Frækorn - 01.01.1900, Blaðsíða 6

Frækorn - 01.01.1900, Blaðsíða 6
FEÆKORN. 6 þá var óþarfí að kvíða fyrir að verða svikinn, því að Marteinn var mjög áreiðanlegur. Fyrir því var hann vel þokkaður af öllum og hafði ætíð nóg að gera. Marteinn hafði alla sína ævi verið góður maður, en það var fyrst nú, þegar hann var orðinn gamall, að hann var farinn að hugsa um sál sína. Konan hans var dáin fyrir mörgum árum, og þá varð Marteinn að sitja einn eftir með þriggja ára gamian dreng. Drengurinn var efnilegur, og Marteinn elskaði hann mjög innilega. En hann fékk þó ekki að hafa drenginn lengi hjá sór. Þegar hann var orðinn svo stór, að hann gat orðið honum til nokkurrar hjálpar, varð hann veikur og dó vikutíma síðar. Petta fékk mikið á Martein. Hann þóttist vera svo einsamall og ósæil, að hann langaði til að deyja. Hugs- aði hann um guð, þá var það með harmi yfir öllu, er hann varð að reyna; og hann hætti alveg að fara í kirkju. En einn dag kom kunningi úr sveit til Marteins, gamall maður, eins og hann sjálfur, en sá rnaður hafði í átta ár þjónað guði með bæn og föstu. Þeir töluðu ekki lengi saman, áður en Marteinn fór að kvarta yflr ástæðum sínum. „Mér leiðist svo að lifa,“ sagði hann; „ég vildi bara, ég fengi að deyja! Ég bið ekki guð urn annað, því ég hefi ekkert til að lifa fyrir hér í heim inum.“ „Þetta er ekki rétt af þér,“ mælti vinur hans; „það er ekki okkar meðfæri að dæma um það, sem sá eini hugsar um okkur. Pað þýðir ekkert, sem okkur hugkvæmist, heldur það, sem guð vill. Guð vildi, að drengurinn þinn skyldi deyja, og þú lifa; því er það bezt, eins og það er. Pegar þú ert svona frá þór, þá kemur það af því, að þú vilt bara lifa til þess að hafa gleði af líflnu.“ „Já, því ætti maður annars að lifa?“ spurði Marteinn. „Til þess að þóknast guði,“ anzaði gamli maðurinn. „Guð hefir gefið þér lífið, og þá er það fyrir hann, sem þú átt að lifa. Ef þú fer að lifa fyrir hann, þá muntu ekki syrgja framar, og þú skalt sjá, hve létt alt mun falla þér.“ Marteinn þagði urn stund. Svo sagði hann: „En hvernig á maður að fara að því að lifa fyrir guð ? “ Gamli maðurinn svaraði: „Hvernig maður eigi að fara að því að lifa fyrir guð ? Það hefir Kristur sýnt okkur. Þú getur þó lesið. Kauptu nýja-testamentið og lestu það. Þar muntu fá að vita, hvernig maður á að lifa fyrir guð; þar stendur það alt saman.“ Marteinn fór að hugsa alvarlega út í þetta og sama daginn fór hann og keypti sér nýja-testamenti með stór- urn stíl, svo hann gæti byrjað undir eins. Fyrst hugsaði hann urn að lesa

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.