Austurland - 01.08.1907, Blaðsíða 3

Austurland - 01.08.1907, Blaðsíða 3
Fiskiafli en yfirleitt rýr, enda gæftir eigi góðar, næg beta komin um alla firðina. Norðfirðingar einna aflahæstir að venju. Beztu mótorbátar munu vera búnir að fá þar 60 til 70 skpd. Af Akureyri, 30. júlí. Veðrátta 23. f. m. brá aptur til kuldatíðar og norðan áttar, tvær síðustu næturnarnar gránaði í fjöll. Oott veður er sagt í Reykjavík þessa dagana. S 1 y s f a r i r. í vor fóru tveir Þjóð- verjar (annar var efnilegur vísinda- maður, hinn málari) af Akureyri upp í Ódáðahraun, og ætluðu að dvelja þar í sumar í nánd við Öskju. Höfðu þeir tjöld og allan útbúnað, og var Ögmundur kennari Sigurðsson fylgdar- maður þeirra. Báðir þessir menn hafa farist, ætlað að þeir hafi drukknað þar í vatni, sem þeir höfðu róið á í segl- bát, voru þeir ófundnir er síðast frjett- ist, þrátt fyrir örugga leit Ögmundur og fleiri. Dr. Finnur Jónsson og Dan- i e 1 B r u n hafa að undanförnu verið að grafa upp gamlar búðatóptir á Gæsa- eyri. Látinn er sagður í Noregi hinn merki málfræðingur S. Bugge. E i m s k i p hafa fiskað hér ofurlítið í hringnætur t. d. Skip Wathnes Erf. . . . 300 tn. Reyðar, Tuliniusar bræðra 200 » Perwie, TuliniusarogChr. H. 250 » Þilskipið Samson (Eig. Ásg. Pjetursson) er búið að fá um 70 þús. í vor og surnar. R e i t i n g s a f 1 i hefir verið á mótor- báta hér út af firðinuni. Beita fengist á Siglufirði. Státtur er að byrja hér í firðinum og Pingeyjarsýslu. Orasið yfirleitt lítið. SaMTISII6uE, —o— Útlend blöð segja frá því í sutnar, að stórt féleg sé stofnað á Englandi í þeim tilgangi að útvega til norður- álfunnar vinnufólk austan úr Asíu aí gula kynstofninum, líklega aðallega frá Kína og Japan, og bjóði nú út mikið fjölmenni. Vistartímin á að vera 5 til 10 ár. Vinnutíminn 10 tímar á dag árið um kring. Launin 1 kr. 80 au. til 2 kr. 50 au. á dag. Félagið tektir að sér ábyrgð á iðni og ráðvendni verkafólksins. Enskan umsjónarmann leggur félagið til einn á hverja 100 verkamenn. Félagið kemur upp íbúð- arþorpum fyrir fólk þetta í nánd við Þá verksmiðjubæji, sem vilja ráða það tii vinnu. í hverju þorpi á að vera læknir, kennarar, túlkur, og ölln komið þar svo fyrir, að verkafólkið geti liaft það sem líkast því, sem það er vant v:ð heimanað. Verkafólkið fær ekki Iaun sín í peningum heldur í ávís- unum á félagið. Ávísanir þessar eru gjaldgengar í sölubúðunum, sem fé- lagið á í verkmannaþorpunum, að öðru leyti leggur félagið verkakatipið í banka og ávaxtar það með 5%, og borgar svo hverjum verkamanni bankainnstæðu sína þegar vistartím- inn er á enda. Það verkafólk, sem þess óskar, getur einnig fengið kaupið sent heim til sín ársfjórðungslega. Einn samning var búið að gjöra við félagið. Nokkrir verksmiðjueigendur í bænum Psorzheim á Þýskalandi hafa beðið félag þetta um 2000 kinverska verka- menn, og er ákveðið að þeir verði fluttir þangað í suinar. Hinir þýsku verksmiðjueigendur segja, að það séu sívaxandi kröfur þýskra verkmanna, sent neyði þá