Gjallarhorn - 27.11.1912, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 27.11.1912, Blaðsíða 2
26 GJALLARHORN VII. Reykið alt af undantekningarlaust reykfóbak virjdla C W. Obel í Aalborg. Vindlarnir eru búnir til eingöngu úr hreinu og ósviknu tobaki og verðið svarar að öllu leyti til gæðanna. Vörur frá Obel eru hollar og góðar. Köbenhavns Marg’arinefabrik selur bezta og ódýrasta smérlíki sem er á boðstólum. Það er hvítt eins og ásauðasmér, alveg ólitað, svo kaupendur verða ekki svikn- ir á efni pess. Dýrari tegundir pess eru eins og bezta rjómabúa- smér að gæðum, en miklu ódýrari, Áreiðanlegum kaupendum gefinn lapgur gjaldfrestur. Aðalumboðsmaður á íslandi: Jón Stefánsson Akureyri, Qjallarhorn kemiA' út tvisvar í viku til næsta nýjárs, á miðvikudögum og laugardögum. Þau blöð verða talinn árgangur og kosta eina krónu. Þeir kaupendur blaðsins er nú hafa borgað VI. árgang þess, verða í þeirri upphæð taldir hafa borgað þenna er nú byrjar. Nærsveifamenn allir, eru beðnir að vitja blaðsins, í sölutjúð jakobs kaupm. Karls- sonar (»Edinborg<) sem oftast þegarþeir eru hér á ferð. Meðal kaupenda eru ofmargir sem skulda fyrir alla árganga »Gjallarhorns«, hafa stöðugt tekið við blaðinu, en aldrei borgað fyrir það einn eyri. Nú eru það vinsamleg tilmæli tíl kaupenda blaðsins, frá útgefanda þess, að þeir sem skulda því, greiði skuld sína fyrir nýjárið. Jakob Karlsson kaupm. hefir umboð til þess að taka við borgun fyrir blaðið og heimta inn skuldir þess. „Lovosa er nauðsynlegt þrifnaðarmeðal á hverju heimili, léttir hreingerning á hverju sem er, er gerladrepandi, og kemur í stað sápu og þvottadufts, við allan þvott. „L0V0S“ er fundið upp af Sir William Burnett & Co í t,ondon og fer nú sigurför um allan heim. ,L0V0s‘ er drjúgt. Það er gerla- drepandi og hjálpar því til að græða sár og sprungur á höndum. Það tek- ur strax bnrtu öll óhreinindi en þó eru ekki í því nein skaðleg efni, svo hin viðkvæmasta húð þolir þvott með því. Þeir sem þvo sér ur »Lovos« fá útlitsfagrar, hvítar og mjúkar hendur. ,L0V0S‘ er ómissandi við allan fataþvott, leysir upp öll óhreinindi, fitubletti, málklessur og hvað sem er. ,L0V0S‘ þarf við gólfþvott, (tré- gólf og vaxdúksgólf) og hreinsun á öllum búshlutum hvort sem þeir eru úr tré eða málmi, gleri, leir eða postu- lfni. ,L0V0S‘ hreinsar ekki aðeins og gerilsneyðir heimilin þar sem það er notað heldur gefur það einnig þægilegan ilm sem ávalt er föiunaut- ur hins sanna hreinlætis. ,LoVOS‘ fæst í öskjum á 10 aura 25 aura og 50 aura og ennfremur í 8 punda öskjum hentugum fyrir gisti- hús, sjúkrahús, verksmiðjur, smérgerð- arhús o. s. frv. »Lovos« er margfalt ódýrari en sápa, þvottaduft, sódi o. s. frv. ,LoVOS' fæst bráðum í öllum stærri verzlunum um alt ísland. Pantið »Lovos« sem fyrst. Einkasali fyrir ísland: Jón Stefánsson, Akureyri. (Selur aðeins kaupmönnum og kaup- íélögum.) ,Hin hvíta þrœlaverzlunt Félag eitt í Höfn, er hefir það mark mið að sporna gegn því að ungum stúlkum sé stolið handa »pútnahúsum« héft aðalfund sinn nýlega, og skýrði formaður þess þar frá