Fréttir

Eksemplar

Fréttir - 22.06.1918, Side 2

Fréttir - 22.06.1918, Side 2
2 FRETTIR Kréttir. Kosta ó anra elntakið i lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnðl. Auglýsingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við fjórdálka blaðsiöur. A1 jfreiðwlan i Sðlntnrninnm iyrst um sinn. Tið anglýsingnm er tekið á af- grelðsinnni og í prentsm. Gntenberg. Útgefandi: Félag í Beybjavlk. Ritstjóri til bráöabirgða: Guðm. Guðmumlswon, •káld. Simi 448. Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—5virka daga á Óöinsg. 8 B uppi á lofti. Pingfréttir. Þrjár þingsályktunartillögur voru á dagskrá í Nd. í gær, — um al- menningseldhús, sem var samþykt ásamt tveim brtt. frá bjargráða- nefnd og afgreidd til Ed., — um lán handa klæðaverksmiðjunni á Álafossi, sem einnig var samþykt og sent Ed., og loks um erfða-ábúð á þjóðjörðum og kirkjujörðum, sem var samþykt með 12 atkv. gegn 10 að viðhöfðu nafnakalli og afgreidd til stjórnarinnar sem á- lyktun Nd. alþingis. í Ed. var samþykt brtt. frá mentamálanefnd við frv. til laga um breyting á fræðslulögunum. — Samkv. henni á landssjóður að greiða helming af launahækkun kennaranna, sem 1. gr. frv. gerir ráð fyrir, að þeim verði veitt. — Var svo frv. sjálft samþykt i einu hljóði og sent Nd. aftur. — Bátaviðar-tillagan frá bjargráða- nefnd Nd. var samþykt orðalaust og afgreidd til stjórnarinnar. Fleira gerðist ekki á þessum þingfundum, en kl. 5 siðdegis hófst fundur í sameinuðu þingi. Var fyrst haldinn fundur fyrir lokuðum dyr- um; stóð hann i hálfan annan tíma og vissi enginn óviðkomandi hvað þar gerðist. En að þeim fundi loknum hófst opinber þingfundur, og voru tvó mál á dagskrá. Fyrra málið var till. til þingsál. um rannsókn mómýra. Bjargráða- nefnd Nd. hafði ekki getað fallist á tiliöguna eins og hún kom frá Ed., en þar hafði henni verið breytt þannig, að landsstjórninni skuli heimilað, að verja alt að 3000 kr. til rannsókna á mómýrum. Vildi nú bjargráðanefnd Nd. láta breyta henni þannig, að Alþingi álykti að fela landsstjórninni, að láta gera rækilega rannsókn á mómýrum til þess að komast fyrir, hvort móiðnaður með Lavals-aðferð væri tiltækilegur, og skyldi landsstjórn- inni heimilt nauðsynlegt fé til slíkra rannsókna. Framsögum. bjargráða- nefndar Ed., Guðjón Guðlaugsson, benti á, að móiðnaður rekinn með aðferð Lavals, mundi verða alt of kostnaðarsamur, og auk þess ekki koma að notum fyr en eftir lengri tima. Gaf hann þær upplýsingar, að það mundi hafa kostað minst 800,000 kr., að setja á stofn Lavals- verksmiðju hér á landi fyrir stríðið, Reglur um sölu og útflutning á ull. (Tilkynning nr. 3 frá Útflutningsnefndinni). 1. gr.^ Öllum framleidendum og öðrum er hafa með höndum ull sem framleidd er á árinu 1918 og eigi verður höfð til notkunar i landinu sjálfu, er skylt að bjóða hana til kaups fulltrúa Banda- manna hjer i Reykjavík, jafnskjótt og ullin er útbúin til útflutnings. Annast útflutningsnefndin fram- kvæmdir á þessu, samkvæmt auglýsingu stjórnarráðsins, dags. 4. þ. m. og ennfremur reglugjörð, dags. 11. þ. m. 2. gr. Samkvæmt samningnum við Bandamenn ber aðgafhenda ullina til sölu á þessum höfnum: Reykjavik, Seyðisfirði og Akureyri, \ En fulltrúi Bandamanna hefir fallist á við nefndina, að kaupa ullina og veita henni móttöku einnig á þessum hðfnum: . Stykkishólmi, Borðeyri, i ísafirði, Hólmavik, Blönduósi, Hvammstanga, Sauðárknók, Pórshöfn, Húsavik, Vopnafirði, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum. Þó mega seljendur sem eiga ull á þessum viðbótarhöfnum búast við því, að hafa allan kostnað og ábyrgð á geymslu hennar þar og eldsvoðatryggingu, án nokkurs endurgjalds, þangað tii varan kemst um borð. Svo greiða þeir og þann farmgjaldsmismun, sem verða kann við það, að taka ullina á þessum aukahöfnum. 