Austurland


Austurland - 31.12.1920, Blaðsíða 4

Austurland - 31.12.1920, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Til sölu er vel nothæft reið- h j ó 1. Lágt verð. Björgólfur Gunnlaugsson Keldhólim, Vellum. Hátíðarfregnirnar „Alþýðublaðsins“ munu hafa ver- ið lesnar af öllum Seyðfirðingum. Enda var sá tilgangurinn með birtingu greinarstúfsins í „Austur- landi*, að menn gætu séð svart á hvítu, hversu sá borgari hefur metið mikils virðingu bæjarfélags- sins og samborgara sinna. Ef til vill eru þeir menn hér, sem finst þetta saklaust gaman, þeir, sem standa á sama siðferðis og þroska- stigi og höfundur fregnanna hér. En öðrum sýnist, að þetta sé ein- ungis stráksskapur og vísvitandi illgirni hlutaðeigenda. Sem menn sáu, er reynt að gera alt á yfir- borðinu trúlegt þeim, sem ekkert þekkja til. Þeir, sem verið hafa starfsmenn íslandsbanka eru látn- ir snúa sér eingöngu að honum. Þeir eiga sem sé að hafa svo vonda samvizku, að þeir geti ekk- ert tækifæri látið ónotað til þess að Iétta á henni. Og svo þarf að leiða þarna í Ijós einhverja and- stæðu, engilinn, sem beinir villu- ráfandi sauðunum á réttan veg. Og engillinn er Karl Finnbogason! Vesalings Seyðfirðingar, illa eru þeir farnir, er þeir gera svo úr garði hátíð í minningu fullveldis íslands. Mikið mega menn annars- staðar á landinu aumkva þá. Varla mundi af veita þó að Ólafur sendi Ingólf hingað til liðs við þann, sem drepið verður á í ncesta blaði. ■ » Vátryggingar Brunatryggingar Sjóvátryggingar Stríðsvátryggingar Sigurður Jónsson Simi 2 og 52. RAFMAG NSTÖÐVAR A F Indr. Heigason Seyöisf. A F H Nýkomið: L I Járnpottar, Handföng á Ý T straujárn, traujárn stór, S U Ristar undir straujárn. I N Lampatenglar o. fl. o. fl. N G RAFMAGNSTÖÐVAR AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri, ábyrgðar- og afgreiðslu- maður Guðm. G. Hagalín. Sími 54. Innheimtumaður Einar Blandon, kaupmaður. Prentsmiðja Austurlands. Við undirrituð þökkum innilega allar þær miklu gjafir, £em herra verzlunarstjóri Benedikt Jónasson gaf okkur nú fyrir jólin, sem og fjölda mörgum öðrum þeim, sem bágt eiga, og biðjum við guð að launa ho.num góðsemi sína og örlæti. Vestdalseyri 27 des. 1920 Þorgerður Albertsdóttir og Elíeser Sigurðsson Aðalfundur í H.f. Prentsmiðjufélag Austurlands, verður haldinn í * barnaskólahúsinu á Seyðisfirði, laugardaginn 5. febrúar 1921 og hefst kl. 4 e. h. Stjórnin. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 18/ia. Norska járnbrautaverkfallinu er lokið. Bulgaria, Costa Rica og Luxemburg hafa verið tekin í þjóðabandalagið. Rvík 19/la Elías Stefánsson, útgerðarmaður látinn úr krabbameini á Landa- kotsspítalanum. Á A-listanum verða meö Jóni Þorlákssyni, Ein- ar H. Kvaran rith. og Ólafur Thors., óvíst um listann, sem þeir eru á Ólafur Ólafsson, fríkirkjuprestur og Jón Ólafsson, útgerðarstjóri. Skip til Sölu. 1. Kútter, 28 smál. brútto með 50/os hesta Tuxhamvél. skipið mjög hraðskreitt, vélin í góðu lagi og allur útbúnaður skipsins vandaður. selst með eða án veiðarfæra, þar með talin ágæt herpinót og bátar 2. Kútter, 22 smálestir brútto með 29 hesta Tuxhamvél í góöu iagi. Allur útbúnaður vandaður. selst með eða án veiðarfæra, þar með talin herpinót og herpibátar. 3. Vélbátur, 10 smál. með 12 hesta Danvél, sérlega vandaður og ganggóður, nýsmíðaður. selst með eða án veiðarfæra. 4. Vélbátur, ca. 6 smál. með 7 hesta Tuxhamvél nýrri og í bezta lagi. selst með eða án veiðarfæra. Auk þessara skipa er til sölu ágætt fisktökuhús með skúrum við Ólafsfjörð. