Dagsbrún


Dagsbrún - 13.07.1918, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 13.07.1918, Blaðsíða 2
72 DAG3BKÚN og afturhaldsmenn til þess að mynda vanheilagt samband sem nefndi sig frjálslynda flokkinn. Þá voru verkamenn orðnir mótstöðu- flokkurinn i þinginu. Yið hverjar kosningar sem haldnar voru fjölgaði svo verkamönnum óðum, þangað til þeir urðu í meiri hluta og þvinguðu hið vanhelga samband sem kallaði sig frjáislynda flokk- inn til þess að taka sér sæti á andstæðingabekkj unum. Síðan 1890 hafa verkamanna- flokkar verið stofnaðir í öllum öðrum Ástralíuríkjunum og í New South Wales, og alstaðar hafa verkamanna hreyfingarnar tekið sarnskenar framförum. Þegar stríðið hófst var varka- mannastjórn í ölluin fjórunt ríkj- unum: New South Wales, Suðut- Ástralíu, Yestur-Ástralíu og Tas- manía. Árið 1899 komu menn sér sam- an um það í Ástralíu að mynda samband til þess að vernda Ástralíu, sjá um tolla, annast fjármál og önnur mikilsveið málefni. Grundvallarlögin í Ástralíu gera ráð fyrir að fólkið byggi höfuðborg fyrir alt ríkið, sem sambandsstjórn- in eigi og ráði yfir. Þegar ríkin í Ástralíu ákváðu að mynda samband, var myndaður sambands verkamannaflokkur og við fyrstu sambands kosningarnar voru kosnir margir verkamenn á sambandsþingið í báðar deildir. Flokkurinn óx að fjölda og áhrif- um og fyrir hér um bil átta ár- um komst hann til valda^ Andrew Fisher varð forsætisráðherra verka- mannaflokksins og tók hann þegar að koma stefnu flokksins í fram- kvæmd. Hann samdi lög sem ákváðu að stofna þjóðbanka, með einkarétt- indum til seðlaútgáfu og gerði seðlana að gildum gjaldeyri. Þeg- ar bankinn hóf starf sitt lét Fisher byrja á því að byggja höfuðborg fyrir ríkið á Canberra, og veitti við það vinnu fjölda manna. Á hverri viku voru þessum mönnum borguð vinnulaun sín með bankaseðlum ríkisíns. Á sama hátt og fyrir samskonar borgun stofnaði hann ýms fyrirtæki; kom upp gufu- skipum, kaðla verksmiðju, klæða- verksmiðju, veitingahúsi, tilrauna- búi 1 norðurhluta landsins, sútun- arhúsi, aktýgjaverksmiðju og fleira. Þetta er jafnaðarmenska og sú steína, sem auðvaldið í Ástralíu sagði oss fyrir 20 árum að mundi eyðileggja landið. Andrew Fisher er yflrumboðs- maður fyrir Ástralíu á Englandi. Hann lét nýlega í té fjórðu og síð- ustu ársskýrslu klæðaverzlunar rik- isins. Skýrslan sýnir að 30. júní, 1915, unnu 102 karlmenn og 612 konur í verksmiðjunni. Þeim var borgað hærra kaup en annars gerð- ist. Fatnaður sem á verksmiðjunni var búinn til var seldur með 20 prósent lægra verði en frá öðrum verksmiðjum. Hreinn ágóði af verk- smiðjunni yflr árið var $127,356. Þessi skýrsla skýrir sig sjálf og ætti að koma verkamönnum til þess að hugsa. Afskífti AlfiýöuflokksiDS af samöandsmáliflu. Af því að reynt heflr verið á marga lund að ófrægja ýmsa helztu trúnaðarmenn Alþýðuflokksins út af afskiftum hans af sambands- málinu, skal bér í fáum orðum skýrt frá tildrögum og gangi þess máls: Á fundi sem haldinn var í Jafn- aðarmannafélaginu um miðjan vet- ur síðastl. var því