Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 15.02.1917, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 15.02.1917, Blaðsíða 2
HörUDSTASUKINN Nýlendubóndinn. Eftir Charles Garvice, Gregson var alveg forviöa á þessari ósvífni, sem hann áleit vera, en gekk þó með Hinton gegn um gestahópinn út á svalirnar. »Nú, nú, hvað viljiö þér, herra, — eg man ekkert hvað þér heitiö* — spuröi hann. Hinton tók upp pfpu sína og lét í hana hægt og gætilega. Var hann hinn róiegasti, en Gregson stóö fyrir framan hann og réði sér varla. »Það viidi svo til, herra Gregson, aö eg heyrði hvað þér sögðuö við fröken Klöru, þegar við vorum aö fara«. »Hvern andsk—«, stamaði Gregson. »Hægan, hægan. Þér eigið við hvað mig varði um það. Eg kom nú einmitt til þess að segja yður það. Eg skal segja yöur, að eg hefi fengið ást á fröken Kiöru sjáifur*. »l>ér«, kaliaði Gregson og virti Hinton ail- an fyrir sér, eins og hann gæti ekki trúað sín- um eigín augum. »Já«, sagði Hinton. »Eg feldi hug til henn- ar undireins og eg sá hana, Nú er þaö siður í okkar iandi, að þegar tveir menn fella hug til sömu stúlkunnar, þá láta þeir hana sjálfa velja. En mér ieikur grunur á, að fröken Klara eigi þess ekki kost. Gerið þér svo vel aö hafa þolinmæði þangað tii að eg er búinn að tala út. Eg ætla að segja yður alt eins og er. Eg hefi komist aö því að Rosleigh lá- varður er í slæmum kröggum, og hér á þessu gamla landi virðist það standa á miklu, hvort maðurinn er vel eða illa efnum búinn. Hjá okkur er nú ekki litið svo mjög á það«. — »Sjáið þér nú til — eg veit ekki hvern fjandann þér meinið með því að vera að rausa þetta við mig«, tók Gregson framm í. »Jæja, eg skal reyna að gera yður það skiljanlegt«, sagði Hinton rólegur. »RosIeigh lávarður er fátækur og þér eruð ríkur. Eg álít það nú ekki sjálfsagt að fröken Klara taki yður af þeim ástæðum, en það er ekki sagt, að hún geti ráðið því alveg sjálf, en slíkt er ekki jafntefli, því að hún ætti að vera algjör- lega sjálfráð og eg líka. Eg verð líka að geta komist að. Eg sting nú upp á því að þér minnist ekki á þetta bónorð í mánaöartíma frá þessum degi að telja*. — »Eg held að þér séuö ekki með öllum mjalla«, sagði Gregson, enda datt honum í hug að þetta kynni að vera vitlaus maöur, er væri að tala við sig. »Ekki svipað því«, sagöi Hinton jafnrólega og áður. »Viljið þér ekki ganga aö þessu. Það er Ieiðinlegt. Berjist þér nokkurntíma hér á landi ?«. »Berjast«. »Nú, ekki það. Við gerum það í okkar íandi, og eg er reiðubúinn að berjast við yð- ur meö eða án vopna, ef þér kjósiö heldur, nú undireins, eða hvenær sem yður þóknast*. Gregson leit til gluggans, eins og hann ætlaði að kalla á hjálp, en Hinton hélt áfram með sömu róseminni. »Jæja, yður líkar það ekki. Það er erfitt að gera yður til geðs. En þér megið til að lofa mér að komast að. Þér megið ekki gína yfir öllum gróöanum, eins og við segjum, þó að þér séuð ríkur.