Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 6

Birkibeinar - 01.07.1912, Blaðsíða 6
54 BIRKIBEINAR þekkist, þegar þær eru nógu alþýðlegar. Ég veit t. d. ekki hvort allir hafa tekið eftir að eg var að hafa yfir v'su áðan. Það er hægt að hafa yfir heilar bögur, án þess rímið þekkist, þegar þær eru nógu alþýðlegar. Ef svo er, að ekki hafi allir heyrt, þá sýnir það að rímið getur verið víðar en varir. Þegar vel er að gáð, þá sést hvar það hefir verið sett óviljandi Það eru sem sé á því ýms auðkenni, sem koma upp um það. Ég skal nú nefna nokkur af þessum auð- kennum og reyna að skýra þau með dæmum: Framh. Listir og bókmentir. Mörgum mönnum er sá styrkur þyrnir í augum, sem listamenn hafa notið, en fáum mun hann þó þungbærari en þeim mönnum, er stunda af al- hug brauðlausa list og verða stundum að gera sér að góðu hungursstyrk með eftirtölum. Ollum væri þvi kærara og hollara að landið verði nokk- uru fé árlega til þess að kanpa verk Ustarnanna vorra. — Eigi er það ætlanda að vér viljurn gerast skrælingjaþjóð nú, úr því vér urðum það eigi i ein- okunarfaðmlaginu danska. En nærri stappar að svo verði, ef vér eignumst eigi neitt safn af verkum vorra eigin listamanna. Hvað liggur þá nær en að sam- eina þeirra þörf og þjóðarinnar og kaupa verk þeirra jafnóðum? Ekkert liggur nær og ætti alþjóð manna að vera þetta áhugamál. Skógræktarrit, Guðm. Davíðsson, 8 blbr. 64 bls., gefið út at sambandi U. m. f. í. Rvík. 1912. Síðasta þing skar svo við nögl sér alla þá hluti, sem að skógrækt lúta, að vér megum verða allshug- ar fegnir er áhugamenn taka á sig alþjóðar byrði af eigin hvötum í þessu máli. En það hefir einmitt höf. og útgefendur gert. Bæklingur þeSsi er vel ritaður og við alþýðuhæfi. Hvert einasta heimili á landinu þarf að eiga hahn. Timarit kaupfélaga og samvinnufélaga VI. ár I. hefti, Akureyri 1912. Ritstjóri Sigurður Jónsson. Fróðlegt, skemtilegt og eigulegt, hefti. Einkum ritgjörð Jakohs Hálfdánarsonar um aðdragandann að stofnun kaupfélags Þingeyinga, og ritgjörð Sigurðar Jónssonar um gamlar kaupfélagsskoðanir. Þar eru ýmsar skýrslur allmerkilegar. J. C. Poestion, Steingrimur Thorsteinsson, ein islándischer Dichter und Kulturbringer, 8 blbr. 152 bls., Munchen und Leipzig bei Georg Múller. Bók þessi er rituð með sömu snild og samúð sem aðrar bækur hans um íslenzk efni. „Hún er ekki aðeins rituð skóldsnillingnum til lofs, heldur og öllum nútima bókmenntum Islands og er auk þess innilegt þakklæti“ fyrir þá viðurkenning, sem ísland hefir veitt höfundi. Hún kemur út ári siðdr en vera átti og er það útgefandans sök, þvi að hann dró höf. á útgáfunni. Og höf. varð að ábyrgjast sölu á 400 eintökum til þess að fá hana gefna út. Nú býst hann eigi við að geta selt meira en 200 et. og ef svo fer þá verður hann að greiða fullar 1000 — þúsund — krónur i meðgjöf með henni og fer auk þess á mis við alla borgun fyrir mikið og ágætt verk. Hverjir Islendingar mundu leggja slíkt í sölurnar fyrir bók- mentir vorar? Þeir yrðu fáir, „En hvað lætur sann- ur íslandsvinur ógjört fyrir sína ástfólgnu Fjallkonu?“ Ekki væri það ófært ýmsum félögum hér ó landi að kaupa þassi 200 et. sem eftir verða til verðlauna handa duglegum útsölumönnum bóka og blaða, til verðlauna fyrir vel unnin félagsstörf, fyrir dugnað við nám og íþróttir og því um líkt. Bókin er meira en þess verð og landsmenn ætti i svo litlu að sýna við- urkenníng sína fyrir svo mikla rcektarsemi, sem Poestion erlendr maður, hefir sýnt og sýnir íslenzkum bókmentum og íslenzkri menning. Nefni eg til þess bókmenntafélagið, þjóðvinafélagið, útgefendur bóka og blaða og skóla- Bólu-Hjálmars-saga. Efni til hennar safnaði Símon Dalaskáld Ritað hef- ir og ankið Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi Eyrarhakka 1911. 208 bls. Það var þarfaverk, að safna sögum úr æfi Bólu- Hjálmars meðan ekki er lengra Iiðið frá því, að hann var uppi og einhverjir eru á lifi, sem frá kunna að segja. Hitt er annað mál, hvort Símon Dalaskáld hefir verið heppilegastur maður til að safna slíku saman einn svo að segje, en það er víðast hvar auðséð, að efnið er Símonar en orðfærið Brynjólfs. Fyrst og fremst var Símon fjandmaður Hjálmars og því af þeirri ástæðu einni illa fallinnn til að fást einn við þessa söfnun. Hann hlýtur því að verða hlutdrægur, enda kennir þess víða í bókinni. Meira er þar sagt frá

x

Birkibeinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birkibeinar
https://timarit.is/publication/166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.