Dagsbrún - 14.07.1917, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 14.07.1917, Blaðsíða 2
50 DAGSBRÚN Austurlandi". Nú flytja þeir þing- menn Sunnmýlinga Sv. Ól. og Bj. R. St. ásamt Bj. frá Vogi frv. um að í staðinn fyrir „á Austurlandi" komi: í Suður-Múlasýslu. í sjálfu sér ætti frv. þetta að vera óþarft, því það nær ekki nokkurri átt að það geti verið um nema tvo staði á Austurlandi að ræða, en þeir staðir eru: Eskifjörður, ef litið er á nútímann eingöngu, en Reyðar- fjörður, ef litið er á framtíðina. Flutningsmenn frv. benda á, að Seyðisfjörður hafi nú þegar fengið bankaútbú, enda viðskiftamagnið meira, og þörfin því meiri í Suður- Múlasýslu en í Norðursýslunni. Forðagœzla. Lögin um forða- gæzlu frá 1913 hafa ekki reynst vel. Nú flytur Einar á Geldinga- læk frv. um að nema þau úr gildi, en kemur þó ekki með neitt í staðinn. Annað frv. um afnám þeirra flytja þeir Gísli Sv. og M. G., en þeir viija láta önnur lög koma í stað þeirra gömlu, og eru aðalbreytingarnar fólgnar í því, að sýslunefnd á að kjósa forðagæzlu- menn í stað hreppsnefnda, að forðagæzlumenn fá fríari hendur, og — það sem líklegast er mikils- verðast — að þeir eiga að fá 5 kr laun á dag, þegar þeir eru í skoðunarferðum; en eftir lögum þeim sem nú gilda eiga að fá borgun eftir samkomulagi við hreppsnefnd, „alt að 2 kr. á dag* eða svona hálft dagkaup á við 12 ára dreng í fiskvinnu í Rvík. 01iu.lau.ist! Síðan gasið hækkaði og kolin urðu ókaupandi mun almenningur hér í bæ mestmegnis hafa notað steinolíu til að elda við. Hafa flestir fengið einhverja úr lausn með hana þangað til nú um miðja þessa viku, að alveg er hætt að úthluta olíuseðlum, og margir þeirra er seðla áttu fengu heldur hvergi keypta olíu. Bœrinn er sem sé alveg olíu- laus, og veit enginn hvenær úr því rætist. Sagt er, að með Lagarfoss sé væntanlegt eitthvað af olíu, og halda sumir að þá rætist eitthvað úr, en því miður er lítil von til þess, því olíunni, sem er eign flrmans Johnson & Kaaber, mun þegar vera ráðstafað (seld lands- stjórninni). Hér í bænúm er 3 manna nefnd auk borgarstjóra (matvælanefndin), sem launuð er af bæjarsjóði*), til þess að sjá fyrir því, að nauð- synjavörur séu til handa bæjar- búum, og þá líka steinolíu. Hefði mátt búast við þvi, að nefnd þessi hefði gert sitt ítrasta til þess, að fá olíu handa bæjarbúum, og má ódæma trassaskapur og skeyting- arleysi heita, ef nefndin hefir látið það fram hjá sér fara, að lands- stjórnin seldi svo gersamiega alla olíu, að ekki sé neitt til handa Reykjavíkurbæ. Á það má líka líta, *) Hafa 8 kr. á dag hvcr, að sögn, gem ekki er of mikið, ef þeir gerðu eitthvað. að auk þess sem það sparar fólki stórfé, að fá olíuna til að elda við, þá er fjöldi manna hér í bæ, sem ekki hefir neina eldstó og ekki gas, en verður að notast eingöngu við oliuvélar til eld- unar. Nú verður þetta fólk að éta hrátt, ef það vill borða eitthvað annað en þetta góða(?) og ódýra(!) brauð, sem bakaríunum þóknast að geía fólki kost á. Það er ekkert launungarmál, að margir bæjarmanna bera lítið traust til matvælanefndarinnar, telja þá menn, sem í henni