Frækorn - 15.04.1901, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.04.1901, Blaðsíða 4
60 F R Æ K 0 R N. Ú tskúfunarkenningin. m. Eftir er að skoða þá staði, sem menn bera fyrir sig því til stuðnings, að ritningin kenni óendanlegar helvít- is-kvalir. Einn af þessum stöðum er Mark. 9, 42—47, þar sem komizt er þann- ig að orði: „— Betra er þér að ganga handar- vana til lífsins, en að hafa báðar hendur heilar og fara til helvítis í hinn óslökkvandi eld, þar sem ormur þeirra ekki deyr og eldur ekki slokknar. “ Enginn vafi getur á því leikið, að frelsaiinn talar hér um hina komandi hegningu óguðiegra, og afar-hörð virðast þessi orð hans vera. Til þess að skilja þau rétt er gott að muna eftir því, að orðið, sem á þessum stað er þýtt með helvíti, er gehenna, sam eiginlega þýðir „Ben Hinnoms dal“. í þessum dal var stöðuglega haldið við eldi, þar sem líkuin afbrotamanna, hræjum dýra og alls konar óhreinindum var eytt. Fyrir utan svæði eldsins hafa að líkindum verið ormar, sein átu það upp, er eldurinn kunni að leifa. Að verða kastað i gehenna eða Ben Hinnoms dal til fórna þýddi þess vegna algjör- lega eyðileggingu, einmitt, af því að eldurinn var ekki slökktur og orm- arnir voru látnir vinna sitt verk. — Á líkan hátt talar guðs orð á öðrum stöðum um eld, sem kemur til vegar algjörri eyðileggingu. Vér viljum nefna sem dæmi Jer. 17, 27., þar sem drottinn segir, að ef ísraelsmenn gegndi sér ekki í því að halda hvildar- daginn, þá mundi hann „kveykja eld í borgarhliðinu, sem eyðilegði Jerú- salemshallir og slokknaði ekki“. En enginn maður skilur þó þennan texta öðruvísi en sem spádóm um eyðileggingu Jerúsaiemsborgar. Og spádómur þessi kom nákvæmlega fram árið 70 e. Kr., þegar hinn rómverski her undir Titus kveykti í borginni. Enginn gat slökkt, og því varð eyði- leggingin algjör. En þegar eldurinn var búinn að gjöra sitt verk, dó hann út af sjálfu sér. Þannig mun hel- vítis eldur gjöra algjört verk, þegar „dagurinn kemur brennandi sem ofn; þá skulu allir ósvífnir syndarar, og þeir, sein guðleysi fremja, vera sem hálmleggir, og dagurinn, sem kemur, skal kveykja í þeiin, segir drottinn, og hvorki eftir skilja þeim rót né kvist“. Ma). 4. Á nokkrum stöðum er talað um „eilífan eld“, og hugsa menn þess vegna að hegningin verði óendanleg. • fessi skoðun hefur ef til vill rót sína að rekja til þess, að sumir misskilja orðið „eilífur'1. Petta orð er í biblí- unni við haft til að tákna ýmist óendanlegan eða endanlegan tíma, og verður sambandið að skera

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.