Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 7
FYRIR gesti og gangandi, sem til Akureyrar koma, getur ver- ið gagnlegt að vita fyrir, hvað þar sé athyglisvert að skoða fram yfir það, sem glöggu gests auga mætir á götum og gang- stéttum og í útsýni frá bænum og um bæinn. Er þá fyrst að geta Akureyrarkirkju, sem blasir við úr miðbænum séð og er hið veg- legasta guðshús eigi síður inn- an en utarr. Á vinstri hönl, þegar upp kirkjuþrepin er far- ið, liggur gangstígur að Sigur- hæðum, Matthíasarsafni Joeh- umssonar, og er þar merkt á veg vísi, bvenær safnið er opið. Við sama göngustíg er og Náttúru- gripasafn Akureyrar, lítið safn en vel sett upp og vel um geng- ið. Sé haldið frá kirkjunni upp Eyrarlandsveginn, er fljóllega komið upp að Menntaskólanum, en sunnan' við hann er Lysti- garður Akureyrar, sem allir vilja skoða, og í Sumar er hálfrar aldar gamall. Hefur verið kom- ið fýrir smekklegri lýsingu í honum vegna þessara tímamóta og aldarafmælis bæjarins, og er gaman að njóta ágústsrökkursins á kvöldum í garðinum við þá lýsingu. lnriarlega við Aðalstræti nr. 54 og 58, eru tvö söfn. sem verð eru athugunar : Nonnasafnið ‘Jóns Sveinssonar rithöf.) og Norðlenzka byggðasafnið. Er fal- legur trjáreitur um hið síðara, elzta trjáræktarstöðin á Akur- eyri. Nokkru norðar er Frið- bjarnarhús, verðandi safnhús templara. Loks er svo syðst í bænum Gróðrarstöðin, sem piargir vilja skoða. / Séu gestirnir í bifreið, sem líklegt má telja, ættu þeir að taka veginn næst fyrir norðan Gróðrarstöðina upp á brekku- brúriirnar, því að þaðan er AKUREYRINGA A iBNAÐI IDNAÐURINN hefur skapað stöðugleika í atvinnulífi bæjar- ins og bæjarlífinu sjálfu, segir Magnús E. Guðjénsson, bæjar- stjóri á Altureyri í grein um 100 ára afmæli bæjárins, sem birtist í ritinu „Sveitastjórnannál". Magnús upplýsir, að 60% íbúa Akureyrar hafi framfæri sitt af iðnaði, cn velta iðnfyrirtækja í bænum sc, að fráteknum fiskiðn aði, um 250 milljónir króna á ári. Síðustu árin hefur liafizt út- flutningur á iðnaðarvörum frá Akureyri. Auk sjávarafurða, hrað frysts fiskjar, síldarmjöls og síld ariýsis, sé flutí út frá Akureyri niðursoðin og niðurlögð síld, súkkulaði og tyggigúmmí, værð arvoöir og ýmis konar ullarvör- ur. Akureyri er nú, eins og í upp- hafi byggðar sinnar, verzlunar- staður, segir Magnús í grein sinni. Hann segir, að heildarvelta verzlunarfyrirtækja á Akureyri sc um 240 milljónir ltróna. Þar eru ’þrjú bankaútibú og tveir sparisjóðir. Landbúnaðnr er enn allmikill á Akureyri, og hefur hvers kon- ar ræktun borið góðan árangur vegna frjósams jarðvegs og góðs skjóls. Árleg kartöfluuppskera bæjarbúa er um 15 000 tunnur. Framhald á 14. síðu. fögur útsýn fram fjörð og. yfir bæinn^og Pollinn, a.m.k. sé gott veður. -— Gestum. sem vilja fá sér kvöid göngu undir háttinn, er ráðlegt að ganga úr miðbænum niður Strandgötu o'g niður á Oddeyr- artanga, því að þaðan er skemmtilegt að sjá upp til bæj- arins um miðbæ og Brekkurnar, ekki sízt, þegar rökkvað er orð- ið og Ijós hafa verið tendruð um allan bæ. Ýmislegt fleira mætti upp telja, sem gestum þætti gaifian að. skoða á Akureyri, t. d. verk- smiðjur SÍS, Súkkulaðiverk- smiðjuna Lindu og Niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar & Co, en hér verður staðar numið. Einn staður verður þó nefnd- ur enn, liinn nýi skáli í Hlíðar- fjaili, sem er hið veglegasta hús, og er þar veitt gestum um helg- ar. Er 'það skemmtilegur öku- sprettur, að aka upp í skálann og fá sér þar hressingu, en virða um leið fyrir sér Akureyrarbæ eins og úr lofti, en útsýn norð- ur um Eyjafjörð er einnig fögur þaðan. Bragi Sigurjónsson AKUREYRINGAR i £ BEZTU AFMÆLISÖSKIR ’ OG VINÁKVEÐJUR úr KÓPAVOGi 3 & ■ immmm s ii- '1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.