Frækorn - 15.12.1905, Blaðsíða 4

Frækorn - 15.12.1905, Blaðsíða 4
196 FRÆKORN borga honum, en þá þreif hann í hönd mér til að stela peningunum, og á þennan hátt fórum við hingað til þín, eg með peningapunginn í hend- inni og hann haldandi fast í hönd mína.« »Nei, það er ekki satt,« svaraði ol- íumangarinn; peningarnir eru mín e'gn> °g það er hann, sem er þjófur- fnn. Hann kom til að kaupa af rnér olíu, og bað migað skifta gullpening; eg tók upp peningapung minn og lagði hann á borðið, þá hrifsaði slátr- arinn hann og ætlaði að hlaupa sína leið, en þá náði eg í hönd hans og dróg hann hingað.« Eftir stundarþögn sagði dómar- inn: »Afhendið mér peningana og kom- ið aftur á morgun.« F*á kom röðin að Banakas og betl- aranum, sagði Emírinn frá hvernig alt hefði gengið til. Dómarinn hlýddi á orð hans og skipaði síðan betiaran- um að verja sig. »Alt, sem hann hefir sagt, er ósann- indi«, sagði hann. »Eg kom ríðandi í gegnum bæinn, og það var hann, sem bað mig um að mega sitja fyrir aftan mig á hestinum og fylgjast með til torgsins. Eg leyfði honum það, en þegar á torgið kom, neitaði hann að fara af baki og sagði, að það væri sinn hestur; en hann lýgur!« Eftir nokkra þögn sagði dómarinn: »Látið hestinn vera eftir hjá mér, og komið aftur á morgun.« Næsta dag streymdi að múgur og margmenni til að heyra úrskurð dóm- arans. Fyrst kom vísindamaðurinn og bóndinn fram. »Taktu konu þínal« sagði dómar- inn við vísindamanninn. Berjið bónd- ann fimmtíu stafshögg.« Vísindamaðurinn tók konu sína og bóndinn meðtók hegninguna í allra augsýn. Síðan kallaði dómarinn slátrarann fyrir sig. »Peningarnireruþín eign,« sagðihann Ennfremur benti hann á olíumangar- ann og skipaði að berja hann fimmtíu stafshögg. Svo kom röðin að Banakas og betl- aranum. »Geturðu þekt hestinn þinn aftur á meðal tuttugu annara?« spurði dóm- arinn Emírinn. »Já, það get eg.« »Og þú?« Eg líka« svaraði betlarinn. * Fylgið mér«, sagði dómarinn við Banakas. Peir fóru niður í hesthúsið og Em- írinn þekti óðara sinn hest aftur með- al tuttugu annara. Síðan kallaði dómarinn á betlarann niður í hesthúsið og skipaði honum að vísa á hinn rétta hest. Betlarinn þekti einnig hestinn aftur og benti á hann. Pá snéri dómarinn aftur á sinn stað og sagði við Bana- kas: »Hesturinn er þín eign, farðu með hann.« Að því búnu lét hann berja betlar- ann fimmtíu stafshögg. Pegar betlarinn hafði úttekið hegn- inguna, snéri dómarinn heimleiðis, og Banakas fylgdi á eftir. »Hvað vilt þú ?« spurði dómarinn. »Ert þú óánægður nieð þinn dóm?« »Langt frá, eg er mjög ánægður,« svaraði Emírinn. »Eg hefði einungis gaman af að vita, hvernig þú sást að konan var eiginkona vísmdamannsins en ekki bóndans, og að peningarnir tilheyrðu slátraranum, og hesturinn mér.« »Jú, að konan var eiginkona lærða mannsins, fékk eg að vita á þennan hátt: Eg kallaði hana til mín í morg- un og sagði við hana: »Láttu blek í blekhornið mitt!« Hún tók blek-horn- ið, hreinsaði það fljótt og fimlega og fylti það rneð bleki, — eftir því var hún vön þessu verki. Ef hún hefði verið kona bóndans, mundi hún ekki hafa gjört það óaðfinnanlega. Af því ályktaði eg að lærði maðurinn hefði á réttu að standa. Hvað peningana snertir, komst eg að sannleikanum á þann hátt, að eg lagði þá í fat fult af

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.