eru, ekki sem heppilegast valda til þess að gæta hagsmuna alþýðunnar. Er enginn efi á því, að í slíka nefnd hefðu verklýðsfélög bæjarins átt að velja, að minsta kosti meiri hlutann. Og þá hefðu athafnir hennar vafalaust betur samsvarað þörfum almennings. Verkamaður. Braudyerðið. Sagt er að það standi á stjórnar- ráðinu að gera úrslitaákvarðanir í brauðmálinu. Er það algerlega óforsvaranlegt af stjórnarvöldunum að skaða þannig almenning með óþörfum drætti, því, sé brauðverð- ið of hátt (og á því er enginn efi), er réttlátt að það sé lækkað, og það sé gert tafarlaust. Það er eins og stjórnarvöldun- um skiljist ekki, að á slíkum tím- um sem þessum, verður að gefa skjót svör og skýr, og að þeir megi hangsa og draga öll mál á langinn, eftir því sem þeim sjálf- um bezt líkar. Ráðstafanir út af ófriðarástandinu eru ekki eins og gefa þyrfti úrskurð um það, hvort þessum eða hinum hreppnum beri að greiða meðlag með Pétri eða Páli, og skrifstofurnar geta lúrt á mánuðum saman. Nei. Ákveðnar og skjótar verða athafnir stjórn- anna nú á dögum að vera, og séu þær það ekki, eða ef eitthvað mis- tekst, þá tekur fólkið sjálft í taumana. Svo hefir það að minsta kosti verið víða í löndum í seinni tíð, og svo má jafnvel búast við að verði hér líka. Er enginn efi á því, að vissa um slíkt aðhald af fólksins hálfu hefir betrandi áhrif á stjórnarráðstafanirnar. 5. Magadregin síld. Þar sem maður hefur nú fulla ástæðu til að ætla, að fólk sé dregið á tálar með ráðningu með síldina á komandi sumri, þá verð- ur fólk að athuga það, að lengri tíma tekur að magadraga síld heldur en kverka. Ættti því alt það fólk sem nú pegar hefur ráðið sig til þeirrar vinnu, að fá samningum breytt, hér i Regkjavík. Reykjavík 10. júlí 1917. Guðm. Jónsson, síldarmatsm. Fyrirspurn. Er það satt, að landsverzlunar- skrifstofa landssjóðs hafi einkum og sér í lagi selt embættis- og heldri mönnum bæjarins af Tjör- neskolunum, og að það sé gert af því, að þeir séu taldir bærastir til að dæma um gæði þeirra og um það, hvort þau séu nothæf handa almenningifl!)? Kolur. Dagsbrún hefir heyrt, eins og líklega fleiri, að ýmsir heldri menn bæjarins hafi fengið af kolunum í tonnatali, og getið hefir þess verið í blaði nýlega, að einn útgerðar- maður f Hafnarfirði hafi fengið bátsfarm af þeim. Sé þetta rétt, er það þungra víta vert að viss- um flokki manna sé gefinn for- gangsréttur til að birgja sig upp að nauðsynjavörum, og þá ekki hvað síst af kolum, sem búast má við, að verði nær ófáanleg í haust. Að verzlunarskrifstofa landssjóðs gerir sig seka í freklegu ranglæti með útbýtingu á sumum þeim vörum er hún hefir, eftir stéttum, sýnir að eins knýjandi nauðsyn þess, að skift sé um forráðamenn skrifstofunnar, og þangað settir menn, sem skilja hlutverk sinnar köllunar: að þeir séu ekki að starfa fyrir einstaka menn, heldur fyrir allan landslýðinn. Rjómabússmjörið. Stjórnarráðið hefir gert samning við samband smjörbúanna um að kaupa af því alt það smjör er þau framleiða fyrir kr. 3,70 kg. hingað komið. Tekur Sláturfélag Suður- lands við smjörinu og selur það fyrir stjórnina og fær 10 