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs, sem gefur allar upplýsingar. Akureyri 26. okt. 1920. Júl. Havsteen. En það er ekki fyr en núna, þegar ég er orðinn Ieiður á þessu tilgangslausa lífi, og fjarlægðin í rúmi og tíma er orðin svona mikil, að leiftur endurminninganna getur vakið sál mína til meðvit- undar um þetta. Og nú reka líka endurminning- arnar úr æskulífi mínu hver aðra, og í sál minni bregður fyrir birtu eins og fyrirheiti um auðugra og fegurra líf inn í faðmi fjallanna. — Dúna, — ég vildi að ég gæti gefið þér eitthvað af endurminn- ingunum líka. Ég sé litla stúlku, frjálsa og glaða eins og hún ætti alt ríki öræfanna. Hún byggir hellukofa inn í þröngum en grösugum heið- ardal, þar sem friðurinn er svo djúpur, að hann heillar manns- sállna. Ærnar dreifa sér fram um dal- inn, en hún hleypur léttfætt fyrir þær endrum og eins. Og barns- lega hóið hennar bergmálar í klettunum í fjallshliðinni. En í huga hennar er það huldufólkið sem tekur undir við hana. Þess á milli skreytir hún kof- ann sinn. Og á kvöidin þegar hún er farin heim, verður kofinn að konungshöil, og þangað kemur forkunnarfagur konungssonur úr álfheimum, og honum fylgir fjöldi álfameyja, sem danza og sýngja fyrir hann. — — Ef hann ein- hverntíma gleymdi sér og færi ekki úr hóllinni fyrir sólarupprás, yrði hann að menskum manni. — Og þá .... — Á hverjum morgni lítur hún með óttablandinni eftirvæntingu inn í kofann. Og augun tindra eins og tvær himneskar stjörnur. — Það er náttúrubarnið, sveita- barnið óspilt og saklaust. Ég á iitla elskulega systur. Ef til vill er það hún. Ef til vill er það einhver önnur. Ég sé iðgrænt tún á sólríkum sumardegi. Á miðju túninu stendur bærinn, látlaus og alvarlegur eins og al- þýðan. Neðan við túnið er vatn, langt og breitt eins og fjörður. Bæjarþilin spegla sig í lygnum vatnsfletinum og reykurinn liðast eins og perluband um hann. Á túninu er fólkið að þurka töðuna. Ég finn hvernig angan hennar fyllir loftið, og sé hversu alt verður drukkið af sumarfögn- uði.------ -----Dúna, — kringum þessa mynd sveima allar helgustu end- urminningar mínar. Og ég vildi að við ættum eftir að skapa end- urminningar þar, sem gætu vermt okkur í sameiningu í ellinni. Þá hefði ég þó ekki til einkis gengið hér viltur vega öll þessi ár. Þá veit ég aö ég myndi eignast mörg tækifæri til að bæta fyrir það og láta líf mitt hafa einhverja þýð- ingu fyrir framtíðina, — bæði þessa lífs og annars. Þú mátt ekki gera þér í hugar- lund, að þar bíði þín gleði og glaumur, athafnaleysi og nautnir Þú mátt ekki ímynda þér, að þar sé sólskinið ævarandi og vegurinn beinn og sléttur. Þá væri líka einkis virði að skifta um. En ef þú vilt að ég sýni þér í fegursta aldingarð lífsins, þar sem dygðirnar þróast og bera fegursta ávexti. Þar sem fórnirnar hafa veriö dýrastar og guðdómlegastar. Þar sem foreldrar hafa eytt allri æfi sinni og öllum kröftum í yfir- lætislausri baráttu fyrir framtíð barnanna sinna, og uppskorið svo það eitt, að sjá þau hverfa burtu, þangað, sem baráttan er minni en nautnirnar fleiri. Þangað, sem á- vextirnir af starfi þeirra eru rotn- ir frá upphafi. Sjá þau drukna þar í tilgangsleysi lífsins. Þá kem- urðu með mér inn á milli fjall- anna og byrjar nýtt Iíf, þar sem æfintýrin eiga vöggu sína og lifa enn á vörum fólksins. Ég á enga ósk heitari en þá, að geta sýnt einni konu, sem ann- ars hefði farið á mis við það, hvar lífið er þess virði að lifa því. — Hvar það er annað en tómar hillingar. Andrés G. Þorrnar. ♦

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.