Alþýðublaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 3
KRÚSTJOV GAGN- RÝNIR KÍNVERJA KENNEDY BOÐAR ÁKVARÐANIR UM KÚBUSIGLINGAR Moskva, 12. des. (NTB—Reuter) NIKITA Krústjov forsætisráff- herra visaði í fyrsta skipti í dagr gagnrýni Kínverja á iindanhaldiff frá Kúbu beinlínis á bug'. Jafn- fraint þessu forffaffist hann aff grera beina árás á kínverska al- þýffulýffveldiff. Þetta kom fram í raeðu, sem Krústjov hólt í Æðsta ráðinu og gerði hann grein fyrir stefnu Rússa í utanríkismálum. Hann sagði einnig í fyrsta skipti, að Al- banir, sem eru bandamenn Kín- verja í hugmyndafræðilegum deil- um þeirra við önnur kommúnista- ríki, hefðu vikið frá marxisman- um lenínismanum í ríkari mæli en Júgóslavar. Tito forseti, sem um þessar i mundir er í heimsókn í Sovétríkj- unum, var viðstaddur, er Krústjov hélt ræðu sína. Krústjov forsætisráðherra gagn- rýndi öfgasinnaða byltingarmenn, sem reyndu að steypa Sovétríkj- unum út í kjarnorkustyrjöld við Bandaríkin. Hann gagnrýndi harðlega for- ingja Albana og mennina að baki þeím, og lýsti því yfir, að þeir hefðu tekið upp línu Trotzkyista með því að óska eftir heimsstyrj- öld til þess að gera heiminn komm únistískah. Hann hélt því fram, að ef komm únisminn yrði settur í samband við styrjöld mundi kommúnisminn að- eins bíða ósigur um allan heim. Knistjov sagði, að þeir, sem köll- uðu heimsveldissinna pappírs- tígrisdýr, ættu að hafa hugfast, að pappírstígrisdýrið hefði kjam- orkutennur. Þess vegna er sam- komulag mögulegt í sambúðinni við heimsveldissinna, sagði hann. Krústjov sagði, að Albanir sök- uðu Rússa um að hirða ekkert um þá, sem berðust gegn heimsveldis stefnunni. En Sovétríkin studdu Indverja, þegar þeir frelsuðu Goa og Indónesa þegar þeir frelsuðu Vestur Nýju-Guineu, sagði hann. Krústjov sagði enn fremur, að heimurinn lifði í kjallara, sem væri fullur af kjarnorkuvopnum. Hann kvað möguleikana á afvopn unarsamningi fyrir hendi ef Banda rikin mundu aðeins breyta sjónar- miðum sínum eftir tilslakanir þær, er Rússar nú hefðu gert. Hann bætti hins vegar því við, að Bandaríkjamenn hefðu sýnt heilbrigða skynsemi, er þeir féll- ust á að koma í veg fyrir styrjöld út af Kúbu-málinu ásamt Rúss- um. Krústjov gat mjög lauslega um Þýzkalandsvandamálin. Hann kvað mikilvægustu hindrunina fyrir samningi um Vestur-Berlín vera þá, hvers konar hersveitir ættu að vera í borginni. Hann hélt þv£ fram, að fáni NATO, sem nú væri í borginni, ætti að fara burtu þaðan en fáni SÞ að koma þangað í staðinn Krústjov kvaðst vera mjög á- nægður með tillögu Kínverja um MMmWUtHMMMMMMWM vopnahlé I landamæradeilunni við Indverja. Hann kvað ýmsa halda að undanhald Kínverja bæri vott um veikleika. En Sovétríkin vona, að Indverjar og Kínverjar láti ekkert slíkt ögra sig, heldur láti skynsemina ráða og leysi landamæramálið. Krústjov sagði, að Indverjar mundu stinga höfðinu i gildru heimsveldissinna og glata frelsi sínu með því að taka við vopnum frá Vesturlöndum og með því að heyja stríð. Krústjov minntist á samskipti Norðmanna og Rússa er hann ræddi sambúðina við ömiur ríki. Hann kvað samskiptin vera góð, en aðild Nóregs að NATO kæmi í veg .fyrir að þau yrðu vinsamleg. Indverskur hershöfóingi felldur NÝJU DELHI, 12 desem- ber (NTB-AFP). Indverska utanríkisráðu- neytið skýrffi frá því í dag. aff Kínverjar hefffu fellt ind- verska hershöfffingjann Hos- hiar Singh eftir aff vopna- hléff, sem Kínverjar lýstu yfir gekk í gildi. Hershöfðinginn var skot- inn á Kameng-svæðinu á norffaustur-landamærasvæff- inu, og var grafinn í ná- grenni