« . »Eg læt fleygja yður út úr húsinu, út úr landareigninni«, hvæsti Gregson. »Ekkert liggur á. Eg fer sjálfur jafnskjótt sem við höfum komið okkur saman um þetta. Lítið þér nú á. Látið þér þetta afskiftalaust í mánaðartíma, og aö þeim tíma liönum skal yður vera frjálst mín vegna að reyna að koma yður inn undir hjá fröken Kiöru. Finst yður það ekki vel boðiö ? Það væri að minsta kosti álitið svo þar sem eg á heima«. Það er ekki óhugsanlegt að Gregson hafi ekki skilið þessa uppástungu til fulls, enda kom þetta alveg flatt upp á hann. Hann gat að eins stunið upp: »Eg set þvert nei fyrir það aö hafa nokkur mök við yður, Farið þér til fjandans.* »Sem yöur sýnist«, sagði Hiníon. »Eg þyk- ist sjá, að eg verði að beita yöur þeim vopn- um, sem yður eru tömust,5 og munið þér eftir því, að hvorki veröa grið gefin né þeirra beö- ist. Verið þér nú sælir.* Hann snéri aftur heimleiðis* jafnrólega og hann hafði komið, og hvernig sem á því síóö þá þótti honum ekkert kynlegt að sjá hvít- klædda stúlku sitja á bekknum á grasflötinni fyrir framan húsiö. Það var ekki orðiö mjög áliðið kvölds. Stjörnurnar blikuðu í kvöldblíð- unni og næturgalinn kvakaði í álmviðnum yzt í garðinum. »Funduð þér hanzkann yðar?« spurði Klara þegar hann kom til hennar, »Hanskann minn? Jú, þakka yður fyrir. Má eg setjast hjá yður?« Klara rýmdi til á bekknum og hann settist niður og greip hönd hennar, Hún brá sér hvergi og furðaði sig ekki einu sinni á þessu, því aö konur ganga þess ekki duldar þegar karlmenn fella hug til þeirra, eins og áður er sagí, og það þegar frá fyrstu byrjun. »Já«, sagði hann eins og hann væri að svara einhverju, sem hún hefði sagt. »Eg elska yður og ann yður mjög heitt. Eg bjóst ekki við að segja yður það í kvöid, eins og þér munuð vita, þá heyrði eg þegar Gregson fór að biðja yðar. Nú — auðvitað vil eg nú ekki, að þér játist honum, jafnvel þótt að þér kyrmuö að neita mér, því að eg álít hann ekki nógu góðan handa yður og eg ætla nú að færa yður heim sanninn um það.« Hann lyfti hönd hennar að vörum sér um Ieið og hann sagði þetta. Það var nú fulldjarft, en Innn gerði það með allri hæversku hinna gömlu riddara og Klöru hitnaði um hjarta- rætur þegar varir hans snertu hönd hennar. »Það er ein ástæða til þess, að eg ætti að taka herra Gregson«, sagði hún !ágt og fann að hún varð að vera jafn einlæg við manti- inn, sem sat hjá henni, og hann var gagnvart henni. »Eg veit það«, sagði hann. »Það er íit, að hafa ekki nóga peningana og eg sé það, að eg má ekki biðja yður að giftast mér. Eg þarf ekki að spyrja yður, hvort þér elskið mig, því að þér hefðuð ekki ieyft mér að kyssa hönd yðar ef svo væri ekki«. Klara brá litum og horfðust þau í augu eitt augnabiik með ósegjanlegri blíðu. »Eg var að reyna áður að komast inn á samninga viö Gregson«, sagði Hinton. »Eg bað hann að bíða í mánuð«. Klara leit undrandi á bann og dáðist jafn- framt að honum. Þetta var sannarlegur mað- ur, einbeittur, einlægur og hugdjarlur. »Hann neitaði mér, en það gerið þér ekki, því að eg ann yður — og þér unnið mér. Viljið þér lofa mér því að játast honum ekki fyr en — hvaða mánaðardagur er í dag? Tutíugasti og annar! — jæja! Fyr en tuttug- asta og fyrsta næsta mánaðar. Satt að segja geri eg ráð fyrir, að Gregson verði alfarinn héðan innan þess líma«. »Eg skal Iofa yður því«, sagði Klara hæg- látlega. Klara !