Dagsbrún - 08.09.1917, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 08.09.1917, Blaðsíða 2
72 DAGSBRÚN í lögum þessum er gert ráð fyrir^ að auk innkaupsverðs og alls kostn- aðar sé lagt 4 kr. gjald á hverja steinolíutunnu, er renni að hálfu í landssjóð, en að hálfu leyti í veltu- fjár- og varasjóð steinolíuverzlun- arinnar. Þegar sá sjóður er orð- inn svo stór, að hann getur stað- ið straum af rekstri verzlunarinn- ar, fellur alt gjaldið (4 kr.) óskift til landssjóðs. Hér er áreiðanlega um tekju- lind að ræða fyrir landið í fram- tíðinni, þegar verslunarástandið batnar að ófriðnum loknum, ef að landsstjórnin ekki viljandi eða óvilj- andi fer ráðlauslega með þá verslun. Það verða fundnir peningar fyrir jandið, sem annars hefðu gengið til (útrendra) gróðabrallsmanna, og ætti þetta, ásamt fleiri fyrirtækj- um landsins þegar tímar líða, að verða til þess, að létta af þjóðinni hinu afaróréttláta tollafargani, sem aðallega hvílir á fátækasta fólkinu í landinu. Yonandi verður þess heldur ekki langt að bíða, að landseinkaversl- un á kolum fari líka að mjólka í landssjóðinn. Sólon. Setjum svo. Setjum nú svo, að þingið gerði ekkert í dýrtíðarmálum almenn- ings, annað en það, sem orðið er að leýfa þeim, sem vildu, ánetja sig í sveitarlána-skuldaneti meiri- hluta-frumvarpsins. Og setjum svo, að þingmennirn- irnir slyppu nú samt heilir á húfl heim til búða sinna, þá væri samt ekki bundinn endi á það mál. Setjum svo, að þegar atvinnuleysi og dýrtíðarplágurnar, hungur og kuldi, fara að þrengja svo að verk- lýð þessa lands — og það mundi verða að ekki mjög áliðnum vetri — þá þætti mönnum nauðsyn til bera að hefjast handa. Setjum svo til dæmis, að þús- undir manna úr Reykjavík, þyrpt- ust að stjórnarráðshúsinu, og heimtuðu af landsstjórninni, að hún léti í tó vel borgaða vinnu eða að öðrum kosti lífsnauðsynjar. Setjum nú svo, að þessa væri kraflst með þeirri alvöru, að stjórn- inni þætti ekki ráðlegt að sinna þessu að engu, eða segja þeim að fara úpp í sveit, og ráða sig ár- langt fyrir matvinnunga hjá bænd- um, eða að vísa þeim til sveitar- innar. Setjum svo, að þannig lagaðar kröfur kæmu samtímis fram í kaupstöðum og kauptúnum lands- ins til yflrvalda þar. Hvað mundi nú iandsstjórnin og yfirvöldin gera? Og hvað gætu þau gert? Jú, því er auðsvarað: Lands- stjórn og yfirvöld mundu með skjálfandi fingrum þrífa lyklana að vöruforðabúrum landsverzlunar- innar og landssjóðsins og leiða þangað lýðinn að fullsælu matar og fjár. Því hvaða vinnu gætu þau veitt, þegar undirbúning, efni og tæki Síerling fer héðan í strandferð austurognorðurumland 18. september kl. 9 árdegis, og kemur við á þessum höfnum: Vestmannaeyjum, Djúpavogi (ef veður leyfir), Fáskrúðsíirði, Seyðisíirði, Húsa- vík, Akureyri, Sigluíirði, Sauðárkróki, Blönduósi, Hvammstanga, Borðeyri, Hólmavík og Ísaíirði. Þaðan beint til Reykjavíkur. Nótur. Eftirtaldar nótur eru aftur kömnar í Hijóðfærahús Reykjavlkur (við dóm- kirkjuna): VoreBörnesange, Melodier ogBilleder. Danmarks Melodibog i., 2. og 3. Deh Hver Mands Eje 1., 2. og 3, Del. Norges Melodier i.J 2. og 3. Del. Melodier fra alle Lande i., 2. og 3. D. Grieg: Harmonium Album 1., 2., 3. D. Alnæs------ — 1., 2., 3. D. Harmoniumspillerens Underhold- ningsbog 1., 2., 3. Del. Hjemmets Bog 1., 2. og 3. Del. Ungdommens Melodialbum 1. og 2. D- Dur og Mol 1. og 2. Del. Ruthards Klaverbog 1. og 2. Del. Horneman Schyttes Klaverskole. Stapfs Harmoniumskole. Wolthers do. Czernyes Etuder. Hellers — Nýtt! Mnsik for alle