hreyft, hvort íslenzkir jafnaðarmenn ættu ekki að láta til sín taka sambandsmál íslands og Danmerkur og þá eink- um fánamálið, sem allir vissu að hlaut að koma á dagskrá innan skamms. Nefnd sem kosin var í tilefni af þessu lét síðar þá skoð- un uppi, að jafnaðarmenn ættu að gera hvað unt væri til þess að íslenzka þjóðin fengi heiður og hag af fánamálinu. Heiðri þjóðar- innar væri ekki borgið, nema hún fengi viðurkendan siglingafána. Þá kröfu yrði að halda rígfast við, jafnvel þótt a£ því leiddi skilnað, en skilnaðarleiðina væri ekki ger- legt að fara neriia allar aðrar sæmilegar leiðir væru ófærar. Að komast hjá skilnaði og fá þó fán- ann var markraið nefndarinuar, og atbeini ísl. jafnaðarmanna mundi verða mestur á þann veg að hafa ákrif á danska jafnaðarmenn í málinu. Þetta álit sitt bar nefndin undir jafnaðarmannafélagið og full- trúaráð Alþýðusambandsins, og urðu allir á eitt sáttir um þetta. Yarð það sameiginlegt ráð jafnað- armannafélagsins og stjórnar Al- þýðusambands íslands að senda mann til Danmerkur til þess að hafa áhrif á danska jafnaðarmenn í þá stefnu, sem að ofan er lýst. Var hr. Ólafur Friðriksson ráðinn til ferðarinnar og för hans kostuð af Alþýðusambandinu. Áður en Ól- afur fór var danska jafnaðarmanna- flokknum ritað bréf og því greini- lega lýst í bréfinu með hvaða er- indum Ólafur færi. Bréf þetta var ritað í nafni Alþýðuflokksins og undirskrifað af stjórn Alþýðusam- bandsins, formanni Jafnaðarmanna- félagsins og þingmanni flokksins, Jörundi Brynjólfssyni. Nokkru eftir að Ólafur Fr. kom úr utanförinni var fundur haldinn í jafnaðarmannafélaginu og var samþykt þar, að áskildu samþykki stjórnar Alþýðusambandsins, að kjósa 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um frekari afskifti af málinu, ef þurfa þætti. Þessi nefnd samdi síðar tillögur til ályktunar, og var sambandsráðið kaliað sam- an á fund 5. þ. m, til þess að ræða tillögurnar.. Sumir fulitrú- anna þóttust ekki viðbúnir að segja álit sitt um'*t!llögurnar þar á fundinum, og var því fundinum frestað. 6. þ. m. var fundinum haldið áfram. Breytingartillögur komu engar fram. Á þessum fundi greindi menn aðallega á um það, hvort ályktun fundarins skyldi birta í blaði flokksins eða halda henni leyndri fyrst um sinn. Eftir langar umræður var gengið til at- kvæða. Fyrst var leitað atkvæða um efni og orðalag á frumvarpi nefndarinnar. Yoru þá 16 fulltrúar á fundi. Með efni og orðalagi ályktunarinnar voru greidd 12 atkv., en ekkert á móti (4 greiddu ekki atkvæði). Þá fór fram atkvæða- greiðsla um hvort fundarsamþykt þessa skyldi birta eða ekki, og urðu 8 atkv. með því að birta hana, en 7 á móti, að viðhöfðu nafnakalli. Þess þarf naúmast að geta, að það er tilhæfulaus uppspuni, að sendiförin til Danmerkur hafi verið gerð til þess að leita fjárstyrks hjá dönskum jafnaðarmönnum, svo sem blað eitt hér í bænum heflr viljað láta heita. Jón Baldvinsson, (form. Alþýðusamb. íslands). ylfgreiðslainnheimta Dag’sbrúnar er flutt á Frakbastíg 12. Kaupendur blaðsins eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni