Ingólfur


Ingólfur - 23.04.1905, Blaðsíða 1

Ingólfur - 23.04.1905, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. III. ÁR. Reykjavík, suniiudagiiin 23. apríl 1905. 10. blað. Eins og aliir vita þá eru sjaldgæíir — en — það vita kannske ekki allir, að það er ekki sjaldgæft að verzl, EDINBORG í Reykjavík hafl sœekklegasta, ódýrasta og sterkasta mnni hentuga til í ár ern sumar-páskar — og í ár er verzlunin Edinborg í Rvik lO ára gömui, hefir hún nú lika í ár gert meiri happakanp, en vanalegt er, á öllum vör- um einkum þó vefnaðarvöru, enda heflr hún nú betra tækifæri að sýna þær, þar sem húsrúmið er yfirfljótanlegt. Nú er komið fast að sumarmálunum, væri því ráð fyrir alla, að fara ekki framhjá Edinborg, ef þeir hngsa til að gleðja sig og sína eða vanhagar um eitthvað i búið. Óskandi öllum viðskiftavinnm sínum góðs og gleðilegs sumars! Ásgeir Sigurösson. STIMPLA, STIMPILPÚÐA (rneð ýrasara litum) Kautsotuk-prentkassa útvegar Einar Gunnars- son, Suðurgötu 6. Langfrjálslyndasta lífsábyrgðarfélagið á íslandi er ,, S I á 1 “ Umboðsmaður: Jens B. Waage. Fyrirkomulagsreglan eða frumvðrpin í ríkisráðinu. Hann vant#ði ekki talsmennina meðal íslendinga, hann Alberti, þegar hann tók nppá því lymskn bragði að nota sér flokka- ðrættina hér á Lndi til að lanma inn i stjórnarskrárfrnmvarpið, — þvert ofan í lof- orð konnngs í boðskapnum til íslendinga 10. jan. 1902, — ákvæðinu um að sérmál vor ætti að bera upp í ríkisráðinu danska. Og þó höfðu menn ekki áður og alt þangað til verið eins samhnga nm neitt atriði í stjórnarmálinu einsog það, að meðferð sérmáia vorra í ríkisráði Dana gæti cigi samrýmst þjóðarsjálfstæði vorn, rétti vorum til að hafa stjórn vora og löggjöf út af fydr oss. En, sem sagt, þegar á reyndi, þegar vér áttum og þurftum að sýna, að hugur hefði fylgt máli, er vér nefndum ríkisráðs- setuna „vort mesta meia“ og töldnin það hyrningarsteinirm undir þjóðarsjálfstæði vorn, að því meini væri kipt burtn, þá var ölí sannfæringin horfin, öil „stóru orð- in“ orðin að reyk, þá keptust þær hver við aðra, þjóðarhetjnrnar íslenzkn, um að mæla bót „mesta meininn" íslands, sem danskur ráðgjaíi viidi fá rígbnndið með lögum. Peir nöldruðu reyndar í barm sinn, sumir þingmennirnir, töínðu um valdboð og frekju hjá ráðgjafanum, &ð bjóða þeim slíkt, en þau orð voru tölnð aðaiaa fyrir fólkið, þjóðina, sem hlaut að undrast, hring- snúoinginn, en orðunum var ekki beint að ráðgjafanum — mikil ósköp, nei, það vöruðust þeir. Þeir keptust um að verja ákvæðið, of- an í sjálfa sig. Pá var margt sagt og mörgn slegið uppá, en það reyndist ekki alt sérlega haldgott. En vörnin sem þingið aðhyltist sem fullnægjandi og trygga, var sú, að það væri eðiilegt að Danir hlytn að krefjast ríkisráðsmeðferðarinnar á sérmálum vor- um vegna eftirlits þess, er vér yrðum að viðurkenna að danska stjórnin þyrfti að geta haft með sérmálastjórn voiri, að hún stofnaði ekki ríkinu í hættu með ráðstöf- unum sínum og lögum og skerti ekki jafnrétti ríkisþegnanua. Til þess að Dana- stjórn gæti haft þetta eftirlit, þótti þing- inu það nú heppileg fyrirJcomulagsregla — þotta nafn gáfu þeir ríkisráðs ákvæðinn — að sérmáiaráðherrann yrði að hitta kon- nng í ríkisráðinu og bera