Fréttir

Tölublað

Fréttir - 10.08.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 10.08.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR 3 JF’réttir. Kosta 5 nnra eintakið i lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði. Auglýsingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miðað við Qórdálka blaðsíður. Aígreiðala í Austur- stræti 18, WÍmi 316. Við anglýsinguni er tekið á af- greiðslnnni og í prentsm. Gutenberg. Útgefandi: Félag 1 Reykjavík. Ritstjóri: Guðm. GuðmuiHÍWHOii, ekilld. Sími 448. Pósthólf 286. Viðtalstimi venjulega kl. 4—övirka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. Breyting á fylkja- og bæjanöfnum í Noregi. Ríkisráð Norðmanna hefur sam- þykt að leggja fyrir Stórþingið lög um breytingu á stifta- og amtanöfnum þeim, er festust á þeim tímum er Danir ríktu í Nor- egi. Á alt að færast í gamla horf- ið. Kristjaníustifti á að heita Oslo, Kristjánssands- og Hamarsstifti ó- breytt, Bergensstift Björgvin, Trond- hjem Nidaros og Tromsö Trams. Ömtin á að kalla »fylke« og amtmennina »fylkesmænd« eða »jarler«. Kristjaníuamt á að heita Oslo/ylke, Smaalenene Ausifold, Jarlsberg Vestfold, Akershus Rome- rik, Buskerud Ringerike, Hede- marken Heidmark, Christiansamt Upland, Bratsberg Telemark, Nede- nes Austagder. Lister Vestagder, Stavanger Rogaland, Söndre Berg- enhus Sogn og Fjordarne og Roms- dal Möre. Rá koma nöfnin Sör- tröndelag. Nordtrondelag, Haaloga- land, Trondenes og Finnmark. Samskonar breytingu á bæjar- nöfnunum hefur bæjarstjórnin líka hugsað sér, en ekki viljað koma með írumvarp um það að bæjun- um fornspurðum. Hefur bæjar- og borgarstjórnum verið sendar til um- sagnar þessar nafnbreytingar og kemur frumvarpið þá ekki fyr en að ári. Sagt er að verslunarstéttin sé yfirleitt mótfallin því að kalla Kristjaníu Oslo og Bergen Björgvin. Reikningur Landsbanka íslands 1917. Nýbirtur er reikningur bankans fyrir árið 1917, og hefur arður af bankarekstrinum numið 361947 kr.; hefur þar af verið varið 19218 kr. til lækkunar á bókfærðu verði er- lendra verðbréfa, 44602 er ágóði landssjóðs af innskotsfé og 279910 kr. hafa verið lagðar i varasjóð. Árið á undan (1916) var arður bankans nærri því jafnmikill, kr. 346125. Varasjóður bankans er nú orðinn 1,6 milj. kr., 1916 var hann 1.3 milj. kr. Eftirfarandi liðir úr efnahagsreikningum bankans (ásamt útibúunum) sýna viðskiftaaukning- una og framþróun bankans: 1914 1915 1916 1917 Diis.ltr. Dús.kr, Dús.kr. Dús.kr. Innstæðufé á hlaupa- reikningi . 418 671 1237 2573 Innstæðufé i sparisjóði. 3930 5715 7655 9501 Innstæðufé gegn við- tökuskírt. 626 903 1167 1518 Inneign veð- deildar . . 759 838 1014 1099 Sjálfskuldar- ábyrgðarlán 1656 1485 1531 1648 Reikningslán 1001 1155 1586 2143 Víxlar innl. og ávísanir 2683 2822 5102 10169 Bankavaxta- bréf. . . . 1152 1109 1085 1294 Inneign er- lendis. . . 739 3562 3677 1467 Hrað er í tréttum? Rafstöð haí'narinnar er nú farið að setja upp. Á hún að vera í vöruskemmu bæjarins á hafnarbakkanum fram undan Duus. Er þar í norðurhluta hússins hlaðið byrgi úr steini utan um vélarnar til tryggingar gegn eldshættu. Vélin framleiðir 4xfs hestafl og fæst þannig ljósmagn, er nægja mun fyrst um sinn. Er nú verið að setja niður lampastaura 6 að tölu niðri við bakkabrúnina. Á hver þeirra að bera tvo lampa með 50 kerta ljós- magni hvor. Holræsi er nú verið að gera með fram- brún hafnarbakkans. Á það að taka við vatni er safnast annars fyrir og hingað til hefur gert bakk- ann ófæran, er hlákur gengu og blautt var um. Síðan á að steinleggja 7 metra breiða ræmu fremst á bakkanum, eða upp að iampastaurunum. — En undir þeirri steinleggingu þurfa sjálfsagt að vera rennur er taka við því vatni, sem safnast fyrir í kringum skemmurnar og ofar á bakkanum. Talsíma þyrfti að leggja niður á hafnar- bakka á tveimur stöðum, svo að skip þau sem þar eru geti strax fengið sima út í sig, er þau eru lögst. í sama skyni þarf að vera sími út á Austurgarð og Norður- garð. Mundi það spara mikla fyrir- höfn að geta náð símasambandi við skip, t. d. þar sem Villemoes lá í gær við Norðurgarðinn, í stað þess að þurfa að fá bát og róa þangað út. Einhversstaðar mun sími liggja út á höfn nú þegar, því að Fálkinn er vanur að hafa síma þegar hann er hér. Hinum