Tawang. Aff sögn Reuter var til- kynnt í Nýjn Delhi í kvöld, aff viffræffur Indverja og Pakistana nm lausn Kasmír- málsins mundu hefjast í Rawalpindi hinn 26. desem- ber. Beint sam- band Kreml- Washington Genf, 12. desember (NTB—Reuter) ARTHUR Dean, formaður sendi- nefndar Bandaríkjamanna á af- vopnunarráðstefnunni í Genf,lagffi til í dag, aff komið yrði á þriggja ráffa beinni símalínu milli Kreml í Moskvu, aðalstöðva SÞ í New York og Hvita hússins í Washing- ton. Hann kvaff þetta eina af sex affgerffum, er miffuffu aff því, aff minnka stríffshættuna í heimin- um. Formælandi bandarísku sendi- nefndarinnar sagði, að þessa línu væri strax hægt að taka í notkun ef skyndilega risi upp hættuá- stand, er ógnaði öryggi heimsins, eða þegar aðstæður krefðu skjótra ráðfæringa milli stórveldanna WASHINGTON, 12. desember (NTB-Reuter). KENNEDY, Bandaríkjaforscti sagffi á blaðamannafundi í kvöld, aff Bandaríkjamenn gerffu daglega ráffstafanir til þess aff hafa eftir- lit meff því, aff ekki yrði á nýjan leik send árásarvopn til Kúbu. Innan hálfs mánaffar verffur gefin út tilkynning um nýjar ákvarffanir, sem munu varffa regluiegar sigl- ingar til Kúbu, sagffi hann. Kennedy sagffi, aff hann teldi aff Bretar gætu gegnt mikilvægu hlutverki sem kjarnorkuveldi. For- setinn var beffinn aff láta í Ijós álit sitt á hlutverki Bretlands í landvörnum, ef svo færi, aff flug- skeyta-áætlimin Skybolt yrffi lögff á hilluna. Hann hélt þvi fram, aff samninga viffræðunum við Rússa i sambaiW.i viff Kúbumáliff ætti að geta veriff lokiff áður en langt um liffi. Jafn- iframt mundu Bandarikjamenn hafa daglegt eftirlit með því, aff ekki yrffu send ný árásarvopn tU Kúbu. Að þvi er Bandaríkjastjórn bezt vissi, hefffu sovézkar eldflaug- ar og sprengjuflugvélar veriff flutt ar burtu frá Kúbu, en hins vegar féllu Bandarikjamenn ekki frá kröfu sinni um eftirlit á staffnum. Ef þessu verffur ekki komiff í kring munu Bandaríkjamenn halda áfram sínu eigin eftirlitskerfi, sagði hann. Kennedy kvaðst hlynntur hug- myndinni um fljótvirkari fjar- skiptasamband milli Moskvu og Hvita hússins, annað hvort beinni símalínu eða fjarritalínu, þar eff dulmálskerfið væri orðiff alltof hægfara kerfi á kjarnorkuöld, eins og í ljós hefði komiff i Kúbudeil- unni. Kennedy lét ekkert uppskátt um álit sitt á ræðu Krústjovs í Æffsta ráffinu í dag, enda hefði honum ekki gcfizt tími til að kynna sér hana. Hann gerffi ekki nánari greln fyrir hinum nýju ákvörffunum um siglingar til Kúbu. Samkvæmt góff- um heimildum er hér um að ræffa sömu áætlanir og stjórnin hafði á prjónunum, áður en Kúbudeilan skall á. Samkvæmt þeim verður skipum, sem sigla meff farm frá kommúnistaríkjum, neitað um að taka farm frá höfnum í Bandaríkj- unum. j. i Uppreisnin bæld nióur SERIA, Brunei, 12. des- ember, (NTB-Reuter). UPPREISNIN í Brunei á Norður-Borneo fór alger- lega út um þúfur í dag eftir að hersveitir Breta höfðu náð á sitt vald mikilvægustu stöðvum uppreisnarmanna og algerum tökum á ástandinu í hinum mikilvægu olíubæ Seria og í liöfuðstaffnum Brunei. Bretar voru í kvöld að gera árás á síðustu stöðvarnar, og að sögn AFP var aðeins tímaspursmál, hvenær þær mundu falla, en árás Breta var gerð af landi sjó og úr lofti. Yfirhershöfffingi Breta í Austurlöndum fjær, Sir Ni- gel Poett, hershöfðingi, seg- ir, aff um 250 upprelsnar- menn hafa verið teknlr til fanga. Hann skýrffi frá því, að olíumannvirkin, sem Shell á í Seria, væru svo aff segja óskemmd. Uppreisnarmennirnir voru sennilega 2.500 talsins, en þeim var illa