Dagskrá II - 20.07.1901, Blaðsíða 2

Dagskrá II - 20.07.1901, Blaðsíða 2
DAGSKRÁ II. neinum og þess vegna getur það ver- ið óháð og það skal það verða. Dag- skrá langar til þess að geta andað frá sér heilnæmum blæ til þess að feykja í burtu óhollu lofti. Þakk- samlega verða teknar vel samdar ritgjörðir, fréttir og annað, en nafn verður að fylgja, og heimild áskil ég mér til þess að draga saman ritgerð- ir og breita stílshætti án þess þó að efni sé raskað. Af því ég er bind- indismaður tek ég engar áfengis aug- lýsingar; ég tel það hræsni að vera bindindismaður og útbreiða þó vín- sölu með auglýsingum í blaði sínu. Dagskrá kemur út á hverjum laugardegi og kostar 50 cent um ár- ið, er borgist þannig, að helmingur sé greiddur við móttöku fyrsta blaðs eða fyrir fram og helmingur eftir 6 mánuði. Þess skal getið að persónulegar deilur verða alls ekki teknar í blað- ið. Að svo mæltu sendi ég þetta litla blað í þeirri von að það verði kær- kominn gestur öllum sannleiksels'k- andi mönnum, en hvað aðrir segja, ef nokkrir eru, hirði ég ekki um. Winnipeg 13. júlí 1901 Með virðing og vinsemd, Sig. Júl. Jóhannesson. FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR. tslenzkir innflytjendur eru hafðir í sóttvörn í Austur-Selkirk; eitt bam talið bóluveikt og búist við að fólk- inu verði haldið þarna 2-3 vikur. Ritstjóri þessa blaðs átti tal við fólk- ið síðastliðinn mánudag,með leyfi W. II. Paulsons og lét það ágætlega yfir líðan sinni að því er fæði og aðbúð snerti; 19 manns af sama fiokki voru kyrsettir í Quebec sökum veikinda. Fréttir af íslandi fáar; tíðarfar svo gott sem framast má æskja; lítill vesturfara hugur í -fólki yfir leitt. Herra kaupm. W. Ó. Breiðfjörð í Reykjavík hefur keypt gufuskip til fiskiveiða. Sagt er að herra Sveinn Brynjólfs- son ætli heim til ísiands innan skamms sem umboðsmaður (agent) stjórnarinnar; einnig hefur heyrst að hr. Kr. Ólafsson lffsábyrgðarum- boðsmaður hafi í hyggju að ferðast heim. Þessa dagana er verið að útbýta á meðal Indíána stjórnarstyrk þeim sem þeir fá árlega, og flykkjast alls- konar verzlarar út á meðal þeirra í því skyni að ná frá þeim fénu fyrir ýmislegt, er þeir kalla vörur. Þaðer sjálfsagt allt af kristilegum kær- leika gjört. Nokkrir menn hör í Winnipeg höfðu það á orði nýlega, að koma á fót blaði, sem kæmi út þrisvar í viku og væri á stærð við Lögberg; hvort þetta verður að framkvæmdum er ó- víst; óskandi að það yrði. Séra Jónas A. Sigurðsson hættur prestskap. Séra J. Clemens hættir að þjóna söfnuðum sínum í haust og fer suð- ur til Bandaríkja; er það saknaðar- efni mikið fyrir bindindismenn hér nyrðra. Good-Templar stúkurnar Skuld og Hekla ætla að byggja í fölagi veg- legt fundarhús.

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.