starfsemi félags- ins undanfarið. Haíði félaginu, meðal annars, hepnast að frelsa tvær ungar stúlkur er »agentar« pútnahúsanna höfðu tælt burtu frá vandamönnum sínum, og var það á síðust stundu að þær náðust. Kvennaveiðar í þessu augnamiði fara mikið í vöxt um öll Norðurlönd og er sagt að það stafi mikið af að ungar stúlkur í þessum löndum séu ótor- tryggari en kynsystur þeirra annars- staðar. Aðferðin við »veiðina« er með ýmsu móti. Oft eru það eldri konur er reka þessi erindi pútnahúsanna og er óskiljanlegt að nokkur kona skuli fást til slíkrar ósvinnu, þótt vel laun- að sé, því þeim ætti þó að vera Ijós- ara en karlmönnum hvílík hörmurtgar- æfi bíður hinna ungnu stúlkna f saur- lífishúsunum, er svo oftast endar með því, að þær deyja kvalafullum dauða, úr viðbjóðslegustu samræðissjúkdóm- úm. Karlmenn »veiða« oftast á þann hátt að þeir »trúlofast« stúlkunum og þyk- jast svo flytja með þær búferlum til fjarlægra staða t. d. Ameríku. Þar selja þeir svo »unnustur« sfnar til pútnahúsanna eða umboðsmanna þeirra. Verðið er frá 2000—10,000 kr. fyrir stúlkuna eftir því hvað falleg hún er og vel vaxin. Áðurnefnt félag ræður fastlega öll- um ungum stúlkum á Norðurlöndum til þess, að láta ekki ginnast af fögrum loforðum óþektra manna eða kvenna, um glæsilega atvinnu, rié því um líkt, á fjarlægum stöðum, nema þær geti á einhvern öruggan hátt, útvegað sér fulla vissu um að engin brögð séu í tafli. — Oftast er séð svo um, þegar þær hafa byrjað ferðina til hins ó- kunna heimkynnis, að þær geta ekki aloppið aftur úr klóm böðla sinna. Aldrei hafa verið jafnmikil brögð í Noregi, að kvennaveiðum til þessa, eins og í sumar. Yfirvöldin þykjast viss um hvert illvirkið, hvern kvenna- stuldinn á fætur öðrum, en standa varnarlaus gegn ódæðinu. Vonandi eru þessir »veiðimenn« ekki farnir að starfa á Islandi enn þá, en varar ættu íslenzkar stúlkur að vera um sig, þær er trúlofast ýtlendum sjómönnum sem þær vita engin deili á, og fara svo með þeim til útlanda, ýmist giftar þeim eða trúlofaðar. (Að mestu eftir »Politiken«). Jóhannes Jósefssor) er í Lotz á Póllandi um þessar mund- ir og sýnir þar íþróttir sínar, fyrir fullu húsi áhorfenda, er láta mjög af hreysti hans. Nýlega glímdi hann við dólg mikinn pólskan, er þar var talinn óvinnandi, og var harður atgangur, en svo lauk að dólgurinn féll fyrir Jó- hannesi eftir 47 mfnútna viðureign. Urðu þá margir iandar hans æfir og ætluðu einhverjir ofstopamenn að veita Jóhannesi atgang Gerðist þá þröng mikil á þingi, en þó komst Jóhannes heill undan og bauð svo að þeir, hann og dólgurinn, (sem »Gjh.« hetir ekki nafn á) skyldu reyna með sér aftur á nýjan leik, en ekki er enn frett um úrslitin þar. Það var grísk-rómversk glíma er þeir glímdu. Frá Lotz ætlaði Jóhannes til Ant- werpen, en svo mun hann hafa f hyggju að koma heim hingað snöggva ferð í vor eða snemma sumars og dvelja hér um stund, en fara þá til Amcríku og reyna þar við ymsa í- þróttamenn. Það er ánægjulegt hve Jóhannesi gengur vel, og þar tnun ís- lands getið, sem hann kemur. ' (Eftir símfrétt.) Jslands Falk“ rekst