Fréttir

Tölublað

Fréttir - 12.12.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 12.12.1918, Blaðsíða 1
_ __ ■ * . . _ _ FRETTIR DAGBLAÐ 201. btað. Reykjavík, flmtndaginn 12. desember 1918. 2. árgangnr. Söng'varinn við rústirnar. Eftir H. A. BJERREGAARD. Sveiptar húmsins hökli gráum hallarrústir gnæfa um nátt. Undarlega’ á himni háum herinn stjarna brosir dátt. Inni’ er höllin hulin steinum, hátt á veggjum mosi grær. Milli súlna situr í leynum söngvaskáldið mönnum fjær. Visin höndin grípur gígju, glymur hún létt við brjóstið hans. Augun slafa’ af hjartans hlýju, hlær þar sál hins gamla manns. Titra strengir, hugðnæmt hljóma, hræra loftið tært og blátt. Peir með kynjaafli óma, undir syngur skáldið hátt: f »Stirðnar höndin, augans eldur £fltaf kulnar smátt og smátt. Yíir brosir himin hvelfdur hali’ er situr einn um nátt. Skjótt mun augað bresta bjarta, brátt mun sigra hjartað þraut. Söngvaskáld þá syng af hjarta síðstu ljóð við næturskaut. Lífsins hallar ljósum degi ljóma dauðans næturblys. Gleði’ €g fann á gengnum vegi, glaður kveð eg heimsins ys. Eg get dáið, eg hef sungið, eg hef elskað fundið til. Oft var líf mitt þrautum þrungið, þungan fékk eg margan byl. Hef eg strengjahljómum þýðum himin niðr’ á jörðu seitt. Kendir deyft og kveikt hjá lýðum, kvalir linað, gleði veitt. Séð hef eg hjörtun blæða, blæða, bresta og enga huggun fá, séð hef í hjörtun gleði glæða göfgi himnum koma frá. Faðmað vin eg hefi hrærður og hjartkært fljóð að brjósti mér. Svifu þau brott en silfurhærður sit eg eftir gamall hér. Brestu góða, gamla hjarta, gleði frá og hörmum svíf. Þar sem stjarnan blikar bjarta búið mun þér fegra líf. Farðu vel þú festing heiða, farðu vel þú bjarta jörð, farðu vel þú fjólubreiða, farðu vel þú söngva-hjörð. Harpan hefur ljóðað löngum, lækka tónar, kallar Hel. Skáldið kveður svanasöngvum: Sorg og gleði farið vel. Eitt á jörðu að eins þrái — engin lengur sviða mein — hér að sofa í friði fái fortímans við bautastein. Gott mun hér við gamalt setur grepp sem unni fortíð heitt. Enginn honum gylfi getur glæsilegri minning veitt.« Síðsti heyrðist hörpukliður, hristist foldin, þruma hvein. Múrar harðir hrundu niður, huldu skáldsins öldnu bein. Stendur haugur hátt á grundu hylur söngvaskáldsins bein. Kynleg hljóð um húmsins stundu heyrast þar við gróinn stein. Guðmundur G. Hagalin. R j ú p u r. íshúsið »ísbjörninn« við Tjarnargötu kaupir nýjar, vel skotnar eða snaraðar rjúpur, hvort heldur í stærri eða smærri kaupum. 8ími 2 & Q. ftétlir frá Svíþjóð. Endurskoðun stjórnlaganna. f*ar mun verða lagt fyrir ríkis- daginn frumvarp um jafnan at- kvæðarétt allra gjaldenda. bar eð skattheimta mun verða bætt, munu lög þau numin úr gildi, sem á- kveða, að þeir missi atkvæðarétt, sem eiga ógoldna skatta sína, er kosningar fara fram. Fessar kosn- ingarlagabætur munu öðlast gildi, svo fljótt sem unt er. Á hinu fyrsta aðal-þingi mun verða borið upp frumvarp þess efnis, að allir þeir, sem að eins hafa þegið sveitarstyrk, en sveitin þarf eigi ávalt að sjá fyrir, fá þá kosningarrétt. Einnig skulu konur hafa fult jafnrétti við karlmenn. Einnig er það í ráði, að þingið fái að ráða nokkru um ófrið eða frið og fái að hafa eftirlit með utanríkismálunum. Stjórnin hefur mikinn hug á því, að koma þessu á og halda friði og ró í landinu. Stjórnin hefur skorað á þjóðina að styðja hana að þessum endur- bótum. Krafa jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn héldu fund að kvöldi hins 13. nóvembers. Var það ályktun fundarins, að lýðveldi skyldi stofnað, ef meiri hluti kjós- enda yrði því fylgjandi, er til atkvæðagreiðslu kæmi. Nobels-verðlaunin Sænski háskólinn í Stokkhólmi ákvað 14. nóvember, að engum bókmentaverðlaunum skyldi útbýtt þetta ár.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.