Dagsbrún - 11.08.1917, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 11.08.1917, Blaðsíða 1
■....... "M PREMJIÐ EKKI RANQINDI D A G 8 B R U N Þ,°,r BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ DT AF ALPÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 24. tbl. Reykjavlk, laugardaginn 1 1. ágúst. 1917. Alþingi. Ásetningur búpenings. Land- búnaðarnefnd n. d. flytur svohlj. tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að skora á landsstjórnina að brýna fyrir sveit- arstjórnum, að halda fundi í haust með bændum, hver í sínum hreppi, til þess að fá samþyktar ályktanir um tryggilegan ásetning." Aukning seðlaforða íslands- banka. Fjárhagsnefnd n. d. ber fram — skv. beiðni ráðuneytisins — lagafrv. um að heimila stjórn- inni að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út. Bœjarstjórnarlögin ísfirzku, eru afgreidd frá e. d. þannig að um- dæmi ísafjarðar nái yfir jarðirnar Eyri og Stakkanes. Dósents-embætti í lœknadeild háskóla íslands. Mentamáladeild n. d. flytur frv. um að stofna dósentsembætti í líffærameinfræði og sóttkveikjufræði við háskólann. Fó er þegar veitt á yflrstaudandi fjárhagstímabili tii Stefáns læknis Jónssonar, til starfans. Skifting bœjarfógetaembœttis- ins í Rvík. Það mál er nú afgreitt frá n. d. til efri deildar. Skv. frv. skal núverandi bæjarfógetaembætti skift í tvent þannig, að annað em- bættið sé dómaraembætti, en hitt lögreglu- og tollstjóraemb. Ena- bættinu á að skifta 1. apríl 1918. Laun dómarans og lögreglustjórans 5000 kr. er hækki upp í 6000 kr. Engar aukatekjur. Frumvarp til laga um lieim- ild jgrir landsstjórnina til að veita leyfisbréf til mannvirkja til notkunar vatnsaflsins í Soginu flytja í e.d. H. H., E. Pálsson og M. Kr. Efni frumvarps þessa er í stuttu máli þetta: Stjórninni veitist heimild til að veita fossafélaginu „tsland leyfl um 99 ára skeið til að leiða aflið úr Soginu til Reykja- víkur, eða annarar hafnar, í raf- magnsleiðslum. Félagið hafi heim- ilisfang hór og varnarþing og meiri hluta stjórnar sinnar hér og bú- settan. íslendingar hafa forgangs- rétt til að skrifa sig fyrir hlutum í félaginu í 6 mánuði að stríÖinu loknu. Fólagið þarf þó ekki að biðja um leyfisbréf fyr en einu ári eftir ófriðarlok. Leyflshafl er skyldur að láta af hendi í aflstöðinni rafmagn handa einstökum sveitaheimilum eða hreppsfélögum til ljósa, suðu, hit- dnar og smáiðnaðar, við verði, sem miðað sé við framleiðslukostn- ah að viðbættum 10°/0, og með sömu skilmálum rafmagn tll rekst- Ufs járnbrautar frá Reykjavík austur um suðurlandsundirlendið og enn fremur iðnaðarafurðir sínar til eigin afnota landsmönnum, með svo vægum kjörum sem unt er. Ef leyfishafi leggur járnbraut, skal hann gera það í samráði við landsstjórnina, um legu og gerð, og skyldur að láta hana af hendi við landsstjórnina eftir 10 ár og á 5 ára fresti úr því, fyrir það verð, sem ætla má að slík járn- braut kosti þá af nýju, með hæfl- legu tilliti til fyrningar. En ekki skal félagið þó verr sett um flutn- inga með brautinni en meðan það átti hana sjálft. Leyfishafi er undanþeginn öllum tollum, sköttum og gjöldum í landssjóð, gegn því að greiða 10°/0 af hreinum ágóða, þegar hæfilegur frádráttur hefir verið gerður fyrir endurgreiðslu höfuðstólsins og fyrn- ingarkostnaði og eftir að hluthöf- um hefir verið greiddur 5°/0 arður af hlutafénu. Og þyki félaginu sér um of íþyngt með sveitarútsvör- um eða bæjarsköttum, liggur það undir úrskurð stjórnarráðsins. Landssjtórninni er heimilt að skipa mann til þess að rannsaka árlega alla reikninga félagsins, en undirskrifa skal hann eiðstaf um að hann skuli halda leyndum fyrir öllum öðrum réttmætum leyndar- málum félagsins og öðrum einka- málum þess. Eftir 55 ár á landsstj. rótt á að fá sór afhent öll mannvirki félagsins og róttindi. Skal kaup- verð miðað við hvað leyfishafi hefir borgað fyrir róttindin og hvers virði mannvirkin eru. Fossarnir. i. Mörg eru þau fallegu orð sem viðhöfð hafa verið í ræðu og riti um íslenzku íossana og afl þeirra, „hvítu kolin". Og þó maVgir sem um þau hafa ritað, hafi tekið djúpt í árinni, þá hefir víst aldrei verið gert nógu mikið úr því feiknaafli, sem fólgið er í þeim, né auðæfum þeim, er þeir geta framleitt. Fyrir nokkrum árum reiknaði einn af yngri fræðimönnum vorum að eftir meðalúrkomu á öllu landinu, og meðalfallhæð vatns- ins, sem af öllu íslandi rynni, ætti vatnsaflið að geta framleitt sam- tals um hálfan þriðja tug mil- jóna hestafla. Vitanlega er langt frá því að hór komi öll kurl til grafar. Mikið af vatninu rennur til sjávar án þess að nokkur not sé hægt að hafa af því sem aflgjafa, og þau vatnsföll sem