Ingólfur


Ingólfur - 24.11.1907, Blaðsíða 1

Ingólfur - 24.11.1907, Blaðsíða 1
V. árg. 47. blað Reykjavík, suimudaginn 24. nóvémber 1907. ónas lallgrímsson. 1807—1907. 17 Baltie Street, LEITH, Hér fékk okkar glæstasta gígja sinn hljóm og gullið í strengina sína; og sæll ertu Jónas, því sólskin og blóm þú söngst inn í dalina þína, og þjóðin þín fátæka fegin sig býr og frægir með gimsteinum þínum, og málið þitt góða í faðminn þinn dýr með flekkina’ á skrúðanum sínum. Og heiðraðu, móðurjörð, hörpuna þá, því hann varð oss kærastur bróðir, sem söng við oss börnin og benti’ okkur á, að blessa og elska þig móðir, sem ástvana sjálfur og einmana dó og andaður fékk ekki leiði, sem söng þegar geislarnir sendu’ honum fró og svolítill blettur í heiði. En sárt var að kenna þá svipinn hans fyrst, er sólin var slökt undir bránum, og minnast þá barnsins, hve brjóstið var þyrst og bjóða’ honuin armana dánum. En látum sem fæst yfir högunum lians og hinna, sem frægðir oss vinna, svo móðirin gangi’ ekki döpur í dans í dulunum barnanna sinna. Hann Jónas sá morguninn brosa við brún; en bágt á hér gróðurinn veiki, því lágur er geislinn, sem teygist í tún og tröllskuggar smámenna’ á reiki; og þyki þér hægfara sól yfir sveit, þá seztu’ ekki niður að kvíða, en minstu þá dagsins, sem meistarinn leit og myndin hans ætlar að bíða. Og gaktu’ honum aldrei í gáleysi hjá: hann gleymdi’ ekki landi né tungu, og ævinni sleit hann við ómana þá, sem yfir þig vorhimin sungu. Hér bíður hann dagsins sem ljósvættur lands og lítur til blómanna sinna: þess fegursta’ í ættjarðarhlíðunum hans og hjörtunum barnanna þinna. Þ. E. óska eftir allskonar fiski, söltuðum gærum og haustull til umboðssölu. Noti þeir tækifærið, er sæta vil góðri sölu og greiðum skilum. COMMISSION AGENTS. 17. BALTIC ST. LEITH. Bókarfrega: Paul llerrmann; Ialand I. bindi Land und Leute. II bindi Beiaebericht. Bunaðarfélag Kvammslir. í Mýrdal hélt 15 ára afmæli sitt 2. þ. m. Formaður félagsins Magnús Finn- bogason setti samkomuna, lýsti ástaDdi húsa og búskapar fyrir 15 árum og sýndi fram á, hve miklum umbótum slíkt hefði tekið á þessu tímabili, eink- anlega húsakynni manna; kvaðst vænta að næstu 15 ár mundu menn einkum vinna að jarðrækt og mundi eftir þann tíma verða alt að helmingi stærra rækt- að land í Mýrdal, heldur en nú, og þá algjörlega friðað. Þá mundu menn verða farnir að nota plóga, sláttuvélar og vagna til að flytja heim heyið og þegar þetta væri koroið i kring mundi landbúnaðurinn fara að keppa sjávar- útvegina og aðra atviunuYegi. Þar ;töluðu einnig Gunnar Ólafsson verzlunarstj., Páll Ólafsson á Heiði, Þorateinn Jónsson f Vík og Guðmundur Þorbjarnarson á Hvoli. Skemtu menn sér svo við danz, söng, spil o. fl. langt fram á nótt. Skemtan þessi fór vel fram og tóku þátt í henni um 70 manns, karlar og konur. Um vín var ekki talað öðru visi en eins og „atvikið", enda enginn maður kendur. Bændur vóru glaðir og kátir og vildu jafnvel sumir halda slíka sam- komu árlega. Þetta ættu bændur víðar að gera. Viðstaddur, Paul Herrmann er þýzkur prófessor í Norðurlandamálum, sem kom hingað til íslands 1904, og ferðaðist um landið um sumarið. Hann var heppinn með fylgdarmann fyrst hann meðal annars kynti sér náttúru íslands, því að Ög- mundur Sigurðsson var með honum, en Ö. S. var ávalt með dr. Þorvaldi Thor- oddsen, og enginn þekkir landið betur en hann. Bók Paul Herrmanns er um jarðfræði landsins, hraun, eldfjöll, jökla og há- lendi. Hún segir frá stjórnmálasögu laudsins, og verzlunarsögu þess. Hún lýsir fjölda staða, og veit allar sögu- sagnir um