Breiðablik - 01.06.1913, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.06.1913, Blaðsíða 3
BREIDABLIK 3 SEXTUGSAFMÆLI POESTIONS. I' SLANDSVINURINN snjalli, J. C. Poestion í Vínarborg-, varö sextug- ur 7. þ. m. Fáum erlendum mönnum núlifandi á ísland jafn-mikið upp aö unna og jafn-sjálfsagða þakkarskyldu aö greiða og honum. í sögunni verður honum aö þessu leyti eflaust skipað á bekk meö þeim Rask og Maurer. Þeir fjölluöu mest um fornöldina og fornaldarmáliö. J. C. Poestion. Viðfangsefni þeirra var um fram all forn- máliö og fornaldarbókmentir vorar og fornaldarsaga. Um fram aðra menn bættu þeir að miklum mun við þekkingu sjálfra vor í þessum efnum, þeir vöktu athygli heimsins á oss og þeim skerf, er vér höfum lagt til heimsmenningarinnar. En nú hefir Poestion betur og rækilegar en nokkur erlendur maÖur annar vakiö eftirtekt helztu mentaþjóðar heimsins, Þjóöverja, á því, aö tunga vor og bókmentir heyra ekki einungis fornöld- inni til, heldur nútíöinni engu síö- ur, — að íslenzkan er lifandi nútíöarmál og að til eru íslenzkar nútíðarbókmentir og bókmentalíf, umfangs-meira og blóm- legra í hlutfalli við fólksfjölda og þjóöar- ástæöur en á sér staö um nokkura þjóð aðra. Svo má aö oröi komast, að hann hafi varið lífi sínu til að leiða athygli þjóöar sinnar og þá um leið alls heimsins, að hólmanum norður viö heimskaut, og til að sýna og kenna henni að dá þau and- ans blóm, er þar vaxa. Nútíðarbókment- ir vorar hefir hann kynt sér út í yztu æs- ar, svo hann er ef til vill allra manna fróöastur og bezt að sér á því svæði. Og svo mikla vandvirkni hefir hann tamið sér og nákvæma athugan, að vanalega er hvert smá-atriöi öldungis laukrétt í ritum hans. Þrjár bækur hefir Poestion samiö og gefiö út á þýzku um ísland og nútíöar- bókmentir þess. Fyrst birtist eftir hann ritverk hans hið mikla, er nefnist: Is- laendische Dicther der Neuzeit, Leipzig 1897, og eitt hefði veriö nóg til þess aö tengja nafn hans viö íslenzka bókfræöi meBan tunga vor er töluö. Því næst gaf hann út hið ágæta safn sitt af þýö- ingum íslenzkra ljóöa, er hann nefnir: Islandblueten, Leipzig 1904, og helgar ís- lenzkri þjóð í tilefni af hinni nýju stjórn- arbót, ráöherraskipaninni. Núhefirhann síöast látiö birtast minningarrit sitt um skáld-öldunginn Steingrím Thorsteins- son, áttræðan (1912). Auk þess hefir hann þýtt Pilt og Stúlku og rítaö ferða- sögu sína um ísland, fulla af alls konar fróöleik og þekkingu um ísland og ís- lendinga og íslenzka þjóöar menningu, bæÖi að fornu og nýju. En því miÖur hefir honum enn ekki tekist aö finna neinn kostnaöarmann aö þeirri bók, svo hún mun liggja hjá honum í handriti, og er þaö mikill skaðl, því óhætt mun að ætla, aö alt sé þar rétt og ábyggileast og af

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.