á vakandi mestalla nóttina og var ýmist sæl eða sorgbitin. Hún unni Hinton en óttaðist að hún mundi verða neydd til aö taka Gregson. Engin nsk stúlka mun víla tyrir sér aö fórna sjálfri sér fyrir sakir föður síns, meðan honum er nokkurrar viðreisnar von. Hún roönaði þegar Hinton kom ofan til morgunverðar daglnn eftir, en hann lét sem ekkert væri, en var þó öllu þýðari og inni- Iegri í viðmóti sínu við hana. Hann hegðaði sér ekki eins og elskhugar eru varir að gera, en þrátt fyrir það vissi hún vel um ást hans og ást hennar óx og dafnaðí dag frá degi og með hverri stundu. Eitt kvöldið komu þau heim af veiðum og kallaði þá faðir hennar hana til sín inn í Iestrarstofuna. »Heytðu, Klara mín«, sagði hann með mikl- um áhyggjusvip. »Gregson kom hérna áöan í þeirn erindum aö biðja þín. Sjáöu nú til, góða mín. Guð veit að eg vil ekki þröngva þér, og hann veit líka að eg hugsa aðeins um þig og að mér liggur framtíð þín mjög á hjarta. Eg hefi miklar áhyggjur þín vegna, og við erum illa stödd*. »Eg veit það, góði«, sagöi hún, iagði hand- legginn um háls honum og grúfði sig ofan að honum. »En gefðu mér dálítinn umhugs- unartíma. Eg skal svara honum eftir mánuð«. Hún talaði ekki meira um þetta og gekk aftur til Hintons, sem var að koma veiði- stöngunum í samt lag. »Gregson hafði verið hérna«, sagði hún al- varlega. »Eg átti von á því«. »Var hann að nefna bónoröið viö föður yðar? Hvað sögðuð þér?« spurði hann stilli- lega. »Hafið þér gleymt loforði mínu?« spurði hún næstum stygglega. Hann fleygði stönginni og ætlaði að grípa hönd hennar en hætti við það. »Eg veit, að þér efnið það«, sagði hann, »eins og eg skal efna mitt og nú skal eg einskis spyrja yður framar fyr en þann tutt- ugasta og fyrsta. Við skulum nú ekki hugsa meira um þetta og iátið þér það ekki fá á yöur. Eg get borið mótlæti ekki síður en hver ann- ar, en eg gæti ekki borið það að vita yður ógæfusama. Nú skulum viö koma og vigta fiskana. Þér hafið fengið þá þyngstu eins og vant er.« Þó að Klara væri mjög angurvær og kvíöa- full þá var henni órnögulegt annað en að hughreystast af þessum óbilandi kjarki og sjálfstrausti. Kom nú annað heimboð frá Skóg- arhúsinu en ekki náði það nema til feðgin- anna. Klara vildi helzt hvergi fara, en Hinton eggjaði hana á það. »Hann verður líka að komast að«, sagði hann. »Eg stend svo miklu betur að vígi núna þar sem eg er með yður öllum stundum, svo að það er ekki nema sanngjamt að hann eigi líka leik á borði,« »Eg hélt að það væri heppilegra að eg færi • ekkifyrstað þér viljið unna honum þess«, sagði Klara brosandi. En hún fór samt og kom heim aftur nieð hálfu meira ógeði en áður á Skógarhúsinu og eiganda þess og öllum þeim félagsskap sem þar var. Dagarnir liðu mi hver af öðrum og fanst Klöru hún ganga eins og í draumi, og kveið fyrir að vakna af honum. Að morgni hins átjánda voru þau Hinton á heimleið og mættu * þá Gregson í ferðavagni sínum, Hann var þreytulegu og virtist vera í sérlega illu skapi. Leit hann reiðulega til Hintons, en reyndi að brosa til Klöru og sagði henni að hann væri á leið til Lundúna í áríðandi erindum, en mundi koma aftur innan skamms.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.