þá. Um Kirkjubæjarklaust- ur á Síðu eru hér um bil 20 blaðsiður í bókinni, um Odda næst um því ann- að eins o. s. frv. Hún er öli 700 bls. i stærsta 8°. Bókmentir landsins eru höfundinum kunnar að fornu og nýju. í bókinni er kafli um Þýzkaland og ísland, prófessorinn setur ísland á und- an með kuiteisiuni sem honum er eig- inleg, og sá kaflinn er ekki sízt hug- næmur. í bókinni eru kaflar um bún- að á íslandi, iiskveiðar, bæjagerð og ferðasaga höfundarins á íslandi, og er henni skift niður eftir sýslum. Bók- in grípur yfir flest sem íslandi við vík- ur nú á dögum og flestallra þeirra hjúa mun þar vera getið, sem gerðu þann garð frægan um síðustu aldamót. 1 bók Pauls Herrmanns eru 118 myndir héðan; allar eru þær vel tekn- ar, og ágætlega prentaðar. Sumar af myndunum eru komnar áður, líklegast góður helmingur, en sumum hefir höf- undurinn bætt við og tekið þær sjálfur eða útvegað sér þær. Framan við fyrra bindið er þjóðhátíðarmynd Benedikts Gröndals töluvert minkuð, en er feg- urri í bókinni en prentaða myndin var. Framan við síðasta bindið er mynd af Kirkjubæjarklaustri og Skaítá, prentuð með litum. Þessar myndir eru í bók- inni af mönnum sem nú eru uppi: Þor- valdur Thoroddsen og Ögmundur Sig- urðsson (á ferðalagi) Hannes Hafsteinn, Björn Magnússon Olsen, Indriði Einars- son, Sigurður Jónsson á Orustustöðum með konu og dóttur, og Matthías Joch- umsson. Af Paul Herrmann sjálfum og Ögmundi Sigurðssyni eru sömuleiðis myndir, en þeirra er ekki getið í registr- inu undir nöfnum þeirra. í bókinni er heill her af manna og staðanöfnnm, öll eru þau rétt skrifuð og rétt prentuð, nema höfundurinn hefir vilst á nafni Þorgríms læknis Þórðar- sonar, og kallar hann Þórð — það má mikið vera ef það er ekki það eina, sem rangt er í bókinni þó að smá ónákvæmni bregði fyrir víðar. Paul Herrmann hefir það fram yfir aðra, sem ferðabækur hafa skrifað um ísland að hann er söngfróður, og hefir í bókinni skrifað allmikið um íslenzk- an söng og íslenzk sönglög. Hann þekkir íslenzkan tvisöng og skrifar um hann. í bókinni er íslenzkt tvísöngs- lag með nótum, gamla lagið við Frið- rik Barbarossa, og lag séra Bjarna Þorsteinssonar: „Gissur ríður góðum fáki“. Hann kynnist islenzkum söng fyrst þegar hanu kemur að Kirkju- bæjarklaustri. Hann er þar í góðu yfirlæti, sýslumaðuriun er heima, og tvær dætur hans leika á hljóðfæri og syngja, þær syngja fyrst ýms lög, sem hann mun hafa þekt öll, svo að hann spyr þær eftir íslenzkum lögum; jung- írúrnar láta ekki standa á sér, og syngja meðal^annars Brynhildarsöngv- ana úr „Skipið sekkur“, og vel hlýtur þeim að hafa tekist með lögin, þvi að þegar P. H. kemur heim þýðir hann bæði kvæðiu á þýzku og lætur syngja lögin í samsöng suður í Torgau. Fjöldi af islenzkum kvæðum er í bókinni eftir skáldin sem nú eru uppi, þau eru eftir Matthías Jochumsson, Gröndal, Pál Ólafsson, Hannes Hafstein Steingrím Thorsteinason, Björn Olsen og Guðm. Magnússon. í bókinni eru kvæði eftir Bjarna Thorarensen, Jónas Hallgrímssoa, Jón Thoroddsen og Grím Thomseu. Þýðingarnar eru eítir jung- frú Lehmanu-Fúhés, Baumgartner, Poéstion *og Herrmann sjállan. Hans þýðingar eru ekki kunnar áður. Þýð- ingar höfundarins eru góðar en ágæti þeirra liggur að vorri hyggju mest í djúpum skilningi á því hvað lá á bak við hjá höfundinum, eða aðalhugsun kvæðisins. í ferðabókinni er því komin á þýzku einskonar „Snót“ af íslenzk- um ljóðum í beztu þýðingum. Auk þess hefir Poestion gefið út safn af þýddum kvæSum íslenzkum. „Sjaldan hittir leiðr i líð“ stendur

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.