3. gr. Útflutningsnefndin sinnir framboðum frá kaupmönnum, er kaupa inn ull til þess að selja hana út í heildsölu, svo og frá fjelögum, sem hún viðurkennir. Hagkvæmast er, að framboð frá kaupmönnum og Qelögum komi jafnskjótt og ullin er tilbúin til útflutnings, og um vorullina, allar tegundir, komi tilboðin eigi síðar en 15. ágúst. 4. gr. Samkvæmt nefndum samningi er flokkun og verð ullarinnar þannig: I. OJl hvit vorull, blæfalleg, vel þvegin og vel þur kr. 4,00 pr. kilo II. Öll önnur hvít vorull, vel þvegin og vel þur ... — 3,69 » » III. Öll svört ull, vel þvegin og vel þur ...............— 4,00 » » IV. Öll mislit vorull, svo og svört og hvit vorull, sem eigi telst til framantaldra flokka a. þur og hrein....................................— 2,93 » » b. þur, en fitu og ruslkend........................— 2,51 » » V. Hvít haustull, óþvegin, en þur, laus við hausull, fætlinga, blóðskorpur og öll annarleg efni........— 2,88 » » VI. Mislit haustull, óþvegin o. s. frv., sbr. V. fl...— 2,51 » » Verð þetta er háð þeim skilyrðum, sem hjer fara á eftir. 5. gr. Öll ull skal metin og skilin í flokka (sjá 4. gr.) af hinum skipuðu ullarmatsmönnum. Stað- festa þeir með vottorði sinu, að þeir hafi nákvæmlega rannsakað ullina og metið hana i hina til- greindu flokka. Þeir skulu og votta um rjetta vigt á ullinni, að umbúðum þeim meðtöldum, sem hún flytst í til útlanda, hvern sekk um sig, með áframhaldandi raðtölu og flokksmerki, er ritað sje f vigtarskrána. Smærri brot úr kíló en V* kiló má eigi taka til greina. Loks skulu þeir og athuga og votta um rjetta merking á ullarsekkjunum, samkvæmt reglum um flokkun og merking ullar frá 10. júli 1916, þó með þeirri viðbqt að IV. flokkur greinist í undirflokka a. og b. er merkjast IV. a. og IV. b. Að öðru leyti vísast til erindisbrjefs yfirullarmatsmanna frá 25. febr. 1916. 6. gr. Fulltrúi Bandamanna áskilur sjer hæfilegan frest, til þess sjerstaklega, að gera athugun á ull- inni á útflutningsstað, áður en hann gerir kaup á henni. Kaupi hann nllina, mega líða 30 dagar frá þvi kaup gerðust þangað til borgun fer fram, eða 30 dagar frá því vottorð matsmanna og vigtar- skýrslur í tvennu lagi hafa borist fulltrúanum. Nú er vörunni skipað út áður en 30 dagar eru liðnir, og greiðist verðið þá um leið og farmskrá, matsvottorð og vigtarskýrslur eru komnar i hendur full- trúans, eða umboðsmanns hans. I báðum tilfellum getur útflutningsnefndin ekki greitt andvirðið til seljanda nema faktúrur sjeu komnar henni i hendur. 7. gr. Skylt er seljanda að flytja ullina um borð og greiða toll og önnur gjöld er á leggjast, kaup- anda að kostnaðarlausu. Hann skal og hafa ullina i hreinum og sterkum strigasekkjum (venjulegum ullarböllum). 8. gr. Þangað til útskipun ullarinnar fer fram á útflutningshöfn, hvílir sú skylda á seljanda, að geyma hana óskemda i góðu húsi, og vátryggða fyrir eldsvoða, en kaupandi endurgreiðir á aðal-

x

Fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.