Fréttir

Tölublað

Fréttir - 27.06.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 27.06.1918, Blaðsíða 3
FBETTIK 3 Fréttir. Kosta 6 anra eintakið í lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. Auglýsingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miöað viö fjórdálka blaðsíður. Aígreiðslan í Sölnturninum tyrst um sinn. Við anglýsing-nm er tekið á af- greiðslunni og í prentsm. Gutenbcrg. Útgefandi: Félag í Beykjavíh. Ritstjóri til bráðabirgða: Gnðm. Guðmnndsson, gháld. Simi 448. Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega Jfl. 4—5 virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. í Rússlandi er mentun alþýðu bágborin mjög sem orð er á gert, en miklu fé hefur þó stjórnin þar (keisarastjórnin) varið til þess að fræða lýðinn og ýmsra bragða leitað, kostað fyrirlestra, látið lista- mannafélög kostuð af ríkissjóði ferðast um landið og sýna ókeypis í borgum og þorpum fræg leikrit þjóðarinnar og syngja söngleika o. fl. o. fl. þar era menn riflega styrktir til náms við alla æðri skóla, en styrkurinn er skilyrði bundinn. Og skilyrðið er, að náms- menn, bæði latínuskóla- og kenn- araskólasveinar og háskólaborgarar fari i »fríinu« um landið og fræði bændur og búalýð. Háskólaborgar- ar flytja fyrirlestur hver í sinni námsgrein, og sveinar úr hinum skólunum kenna mönnum lestur, skrift, reikning og aðrar almennar fræðigreinar og sumir halda einnig fyrirlestra um hitt og þetta, alt eftir nánari reglum kenslumála- stjórnarvaldanna. Ríkið geldur þeim fult kaup, er um ferðast, í styrkveitingu, en auk þess kostar það ótal aðra alþýðufræðara, sem fyrr var getið. Frá þessu er hér sagt til athug- unar, hvort ekki væri nú unt að taka hér upp svipað fyrirkomulag að einhverju leyti, þótt auðvitað yrði kenslan hér aðallega að fara fram að vetrinum. — Og engan ætti það að fæla frá íhugun um þetta efni, þótt fyrirmyndin sé rússnesk, — »á þvísa landi« má margt læra, þótt margt gangi þar og hafi gengið á tréfótum. Hve miklum staHkaskiftum gæti bærinn okkar tekið, ef við ættum hér vel mentaðan verkalýð! — Reykjavík á að vera öndvegis- bær íslands í öllu. Og flestir íbúar hennar, karlar og konur, eru verkafólk. Þess vegna varðar miklu að það sé öflugt fólk og vel ment, en það getur það því að eins heitið, að það verji betur eða rétt- ara sagt, hafi ábyggileg tækifæri til þess að verja betur tómstundum sinum, en nú er þeim varið yflr- leitt. Verkalýðurinn þarf allstaðar að ®iga sína fulltrúa, á þingi, i bæj- arstjórn, í félögum og hvar sem ^gsmuna þjóðarheildarinnar er að gæta. fulltrúar hans verða að vera mentir menn úr hans flokki, sem Þekkja kjör hans og kröfur, þol hans og þrótt, — eru af al- þýðunnar bergi brotnir. Réttmæt krafa Reykvíkinga um jafnrétti i fulltrúatölu á alþingi við önnur kjördæmi landsins verður eigi niður þögguð, þegar verkalýðurinn þar er orðinn vel mentaður með öflugan, eindreginn félagsskap innbyrðis. Til skýringan kvæði sænska skáldsins Dan. Fallström í blaðinu skal þetta tekið fram: Léon Gambetta var heimsfrægur frjálslyndurfrakkneskurstjórnmála- maður og um eitt skeið í ófriðinum 1870 alræðismaður i Frakklandi.for- ingi þjóðveldissinna, ráðherra, — og forsætisráðherra 1879—81. Hann var fæddur 1838, og dó á gamlárs- kvöld 1881. Palais Bonrbon (frb. palé búr- böng) frakknesk höll á Signubakka í París, bygð 1772 af itölskum hallarsmið Giraldini. Nú þjóð- þinghús Frakka. Provence (frb. próvánsa) yndis- fögur héruð syðst á Frakklandi, — land hinna frjálsu, fornu föru- skálda og riddara á miðöldunum. Pýð. Þingfréttir. í fyrradag gerðist ekkert mark- vert á þingfundum. Tómar þings- ályktunartillögur voru á dagskrá í báðum deildum að undantekn- um launahækkunarfrumvörpunum frá fjárveitinganefnd Nd., sem voru bæði til 1. umr. í Nd. — Alls- konar fjárbeiðnum í þingsáll.till. formi hefur ringt niður í þinginu siðan það hóíst og er þó víst von á enn meiru áður lýkur. — Eggert Pálsson sýndi fram á það í ræðu (NB. þeirri einu, sem haldin var í Ed. í fyrradag), að það hefði orðið miklu kostnaðarminna að leggja fyrir þingið frv. til fjárauka- laga, því umr. um það mundu hafa tekið mikln styttri tima en allar þær umræður, sem þegar eru orðnar um þingsályktunar-tillög- urnar. — Annars fóru fundir fram í fyrra- dag með svo skjótri svipan, að naumast var hægt að fylgjast með, enda var uppboð niðri á hafnarbakka, sem þingmenn sum- ir þurftu að vera á. Þessvegna var till. um Mentaskólann tekin út af dagskrá i Nd., en till. um raflýs- ingu á Laugarnesspítala og um bráðabirgðalaunaviðbót handa starfsmönnum landssimans, svo og launahækkunarfrumvörpin, voru