skipunum, einkum farþegaskipum, ætti að gera skyldu að hafa síma. Skarðsstöðvarkolin. Með Úlfi í fyrradag komu 30— 40 smálestir af þessum kolum. Segja svo menn sem hafa reynt þau, að þau séu ágætt eldsneyti, enda líta þau svo út. í félagi um að nema þessi kol eru, Bogi á Skarði, sem á námulandið, Ólafur G. Eyjólfsson kaupmaður og Guðm. Einarsson steinsmiður, er stendur fyrir verkinu. Hefur hann 4 menn í vinnu þar vestra við að brjóta kolin og eru líkur til að þeim tak- ist að losa talsvert. Mun það flutt hingað eftir föngum. Hvert tonn er hér selt á 130 krónur flutt í land. Samsæti á að halda á þriðjudagskvöldið Árna Eggertssyni er verið hefur erindreki vor vestanhafs nú um eins árs skeið. Mun hann halda til Vesturheims með Gullfossi næst. Rottuplága er mikil í vöruskemmunum á hafnarbakkanum og víðar. Þyrfti að leggja hina ítrustu rækt við að útrýma þessum ófagnaði, því að auk þess sem rottur bera með sér sóttnæmi, skemma þær og óhreinka kornvörur og önnur matvæli. Heil- brigðisfulltrúinn mun hafa þetta í huga. Götugerð bæjarins. Henni miðar áfram þótt hægt fari. Er haldið áfram við Lauga- veginn og hefur bæzt þar við nýr kafli frá því er komið var í fyrra. í Lækjargötu er nú komið að syðsta kaflanum. Þar verður gat- an látin breikka þannig, að aust- urbrúnin komi i beina línu við Fríkirkjuveginn. En til þess hefur verið sneitt neðan af túnbletti þeim sem er fyrir vestan Barnaskólann. — Fríkirkjuveg var byrjað að bæta í vetur og verður því vonandi hald- ið áfram, en ekki látið standa lengi við hálfverk það sem komið er við upphleðslu á Tjarnarbakkanum. Lýti mikil eru að grjóti því sem liggur laust í sjálfri Tjörninni við bakkana. Setjast og í það ýms óhreinindi. Ekki má minna vera en að því væri raðað reglulega, ef bráðnauðsynlegt er að hafa það. Lík séra Jónasar Jónssonar var flutt norður á Akureyri í gær með Willemoes eftir ósk Ak- ureyringa, er báðu þess að hann yrði grafinn á Akureyri og kosta útför hans i virðingarskyni. Sýna þeir þar enn sem fyrri höfðing- skap sinn og ræktarsemi. Sorgarathöfn fór fram í dóm- kirkjunni hér, áður en líkið var flutt um borð. Kirkjukórinn tjald- aður og skrautlýstur. En yndis- fagra minningarræðu hélt séra Magnús Helgason skólastjóri. Báru skólabræður hans kistuna inn og út úr kirkju, þeir Jón Jakobsson, Pálmi Pálsson, Jóh. Sigfússon, séra Bj. Þórarinsson, séra Kristinn „ H ugf ró” Laugaveg 34. Sími 739. Selur í fjölbreyttu úrvali: Tóbaksvörur. Sælgæti, Gosttrykki, Öl, Reykjarpípur, TóbaRspunga, o. m. 11. Verð hvergi lægra. Vörur sendar heim. Daníelsson og séra Jóh. Þorsteinss. Með líkinu fór norður frú Þór- unn ekkja hans og Jónas læknir sonur hans. Þessa ráðabreytni um útförina bar svo brátt að, að færri voru viðstaddir en ella myndi, og var þó fjölmenni eigi lítið. Barn skar sig á ljá á Grœnuborgar- lúninu í fyrra dag. Bjó Konráð læknir um sárið. — Óvarlegt mjög er hvorttveggja: að láta orf með ljáum liggja á teig hér, þegar frá er gengið, og eigi síður hitt, að leyfa börnum að fara inn á tún- bletti meðan verið er að slá þá. Er þetta ekki fyrsta sinni, er slys hlýzt af því. Úr erlendum blöðum. Prentarafélagið brezka, utan Lundúnaborgar, hafði fyrir ófriðinn 23,583 meðlimi. Af þeim eru 7,069 á ófriðarsvæð- inu og 560 eru fallnir. Skátar Baden-Powell’s liðsforingja starfa að strandgæzlu á Norður-Englandi. Nýlega var hann viðstaddur her- æfingar 2000 skáta í Richmond, hélt þar ræðu og kvað stjórnina þakkláta þessum drengilegu sjálf- boðaliðum fyrir störf þeirra, er væri prýðilega af hendi leyst, en við búnir skyldu þeir verða miklu meira og erfiðara starfi um það er lyki ófriðinum. Tólf skjaldmeyjar, lögreglukonur, eru nú teknar í lögregluliðið í New-York; hafa þær skjöldu, kylfur, skammbyssur og handjárn í fórum sínum og eru eigi sem árennilegastar. Slitehasny hershöfðingi hinn rússneski, er áður var flotaforingi í sjóher Rússa og stýrði baltiska flotanum, var tekinn fastúr af Bolsjevíkum. Dæmdu þeir hers- höfðingjann til dauða og tóku hann þegar af lífi. Allsherjarfnndar kvenna í New South Wales hefur sent áskorun til sambandsstjórnarinnar um að samþykkja fullkomin áfeng- isbannlög til þess að vernda fram- kvæmdarþrótt og þol þjóðarinnar.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.