Ingólfur


Ingólfur - 23.01.1907, Blaðsíða 1

Ingólfur - 23.01.1907, Blaðsíða 1
INGÓLFUR. V. ÁR. Reykjayík, miðvikudagiim 23. jan. 1907. 3. blað. Sundrungarviðleitni stjórnarflokksins. Síðan samkomulag'ið varð með blaða- mönnum um grundvallaratriði þau, er halda skyldi fram og ekki frá vikja í samningum við Dani um samband land- auna, hafa Lögréttumenn sífelt verið að hringla fram og aftur, slá úr og í og vefja alt málið. Fyrst skrifuðu þeir skilyrðislaust und- ir það, að ísland skyldi verða „frjálst *ambandsland“. Nokkru síðar fengu aðrir stjórnarsinnar þá til þess að hlaupa frá þessu og skrifa undir skuld- bindingu um það, að fara ekkert fram- yfir þann „samkomulagsgrundvöll", sem lagður hefði verið í sumar í þingmanna- förinni, en þar var alls ekki um það rætt, að landið yrði frjálst sambands- land, heldur að stöðulögunum yrði vik- ið þannig við, að talin yrðu rpp sam- eiginleg mál í stað sérmála oj íalend- ingar legðu svo samþykki á lögin, sem þeir hafa ekki gert til þessa. Áður en þessi afturköllun var birt, þótti nú Lögréttumönnum vel hlýða að reyna að brjála merkinguna í orðunum „frjálst sambandsland“, og svifta þau allri skynsamlegri og sannri merkingu. Því að hvað þýðir „frjálst sambands- land“ annað en frjálst „sambandsríki“ ? Hvað höfum vér á móti gildi grund- vallarlaganna dönsku hér, ef ísland er partur af danska ríkinu? Þá eiga þau að gilda hér. En það er einmitt þessi „ríkiseining“ sem íslendingar hafa ein- att verið að berjast á móti og á henni hafa kröfur þeirra strandað, því að Danastjórn hefir haldið fast við „innlim- unina“. „Ríkiseininguna“ þurfum vér að rjúfa og hljótum að rjúfa, ef véreig- um ekki að vera innlimaðir. Þetta liggur í augum uppi og þessu hafa líka öll þau blöð haldið fram, er rituðu fyr- irvaralaust undir ávarpið. „ísafold“ hafði reyndar gefið nokkuð óljósa skýringu á áminstu orðatiltæki, þótt hún tæki af allan efa síðar, og þetta hafði Lögrétta að átyllu, til þess að gera orðin marklaus. Menn áttuðu sig ekki í svipinn á því, hvert þessir vafningar Lögréttu ættu að stefna, en rétt á eftir var afturköllunarskjalið birt, ávarp stjórnarflokksins, og þá var auðséð tii hvers refarnir vóru skornir. Látið sem eitt helzta atriði blaðamanna-ávarpsins væri markleysa, til þess að svo sýndist, sem frá engu væri hopað. Annað atriði í blaðaávarpinu var rík- isráðssetan. Blaðamenn vildu taka það skýrt fram, að þeim þætti það alveg sjálfsagður hlutur, að íslandsmál yrði ekki borin upp í ríkisráði Dana. Þetta þótti nauðsynlegt að taka fram með ber- um orðum, til þess að taka af allan efa vegna hins mikla skilningsleysis og skeyt- ingarleysis, sem margir þingmálamenn hafa sýnt um það atriði. Að visu ligg- ur það í orðunum „frjálst sambandsland“, að mál þau, er íslenzk löggjöf ræður yfir, verði ekki borin upp ríkisráði Dana, því að annars væri ekki um neitt „frjálst sambandsland" að tala, heldur að eins innlimaðan ríkishluta. Undir þetta skýringarákvæði vildu „Lögr.-menn“ ómögulega skrifa og báru ýmislegt í vænginn. Þetta væri stjórn- arskrár-atriði, og mundu þeir síðar reynast fúsir til samvinnu um það, en hreint ekki nú. Þó viðurkendu þeir, að útvega þyrfti tryggingar fyrir því hjá Danastjórn, að „í ríkisráði" þýddi ekki „í ríkisráði“ heldur „í viðurvist ríkis- ráðs“ og töldu upp ýms atriði þar að lútandi, sem fá þyrfti ákveðnar trygg- ingar fyrir til þess að sjálfstæði lands- ins væri borgið; auk þess væri hægt að hugsa sér ýmislega meðferð mála vorra, sem væri enn þá óhagkvæmari, en sú sem nú sé! Þegar öllum þessum fáranlegu vífi- lengjum og viðbárum hafði verið marg- hrundið og „Lögr.