Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 27.05.1906, Blaðsíða 1

Ingólfur - 27.05.1906, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. IV. ÁR. Reykjavík, sunuudaginu 27. maí 1906 24. blað. Þeir halda. Þeir halda að eg sé einn á ferð og ólánsgrei í flestu. ^eykYíkingar! fakið efiir! Mánudaginn 28. þ. m. opnar V©l*Zl, jbjdlU'bOrg ein- -- En filgispök er mér þó mergð af minningunum bestu. Svo halda þeir sé þöglin ein og þögn á mínum brautum. — En óort Ijóð mér óma af grein úr unni og berjalautum. Þeir halda að skuggar hafi mig af hólmi lifsins rekið. — En mín hefir vænstan von á sig vorhjúp ljóssins tekið. Bjarni Jónsson frá Vogi. hverja hina fegurstu og stærstu fatasölubúð landsins í Áusturstræti 9. wBiff þaff hmgt al fá. En yfir engu munuð þér verða eins hissa eins og verðinu, því að aldrei hafa innkaup verzlunarinnar verið eins mikil eins og í ár, þar af leiðandi er varan að mun ÓcL^rarl. Munlö ©ftir deginum:---------------- íslenzku kvenfélögin og alþjéðafundurinn. í desember-mánuði f. á. gat „Ingólfur" þess, að í ráði væri að aiþjóða kosningar- réttarfélag kvenna héldi Sameiginlegan fund í Lundúnum í vor til þess að ræða áhugamál sín, einkarlega um kosningar- rétt og kjörgengi kvenna. Jafnframt var skýrt frá skoðunum danskra kvenna á því, hvort ísland ætti að taka sjálfstæðan þátt í fundarhaldinu eða ættu íslenzku kven- félögin að ganga í flokk danskra kvenfé- laga og senda einn fulltrúa á fundinn í þeirra skjóli. Frú Munter í Kaupmannahöfn hafði ritað útgefanda Kvennablaðsins og mælti eindregið fram með því, að kvenþjóðin íslenzka ætti sjálfstæðan þátt í fundar- haldinu, þótt hún léti þess jafnframt getið, að kvenfélögin hér gæti einnig fengið að fljóta með dönsku félögunum. Einkum hafði prófessorsfrú ein, frú A. Lund í Khöfn, barist fyrir því að ísland gengi í félagið sem ein af dönsku deildunum. Þótt undarlegt sé þá hefir ekki heyrst nokkurt orð í þá átt frá kvenfélögunum hér á landi, hvern þátt þau vildu hér að eiga, hvort þau vildu sækja fund þenna fyrir hönd sérstaks þjóðfélags, eða af- klæðast þjóðerninu og smokra sér inn í nafni annarar þjóðar. Þessi deyfð og úrræðaleysi miðar síður en ekki til að afla kvenþjóðinni íslenzku virðingar meðal erlendra þjóða, þar sem kven-réttindamálin eru nú efst á baugi og ýmsar konur erlendis hafa gert hverja tilraunina af annari að fá íslenzkar kon- ur til hluttöku í þeirri hreifingu. Forstöðukona alþjóðafélagsins, Mrs. Chapmann Catt, hefir ritað útgefanda „Kvennablaðsins11 og lagði mjög að ís- lenzkum konum að stofna félagsdeild, þótt lítil væri, er gengið gæti inn í alþjóða- félagið. Hún skrifaði einnig frú Miinter og kvað það ekki koma til mála, að ís- land gengi í sambandið með Danmörku. „Við gætum þá alveg eins,“ sagði hÚD, neitaðað taka Canada eða Ástralíu eða Ung- verjaland inn í félagið sem sérstök þjóð- félög." — Frú Mfinter segir í bréfi til útg. „Kvb.“, að Mrs. Catt hafi farið svo hörðum orðum um þessa dönsku tillögu að hún hafi ekki enn árætt að lesa bréfið upp á fundi í danska kjörgengisfélaginu. Nú hefir verið hætt við að halda fund- inn í Lundúnnm og er ákveðið að hann verði háður í Kaupmannahöfn 6.—12. á- gúst í sumar. Það er því dálítill tími enn til stefnu og ætti nú hið íslenzka kvenfélag í íteykjavík að gangast fyrir því að stofna félagsdeild hér í tæka tíð, svo að landið geti tekið þátt 1 alþjóð- fundinum á sómasamlegan hátt. Hyöt. Samskotin byrja vel til skylduliðs sjó- druknaðra manna. Það veitir heldur ekki af. Það þarf að safnast svo mikið, að eigi verði einungis handa vandamönnum þeirra, sem svo hörmulega létu líf, held ur einnig afgangur til sjóðstofnunar handa þeim, sem líkt kynni að standa á fyrir framvogis. Það þarf að sjá svo um, að þeim, sem missa sína vofeiflega, bætist ekki hungur á harm ofan. Útlitið er gott. Flestir hinir smærri gefendur — sem margir hverjir gefa meira eftir efnum en hinir stærri — eru enn eftir. Og vonandi nokkrir stórgefendur líka, svo sem t. a. m. hr. ZöIIner, sem kvað hafa um ‘/s mUjón í árstekjur af viðskiftum sínum við íslendinga — og hr. Vald. Petersen -í Friðrikshöfn. — Svo sannarlega sem ég sit hér, þá er það trú min, að væri ég íslendingum tollheimtu- maður (á þýzku: Zöllner) til hálfs á móts við landssjóð og líklega tiljafns við 2—3 stærstu verzlanir hér, og hefði rakað saman miljónum af þessu — einmitt vegna slíks afrakstrar að fornu og nýju — fá- tæka landi, þá mnndi ég ekki leggja minna til samgkotanna en 5000 kr. 0g svo drúgt hafa kynja-kínalífslyfsinn- tökur íslendinga dregið áðumefndum beiskjublönduði (á dönsku: Bitterfabrikant) að vel má búast við, að samskotasjóðurinn þyngist að mun við það, sem hann leggur í hann. Auk þessara eiga enn ógefið margir kaupmennirair, bæði íslenzkir og „íslenzk- ir“, og hafa sumir Reykjavíkurkaupmenn- irnir gengið á undan með svo góðu eftir- dæmi, að öðrum mun naumast verða vandasamt að leika þar eftir. Þegar á alt þetta er litið virðist ástæða til að gera gér góðar vonir um, að nóg fé muni fást bæði handa þeim, semnú er brýnust nauðsyn á því og eins handa öðr- um þegar líkt stendur á í framtíðinni. Og væri sjóðurinn stofnaður þá er varla hætt við öðru en að efnamennirair myndu eftir honum. 3. mai 1906. Helgi Pétursson. * * * Eftirskrift. Lögrétta úthýsti greinarstúf þossum, vegna þess að fiskimannasjóðir væru svo margir til- En sé nóg fé til, því er þá verið að skjóta saman? Ég fæ enn ekki betur séð, en nú ætti að sæta lagi til að koma á fót vísi til sjóðs, slíkt sem að framan er á drepið. Það þarf ekki nauð- synlega að einskorða sig við að hjálpa skylduliði sjódrukknaðra. Síðan greinin var rituð hafa ýmsir gef- endur bæzt við, en margir „líklegir“ eru þó víst eftir, svo að mikið safnast sjálf- sagt enn. Gamanyrðin í greinarstúfnum hefðuvit- anlega mátt missa sig, en ég læt hann þó koma óbreyttau. Mér finst óþarfi að gera menn svo hei- laga fyrir það eitt, að þeim hefir tekist

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.