að haldi koma, verða ekki notuð nema að litlum hluta af allri fallhæð þeirra. En þó tekið sé fult tillit til þess hve mikið hlýtur að tapast af því afli sem fallandi vötn hér á landi fræðilega séð ættu að gefa, er vavla hugsanlegt að lothæft afl þeina sé minna en 1—2 milj. hestafla. Hvert feiknaafl ein miljón hest- afla er, má sjá á því að allar afl- vélar í Kaupmannahöfn, sem hefir yfir ^2 milj. íbúa, og sem svo sem kunnugt er, að miklu leyti er iðnaðarbær, hafa samtals ekki nema um 25 þús. hestöfl. II. Lang-hagkvæmast er að nota vatnsaflið með því að breyta því í rafmagn. Vélarnar sem til þess þarf eru — miðað við aflið sem þær framleiða — tiltölulega litlar fyrirferðar og tiltölulega ódýrar. En aðalkoslurinn við siíkar vatns- afls-rafstöðvar er, hvað reksturs- kostnaðurinn er lítill, ekki annað en rentur og fyrning fyrirtækisins. Eitt af því sem valdið hefir því að ekki eru nú þegar allir fossar í heimi beizlaðir til aflframleiðslu, er að það hefir engin þörf verið fyrir alt afl stóru fossanna, nema þeirra sem voru nálægt stórborg- ðm eða námuhéruðum (því það eru takmörk fyrir því hvað langt má veita rafmagninu). En á þessu varð breyting þegar fundin var upp aðferð til þess að vinna áburð- arefni úr loftinu. Þá aðferð fann Norðmaðurinn Birkeland, sem lát- inn er fyrir nokkrum mánuðum austur í Japan (á ferðalagi um- hverfis hnöttinn), og var í félagi við hann um uppflndinguna Sam. Eide, sem einnig er Norðmaður og enn á lífi. Aðra aðferð til þess að vinna áburðarefni úr loftinu fann Þjóðverjinn Schönherr, og eru hvortveggja aðferðirnar notaðar. Schönherrs aðferð er sögð betri; mælt að aflið notist 7 hundraðshl. betur. Grein þessi er ekki um jarðyrkju', og skal því ekki hér farið langt út í áburðarfræði. Aðeins skal þess getið að af þeim efnum sem jurt- irnar þurfa til þess að nærast af er í öllum jarðvegi nóg nema af þessum fjórum tegundum: kalk, kali, fosfór og köfnunarefni. Vanti eitt eða fleiri af þessum efnum (eða sé lítið af þeim) verður gróð- urinn lélegur, hvað mikið sem er af hinum efnunum. Hin þrjú fyrst- töldu efni finnast víða í jörðu og eru tiltölulega ódýr; köfnunarefni er aftur lítið af í náttúrunni í föstu formi. Það er í guano, sem fyrir- finst í allþykkum lögum á sumum eyjum í hitabeltinu þar sem aldrei eða sjaldan rignir, 'en þetta guano er myndað af tómum sjófuglaskít; safnast þegar saman kemur. En aðallega fékkst köfnunarefni úr saltpétri sem finst í all-miklum jarðlögum í Chile í Suður-Ame- ríku, hinum svonefnda Chile-salt- pétri. En það er hvortveggja að það e'U dýr farmgjöld frá Chile til Norðuráifu, og það að Chile-ríkið okrar á efni þessu, sem gerir að Chile-saltpétur er dýr kominn til Evrópu. Það var því hinn mesti framfara-vísir fyrir alla jarðyrkju þegar fanst upp aðferðin til þess að vinna köfnunarefni úr loftinu með rafmagni, en þegar talað er um að vinna áburð úr loftinu þá er altaf átt við köfnunarefni. Alt andrúmsloftið er aðallega sambland af tveimur lofttegund- um: súrefni að 1fs og köfnunar- efni að 4/s hlutum. Það er því í hvaða landi sem er hægt að vinna köfnunarefni úr loftinu, einnig hér á landi. Óvíst er þó að hér finn- ist nóg af efDÍ því sem þarf til þess að „binda“ með köfnunar- efnið (kalk), en ekki þyrfti það að vera neinn þröskuldur fyrir fram- leiðslunni, því það mætti flytja það að. Að eins mundi það hafa þau áhrif að áburðarverksmiðjur hér á landi yrðu allar settar við höfn, en það yrðu þær að líkind- um hvort eð er, þar eð auðvelt er að veita rafmagninu ef um til- tölulega stuttar leiðir er að ræða Auðvelt er t. d. að veita rafmagni úr aflstöð við Sogsfossana til Reykjavíkur; einnig rafmagn úr aflstöð við Gullfoss, sem mun vera um 100 kílómetra héðan. Til samanburðar má geta, að frá aflstöðinni við Porjus í Norður- Svíþjóð er miklum hluta af aflinu veitt til Kiruna, og er sú vega- lengd 118 km., en sumu er veitt ekki skemra en 240 km., sem er töluvert meira en hálfnuð leið héðan norður á Akureyri. (Frh.). Steinolíu-stdrhneyksli. Leikið á landsstjórnina? ■ Steinolíufélagið alræmda, sem landsraenn eru nú í þann veginn að hrinda af höndum sér, fékk í fyrri viku fyrsta steinolíufarminn á þessu ári, um 6—7 þús. tunnur. JafnmikiH hörgull og orðinn var á þeirri vöru, hafa víst flestir búist við því, að nú myndi lands- stjórnin þegar taka farminn í sín- ar hendur og algerlega ráða því, hvernig sölu hennar yrði hagað. En því var nú ekki að heilsa. Nokkrum dögum eftir komu skipsins fer það að kvisast um bæinn, að fáeinir kaupmenn, vild- ustu vinir St.fél., séu, í pukri þó, farnir ab selja olíuna í heilum

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.