til þessa. Vel mælt. Ráðherra Aarrestad í Noregi rnælti fyrir rninni föðurlandsins á bindindis- mannafundi í Kristjanu í vor, og fórust honuin meðal annars svo orð: «Jeg er uppalinn á Jaðri, og jeg man þat eptir einum bónda. Han barst eigi mikið á, en hann var duglegur og vinnugefinn á jörðinni sinni; og hann hafði ljósa meðvitand um, að hann var að halda áfram störfum ættar sinnar. Jörðin hafði gengið í erfðir frá föður til sonur, svo lengi sem hann hafði sögur af. Bóndi þessi var einu sinni að sýna föður mínum jarðabætur sína og fleira á jörðinni, og jeg var með í förinni, og jeg man svo vel eptir því; hann sýndi okkur spildur, sem hann hafði brjotið upp og hreinsað, og hann sýndi okkur líka blettina, sem faðir hans og afi hans höfðu brotið. «Jörðir hefir eigi gengið úr sér, síðan jeg tók við henni,» sagði hann, «hún er að ýmsa betri nú en þá,» og hann var stoltur af því. Hann hafði haldið áfram starfi föður síns og forfeðra. Hann kvaðst vona, að jarðeignin yrði að ýmsu ieyti betri, þegar hann félli frá, heldur en þegar hann tók við. «Hann hefði eigi spilt henni fyrir ættinni. En það verður fyrir það rióg að gera fyrir þann sem kemur á eptir mér,» sagði hann, og leit til elzta sonar síns. Þannig á þetta að vera með föður- landið, sem er óðalseign allrar þjóðar innar. Noregur er í dag það sem hann er fyrir atorku feðranna. Kyns- lóð eptir kynslóð hafa þeir ræktað og byggt landið; og vér eigunr að halda svo áfram að vér getum afhent það eptirkomendunum í miklu betra ástandi en við tókum við því.» Þessi ummæli ráðherrans geta átt við hvert land sem er. Áfengi. Skýrslur um áfangistilbúning og áfengisnautn í Danmörku síðustu árin sýna að bæði tilbúningur og eiðsla sterkra drykkja þar í landi hefir all- mikið minnkað síðustu árin eða síðan 1902, það ár er talið tímaskiptaár í drykkjuskapnum þar í landi. í síðustu skýrslu er komist svo ?ð orði: «Sérstaklega i samanburði við fólks- fjölgunina hefir drykkjuskapurinn á síðari árunr farið stöðugt minkandi, og er nú (1906) eitt í landinu einum sjöunda minna en 1902 af sterkum áfengisdrykkjum. Það sem haft er til iðnaðar er ekki aðgreint, og líkur eru til að það sé eitt meiru til þeirra hluta nú en 1902.» Öldrykkjan hefir einnig breytzt í þá átt að nú er drukkið minna í Dan- mörku af hinu sterkara öli, en því meir af því daufara og ótollaða (ótöllað öl er talið sem ekki hefir nenra 21 /2°/0 vínanda.) Af því öli, sem búið var Fyrstu þrjú blöð AUSTURLANDS verða send sem sýnishorn á flesi heimili í Múlasýslum. Ágætt er því að auglýsa í þeim. til í Danmörku síðastliðið ár, voru tveir þriðju hlutar ótollað öl. Útgefandi þessa blaðs hitti nýlega eitt af alþýðuskáldum vorum (J. Þ.) og segir við hann: «Eru ferhendurnar nú alveg að deyja út?» «Eigi hugsa ég það,» svaraði skáldið, «ég kastaði þessari fram í kuldanum á dögunum:« «Vatt sér haust á vorsins lóð, veinaði naust og tindur, kvað við raust sín kögurljóð kvalinn austan vindur.» Litlu síðar hitti sanú maður annan hagyrðing og