látin ganga rétta boðleið gegn um deildina án þess nokkur tæki til máls, og stóð fundur aðeins í 5 minútur. í Ed. var á dagskrá till. um al- menningseldhús og lán handa Ála- fossi og voru hvorttveggja tillög- urnar samþyktar og þeim vísað til Qárveitinganefndar. — í gær varð barnafræðslufrv. að lögum við eina umr. í Nd. Frv. til laga um afhendingu á landi til kirkjugarðs á Stokkseyri var sam- þykt og sent Ed., en hinum þrem málunum sem á dagskrá voru, var frestað. Eitt þeirra mála, um launahækkun símamanna, var rætt talsvert, og mætti tillagan nokk- urri mótspyrnu. Var bent á, að launaviðbót sú, sem landssíma- stjóri og fjárveitinganefnd leggja til að veitt verði (en það eru'í alt 40,000 kr. á ári), sé hlutfalls- lega miklu hærri en sú launa- viðbót, sem sama nefnd leggur til, að veitt verði öðrum embættis- mönnum landsins. Af þeim tveimur málum, sem á dagskrá voru í Ed., var annað tekið út af dagskrá, en hitt, frv. til laga um skemtanaskatt, var samþykt ásamt all-mikilvægum breytingum frá allsherjarnefnd, þar á meðal þeirri, að skemtana- skattinum megi ekki verja til venju- legra sveitarþarfa eða til að draga úr byrðum skattgreiðenda. Að gefnn tilefni skal það tekið fram, að ritstjóri »Frétta« er þakklátur þeim, er senda honum vel samdar greinar um ýms þjóðfélags- og bæjarmál, ef ritaðar eru skorinort, en öfga- laust og án allrar persónulegrar áreitni. Því að ella verða þær eigi birtar. En það skal tekið fram í eitt skifti fyrir öll, að hvorki grein- ar, fréttir né fyrirspurnir verða teknar í blaðið, nema fnlt nafn o*g heimitisfang höfundar sé undir þeim eða fylgi þeim, og ritstjórinn kannist við höfundinn, eða geti vitað deili á honum. En hitt get- ur orðið samkomulag við ritstjór- ann, hvort greinar birtist með fullu nafni höf. eða dulnefni. „Nýja sýkin“ á Spáni. Á Spáni hefur komið upp nýr sjúkdómur, er læknar þekkja ekki, og kalla enn sem komið er »nýju sýkina«. — Eru læknar nú að reyna að finna örsök hennar. Hún lýsir sér i megnri hitasótt, uppsölu, kvölum fyrir brjóstinu, og niður- gangi, — líkist að ýmsu leyti kól- eru, en ekki hefur hún orðið ban- væn enn sem komið er. 1 Reuters-skeyli til »Times« 27. f. m. segir að nærri 30°/o af þjóð- inni hafi sýkst. Eru margir þungt haldnir og læknar ráða mjög til allrar varúðar. Pá lá Alfons kon- ungur í henni rúmfastur, forsætis- ráðherrann, Qármálaráðherrann, hermálaráðherrann og kenslumála- ráðherrann og flestir stjórnarskrif- stofustjórar. Leikhúsum hefur orðið að loka, þvi allir leikendur hafa Afgreiðsla »Frétta« er 'nú i nokkra daga i bakhúsi við prentsm. Gutenberg. lagst og svo hefur veikin magnast, að samgöngur hafa víða stöðvast að kalla þar á skaganum. Hvað er í fréttum? Bifreiðarnar Lestamenn kvarta mjög yfir hraðakstri bifreiða á vegunum. — Nýlega fældust ferðamannahestar bifreið uppi á bæjum, brutust úr girðingu og hlupu 2 þeirra austur veg á undan bifreiðinni hvíldar- laust. Bifreiðin sneri ekki við fyrri en austur undir Kömbum, en hestarnir náðust dasaðir mjög af hlaupum austur í Ölvesi og voru hálftryltir af fælni. Rannsókn er mælt að krafist sé af eiganda hestanna út af þessu. I fyrradag varð einnig hryssa fyrir bifreið austur á vegi fyrir ofan ár og meiddist eitthvað. í sambandi við þetta má geta þess, að illa kemur það sér og er eigi hættulaust, en virðist mjög ástæðulaust, að raðað er grjóti á vegabrúnirnar hér inn frá milli Laugarbrekku og melskarðsins skamt frá Árna pósti. Er þar nú svo mjór vegurinn vegna þessa á löngum spotta, að ekki eða mjög tæplega geta lestir og bifreiðar mæzt þar. — Grjót þetta var tekið upp í vetur til vegabóta, en hví má það eigi liggja utan hjá veg- inum? Parf endilega að geyma það þarna á veginum um hálestirnar? Einbennlshtífur bifreiðastjóra. Lögreglustjóri hefur ákveðið, að gera bifreiðastjórum að skyldu að bera einkennishúfur. Verða þær dökkbláar með hvítu bandi um kollinn, en einkennistala bifreiðar- innar stendur framan á með silfur- stöfum. Bentsen málari, sem bér var um nokkur ár, en hefur nú dvalið erlendis um hríð, er nýlega kominn hingað aftur og tekur hann forstöðu smjör- líkisverksmiðju Geirs Thorstein- son’s. Snorri mótorbátur frá Oddeyri lagði af stað norður í gærkvöldi. lslands Falk var í Fœreyjum i gœr. Væntan- legur hingað á morgun. Hótorbátnr á Pingvallavatni. Lengi hefur staðið til að mótor- bátur yrði settur á Pingvallavatn, en striðið stóð fyrir framkvæmd- um. Nú hefur Jónatan Porsteinsson kaupm. samt ákveðið, að setja mó- torbát á vatnið, og mun hann eiga að fara austur fyrri hluta næsta mánaðar.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.