stjórnað. FJARLAGAFRUMVARPIÐ 200 þúsund kr. sekt SEYÐISFIRÐI í gær. DÓMUR var kveffinn upp I máli skipstjórans af brezka togaranum Dinas SD 55 í dag, en hann var í gær tekinn aff ólöglegum veið- um innan landhelgismarkanna austur af Langanesi. Skipstjórinn, James Arthur Ness frá HuII, var dæmdur til aff greiffa 200 þúsund króna sekt og var afli og veiffarfæri gerð upptæk. Ef sektin verffur ekki greidd innan fjögurra mánaffa kemur 8 mánaða fangelsi í þess stað. Skipstjórinn áfrýjaffi málinu til Hæstaréttar. Gunnþór. Framh. af 16 síðu Fjárlagafrv. sýnir, að enn' er gætt fyllsta sparnaðar í rekstri ríkisins og stofnana þess. Þeir á- fangar, sem þegar hafa náðst til sparnaðar reynast vel, og sýnt er, að stefnt er að aukinni hagsýni og frckari spamaði, þar sem þvi verð ur við komið. Þess er þó vandlega gætt að breyta ekki til, fyrr en vandleg athugun ínnna færustu manna. sem \öl er á hverju sinni heiur leitt í liés, hvar og á hvern hátt bezts árangurs sé að vfénta. X tillögum nefndarinnar, eins og þ<i=r liggja fyrir au ,r tekjuhlið t'rv. hækkuð nokkru meira en gjaldahliðin. Það er vegna nokk- urra gjaldaliða, sein vitað er um, en biða lullnaðarafgreiðslu til 3. umræðu. í álitinu er síðan rætt um helztu breytingartillögur nefndarinnar. En nokkrar þeirra eru þessar helzt ar: Fjárveiting til Landsspítalans hækki um 150 þús. kr. þannig, að liðurinn annar kostnaður við spítalann verði 13.455 þús. í stað 13.305 þús., heilsuhælið að Vífils- stöðum fái 300 þús. kr. aukafjárveit ingu vegna holræsagerðar, Klepps spítalinn fái hækkun á liðunum annar kostnaður um 100 þús. þann ig að sá liður verði 4520 þús Rekstrarstyrkur til sjúkrahúsa hækki um 250 þúsund vegna fjölg unar legudaga. Þá leggur meiri hluti fjárveit- inganefndar til að framlög til sam- göngumála stórhækki, m. a. skuli framlag til samgöngubóta á Iandi hækka úr 1.4 millj. í 5.4 millj. Liðurinn fjallvegir skuli einnig hækka úr 1 millj. í 1375 þús. og fleiri tillögur gerir nefndin í sam- bandi við vegamál. Margar tillögur eru gerðar um aukin framlög til skóla. Lagt er til að liðurinn annar kostnaður við Menntaskólann i Reykjavík skuli hækka um 525 þús. í 700 þús. Framlög til bygg- ingar barnaskóla og íbúða skóla- stjóra hækki um 8615 þús. í 34,5 millj og framlög til bygginga gagn fræða- ag héraðsskóla hækki um 4244 þús. í 17.1 milljón. Þá er lagt til, að framlög til at- vinnumála séu stóraukin. Lagt er til, að Búnaðarfélag tslands fái 4.9 millj. í stað 4.5 millj. Stofn- lánadeifd landbúnaðarins fái 7.1 milljón í stað 6.5 millj. og til ræktunar og framkvæmda fari 7.6 millj. í stað 6 millj. svo nokkrir liðir séu nefndir. Þá leggur meirihluti fjárveit- inganefndar einnig til, að framlög til sjávarútvegsins séu stóraukin. M. a. er lagt til að nýr liður verði tekinn í fjárlögin: 15 millj. kr. til Aflatryggingasjóðs vegna aflabrests togaranna en fyrir er í fjárlagafrumvarpinu 17 millj. kr. fjárveiting til sjóðsins lögum sam- kvæmt. Þá er lagt til, að framlag til Fiskifélagsins hækki um 250 þús. í 4.850 þús., framlag til fiski- leitar, síldarrannsókna og elditil- rauna hækki um 2 milljónir, úr 7050 þús í 9050 þús. o. fl. Þá eru tillögur um hækkuð fram lög til elliheimila, dagheimila og fjölmargar aðrar breytingartillög- ur erir nefndin, sem of langt mál yrði að rekja. Meyúhluta fjárveitinganefndar skipa þessir menn: Kjartan J. Jó- hannsson (S) form., Birgir Finns- son (A), Guðlaugur Gíslason (S>. Gunnar Gíslason (S) og Jón Árna- son (S). ALÞYÐUBLAÐIÐ — 13. des. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.