segir við liann: «Ekki er stakan alveg að deyja út,» og lét hann heyra vísuna, «en nú verður þú að bæta við, því sumarið er komið.» Sá hagorði settist niður og ritaði stöku þessa eptir litla umhugsun: «Ef gróður binda allan á allt til tinda og dala, sumarið hrindir hausti frá og heftir vinda svala.» Báðir geta nokkuð, hugsaði milli- göngumaðurinn. Brunabóta fjelagið, »Det kongl. octr. alm. Brandassu- rance-Compagni« tekur til ábyrgðar gegn tjóni af eldsvoða: hús, vörur, innanhúsmuni, lifandi pening o. fl. Menn snúi sjer til undirritaðs um- boðsmanns fjelagsins, sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Carl D. Tulinius Efterf., Eskifirði. Allir þeir seni skulda mér fyrir sauma áminnast um að borga mér skuldirnar fyrir lok þessa mánaðar, ella neyðist ég til að innheimta þær með lögsókn. Borgun er tekin gild í reikning minn við verzlun C. D. Tuliniusar Eftf. Breiðuvíkurstekk 1. ágúst 1907. Einar Jónsson. Regnkápur (voterprov) ágætar, fást hjá Carl D. Tulinius Efterfölger. Dúka úr ull og ullartusk- um fást hvergi haldbetri, fegri nje ódýrari en hjá Hiilevaug uilarverksmiðju Afgreiðsla hvergi eins fljót. Komið með ull sem fyrst til undirritaðs umboðs- manns verksmiðjunnar. Eskifirði í júlí 1907. Anton Jacobsen. jéVéT»VS?a»?*'féTé¥étéýeýeTél í mínu nýbyggða verzlunarMsi á Hlíðarenda hér i bænum er byrjuð verzlun með nýjar og fjölbreyttar vörur, svo sem kornvörur, nýlenduvörur með ágætu verði. Enn fremur skal bent á, að verzlunin er vel byrg af Margarini (mjög ódýru.) Skófatnaði fyrir konur, karla og börn. Olíufötum fyrir sjótnenn. Tilbúnum karlmannafötum, nærfatnaði og sokkum. Af álnavöru eru rniklar byrgðir meðal annars af sérting, flóneii, bómullardúkum og hvítum lérftum. • Allterselt með lágu verði. & Allar íslenzkar vörur eru teknar í verzlun inni með liæsta verði. Það borgar sig að koma að Hlíðarenda. Eskifirði 31. júli 1007. Virðingarfyllst $lvAx. Sjóvátrygging. Undirritaður, sem liefur aðalumboð á Islandi fyrir fjelagið Det kgi. octr. Söassurance-Compagni i Kjöbenhavn ;, tekur að sjer að vátryggja gegn sjóskaða, útlendar og innlendar vörur, með öllum fyrsta flokks skipum, hafna á milli hér á landi og til útlanda, samkvæmt regium þeinr, sern prentaðar eru á vátryggingarskírteinum fjelagsins. Þeir, sem óska nánari upplýsinga geía snúið sér til mfn. Umhoðsmaður minn á Norðurlandi er herra kaupmaður Otto T u 1 i n i u s, Akureyri. Virðingaríyllst ___________Carl D. Tulinius Efterf. Eskifirði. * I verzlun Friðgeirs Hallgrímssonar fæst: allskonar kornvörur og nýlendu vörur. Mikið úrval af álnavöru, þar á meðal svuntu- og kjólatau (íjómandi falleg.) Klukkur, úr, byssur og skotfæri. Skótau, nrikið úrval. Glysvarningur margskonar. Brauð margar tegundir. Plankar og Júferter mjög billigt. Smjör ísl. og danskt, mjög gott og nrjög margt fleira. 10°/0 afsláttur gefinn, ef keypt er fyrir peninga eða vörur út i hönd. Fjölbreyftasta og ódýrasta verzlun á Eskifirði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.