bústaða- skifti og snúa sér til mín með borgun fyrir blaðið. Guðm. Oaviðsson. Prentsmirtian Gutenberg. í sama farið. »Áttugasta og fyrsta stræti — gerið svo vel að hleypa út«, kallaði bláklæddi hirð- irinn. Hópur af borgara-sauðkindunp ruddist út og annar inn. Gling—gling. Gripavagn- arnar runnu skröltandi burtu, og John Perkins rölti burt frá stöðinni með hópn- um, sem slept hafði verið. John gekk i hægðum sínum i áttina til leiguhúss síns. Hægt, af því að í orða- bók daglega lífs hans fyxirfanst ekkert slíkt orð sem »ef til vill«. Ekkert kemur flatt upp á mann, sem hefir verið giftur í tvö ár, og býr í leiguhúsi. Á heim- leiðinni hugsaði John Perkins i þungbún- um bölsýnishug um undanfarna útkomu hinna tilbreytingarlausu daga. Katy myndi taka á móti honum i dyr- unurn með kossi, öll ilmandi af rjóma, 2 sykri og smjöri. Hann myndi fara úr frakkanum, setjast á legubekk og lesa um það i kvöldblaðinu, að Rússar og Japannr féllu unnvörpum fyrir hinni ban- vænu linstype. Til miðdegisvei’ðar myndi vei'ða steik, salat og sósa, soðinn rabarbari og flaska með jarðarbei'jasafa, sem skammaðist sín fyrir vottorðið upp á efnafræðislegan hreinleik á miðanum. Eftir mat myndi Katy sýna honum nýju bótina á gatslitnu bi'ekáninu, sem ökumaður skar af end- anum á vagni sínum og gaf henni. Kl. hálf átta myndu þau breiða dagblöð yfir húsgögnin, til þess að skýla þeim fyrir kalkstykkjunum, sem féllu úr loftínu, þegar feiti karlinn í íbúðinni beint upp yfir tók að gera likamsæfingar sínar. Ná- kvæmlnga kl. átta sigraðist ölæðið á Hickey & Mooney úr ljóðsöngleiksflokkn- um (óbókaðir), sem bjuggu hinu megin við forstofuna og tóku að velta stólum og ímynduðu sér að Hammerstein væri að ofsækja þá með samningi, sem hljóð- aði upp á fimm hundrnð dollara á viku. Síðan myndi maðurinn við gluggann fyrir ofan vindaugað taka að leika á hljóð- pípu sína; gaslekinn myndi laumast út 3 og ólátast á þjóðveginum; matarskápur- inn myndi renna niður af fótstalli sin- um; dyravörðurinn myndi enn einu sinni reka út fimm börn frú Zanowitski, frúin með ljósgula skóna, og rottuhundinn, myndi bregða sér niður og líma nýtt nafn yfir bjöllu sina og bréfakassa — og kvöld- iðja Frogmore leiguhússins var byrjuð. John Perkins vissi að þetta myndi ske. Og hann vissi það að kl. kortér yfir átta myndi liann herða upp hugann og seilast í hattinn og að kona hans myndi þá flytja ræðu þessa í nöldrandi tón: »Mér þætti gaman að vita, hvert þú ætlar núna, John Perkins.« »Ég er að hugsa um að líta inn til Mc. Closkey«, myndi hann svara, »og fara í nokkra slagi við piltana.« Upp á síðkastið hafði þetta verið venja John Perkins. Kl. 10 eða 11 kom hann heim. Stundum var Katy sofnuð; stund- um beið hún, reiðubúin að bræða í deiglu reiði sinnar dálítið meira af gyllingunni á stálkeðju hjúskaparins. Fyrir þetta verð- ur ástarguðinn að standa reikningsskil, þegar hann stendur við dómgrindurnar ásamt fórnardýrum sínum frá Frogmore leiguhúsunum.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.