ogmargtm. fl. TVýtí»U« danslög, stórt úrval. Hljóðfærahús Reykjavíkur. Símnefni: Hljóðfærahús. Stmi 656. „Skólar", kenslubœknr og allskonar Jlétur nýkomið í Hljóðfærahús Reykjavíkur. Sími 656. AV. Best að koma og kaupa sem fyrst, áður en birgðirnaf þrjóta, því óvíst er nema þess verði langt að bíða að aðr- ar komi í staðinn. Tekið á móti vörum: F’imtu.clagiiiii 13. september til ísafjarðar, Hólmavíkur, Borðeyrar og Hvammstanga. F östixilíxoinni 14. september til Blönduóss, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Laugardaginn 15. september til Seyðisfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Djúpavogs og Vestmannaeyja. ijaræomum og piano eru nú komin aftur í Hljóðfærahús Reykjavíkur. |Brúkuð hljóðfæri keypt og tekin í skiftum. Blómstnrkarfan, ágæt barnasaga, fæst í Bókabúð- inni á Laugavegi 4. vantar til alls? Ekkert nema að kroppa klakann! Og það væri líka svo vel hægt að afsaka þetta við þingið, þar sem „brýna nauðsyn“ hefði bor- ið til þessara ráðstafana. Jökull. þessu nauðsynja- og áhugamáli bæjarmanna. 1. þm. Reykvíkinga, Jör. Br., flutti svo á þinginu í sumar frv. um einkasöluheimildina, en það var felt og í stað þess samþykt frv. um mjólkursölu í Reykjavík; er það nú orðið að lögum og birtist hér orðrétt: Mjólkursölulögin. Á þingmálafundinum hér í vor var skorað á þingið að samþykkja lög um einkasöluheimild á mjölk fyrir Reykjavíkurbæ. Sú áskorun var endurnýjuð á borgarafundinum í sumar, og má óhætt fuilyrða, að nær allir bæjarbúar hafi verið einhuga um þessa kröfu. Eins og lesendum blaðsins mun kunnugt, var einkasölumálið borið fram í vor í bæjarstjórn Reykja- víkur fyrir tilstilli bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins. En þar var málið felt með jöfnum atkvæðum. Voru það einkum þeir Knútur borgar- stjóri og Jón Þorláksson sem af mikilli grimd börðust á móti Lög um mjólkursöluíReykjavík. 1. gr. Bæjarstjórn Reykjavíkur- kaupstaðar heimilast að setja á- kvæði um alt, er lýtur að með- ferð og gæðum rjóma og mjólkur, er selja á í kaupstaðnum, svo og um tölu og legu útsölustaða þeirra vörutegunda í kaupstaðnum. Heim- ilt er henni og að ákveða, að eng- inn megi standa fyrir sölu til al- mennings á mjólk eða rjóma í Reykjavíkurkaupstað, nema hann hafl til þess leyfi heilbrigðisnefnd- ar, enda getur húu svift þann leyf- inu, er það hefir fengið, ef henni þykir ástæða til. 2. gr. Bæjarstjórn setur allar nauðsynlegar reglur um eftirlit með mjólkurmeðferð og sölu mjólkur og rjóma. 3. gr. Meðan irjólkurskortur er í Reykjavík, er bæjarstjórn heimib' að banna sölu á mjólk eða rjóma' til neyzlu á sölustaðnum og til neyzlu á veitingahúsum, svo og um notkun mjólkur og rjóma til niðursuðu eða til sælgætis, seiú gert er í brauðgerðarhúsum eða í sambandi við aðra atvinnu, til sölu handa almenningi. 4. gr. Þegar svo stendur á, seiú í 3. gr. segir, er bæjarstjórú Reykjavíkur og heimilt að setj9 reglur um úthlutun mjólkur, sv0 sem með mjólkurseðlum eða 0 annan hátt, eftir því sem hentíl þykir. 5. gr. Rétt er bæjarstjórn að leggja sektir við, alt að lOúO krónum, fyrir brot á ákvæðuh1 þeim, er hún setur samkvsenfi’ 1.—4. gr. Renna þær sektir 1 bæjarsjóð. 6. gr. Mál út af brotum <1 ákvæðum þeim, sem bæjarstjót11 setur samkvæmt 1.—4. gr., skúl° sæta sömu meðferð sem alme011 lögreglumál. 7. gr. Ákvæði, er bæjarstjói11 setur samkvæmt 1.—4. gr. þessara, liggja undir samþy^1 stjórnarráðsins. 8. gr. Lög þessi öðlast S1 þegar í stað. jldi Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.