“-mönnum var ómögu- legt að verja þær, nema þá með enn þá fráleitari vafningum, þá dettur þeim alt í einu þjóðráð í hug. Þeir gerast mjög hátíðlegir og setja fram þá spurningu í blaði sínu, hvar ávarpsmenn ætlist til að málin sé borin upp fyrir konungi, ef það sé ekki gert í rikisráðinu! Blaðamenn hafa ekki tekið þessa spurningu svo alvarlega, að þeir hafi virt hana svars, en úr því að „sannsögl- in“ gerir henni svo hátt und r höfði að prenta hana upp og leggja henni líkn- aryrði, þá er ekki vert að synja svars- ins. Ávarpsmenn ætlast til að málin sé borin upp fyrir konungi utan ríkisráðs! Þetta vonum vér, að hinum háttvirtu spyrjendum sé nægilegt svar í bráð, þótt þeim væri kannske hugþekkara að farið yrði nú að þjarka um, hvernig ís- lendingar hagi stjórnarfyrirkomulagi sínu, eftir það að samningum um sam- band landanna væri lokið. Það gæti komið þeim vel, til þess að beina at- hygli manna frá hringli þeirra og heig- ulskap í sambandsmálinu, sem nú þeg- ar er orðið flokk þeirra að bana, en á- varpsmenn hirða varla um að „kalla hann fram“ aftur. En úr því að vér höfum svarað þess- ari hjartfólgnu spurningu Lögr.-manna, þá vonum vér að þeir svari annari spurn- ingu: Á hvern hátt œtlaþeir að fá tryggingu hjá Danastj'orn fyrir því að „í ríkisráði1' þijði ekki „í rikisráði“, og að sérstöðu Islandsráðherra sé þar fyllilega borgið, eins og þeir telja nauðsynlegt að fá trygt? Yér vonum að þeim verði ekki stirt um svarið. Hvað vilja nú leiðtogar stjórnarflokks- ins? Hin mikla óánægja, sem risið hefir í landinu út af innlimunar-ákvæðinu í stjórnarskránni hefir knúið þá til að láta í ljós, að þeir vilja breyta því fyr- irkomulagi, sem nú er. Undan því hafa þeir ekki komist. En svo ætla þeir að þvo hendur sínar með þvi að endurskoða stöðulögin, sem þeir kalla, gera á þeim einhverjar kákbreyt- ingar. Umbæturnar eru þær aðallega að telja upp sameiginleg mál í stað sérmála, og get- ur sú upptalning alt eins þrengt sér- málasviðið, sem aubið það. Og svo á alþingi íslands að samþykkja stöðulögin, samþykkja það til fulls að íslands sé „óaðskiljanlegur hluti Danaveldis“, með öðrum orðum kóróna innlimunina 1903 með enn þá skýrari og ákveðnari laga- ákvæðum. Þetta er það sem leiðtogarnir ætla sér. Þessvegna vilja þeir endilega hafa íslandsráðgjafa í ríkisráðinu, þessvegna vilja þeir ekki með nokkru móti berjast fyrir því að ísland verði frjálst sam- bandsland, þessvegna hamast þeir ámóti þingrofi og vilja skipa sínum mönnum í samninganefndina, svo að öllum hennar störfum sé lokið þegar loks kemur til þingkosninga. Lárus Bjarnason hefir verið svohrein- skilinn við „landið sitt“ að kannast við það berum orðum í „Reykjavik“, að hinar fyrirhuguðu breytingar stöðulag- anna séu svo lítilfjörlegar að óþarfi sé að rjúfa þing þeirra vegna, en viður- kennir að þingrof væri sjálfsagt, ef ís- land ælti að vera frjálst sambandsland Danmerkur. Ennfremur segir hann i „Dannebrog“ 21. f. m. að sum atriði í samsandi landanna sé nokkuð óljós eins og nú standi, en á þvi verði vonandi ráðin bót með þessum fyrirhuguðu samn- ingum. Það er ákveðin og skýr innlimun með samþykki íslendinga sjálfra, sem nú stendur fyrir dyrum. Hér er sú bót i máli, að stjórnar- flokksleiðtogarnir standa fáliðaðir uppi. Sannir heimastjórnarmenn eru fráhverfir þessum aðgerðum þeirra og markmiði, sem bezt má sjá af „Þjóðólfi", helzta og tryggasta málgagni þess flokks. Blaðið „Vestri“ hefir einnig sagt ný- lega, að mjög athugavert sé, að íslend- ingar fari nú að binda hendur síuar og aamþykkja stöðulögin, þött með nokkr-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.