Fréttir

Tölublað

Fréttir - 24.06.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 24.06.1918, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Um Hindenburg-. Líf hans og störf. (Frh.) XII. Hindenbnrg og þýzka þjóftin. Fagnaðarstraumur íór um þýzku þjóðina, er sigrarnir við Tannenberg og Masúrisku- vötnin urðu kunnir. Hvert þýzkt hjarta fann til þess að Hindenburg var orðinn að þjóð- hetju, líkt og Bliicher, Moltke og aðrir; þjóðin þráir stórmenni, er beri nafn þýzku þjóðar- innar út um víða veröld. Þessar óskir þjóð- arinnar hafa nú ræzt. Guðmóður greip alla, og hugir þeirra stefndu til aðal-herbúðanna austanmegin, þar sem Hindenburg dvaldi. En öll þessi ástúð, sem Hindenburg er sýnd, er ekki altaf til blessunar. Járnbrautirnar þýzku hafa nú annað að gera en að flytja gjafir og fánýt bréf. Þýzki rithöfundurinn Fedor von Zobeltitz dvaldi um hríð hjá Hindenburg, og hefur hann lýst afleiðingunum af ást þjóðar- innar á honum. Hann ritar meðal annars: »Lýðhylli er góð, en hún getur orðið til byrði. Nýjárs-óskirnar handa Hindenburg fyltu marga þvotta-stampa. Aðstoðarmönnum hans draup sviti af enni, þrátt fyrir 4 stiga kulda, er þeir voru að fara yfir þessi bréf. Heill hópur af barnabréfum, flest eflaust samin af hégómleg- um mæðrum eða móðursjúkum kenzlukon- um! Og skáldskapurinn eftir því«. »Eg get skilið«, sagði einn aðstoðarmanna Hindenburgs, »að lýðhylli getur orðið hrein- asta kvalræði. Liðsforingjar hafa annað að gera, en að lesa daglega 1687 bréf, er öll hljóða nærri eins«. En fleiri sækja að Hindenburg en þessir bréfa-skrifendur. Fleiri borgir berjast um nafn hans, eins og um Hómer í gamla daga. Stafir hans standa á kökum, og andlit hans er steypt í Vanille-is; mynd hans skartar á magabelt- um vindla. Piparkökur bera skjaldarmerki hans, — ullarnærföt, pennasköft, tóbakspípur — alt vill bera nafnið Hindenburg, og er hann í hvert skifti spurður leyfis. En Hindenburg brosir góðlátlega og segir, að dálætið muni dofna. fað er varla sú vara til, er ekki ber nafnið Hindenburg. Til eru Hindenburg-vindlar og Hindenburg- bjór, Hindenburg-tannburstar og Hindenburg- cognak, Hindenburg-sápa og Hindenburg-skór. Maturinn breytir um nöfn, rússneskt salat heitir nú Hindenburg-salat, og rússnesk egg Hindenburg-egg o. s. frv. Hindenburg var eitt sinn gefin vindlinga- askja, er áður hafði verið í eign keisara- Qölskyldunnar rússnesku. Stórfurstafrú ein rússnesk hafði eitt sinn gefið hana þýzkum konungssyni, en er stríðið skall á, afsöluðu þýzkir höfðingjar sér rússneskum orðum og minnisgjöfum. Og eins fór um vindlinga- öskjuna. Sá sem keypti hana, gaf hana Hindenburg, sigurvegara Rússa. »Hindenburg-gjöf« er nafnið á samskot- um, er hafin voru undir nafni Hindenburgs, og námu tveim miljónum marka. Samskota þessara var leitað í ýmsum borgum, og ein- göngu handa hermönnum Hindenburgs á austurvígstöðvunum. Hermannalífið er nefni- lega miklu erfiðara vegna kuldans. En »Hindenburg-gjöfin« átti að ráða bót á þessu. Fyrir andvirði samskotanna voru keypt hlý föt handa hermönnunum, einkum loðfeldir og loðvesti. (Frhr) íslenzku símamennirnir. Eftir H. de Vere Stacpoole. (Frh.) Par voru nokkrir teistu-ungar á sundi Og voru þeir svo léttir á sjónum, að þeir voru likastir fljótandi korktöppum. Geta þeir synt og kafað eftir æti, löngu áður en þeir eru orðnir fleygir. Eirikur horfði á teistu, sem kom kjagandi með unga sinn á bakinu og stakk sér undir eins og hún var komin á flot, en unginn flaut af henni. Par með var þeirri sundkenslu lokið. Eiríkur var þarna sem kominn i nýjan heim, þar sein engin vanaleg störf eða dag- legar áhyggjur kölluðu að, og gat hann þvi fylgt hverju smá-atviki með fullri eftirtekt. Hann var staddur þarna á eyðikletti til þess að fela sig og eymd sína, algerlega einangr- aður frá samfélagi annara manna, og þó var hann ekki einn. Rétt hjá honum lá teistu-egg á berum klettinum, en þó að vindurinn feykti því til, þá gat það aldrei oltið út af klettinum, því að það snerist altaf um mjórri endann. Væri teistan fyrir löngu undir lok liðin, ef egg hennar hefðu ekki fengið einmitt þessa lög- un fyrir miljónum ára, því að hún verpir þeim að eins á beran klettinn, en gerir þeim ekkert hreiður. Eiríkur klifraði upp á klettinn aftur, og því næst ofan í fjöruna, og gekk inn í hell- inn þar sem forði hans var. Honum var ekki enn þá orðið full-ljóst hve skelfilega tilveru hann hafði kosið sér, að vera einn á eyði- kletti, og það er ekki ósennilegt, að honum hefði haldið við örvinglan fyrst í stað, ef hann hefði ekki haft fuglana til að horfa á, og farið að