Fréttir

Eksemplar

Fréttir - 14.10.1918, Side 4

Fréttir - 14.10.1918, Side 4
4 FFETTIR ðskufali á Sírafregn frá Seyðisfirði í gærkvöldi. Eftir hádegið dimdi sunnan yfir. Fínt öskulag féll, svo að snjór í fjöllum sortnaði. Austan kaldi kom síðar og hrakti mökkinn burt. Er nú heiðskírt hér. Merkur sænskur rithöfundur látinn. Karl Warbnrg prófessor í fagur- fræði og bókmentasögu í Stokk- hólmi er gýlátinn. Hann var fædd- ur í Gautaborg 23. nóv. 1852 og varð þannig tæpra 66 ára gamall. Er þar í valinn fallinn einhver hinn fróð- asti og rökskýrasti rithöfundur Svía í sinni fræðigrein. Liggur eftir hann urmull bókmentasögurita og æfisagna hinna ágætustu manna, t. d. stór bók um Viktor Rydberg, önnur um Carl Snoilsky, o. fl. Rit- dómari var hann hinn skarpsýn- asti og lífið og sálin í bókmenta- heimi Svía um langan aldur. Sat hann og mörg ár á ríkisþingi Svía og þótti skörungur, — fylti upp á síðkastið flokk frjálslyndra manna. Ritstjóri varhann oft og bókavörður Nobels-nefndarinnar. Bruni enn á ísafírði. Eldur kom upp í húsi Ólafs Slefánssonar skósmiðs á ísafirði í nótt kl. 4. Er það allstórt tvílyft hús. Haldið að kviknað hafi frá eldavél. Tókst að slökkva í húsinu með dugnaði miklum, en sjálft skemdist húsið mjög, og nálega alt ónýttist það er inni var. Eigi varð slys neitt eða manntjón við brun- ann. Hvað er í íréttum? Um alt land munu menn hafa orðið varir við gosið í fyrrakvöld. Menn sern voru á leið frá Héraði til Seyðis- fjarðar, sáu gosmökkinn og sömu- leiðis varð vart við leiftrin frá honum vestur á Önundarfirði, og þá sjálfsagt víðar þótt ekki hafi enn heyrst um það. Borg er væntanleg einhvern næstu daganna. Fyrirlestrar fyrir almenning í Háskólanum : í kvöld kl. 7—8 byrjar dr. Alex- ander Jóhannesson fyrirlestra nm nokkur aðalskáld Þjóðverja (Klop- Nokkrir fyrirlestrar og ritgerðir eftir Jjírna JéassoK frá Vogi. Galdra-Loftur. Mál og menning. Sjálfstæði íslands. Bundinn er bátlaus maður. Menningarstraumar og ómenska. Viðhaldsdygðir þjóðanna. Stjórnarskráin á Alþingi 1915. Fæst í bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar. ur kaupir Garöar Gíslason. Roskinn kvenmaður með ungbarn með sér óskar eftir vetrarvist á góðu heimili. Afgr. vísar á. Bæ Pessar bækur óskast keyptar: Ernst v. d. Recke: Lyriske Hall Caine: Den evige Wtad. Svava. Ljóðmæli Magn. OrímsHonar, Hrynj. Oddssonar. Páll Jónsson: Slcin og sUciig-g-i. Svedenborg: Vísdómuti* englanna. Ritstjóri Frétta vísar á. Afgreiðsla „Frétta” er i Austur*^træti 17, sínii ^31 geri svo vel að snúa sér þangað. KaiipendLuir' geri svo vel að snúa sér þangað. Par er tekið við nýjum áwkrjfendum. „cTréffir" eru Bezfa auglýsingaBlaéið. Prentsmiðjan Gutenberg. Kvæðabækur. Af sérstökum ástæðum fást keyptar allar merkustu ís- lenzkar kvæðabækur í ágætis bandi. Ritstj. v. á. stock, Lessing o. fl. — Upphaf gull- aldar). Docent Holger Wiehe byrjar kl. 6—7 fyrirlestra um Henrik Pont- oppidan. Lagarfoss kom til New-York um miðja vikuna sem leið. Ösknfall. í gærdag syrti mjög að hér í bænum fyrir hádegið af ösku- mistri og féll fín svört aska á göt- urnar, er fauk til fyrir austankald- anum. Óþægilegt var að vera úti. Askan sveið í augunum og marr- aði 1 undir tönn, Mikið dró úr dagsbirtunni svo að ekki var meira en skammdegisbjart og ekki sást út í Engey þegar dimmast var. í morgun var orðin lítil aska í loftinu en sporrækt um allar götur af öskuryki. Austur í Rangárvallasýslu mun öskufallið hafa verið mest. Er sagt að þar hafi orðið að kveikja ljós um hádaginn í gær. í Árnessýslu kvað einnig hafa fallið mikll aska. Sagt er að öskulagið sé þar í skó- varp sumstaðar. Magnús Torfason hefur vaðið inn í kjördæmi Matth. Ól. og byrjað að halda þar fundi. Hélt hann einn í Súganda- firði og annan í Önundarfirði. Því hefur verið dreift hér manna á milli, að hann hafi fengið þar byr mikinn. En skilorðir menn segja nú annað. Að vísu mælti enginn móti honum á Sugandafirði af þeim fáu er á fundi voru, en fyrir- spurnir voru lagðar fyrir hann. og þótti hann eigi hafa svarað þei_m skýrt, svo að menn v*n ánægðir nieð svör hans. t Önundarfirði mæltu ýmsir nióti honum og reis þar andúð eigi lítil gegn honum, en þar var honum þó lið lagt: Iæknirinn Halldór Stefánsson mælti með lögunum »cum spiritu«. Dýr- firðinga og ArnfirðÍDga Jeizt Magn- usi eigi ráðlegt heim að sækja og hvarf aftur heim. Umræðnfnndur um sambandsmálið var haldinn á ísafirði í gærdag, eftir áskorun þingmannsins Magnúsar Torfason- ar. Engin ályktun var tekin, en urnræður fjörugar. Móti lögunum töluðu: M. T., séra Guðm. frá Gufudal og Haraldur sonur hans. Ýmsir töluðu með lögunum og Guðm. Hannesson lögfræðingur hrakti einkar rækilega frá laga og réttar sjónarmiði villukenningar Magnúsar um 6. gr. er hann var allt af að stagast á. Sjá rnátti á fundinum að satnúðin var öll lag- anna megin.

x

Fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.