þar og ekki annarstaðar undir hann ísienzk Iög og mikiivægar stjórnarráðstafanir, til þess að dönsku ráðgjafarnir gætu fengið vitneskju um hverjn fram vindi í íslenzkn sérmála- stjórninui og komið í veg fyrir það, sem stofnaði rikinu í hættu eða gæti skert jafnrétti ríkisþegnanna. Pað var skýrt tekið fram af þinginu, að þaðværi aðeins vegna þessa eftirlits dönsku stjórnarinnar, (sem henni yrði ekki neitað um þarsem hún bæri alla ábyrgð gagnvart öðrnm þjóðum) ,að þetta fyrirkomulag væri valið, sem hið hsgfeldasta að áliti þingsins og umsvifaminsta, en að þingið áliti það ekki neina stjórnarfarslega nauðsyn að velja eínmitt þetta fyrirkomulag, þarsem vænt- anlega mætti finna aðra vegi, sem ekki kæmu í bága við stöðu þá í ríkinu, sem Islandi væri mörkuð í gildandi lögum. Þetta var nú álit þingsins og vöin þess fyrir ríkisráðs meðferð sérmálanna. Það þvertók fyrir að heimila haua eða leyfa frekar en nauðsynlegt var vegna eft- irlitsins. Það er ekki þýðingarlaust að minna nú á þessa einekorðuðu þýðingu og réttlæt- ingu ríkisráðsmeðferðarinnar á sérmálun- um, eftir yfirlýstum skilningi þingsins, að hún var aðeins heimiiuð og réttlætt af þinginn, vegna eftirlitsins með því að vér eigi stofnum ríkinn í hættu frá öðrnm þjóðnm eða skerðum jafnrétti þegnanna. Það er ekki þýðingarlaust að minna á þennan takmarkaða rétt sem ríkisráðs- meðferðin á á sér, samkvæmt skilning þingsins, nú þegar vér erum nýlega bún- ir að lesa i blöðnnnm, að ísl. ráðherrann hafi siglt með frumvörpin sem hann ætl- ar að Ieggja fyrir þingið, til að bera þau fram í ríkisréðinu danska. Hann ætlar þá að leggja frnmvörpin fram í ríkisráðinn. Það er beint ofan í tilætiun þingsins; því að það getnr þó ekki stofnað ríkinu í hættu eða skert jafnrétti þegnanna, þó að þingið fái að ræða eitthvert mál. Það stofnar ekki fremur ríkinu i hættu eða skerðir jafnrétti þegnanna, að leggja frv. er slíkt myndi gjörf, ef að lögnm yrði, fyr- ir þingið, heldur en það væri að stofna ríkinu í hættn o. s. frv. að prenta slíkt frv. í öutenhergs prentsmiðjunni. Og væri það þá ekki einfaldast og umsvifaminst, að hafa þar í prentsmiðjunni ritskoðara fyrir dönsku stjórnina til að vernda ríkið fyrir frnmvörpunum? Þingið gekk aðeins inn á ríkisráðsmeðferðina, til þess að danska stjórnin gæti fengið vitneskju nm hverju framvindi í hinni sérstöku iöggjöf vorri og stjórn. Þá vitneskju fær danska stjórnin nægilega fljótt þegar báðir liðir löggjafarvaldsins (þing og konungur) eru búnir að koma sér saman um að gjöra frv. að lögum, en meðan það er ekki orðið er það þvert ofan í tilætlun þingsins ogrök- stuðning á ríkisráðsmeðferðinni, að ríkis- ráðið komi nærri sérmálunum. Þingið neitaði beint því, að ríkisráðsmeðferð sér- málanna væri nein „stjórnarfarsleg nauð- syn“ einsog Alberti hafði álitið í athuga- semdum stjórnarfrumvarpsins, og með því að byggja ríkisráðsmeðferðina áalt öðrnm grundvelli, en Alberti hafði gjört, nefni- lega á nauðsynlegu eftirliti ríkisstjórnar- innar með sérmála löggjöfinni, feldi þing- ið um koll og mótmælti ummælum athuga- semdanna um að lagafrumvörp yrðu að koma í rikisráðið áður en þingið feng þau til meðferðar.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.