koma dóti sínu fyrir í hellinum, en nú snerist hugur hans um þetta eitt, eins og teistu-eggið um enda sinn, og verndaði hann frá vitfirringu og glötun. Ekki hafði Magnús gleymt tóbaki fremur en öðru, og fékk Eiríkur sér í pípu, þegar hann fann það. Þá fann hann líka færi, og fór að koma þeim í lag. Vestan á klettinum var staður, þar sem gott var að renna færi, en ekki var hægt að komast að honum nema með hálf-föllnu, enda ætlaði Eiríkur sér ekki að reyna það undir eins, heldur geyma það til seinni tíma. Hann lagði færin frá sér þegar hann hafði aðgætt þáu, og fór að reykja og hugsa um afturkomu Magnúsar, og var það skelfilegt ástand, að þurfa að binda hugann jafnt sem líkamann eingöngu við þennan klett, því að umheimurinn og alt hans umstang var hon- um nú óviðkomandi. Fanginn í hegningar- húsinu getur rent huganum til heimsins fyrir utan, og lifir í voninni um að hverfa þangað aftur, en enga slíka von gat Eiríkur gert sér. Hann reyndi í svip að hugsa sér Svölu, þar sem hún gekk eftir götunni með Hlenna á hælum sér, eða þar sem hún svaf á mosa- breiðunni, eða sigldi með honum út að hafís- jakanum, en það var eins og eitthvað ennþá meira en tími og rúm skildi á milli þeirra, og hún var honum alveg horfm. Pað var nú komið undir kvöld, og gekk hann enn einu sinni upp á klettinn og fram á brúnina, sem í vestur sneri. Sólin var að síga í haf, og franski fiskiflotinn var á sömu stöðvum sem áður, og sást greinilega þar sem hann bar við hafsbrúnina. Hann þurfti ekki að óttast, að nokkur bátur frá Skarðs- stöð færi hjá klettinuin, því að fiskgangan hagaði sér nú þannig, að bátarnir leituðu allir lengra til norðurs. Þarna sat hann og reykti og kastaði smásteinum ofan í sjóinn við og við, og þá varð hann alt í einu sér þess meðvitandi, að Svala var hjá honum, ósýni- leg að vísu, en þó hjá honum — hún var í loftinu í kringum hann, og hann varð gagn- tekinn af nærveru hennar. Þetta voru engin dularfull fyrirbrigði, eins og þau sem anda- trúarmenn þykjast verða varir við, en sál hans hafði vaknað til meðvitundar og varð þess vör, að hún faðmaði eitthvað að sér, eitthvað sem rauf einveruna og færði honum hugsvölun. Það var eitthvað, sem ekki gat glatast; sjálfur mundi hann ekki auðsýna neinum eða neinu nokkra ást framar, en alt um það var ástin sjálf lifandi með honum og verkandi í honum. Eiríkur setti sér þetta ekki fyrir sjónir eins og reynt hefur verið að lýsa því hér, og var ekki heldur að hugsa um neina ást. Hann fann það að eins, að mitt í eymd sinni og hugarangist, fann sál hans sér hvíldarstað, eins og dúfan á Ararat, og að hér í einver- unni var eitthvað hjá honum, sem hann í fyrsta sinni á ævinni hafði orðið var við þegar hann fór að komast í kynni við Svölu. Hann átti margan misverknað og mörg afglöp að baki sér. En honum hafði þó auðnast að eiga þátt í einu dásemdarverki: Honum hafði auðnast að elska af alhuga og allri sálu sinni, og þó að Svala væri honum týnd og töpuð, þá mundi ástin þó aldrei yfirgefa hann, en dvelja með honum alt til hinztu stundar. VII. Útskúfaður. Máfaklettur ómaði af ótal hljómum. Það var um hann eins og hafísjakann, að hann sýndist þéttari í sér en hann var í raun og veru, og enginn vissi um alla þá hella og holur, sem leyndust við rætur hans. Hljómar þessir tóku ýmsum breytingum, eftir því sem sjórinn féll út eða að, og eftir vindstöðu. Voru það sem hörpuhljómar, þegar vindur stóð af vissri átt, en í hafróti og hvassviðri heyrðust þungar drunur og háir skellir. í hellinum, sem Eiríkur lá i, heyrði hann óminn frá hellum þeim sem næstir voru. Kletturinn stundi og andvarpaði, eins og ein- hver heljar-risi væri að berjast við dauðann, en brimsúgurinn á skerjum og boðum tók undir. Brimlöðrið á Nótó-ströndinni hafði mint Eirík á drauma hans í barnæsku, þegar hvítu ófreskjurnar ásóttu hann, og ef til vill var það nú brimhljóðið, sem olli því, að hann dreymdi aftur sama drauminn. Honum þótti ófreskjurnar ætla að troða sig undir fólum og ásækja sig á allar hliðar, alt þang- að til að þær urðu að freyðandi löðri, sem skolaði honum fram hjá eyju einni, en þar stóð ung stúlka og breiddi faðminn á móti honum — og stúlkan var Svala. Þá vaknaði hann. Honum fanst hann ekki hafa sofið nema fáein augnablik, en það lilaut að hafa verið miklu lengri timi, því að sólin var komin hátt á loft, og hann sá í fjarlægð Skarð- stöðvar-bátana, þar sem þeir voru að fara í róður. Hann gekk að einstiginu, sem lá upp á klettinn, en sneri aftur til hellisins, eins og hann áttaði sig á einhverju. (Frh.)

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.