aura á kg., og verður þá útsöluverð smjörsins á kr. 3,80 kg. (1,90 pundið). Má þetta að vísu eftir atvikum kallast nokkurnveginn skaplegt verð, en sá er galli á gjöf Njarðar, að þetta virðist ekki koma að gagni, nema efnaðra fólk- inu, því Sláturfélagið mun, svo lengi sem það getur selja smjörið í heilum tunnum, vegna þess, hve ómakslaunin eru lág, (5 aura á pundið). En þá er að líta á það, hvort fátæklingarnir hafi ekki rétt til þess, að fá þessa góðu vöru, þó þeir gætu ekki keypt nema eitt eða hálft pund af því í einu. Vissu- lega eiga þeir réttinn til þess. En hvernig stendur á þessu hróplega misrétti? Það er vegna þess, að þeir sem eiga að stjórna, hugsa ekki nema aðeins um sig og sína líka; „heldri stéttirnar*, þ. e. a. s. þá, sem hafa peningana. Hvar er nú Knútur borgarstjóri með alla sína umhyggjusemi fyrir fátæklingum þessa bæjar? Oghvað hefir matvælanefndin gert til þess, að rjómabússmjörið verði til sölu handa almenningi hér? Peir hafa ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Það er víst álitið nógu gott handa sauðsvörtum almúganum þetta óþverra smjörlíki, sem selt er hér í búðum í bænum á kr. 3,00 kg. Hversvegna er það ekki tekið frá og selt heldri mönnum? Það er víst af því þeir vilja það ekki. Matvælanefndin hefir í þessu, ' sem mörgu öðru, reynt það, að hún er ekki þeim starfa vaxin, að hugsa um þarfir bæjarmanna. T. d. hefir hún ekki hugsað fyrir því, að panta hjá landsstjórninni eitt einasta pund af Tjörneskolun- um, en stjórnarráðið er nú um þessar mundir, að reyna að troða upp á matvælanefnd, eða borgar- stjóra 100 tonnum af þeim kol- um, en það er líklega ekki víst, að þeir þiggi það, frekar en Hjálmar Tuddi að Finnur malaði úr kvörn- innil! Það hefði verið sjálfsögð ráð- stöfun, ef matvælanefndin hefði reynt að festa kaup á rjómabús- smjörina hjá Sláturfélaginu, og láta selja það gegn seðlum til allra bæjarmanna jafnt. Og ég er viss um, að þó að pundið hefði þurft að hækka um 5 aura fyrir það, (sem raunar er óþarfi), þá hefðu bæjarmenn verið þakklátir nefndinni fyrir þá ráðstöfun, og nefndinni hefði líklega ekki veitt af þakklætinu, til þess að leggja á metaskálarnar, þegar syndapoki hennar verður veginn. Bœjarmaður. St aka eftir »Gjallanda«. Til skáldsins M. Gíslasonar. Við fáum i lífinu lastyrða-él * frá lýginnar hatölduróti. — En hugsaðu vinur, eg hefni þín vel ef heimur vill kasta’ áþiggrjóti! 1910 Orgel-Qarmoninm frá Petersen & Steenstrnp eru viðurkend að vera hin beztu. Seljast með verksmiðju- verði, frá 200 kr., úr eik, -f- flutningskostnaður. Hljóðfærahús Reykjavikur. Sími 056. Símnefni: Hljóðfærahús. Fyrirliggjandi allskonar nót- ur fyrir Harmonium. Verðlist- ar ókeypis. T. H. Hornung & Söimer*. Pianoer og flygler í alsteyptum járngerðum hlífum. Eru alstaðar viðurkend að vera hin beztu. Seljast með verks- smiðjuverði frá 800 kr. -f flutn- ingskostnaður. Einkasölu fyrir ísland: Hljóðfærahús Reykjavíkur. Simi 656. Símnefni: Hljóðfærahús. Fyrirliggjandi allskonar nótur frá Wilhelm Hansen Forlag o. fl. Verðlistar ókeypis. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.