getur, en vonir standa þó til að úr þessu rætist inn an tíðar. Frá því á árinu 1957 og allt þar til seinni hluta sumars 1961, að Stochl fór hér af landi brott, átti vitnið iðulega tal við hann út af flugvélakaupunum svo og í sam bandi við pöntun á varahlutum í hana. Ekki stofnaðist þó til náins kunningsskapar milli vitnisins og Stochl, en á þessum tíma fór Stochl aldrei fram á það, að vitn ið léti honum eða öðrum í té nokkrar upplýsingar um gerðir og flugvélategundir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, né heldur að það léti honum í té nokkrar aðrar upplýsingar livorki varð- andi dvöl varnarliðsins né ann- að. Upplesið, staðfest. ekki frekara samband við tékkn- eska sendiráðið varðandi flugvéla- kaupin og bætur vegna gallanna á vélinni, enda væri hann kom- inn hingað til lands til að reyna að koma þessu máli í kring. — Spurði Stochl vitnið, hvort það gæti komið til Tékkóslóvakíu, til að gera út um þessi viðskipti. Taldi vitnið vandkvæði á því sök- um fjárhagserfiðleika og var þá ekki frekar rætt um þetta. Er Stochl hafði skoðað flugvélina bauð hann vitninu í bádegisverð að Hótel Borg kl. 12,00 þriðjudag inn 15. þ. m. Vitnið snæddi svo hádegisverð þarna með Stochl og ræddu þeir um _ flugvélaviðskiptin og taldi Stochl þá möguleika á að leysa það mál. Um annað ræddu þeir ekki þarna í hótelinu en ákveðið var þar, að þeir hitt- ust að nýju daginn eftir heima hjá vitninu, og kom Stochl svo þangað miðvikudaginu 16. þ. m. kl. 14,30 og gaf vitninu myndabók frá Tékkóslóvakíu og einhvers konar hálsklút. Stochl, sem virtist eiga nokkuð crfitt að koma orðum að því sem hann ætlaði að segja. Kvað þó möguleika á því að leysa ágrein- inginn út af flugvélakaupunum á þann veg, að vitnið skilaði aftur flugvélinni og fengi aðra nýja í staðinn, ef það vildi „vinna fyrir þá”, það er fyrir Tékka, eftir þvi sem vitninu skyldist. Stochl spurði og vitnið hvort það gæti ekki komið til Tékkóslóvakíu til að ganga frá þessum málum og bauðst til þess að láta vitnið fá kr. 6000,00 fyrir fargjaldinu. Þetía kom allt mjög flatt upp á vitnið, sem taldi ekki rétt að segja þvert nei við Stochl, enda vissi það ekki, nema það kynni að verða eitthvað brotlegt við lög, ef það reyndi ekki að komast eftir því, hvað hann væri að fara, og spurði hvert verk það ætti að vinna. Stochl bað það þá að afla upp- lýsinga um númer og fjölda flug- véla á Keflavíkurflugvelli og skrifa upplýsingar þessar á blað og setja það síðan í holan skrúf- blýant og koma honum til sín næsta dag, fimmtudag 17. þessa mánaðar. Tók vitnið upp ritvéla- blað og spurði hvort það ætti að rita upplýsingar á þennan papp- ír, sem Stochl tók við, vafði sam- an og setti í holan skrúfblýant, sem hann var með, en gat þess, og pappírsörkin væri of þykk. Vitnið sagði Stochl, að það vissi ekki mikið um varnarliðsflugvél- ar og vera kynni að um breyting- ar kynni að verða á flugvélateg- undum varnarliðsins, en Stochl svaraði því til að það væri ein- mitt upplýsingar, sem fengur væri í fyrir hann að fá. Getur vitnið þess, að Stochl hafi sagt, að vitnið þyrfti ekki að hafa fjárhagsáhyggjur sjálfs síns vegna eða