á grunn. „Fálkinn" varð nýlega fyrir því ó- happi að rekast á grunn á Önut.dar- firði. Stóð hann þar fastur í I2stund- ir unz enskur botnvörpungur kom að og hjálpaði honum af grunninum. Óskemdur er ,,Fálkinn“ sagður, eftir að hann komst á flot aftur. lím láð og iög. Símfréttir í dag. — Björn /ónsson fyrv. rdðherra andaðist d sunnudagsnóttina af af- leiðingum heilablóðsfallsins er hann fékk. — Síra Jens Pdlsson i Görðum er ó batavegi og talinn úr allri hœttu. — Sigurjón Pétursson glimukappi i Reykjavik, fór til Hull og œtlar að kenna þar islenzka glímu. — Simfrétt til þýzka konsúlsins í Rvík segir strandaðan þýzkan botn- vörpung ó Breiðumerkursandi (aðrir segja d Skeiðardrsandi). Skipverjar voru 12. Einn druknaði en 11 kom- ust af. — Kona d bæ einum i Kjós syðra, hvarj síðustu fimtudagsnótt úr rúmi sínu. Maður hennar er svaf í sama rúmi varð þess ekki var er hún jór. Daginn eftir fanst hún örend, fd- klœdd, i pytti rétt við túnið. — Reglugerð fyrir hdskólann i Reykjavik var staðfest af konungi 9. þ. m. < — Guðm. Björnsson landlœknir hefir samið sóttvarnarbók handa al- þýðu og gefið út með landssjóðs- styrk. — Aftaka óveður hefir verið í Reykjavík síðustu daga. Snjóburður mikill i gær og d mdnudaginn. Skýrim. Við eina söguna í »Fjórum smásögum* er höfundarnafnið Hutda, og skal þess getið, að höf. þeirrar sögu er eigi skáldkon an Unnur Benediktsdóttir, sem áður hefir skrifað undir því nafni. Skýring þessa gef eg að gefnu tilefni sem prentari smásagna þessara, þótt eigi sé eg útgefandi þeirra. Oddur Björnsson. £jótt ástand í t&andaríkjunum. Mörgum mun þykja það ótrúlegt að á degi hverjum deyi í Bandarík junum 1720 manns vegna skeytingar- leysis, eða af sjúkdómum, sem manni eru sjálfum að kenna: þó er þessu þannig varið, eftir því sem Dr. Irving Fisher, prófessor við Yale háskólann, segir. Hann hefir safnað skýrslum þar að lútandi, og nú nýlega gefið heirn- inum til kynna þeasa útkomu rann- sókna sinna. Hann segir, að á ári hverju deyi 630,000 manns þar í ríkjunum, sem ekki hefðu þurft að deyja, ef almenn- ** um varúðarreglum eða gildandi lífs- reglum hafði verið fylgt. Hvern dag { árinu deyja því að óþörfu 1720 manns, sem er hærri dauðatollur en Titanic slysið heimti; og 365 sinnum á ári endurtekst Titanic dauðatollurinn, — með hinum sömu hörmungum fyrir einstaklingana og þar átti sér stað. Hörmulegt má slíkt heita og grát- legast að skeytingarleysi sé að mestu orsökin. Prófessorinn liðfærir dauðsföllin. 10,000 manns deyja árlega af tó- baks- og víneitrun, og er það sex- sinnum fleira en fórust á Titanic. 5,000 manns deyja árlega úr saurlffissjúk- dómum, og 20,000 úr taugaveiki; og alt þetta segir prófessorinn sé að kenna vanþekkingu, vanhirðingu og skeytingarleysi, sem orsakaði Titanic slysið. Tæringuna telur prófessorinn einnig stafa af sömu orsökum; — þvf að hana sé auðið að lækna, ef rétt sé að farið, og auðvelt að forðast; en úr henni deyja daglega 10 prósent af þessum 1720 óþörfu dauðsföllum. 50 manns deyja daglega af slysum,

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.