fjölskyldu sinnar, ef það yrði við þessum tilmælum hans. Vitnið kveðst hvorki hafa neit- að tilmælum Stochl né heldur lof að að verða við þeim, en orðið hafi að samkomulagi milli þeir.ra, eða svo talast til, að þeir hittust að nýju fimmtudaginn 17. þ. m. að Hótel Borg, en Stochl bauð vitninu að snæða með sér þar. Fimmtudagsmorguninn sl. hringdi vitnið svo til Stochl og sagði hon- um að það gæti ekki komið vegna krankleika, þótt það væri með að eins lítils háttar kvef. Stochl ósk aði þá eftir að fá að koma lieim til vitnisins, en það kvaðst vera rúmliggjandi og ekki geta tekið á móti honum. Vitnið hringdi síðan til Sveins Sæmundssonar, yfirlögregluþjóns, og óskaði eftir að fá samtal við hann. Um kl. 14,00 fór vitnið svo til Sveins og sagði honum alla söguna, en Sveinn ráðlagði því svo til að hafna tilboði Stochl. Er Stochl átti símtalið við vitn- ið 17. þessa mánaðar óskaði hann eftir því, að vitnið snæddi með honum hádegisverð að Hótel Borg í gærdag 18. þ. m. og gerði vitnið það. Tjáði það Stochl þá, að það myndi ekki verða við tilmælum hans, og er hann spurði hvers vegna, svaraði vitnið því til, að slíkt væri brot á íslenzkum lög- Framh. á 15. síðu Nú í vetur scm leið átti vitnið enn tal við tékkneska sendiráðið vegna flugvélakaupanna, og var því þá tjáð, að milli 14. og 19. þessa mánaðar mundi sérfræðing- ur koma hingað til lands sem vitn- ið skyldi ræða við um flugvéla- kaupin. Hinn 14. þessa mánaðar var svo hringt frá tékkneska sendiráðinu til vitnisins og því tjáð að sér- fræðingurinn væri kominn hingað til lands og það væri Stochl. KI. 14,00 síðastl. mánudag 14. þ. m. kom vitnið svo í tékkneska sendiráðið samkvæmt beiðni það- an, og hitti þar að máli Stoehl og starfsmann sendiráðsins, Jor- dan að nafni. Var þarna eingöngu rætt fram og til baka urn flug- vélakaupin. Vitnið og Stochl fóru svo úr sendiráðinu niður í flug- skýli á flugvellinum og skoðuðu þar flugvélina. Á Ieiðinnj þangað óskaði Stochl þess, að vitnið hefði Sendiráð Tékkóslóvakíu, Smáragötu 16. Myndin er tekin um tíuleyt- ið í gærkvöldi. 5 ára ábyrgð á húsgögnum Sófasett frá kr. 735Q_ 1 og 2ja manna svefnsófar Klæðum og gerum við húsgögn. Húsgagnaverzlunin og vinnusíofan ÞÓRSGÖTU 15 Baldursgötumegin — Sími 12131. Stýrisendar Menedes-benz, allar gerðir fólksbíla. Opel, Record. Bílabúðin Höfðatúni 2 Sími 24485. Kaupmenn - Kaupfélög Vorhreingerningamar Höfum nú mikið úrval af hreinlætisvörum fyrir- iiggjandi meðal annars: „IIma“ þvottalög, „llma“ blævatn, Vítisódi, Plastbón, Sjálfgljái í Vz Itr. & 4 Itr. pkn., Hreinsibón í Vi ltr. & 4 ltr. pkn., Silicone bón „Teals“, Bílabón, Bílahreinsibón, Handhreinsikrem með Lanolíni „A-l“, Gólfklúta, Afþurrkunarklúta, Plastklemmur, o. m. fl. Heildsölubirgðir, SkiphwltVr Sími 2-37-37. Radíóviðgerðarmaður Flugfélag íslands óskar að ráða, nú þegar radioviðgerða- mann til starfa á radioverkstæði félagsins á Reykjavíkur- flugvelli. Umsækjendur sendi umsóknir sínar til félagsins fyrir 3. júní n.k. merktar „Radiodeild". /C£ÍAA/0A/J9 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. maí 1962 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.